Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 ll.tbl. 76. árg. FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988 Prentsmiðja Morgiinblaðaíns Níkolaj Ryzhkov útfærir hugmyndir Míkhaíls Gorbatsjovs: Vill banna hemaöar- umsvif í Norðurhöfum Osló. Reuter. NÍKOLAJ Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, sagði i kvöid- verðarboði í Osló í gærkvöldi, að banna ætti öll hemaðarumsvif á stómm svæðum á Atlantshafi og í Norðurhöfum. Hvatti hann til fundar sérfræðinga NATO og Varsjárbandalagsins. Gro Harlem Brandtland, forsætisráðherra Noregs, sagði hugmyndina áhugaverða en sagði Norðmenn sporaa við öllum tilraunum til þess að reka fleyg milli þeirra og annarra þjóða í NATO. Níkolaj Ryzhkov for- sætisráðherra Sovétríkj- anna kom í gær til Noregs og hitti Gro Harlem Brundtland forsætisráð- herra að máli. Strax var tekið að ræða deilu ríkjanna um skiptingu Barentshafsins. Ryzhkov ságði Sovétmenn áfram um að fylgja eftir hugmyndum um öryggi og samstarf í Norður-Evr- ópu, sem Míkhaíl Gorbatsjov setti fram í ræðu í Múrmansk í fyrra. Forsætisráðherrann sagði að Sovét- menn væru reiðubúnir að fela samningamönnum NATO og Var- sjárbandalagsins að semja um: • að umfangsmiklar æfingar flug- hers og flota verði leyfðar aðeins annað hvert ár í Norðurhöfum, • bann við ferðum bandarískra og sovézkra kafbáta á svæðum í Norður- og Vestur-Atlantshafi, • bann við flotaæfingum á helztu siglingaleiðum og fískimiðum í Norður-Atlantshafi, • takmörkun fjölda og tegunda skipa sem mætti stefna inn á flóa og sund á alþjóðasiglingaleið, 0 að samkomulag um takmörkun hemaðarumsvifa á hafsvæðum í Norðurhöfum nái einnig til aðkomu- leiða inn á Eystrasalt, Ermarsunds- ins og hafsvæðisins milli íslands og Noregs. Brundtland sagði að samningar um Norðursvæðin samkvæmt hug- myndum Gorbatsjovs væru útilok- aðir einir og sér, heldur yrðu þeir að vera liður í víðtækari afvopnun- arsamningum austur- og vestur- veldanna. Að sögn fréttaskýrenda virðist sem Sovétmenn hafi að ein- hveiju leyti komið til móts við það sjónarmið nú með því að leggja til að viðræður verði hafnar milli her- málasérfræðinga NATO og Var- Langdræg kíarnorkuvopn: Ný lota haf- iní Genf Genf. Reuter. NÍUNDA lota samningaviðræðna risaveldanna um fækkun lang- drægra kjarnorkuvopna (START) hófst í Genf í per. Sögðust samningamennirair í kappi við klukkuna um að ljúka samkomulagi um helmings fækk- un þessara vopna fyrir fund Mikhaíls Gorbatsjovs og Ronalds Reagans, leiðtoga risaveldanna, í Moskvu í sumar. Aðalsamningamenn risaveld- anna, Max Kampelmann og Alexei Obukhov, sögðu að erfíðar viðræður væru framundan en samkomulagið um útrýmingu meðaldrægra kjarn- orkuvopna, sem undirritað vat á leiðtogafundinum í Washington, væri gott veganesti og hvatning til þess að leysa ágreining um lang- drægu fláugarnar. sjárbandalagsins til þess að undirbúa samninga um öryggismál á norðurslóðum. Ryzhkov sagði að samningar um takmörkun hemaðarumsvifa í Norðurhöfum væru bezta leiðin til þess að leiða deilu Norðmanna og Sovétmanna um skiptingu Barents- hafsins til lykta. Hann lýsti ánægju sinni með viðræður þeirra Brundt- lands um Barentshafið. Norski forsætisráðherrann sagði Ryzhkov aðeins hafa haldið á lofti fyrri af- stöðu Sovétmanna til lausnar