Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 25 Bóndi sýknaður af kröfum Áburðarverksmiðjunnar: Búnaðarf élagið var við- skiptaaðili, ekki bóndinn Skógræktarfélag- Islands: Arsrit komið út ÁRSRIT Skógræktarfélags ís; lands árið 1987 er komið út. í ritinu eru 14 greinar um málefni er varðar skógrækt en auk þess er birt að venju skýrsla um starf- semi skógræktar ríkisins á árinu og störf skógræktarfélaganna. Þess utan er sagt frá aðalfundi Skógræktarfélags íslands árið 1986. I ritinu er meðal annars grein eftir Amór Snorrason áætlanafull- trúa Skógræktar ríkisins, um lerki á íslandi þar sem hann gerir saman- burð á tegundum, kvæmum og vaxtarstöðum. Þorbergur Hjalti Jonsson skógfræðingur ritar tvær greinar um vöxt og ræktun sitka- grenis í Skaftafellssýslum og aðra um fylgni hita og vaxtar stafafuru á Norðurlandi. Birt er erindi Vil- hjálms Lúðvíkssonar framkvæmda- stjóri Rannsóknarráðs ríkisins, um markmið skógræktar á íslandi sem hann hélt á aðalfundi Skógræktar- félags árið 1986. Þess utan eru birt í ritinu erindi FRAMBOÐ er nú að aukast á erlendum fiskmörkuðum og verð því lægra en síðustu daga. Verð- ið er þó enn hátt, 100 krónur fyrir ýsukíló, þorskur fór á um 80, grálúða á 80 og karfi 76. Mikið framboð á ýsu hefur vald- ið verðlækkun milli daga um nálægt 10%. Engey RE seldi á þriðjudag 148 iestir, mest þorsk í Hull. Heildar-- verð var 12,5 milljónir króna, meðalverð 83,98. 83 lestir voru af þorski að meðaltali á 79,95, 36 af sem haldin voru á skógræktarþingi í mars síðastliðnum af þeim Magn- úsi Péturssyni hagsýslustjóra, Sigurði Blöndal skógræktarstjóra og Márten Bendz prófessor. Ritið er prýtt fjölda litmynda ásamt skýringarmyndum með greinum. Útgefandi er Skógræktar- félag íslands. Í ritnefnd eru Hulda Valtýsdóttir, Sigurður Blöndal, Snorri Sigurðsson, Tómas Ingi Olrich og Þorvaldur S. Þorvaldsson. ýsu á 100,11 og 24 lestir af grá- lúðu á 80,05 krónur. Sveinn Jónsson KE seldi á miðvikudag 91 lest í Hull. Heildarverð var 7,6 millj- ónir króna, meðalverð 83,54. 35 lestir voru af þorski, sem fór að meðaltali á 78,82 og 49 af ýsu á 89,48. Loks seldi Snæfugl SU hluta afla síns í Bremerhaven, alls 136 lestir. Heildarverð var 10,3 milljónir króna, meðalverð 75,99. Snæfugl selur það, sem eftir er af afla sínum í dag, um 50 lestir. DÓMUR hefur fallið í Borgar- dómi Reykjavíkur i máli sem Áburðarverksmiðja ríkisins höfðaði á hendur bónda í Snæ- fjallahreppi til greiðslu á skuld við verksmiðjuna vegna áburðar- kaupa árið 1986. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að viðkomandi búnaðarfélag hefði verið viðskiptaaðiii Áburðar- verksmiðjunnar um áburðarkaup í hreppnum og því bæri að sýkna bóndann af kröfum verksmiðj- unnar. Fyrir dóminum kom meðal ann- ars fram, að samkvæmt lögum um Áburðarverksmiðjuna selji hún áburð einungis búnaðarfélögum, samvinnufélögum, verslunarfélög- um, kaupmönnum, hrepps- og bæjarfélögum, eða öðrum opin- berum aðilum. Frá 1970 hefur bókhald verksmiðjunnar verið tölvuvætt og hefur verksmiðjan boðið búnaðarfélögum þá þjónustu að reikningsfæra hvern einstakan mann, sem keypti áburð af búnað- arfélögunum, en þó undir safnheiti viðkomandi búnaðarfélags. Þar sem þetta fyrirkomulag hafi komist á hafi hveijum einstökum kaupanda verið sent reikningsyfirlit og hafi Áburðarverksmiðjan talið sig hafa rétt til að ganga að honum án milli- göngu viðkomandi búnaðarfélags. Áburðarverksmiðjan hélt því fram í þessu máli að Búnaðarfélag Snæ- fjallahrepps hafi framselt verk- smiðjunni kröfu sína á bóndann vegna