Morgunblaðið - 15.01.1988, Qupperneq 12
12 _________________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988_
Hvað á ráðhúsið að kosta?
eftir Kristínu
Magnúsdóttur
Hávær umræða hefur aftur
vaknað um ráðhús í Reykjavík.
Menn deila m.a. um staðsetningu
hússins, áhrif þess á umferð við
Tjömina, og um það hvort ráð-
húsið hefur hlotið lögboðna af-
greiðslu hjá skipulagsyfirvöldum.
En ein hlið málsins hefur lítið ver-
ið rædd, nefnilega kostnaðarhliðin.
Við skulum ekki gleyma því, að
þetta hús á að byggja fyrir opin-
bert fé. Þeim fjármunum mætti
vetja til annarra þarfa, sem borg-
arbúar telja brýnni. Sjálf er ég
fjögurra bama móðir í fullri vinnu,
og ein þeirra fjölmörgu sem ekki
eygja von um dagvistunarrými á
vegum borgarinnar. Biðlistum á
stofnanir fyrir aldraða er óþarfi
að lýsa, og B-álma Borgarspítalans
stendur hálfbyggð.
Engin kostnaðaráætlun
Það er ekki óeðlilegt, að þeir sem
bera eiga kostnaðinn af fram-
kvæmdunum fari fram á einhvers
konar kostnaðaráætlun, áður en
framkvæmdir hefjast. Borgaryfir-
völd virðast um það bil að hefja
byggingu ráðhússins, þótt engin
kostnaðaráætlun liggi fyrir. Teikn-
ingar að húsinu eru ekki tilbúnar
í þeirri mynd, að hægt sé að gera
áætlun um tegundir og magn
byggingarefnis í það. Af því leiðir
að sundurliðuð kostnaðaráætlun
er ekki til. Talan 750 milljónir, sem
nefnd hefur verið, er úr lausu lofti
gripin, enda efa margir að hún
muni standast.
Þriðjungur af útsvari
hvers og eins
En segjum nú svo, að 750 millj-
ónir séu rétt áætlun, og setjum þá
fjárhæð í samhengi við tekjur og
útgjöld borgarinnar. Reikningar
Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár
liggja enn ekki fyrir, en samkvæmt
fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir
1987 voru heildar útsvarstekjur
borgarinnar 2.600 milljónir, en
áætlaður kostnaður vegna allra
byggingarframkvæmda borgar-
innar annarra en ráðhússins, þ.e.
skóla, dagheimila, íþróttamann-
virkja, heilsugæslustöðva, aðstöðu
fyrir aldraða, verkamannabústaða,
leiguíbúða o.s.frv., nam 890 millj-
ónum.
Þetta hús myndi kosta þriðj-
unginn af útsvari hvers einasta
Reykvíkings, og þorrann af þvi
fé sem varið var til bygginga á
vegum borgarinnar á síðasta
ári.
Staðsetning hússins á stóran
þátt í því hversu dýrt það verður.
Það er augljóst mál, að mun dýr-
ara er að byggja hús úti í vatni
en að byggja það á þurru landi.
Það verður að reka stálþil a.m.k.
10 metra niður í Tjamarbotninn
til þess að unnt verði að grafa
grunninn. Til að hindra að þilið
leggist undan þrýstingi vatnsins
að utan verður að staga það nið-
ur. Það þýðir að bora þarf fyrir
fjölmörgum akkerum í bergið í
botni Tjamarinnar. Þetta eru mjög
dýrar framkvæmdir.
Til þess að koma í veg fyrir leka
þarf að hafa veggi í kjallara sér-
staklega þykka. Grunnplata húss-
ins þarf líka að vera mun þykkari
og þyngri en ella til þess að stand-
„Borgaryfirvöld virð-
ast um það bil að hefja
byggingu ráðhússins,
þótt engin kostnaðar-
áætlun liggi fyrir.
Teikningar að húsinu
eru ekki tilbúnar í
þeirri mynd, að hægt
sé að gera áætlun um
tegundir og magn
byggingarefnis í það.
Af því leiðir að sundur-
liðuð kostnaðaráætlun
er ekki til. Talan 750
milljónir, sem nefnd
hefur verið, er úr lausu
lofti gripin, enda efa
margir að hún muni
standast.“
ast vatnsþrýstinginn sem kemur
að neðan.
Eins og fyrr segir eru áætlanir
um kostnað ekki til, en tæknifróð-
ir menn gizka á, að aukakostn-
aður vegna þess að húsið er
byggt úti f vatni nemi a.m.k. 100
miiljónum króna.
