Morgunblaðið - 14.01.1988, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988
raðauglýsingar
raðauglýsingar
■S"
raðauglýsingar
Rannsóknarstyrkir
EMBO í sameindalíffræði
Námsvist í Sovétríkjunum
Sovésk stjórnvöld munu væntanlega veita
einum íslendingi skólavist og styrk til há-
skólanáms í Sovétríkjunum háskólaárið
1988-89.
Umsóknum skal komið til menntamálaráðu-
neytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir
12. febrúar nk. og fylgi staðfest afrit prófskír-
teina ásamt meðmælum.
Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
11. janúar 1988.
Styrkur til náms í Noregi
Norsk stjórnvöld hafa tiikynnt að þau bjóði
fram styrk handa íslenskum stúdent eða
kandídat til háskólanáms í Noregi háskóla-
árið 1988-1989. Styrktímabilið er níu
mánuðir frá 1. september 1988 að telja. Til
greina kemur að skipta styrknum ef henta
þykir. Styrkurinn nemur um 4.100 n.kr. á
mánuði.
Umsækjendur skulu vera yngri en 35 ára og
hafa stundað nám a.m.k. tvö ár við háskóla
utan Noregs.
Umsóknum skal komið til menntamálaráðu-
neytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir
12. febrúar nk. á sérstökum eyðublöðum
sem þar fást, og fylgi staðfest afrit prófskír-
teina ásamt meðmælum.
Menntamálaráðuneytið,
11. janúar 1988.
Sameindalíffræðisamtök Evrópu (European
Molecular Biology Organization, EMBO),
styrkja vísindamenn sem starfa í Evrópu og
ísrael til skemmri eða lengri dvalar við erlend-
ar rannsóknastofnanir á sviði sameindalíf-
fræði.
Nánari upplýsingar fást um styrkina í
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150
Reykjavík, og þar eru einnig fyrir hendi skrár
um fyrirhuguð námskeið og málstofur á
ýmsum sviðum sameindalíffræði sem EMBO
efnir til á árinu 1988.
Umsóknareyðublöð fást hjá dr. J. Tooze,
Executive Secretary, European Molecular
Biology Organization, 69 Heidelberg 1, Post-
fach 1022 40, Sambandslýðveldinu Þýska-
landj. Límmiði með nafni og póstfangi
sendanda skal fylgja fyrirspurnum.
Umsóknarfrestur um íangdvalarstyrki er til
16. febrúar og til 15. ágúst en um skamm-
tímástyrki má senda umsókn hvena^r sem er.
Menntamálaráðuneytið,
11. janúar 1988.
Hlutafélag - fiskvinnsla
Hlutafélag á Suðurnesjum, sem rekur fisk-
vinnslu í eigin húsnæði og hefur yfir að ráða
góðum vélakosti, óskar eftir sameignaraðila,
einum eða fleiri. Fullri þagmælsku heitið.
Þeir, sem kynnu að hafa áhuga á að kynna
sér þetta frekar, leggi nöfn sín inn til Morgun-
blaðsins fyrir 20. þ.m., auðkennt: „Hlutafélag
- fiskvinnsla - 6160“.
Gott skrifstofuhúsnæði
óskast
Ca 80-100 fm skrifstofuhúsnæði óskast á
leigu sem fyrst. Starfsemi: Rekstrarráðgjöf.
Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl.
merkt: „B - 4656".
Laugavegur
Óskum eftir góðu húsnæði til leigu fyrir tísku-
vöruverslun, helst við Laugaveg. Góðar og
öruggar leigugreiðslur.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„B - 4442".
Laugavegur
Verslunarhúsnæði óskast við Laugaveg.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„L - 4258“ fyrir 21. janúar.
íbúð óskast
Óskum eftir að taka á leigu 2ja-3ja herb.
íbúð fyrir einn af starfsmönnum okkar.
Uplýsingar gefur Arnar Bjarnason í síma
688617 eða 623612 á kvöldin.
BÍLABORG HF.
FOSSHALSI 1, S 68 12 99
Toyota á ísafírði
Bílasýning á öllum tegundum Toyota verdur
í Vélsmiðjunni Þór á ísafirði nú um helgina.
Laugardaginn 16. janúar kl. 13:00 til 18:00.
Sunnudaginn 17. janúar kl. 13:00 til 18:00.
Bílamir verða til sölu og afgreiðslu strax.
Láttu ekki Toyota ífá þér sleppa.
Fjórhjóladriíinn
Toyota Tercel verður einn
sýningarbíla okkar. Hann er írábær í
snjó, rúmgóður, eyðslugrannur og ...laglegur.
TOYOTA