deilunni; hugmyndum sem Norð- menn hefðu fyrir löngu hafnað. Sjá ennfremur „Norðmenn vænta mikils..." á bls. 20. Reuter Játar að hafa grandað kóreskri farþegaþotu Sögð vera dóttir norður-kóresks kommúnistaleiðtoga Seoul. Reuter. NORÐUR-kóresk kona hefur ját- að að hafa tekið þátt i þvi að granda suður-kóreskri þotu með 115 manns innanborðs 29. nóv- ember síðastliðinn, að sögn ríkissjónvarps Suður-Kóreu. Sjónvarpið sagði að erlendir stjómarerindrekar hefðu verið boð- aðir til fundar í stjórnarráðinu í dag og að ríkisstjórnin myndi síðan gefa út yfirlýsingu um niðurstöður yfir- heyrslnanna. Kóreska ríkisútvarpið sagði í gær að konan héti Kim Yun-hi og væri dóttir háttsetts kommúnistaleið- toga í Norður-Kóreu. Hún hefði um árabil verið þjálfuð til hryðjuverka. Konan var handtekin í Bahrain ásamt fullorðnum manni tveimur dögum eftir að þotan, sem var af gerðinni Boeing 707, sprakk í tætl- ur í háloftum milli Abu Dhabi og Burma, á heimleið til Suður-Kóreu. Eftir handtökuna gleypti parið sjálfsmorðspillur. Karlinn dó en konunni tókst að bjarga. Parið ferð- j Reuter Veður i seðlum Detlef Much, tvitugur Þjóðverji, innan um hálfa milljón afsláttar- miða, sem hann safnaði á öskuhaugum. Hann bíður þess að framleiðandi þvottaefnis efni loforð um að greiða eitt þýzkt mark fyrir hvera miða. Gæti hann orðið hálfri milljón marka, eða jafn- virði 11 milljóna íslenzkra króna, rfkari. aðist á fölsuðum japönskum vegabréfum sem faðir og dóttir. Blað í Seoul segir hann hafa heitið Kim Song-il en hefur ekki fullyrt að hann væri frá Norður-Kóreu. Yfírvöld í Suður-Kóreu hafa reynzt treg til að saka Norður- Kóreumenn um að hafa staðið á bak við hvarf þotunnar. Skýringin er sögð sú að þau hafí ekki viljað koma kommúnistaríkjum, sem eiga vingott við Norður-Kóreu, í vanda áður en frestur til að tilkynna þátt- töku í Ólympíuleikunum í Seoul rennur út næstkomandi sunnudag. Þar sem Sovétríkin og helztu. fylgi- ríki þeirra hafa nú ákveðið að taka þátt í leikunum er ekkert sem hindr- ar útgáfu yfirlýsingar um tildrög flugvélarhvarfsins, að sögn út- lendra stjómarerindreka. í gær höfðu 156 ríki tilkynnt þátttöku í leikunum í Seoul en 167 ríki hafa rétt til þátttöku. Meðal þeirra ríkja sem enn hafa ekki til- kynnt þátttöku eru Tékkóslóvakía og Kúba. Kínveijar tilkynntu þátt- töku í gær og verða leikamir í Seoul því sögulegir sakir þess að þar mætast íþróttamenn stórveldanna þriggja, Bandaríkjanna, Sovétríkj- anna og Kína, í fyrsta sinn á einum og sömu Ólympíuleikunum. Arabísku furstadæmin: Innflutningur á dönskum sandi Kaupmannahöfn. Reuter. STJORNVÖLD í Dubai, sem er eitt af Arabísku furstadæmunum, hafa ákveðið að flytja inn 30 tonn af sandi frá Danmörku, þrátt fyr- ir tæplega fjögurra þúsunda ferkflómetra af eyðimerkursandi heima fyrir. Hátt kvartsinnihald danska sands- ins veldur því, að hann er heppilegur til vatnssíunar, en til þess verks er fíngerður eyðimerkursandurinn ónothæfur, að sögn Poul Erik Beck, forstjóra danska fyrirtækisins Kvartssand í Silkiborg, sem gerði sölusamninginn við arabana. „Við eigum von á, að viðskipti okkar við araba og aðrar þjóðir, sem hafa efni á að hreinsa drykkjarvatn sitt og sundlaugar á þennan hátt, fari vax- andi á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.