áburðarkaupa hans. I málinu voru lögð fram ljósrit reiknings Áburðarverksmiðjunnar á Búnaðarfélag Snæfjallahrepps vegna áburðarkaupa bóndans, hleðslureikningar yfir áburð frá verksmiðjunni til Búnaðarfélagsins og kvittanir til bóndans um greiðslu inn á reikning félagsins. Það var viðurkennt af Áburðarverksmiðj- unni að Búnaðarfélag Snæfjalla- hrepps sé talið aðalskuldari á þessum skjölum til þess að full- nægja ákvæðum laga um verk- smiðjuna. Pöntun fyrir áburð í Snæfjalla- hrepp árið 1986 var upphaflega gerð í nafni Búnaðarfélagsins, eins og tíðkast hafði til þess tíma. Þá lá einnig frammi í málinu skuldavið- urkenning vegna pöntunarinnar af hálfu Búnaðarfélagsins og ódag- settur reikningur Búnaðarfélgsins til bóndans vegna kaupa hans á áburði. Á reikningnum var rituð athugasemdin: „Áburðarverksmiðj- an mun senda reikningsyfirlit til þín mánaðarlega ásamt vaxtareikn- ingi.“ Formaður Búnaðarfélagsins skýrði þessa athugasemd svo, ákveðið hafí verið að sundurgreina og reikningsfæra sérstaklega kaup hvers bónda fyrir sig. Megintil- gangurinn hafí verið sá að létta vaxtaútreikningi af formanni Bún- aðarfélagsins. Formaðurinn kvaðst ekki hafa hugleitt hvort Áburðar- verksmiðjunni væri með þessu veitt heimild til að ganga beint að bænd- um um greiðslur. Sá háttur hefði hins vegar verið hafður á í nokkur ár að bændur greiddu beint til Áburðarverksmiðjunnar. Dómarinn, Hjördís Hákonardótt- ir, taldi ljóst af gögnum málsins, að Búnaðarfélag Snæijaljahrepps hafí verið viðskiptaaðili Áburðar- verksmiðjunnar um áburðarkaup í Snæflallahrepp vorið 1986. Þegar af þeirri ástæðu bæri að sýkna bóndann af kröfum verksmiðjunn- ar. Þá var Áburðarverksmiðjunni gert að greiða bóndanum 28 þúsund krónur í málskostnað. Skipað í flugráð Samgönguráðherra, Matthías Á. Mathiesen, hefur skipað eftir- talda menn í flugráð frá 1. janúar 1988 að telja. Sem aðalmenn Leif Magnússon, framkvæmda- stjóra, til ársloka 1995 og Birgi Þorgilsson, ferðamálasljóra, til ársloka 1991. Leifur hefur jafn- framt verið skipaður formaður flugráðs ofangreint tímabil. Varamenn hafa verið skipaðir Hilmar B. Baldursson, flugmað- ur, sem jafnframt er varaform- aður flugráðs og Kristján Egilsson, flugstjóri. Auk þess hefur Alþingi hinn 23. nóvember 1987 kosið eftirtalda menn í flugráð frá 1. janúar 1988 til árstoka 1991. Sem aðalmenn Árna Johnsen, fv. alþingismann, Jóhann Albertsson, lögfræðing og Pál Pétursson, alþingismann, og sem varamenn Viktor Aðalsteins- son, fv. flugstjóra, Kristin H. Gunnarsson, skrifstofustjóra og Hallgrím Sigurðsson, flugumferð- arstjóra. Fiskverð lækkar erlendis xtBIIJilJlJiWIJHIWIilil.il...iliLIi.D.tÚlliWlllÍMiWil'IÍLlt 1, ...og þú nærð tökum á tölvunni Finnst þér tölvutæknin yfirþyrmandi? •• ★ Finnst þér tölvan framandi? ★ Finnurðu fyrir tölvuótta? ★ Heftir tölvan starfs- frama þinn? ★ Eða langar þig bara að læra eitthvað nýtt? TOLVU- ÞJÁLFUN er ítarlegt nám fyrir fólk sem vill ná góðum tökum á tölvuvinnslu á skömmum tíma. Kennd eru grunnatriði varð- andi vélbúnað tölvunnar og jaðartæki, notkun stýrikerf- isins, ritvinnslan Word- Perfect og töflureiknirinn PlanPerfect. "MíWkcFii nnmckpið* Athugið möguleika ykkar á að sækja INdiotll lld, » . um styrk fyrir námskostnaði úr starfs- 1.-19. feb. og 7.-25. mars. menntunarsjóði stéttarfélags ykkar. iáiEk'* l • • ■ ár I n »%,-■ v, ... p i• GÍSLI J. JOHNSEN SF. n i SKRIFSTOFUVELAR H.F. (A NÝBÝLAVEGI 16 • P.O. BOX 397 • 202 KÓPAVOGUR • SÍMI 641222 3? Hverfisgötu 33 sími 623737.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.