Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 29 Finnland: Koivisto vill ekki að f or- setinn sitji fram í andlátið Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. MAUNO Koivisto Finnlandsforseta og’ forsetaefni jafnaðarmanna og nokkurra annarra flokksbrota finnst það mjög óæskilegt, að for- seti áítji um ótakmarkaðan fjölda kjörtímabila eins og fyrirrennari hans Urho Kekkonen heitinn. Koivisto sagði á kosningafundi nýlega í Jyváskylá í Mið-Finnlandi að hann hefði hringt í Kekkonen á meðan stjómarmyndun stóð yfir árið 1979 og allt í einu áttað sig á því að gamli forsetinn væri ekki lengur hæfur til að hafa forræði í stjómarkreppu. Koivisto varð þá forsætisráðherra og hann var síðar kosinn forseti er Kekkonen veiktist og lét af störfum 1981. Koivisto sagðist oft hafa verið í vandræðum sem forsætisráðherra vegna þeirra erfiðleika sem elli for- setans hefði haft í för með sér. Almenningur varð var við togstreitu milli forsetans og ríkisstjómarinn- ar. Ríkisstjómin sigraði og þessi „sigur" tryggði að vissu leyti kjör Koivistos þegar Kekkonen var far- inn frá. Stefna Koivistos sem forseta hef- ur verið að draga úr afskiptum forsetans af daglegri stjórnsýslu. Koivisto hefur lýst því yfir í kosn- ingabaráttunni að hann vilji sjálfur ekki gegna forsetaembætti nema í tvö kjörtímabil. Hann bendir m.a. á hve gott það sé fýrir forseta að geta rætt við fyrirrennara sína um alvarleg mál. En það tíðkaðist áður fyrr að forsetar sátu ekki við völd nema eitt eða tvö kjörtímabil. A 26 ára valdaskeiði Kekkonens var fallið frá þeim sið. Finnar kjósa forseta á sex ára fresti. Tvö kjörtímabil eru því 12 ár, sem er 50% lengra en hámarks- tími Bandaríkjaforseta. Hingað til hafa ekki verið nein ákvæði í stjóm- arskránni um takmörkun á endur- lqori en Koivisto segist vera reiðubúinn að samþykkja hana. Koivisto signrviss Mjög líklegt þykir að Koivisto nái endurkjöri í forsetakosningun- um um næstu mánaðamót. Skoð- anakannanir sýna milli 50 og 60% fylgi við hann. Samkvæmt stjórnar- Sovétríkin: Fjölmiðlar efli bar- áttuþrek almennings Ræða Gorbatsjovs vekur bjartsýni ritsljóra og menntamanna Moskvu, Reuter. SOVÉSKIR ritstjórar og menntamenn virðast bjartsýnir eftir fund- inn í síðustu viku, þar sem Gorbatsjov fullvissaði þá um að ekki verði horfið frá umbótastefnunni. Ræða Gorbatsjovs hefur verið birt í opinberum blöðum og í henni segir að umbótaáætlanirnar hafi gefið vonum manna byr undir báða vængi, auk þess sem fjölmiðlar eru hvattir til að efla baráttuvilja landsmanna sem mest á meðan á efnahagslegum þrengingum standi. Gorbatsjov segir í ræðunni að á næstu þrem árum ráðist að miklu leyti hvernig efnahagslegri og fé- lagslegri umbótastefnu hans reiðir af. Þótt mikið hafi áunnist frá því hann hafi komist til valda árið 1985 séu Sovétríkin enn að uppskera „ávexti stöðnunarinnar" sem fyrir- rennarar hans hafi sáð og að erfiðir tímar séu fyrir höndum áður en efnahagsástandið batni. Hann segir að umbótastefna hans hafi gefíð vonum almennings byr undir báða vængi og bætir við að eftirspum Helmingur V-Þjóðverja með of næmi RANNSÓKN á vegum sjúkrahúss í Mönchengladbach hefur leitt í ljós að 25 milljónir Vestur-Þjóð- verja þjást af ofnæmi og astma eða nær helmingur þjóðarinnar. Algengasti ofnæmisvaldurinn er myglusveppur sem finnst víða, meðal annars í loftræstikerfum og matvælum. Hvatar úr myglusveppi eru not- aðir við framleiðslu kartöflumjöls, ávaxtamauks og ávaxtasafa. I við- tali við Welt am Sonntag segir Wolfgang Jorde ofnæmissérfræð- ingur að hvatamir úr myglusvepp- inum séu fjarlægðir að framleiðsl- unni lokinni en alltaf verður eitthvað eftir sem ofnæminu veldur. Fimmta hvert ofnæmistilfelli má rekja til litarefna og rotvarnarefna í mat. „Ef við viljum áfram njóta hinnar geysimiklu fjölbreytni í mat þá verðum við að gera okkur ofnæ- mið að góðu,“ segir Jorde að lokum. skrárbreytingu sem nýlega tók gildi er sá maður kosinn forseti sem fær yfir 50% allra greiddra atkvæða. Ef enginn fær hreinan meirihluta verða kjörmenn að kjósa forseta úr hópi þeirra sem vom í fram- boði. Vegna þess, að Koivisto er vinsælli meðal almennings en fylgi Jafnaðarmannaflokksins gefur til kynna, reyna stuðningsmenn hans allt sem þeir geta til þess að tryggja sigur hans í beinu kjöri. Til þess að nýta stöðu sína sem best sem forseti hóf Koivisto form- lega kosningabaráttu sína seint. Hann fór af stað í lok síðustu viku, er atkvæðagreiðsla utan kjörstaða var að hefjast í afskekktum hémð- um í skeijagarðinum. Hinir íjórir frambjóðendumir hafa barist um Uhro Kekkonen skeið og mörgum fínnst allt benda til þess að keppinautar Koivistos hafi eytt púðri sinu áður en barátt- an hófst fyrir alvöru. Almenningur sem hefur vanist því að forsetinn sé frekar fáorður og torráðinn hefur nú allt í einu fengið að heyra Koivisto segja brandara um sjálfan sig og hæðast að andstæðingum sínum. Gagnrýni hans á stjómarhætti Kekkonens hefur einnig komið mörgum á óvart, Mauno Koivisto því hingað til hafa fáir þorað að gagrýna þann forseta Finnlands sem lengst hefur setið. Kaflinn úr ræðu forsetans um hmmleika Kek- konens var ekki í þeim hluta ræðu hans sem dreift var fyrirfram til blaðamanna. Gagnrýni forsetans á Kekkonen er einnig óbein gagnrýni á Paavo Váyrynen fyrrum utanríkisráðherra og núverandi forsetaefni Miðflokks- ins. Váyrynen hefur reynt að feta í sömu spor og Kekkonen. eftir neysluvömm hafi aukist hrað- ar en framboðið leyfi. Afleiðingam- ar segir hann þær að nánast sé skortur á öllu og því skorar hann á fjölmiðla að auka baráttuþrek almennings. Gorbatsjov segir ennfremur að stjómvöld hafí vanmetið umfang spillingar og framtaksskorts í þjóð- félaginu, sem Brezhnev er einkum kennt um. Hann gagnrýnir einnig Júrí Andropov og Konstantín Tsjernenko og segir að laun hafi hækkað 17% meira en framleiðni- aukningin á ámnum 1981-84, sem hann kallar „ógnvekjandi ár“. Þá segir hann að umbótastefna hans hafi aukið gæði og framleiðni í iðn- aði, að hluta til vegna þess að núverandi stjórnvöld hafi ákveðið að stöðva „innflutningspláguna". Hanrvvaraði við því að vegna lægra olíuverðs og minni sölu á vodka myndu þjóðartekjur ekki aukast eins mikið og annars hefði orðið. Fundurinn var haldinn eftir nokkurra vikna svartsýnistímabil meðal vinstrisinnaðrá mennta- manna í kjölfar þess að Boris Yeltsin var rekinn úr embætti leið- toga Kommúnistaflokksins í Moskvu. Af máli Gorbatsjovs mátti ráða að Yeltsin væri einn þeirra vinstrimanna sem héldu því fram að umbótatilraunimar væm komn- ar í strand og að skipta þyrfti um embættismenn til að koma í veg fyrir að þær yrðu að engu. Fundargestir virðast mjög bjart- sýnir eftir þennan fund. Rithöfund- urinn Viktor Jerofeyev, sem skrifað hefur nokkrar bækur sem hafa ver- ið bannaðar, segir að andrúmsloftið sé gott í augnabfikinu og skáldið Andrei Voznessenskí segir að ræða Gorbatsjovs hafi vakið almennan áhuga fundargesta. Japan: Samþykkt að stóref la herflotann á næstunni Tókíó, Reuter. RÁÐAMENN í sjóher Japana, sem verður stöðugt öflugri, taka undir þá staðhæfingu Noboru Takeshita, forsætisráðherra Jap- ans, að Japanir séu að taka á sig hluta af byrði Bandaríkjanna í vömum á Kyrrahafi. Forsætis- ráðherrann og japönsku ráða- mennirair sem nú era í Washington munu og færa Bandaríkjamönnum boð Japana um að þeir vilji taka meiri þátt í kostnaði af veru bandaríska herliðsins í Japan. Samkvæmt' upplýsingum jap- önsku stjómarinnar em þessar greiðslur sem Takeshita og Kawara vamarmálaráðherra bjóða Banda- ríkjamönnum óbeinar greiðslur fyrir flotavernd sem Bandaríkjamenn veita japönskum olíuskipum á Pers- aflóa. Japanir hafa vaxandi áhyggjur af auknum umsvifum sov- éska hersins í Austur-Asíu og á Kyrrahafi. Því ákvað stjórnin á síðasta ári að hækka þak sem sett var á fjárveitingar til hemaðar fyr- ir tíu ámm. Bandaríkjamenn hafa ámm sam- an þrýst á Japani að efla her sinn en án árangurs. Efasemdir ná- granna Japans sem hafa bitra reynslu úr síðari heimsstyijöldinni og sterk andstaða meðal japanskra vinstrisinna og fleiri hafa staðið í vegi fyrir uppbuggingu japanska hersins þar til nú að stjómin sam- þykkir að stórefla japanska flotann. Útgjöld til flotans aukin Áætlun stjómar Takeshita um endurreisn herflotans tekur gildi 1. apríl næstkomandi. Stjórnin hef- ur samþykkt að veita 29 milljónum dollara til flotans. Er það 5,2% meira en veitt var til vamamála í Japan á síðasta ári. Þetta er ann^ð árið í röð sem útgjöld vegna hersins fara fram úr því marki sem sett var fyrir tíu ámm þegar ákveðið var að framlög til hernaðar skyldu ekki vera meiri en sem nemur 1% af þjóðarframleiðslu. Ef við þessa upphæð em lögð fjárútlát vegna lífeyrisgreiðslna til hermanna, em Japanir í þriðja sæti þegar litið er á fjárframlög til hermála í heimin- um. Aðeins Bandaríkin og Sovétrík- in veija meim fé til þeirra mála. Búist er við að fjárlagafmm- varpið fari í gegnum japanska þingið nær óbreytt þar sem Takes- hita og flokkur hans hafa þar hreinan meirihluta. Stjórnin hefur samþykkt öll útgjaldaáform flotans þar á meðal kaup á 7.200 tonna herskipi af gerðinni Aegis, nýjum árásarflugvélum, eldflaugum sem skjóta má af landi á skip, tölvu- væddum kafbátaleitar-þyrlum og langdrægum radartækjum. Öll þessi tæki miða að því að Japanir geti varið lögsögu sina 1.000 sjómíl- ur á haf út. Yfirburðir í tækni Stjómarskrá Japana kemur í veg fyrir að þeir Sendi eigin herskip til Persaflóa til að vemda olíuskip sín. Samkvæmt stjómarskránni ráða Japanir ekki yfir sjóher, heldur að- eins því sem þeir sjálfír nefna „lið til að veija siglingar á heimaslóð- um.“ Tundurduflaflotann kalla þeir „fylgdar-flota". Japanir búa yfir mestri þekkingu allra á sviði há- tækni vegna hemaðar. Svo miklir em yfirburðir þeirra að bandarísk fyrirtæki hafa leitað eftir aðstoð Japana á sviðum leysi- og radar- tækni. Sjóher Japana hefur getið sér sériega gott orð fyrir gagnkaf- bátahernað á sameiginlegum æfingum Japana og Bandaríkja- manna. Eftir að við japanska flotann bætast flugskeyti verður hann íjölhæfasti floti heims, sem bæði getur varist árásum flugvéla og eldflauga. Nýlega var sagt frá því í japanska dagblaðinu Yomiuri Shimbun að i ráði væri að bæta við flugmóðurskipum árið 1990 til að auka loftvamir flotans. Eftir að þessari áætlun um eflingu flotans hefur verið hmndið í framkvæmd verður hann öflugri en nokkm sinni frá því í Kyrrahafs-stríðinu. Og mun ekki eiga sinn líka utan Banda- ríkjanna. Vamarmálaskrifstofan í Japan hefur í hyggju að koma upp, í sam vinnu við Bandaríkjamenn, stjórn- stöð fyrir gagnkafbátahemað. Með því vilja þeir bæta upp þann skaða sem óleyfiíeg sala Toshiba-fyrir tækisins á hátæknibúnaði til Sovétmanna olli á síðasta ári. Bandaríkjamenn halda því fram að Sovétmenn hafi notað búnaðinn til að framleiða hljóðlátari skrúfur sem geri erfiðara en ella að finna kaf- báta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.