Á næstunni munu 3 verktakar
skila tilboðum í grunn og fokhelda
byggingu ráðhússins. Við eigum
kröfu á, að þær kostnaðaráætlanir
verði gerðar opinberar og birtar í
blöðum, svo borgaramir, sem nú
munu bera nafn með rentu, geti
gert sér grein fyrir hvað þeir eiga
að borga.
Þenslan og hið
opinbera
Undanfarið hefur mikil þensla
verið ríkjandi hér. Afleiðingar
hennar em víðtækar og ákaflega
óæskilegar. Eins og Guðrún Pét-
ursdóttir benti á í grein í Morgun-
blaðinu nú um helgina, og vitnar
þar í orð formanns meistarasam-
bands byggingarmanna, verður
áfram mikil þensla í byggingariðn-
aðinum a.m.k. út árið 1988, ef
ekki lengur. Þama eiga almennar
íbúðabyggingar stóran hlut að
máli, enda er að liðkast um lán frá
húsnæðismálastjóm. Það virðst
ekki viturlegt af hinu opinbera að
auka enn á þensluna, með því að
hefja nú miklar byggingarfram-
kvæmdir, sem vel mega bíða.
Skynsamlegra væri að skapa at-
vinnu við byggingu ráðhúss, þegar
lægð væri í byggingariðnaðinum,
í stað þess að stuðla að þenslu eins
og nú mun gerast. Það getur ekki
talist í samræmi við yfírlýsta
stefnu Sjálfstæðisflokksins í ríkis-
stjóm. Þessi bygging er nefnilega
engin smásmíði, þótt sífellt sé klif-
að á því, hversu lítil og nett hún
muni verða. Ég óttast að menn
geri sér ekki fulla grein fyrir
hversu viðamiklar þessar fram-
kvæmdir em.
Hraðinn
Það vekur athygli, að borgar-
yfirvöldum virðist liggja mikið á í
þessu máli. Engin rök hafa verið
færð fyrir þessum flýti. Menn geta
ekki varizt þeirri hugsun, að hér
skipti tímasetning næstkomandi
borgarstjómarkosninga máli. Það
á að kjósa vorið 1990. Flýtirinn
er sennilega vegna þess, að það
Kristín Magnúsdóttir
mun koma sér illa fyrir forsvars-
menn þessara framkvæmda, og
þar með fyrir Sjálfstæðisflokkinn,
að Tjamarsvæðið verði allt í sárum
í kosningabaráttunni. En orkar það
ekki siðferðilega tvímælis, að
hraða af þessum ástæðum fram-
kvæmdum, sem kostaðar eru af
almannafé? Vonandi eru borgar-
yfirvöld ekki svo barnaleg að
halda, að menn kyngi þeim rökum,
að hraðinn sé fyrst og fremst
vegna hræðslu við að tmfla lífríki
Tjamarinnar. Flýtirinn við að
hefja framkvæmdirnar getur varla
verið þess vegna.
Þessi hraði minnir óþægilega á
flýtinn við byggingu flugstöðvar-
innar, sem allt kapp var lagt á að
Ijúka fyrir kosningar. Afleiðing-
amar þarf ekki að tíunda hér, en
almenningur mun bera kostnaðinn
af þeim.
Reykvíkingar, nú er ný bygging
í uppsiglingu. Hana á að reisa með
hraði, á stað sem hefur mikla rösk-
un og aukakostnað í för með sér.
Viljum við að okkar fé sé varið á
þennan hátt, eða höfum við eitt-
hvað betra við peningana að gera?
Höfundur er kennari við Æfinga-
skóla Kennaraháskólans.
Enn um ráðhúsið
- Svar til Þóru
Kr istj ánsdóttur
eftir Hildigunni
Hjálmarsdóttur
Ekki var það ætlun mín að fara
að standa í ritdeilu út af skoðunum
mínum á væntanlegu ráðhúsi við
Tjömina, sem ég iét í ljósi í Morg-
unblaðinu nokkru fyrir jól. Ýmsir
andstæðingar byggingarinnar hafa
komið sjónarmiðum sínum á fram-
færi með eðlilegu móti í málefna-
legum greinum, enda eiga allir
rétt á því að segja skoðun sína.
Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur
hefur ekki treyst sér til slíkra
skrifa, heldur ráðist á þá, sem stutt
hafa ráðhúsbygginguna, með
veigalitlum útúrsnúningum um
aukaatriði og rangfærslum á orð-
um þeirra.
Þó mér sé það engan veginn ljúft
verð ég því enn að taka upp rúm
í Morgunblaðinu vegna þessarar
deilu, þar sem grein Þóru frá
19.12. sl. kallar á nauðsynlegar
leiðréttingar.
Ég nenni ekki að elta ólar við
hana út af staðsetningu ráðhússins
í Hamborg. Ég hef sagt það sem
ég vil um það mál.
Ég held því enn fram að heimild-
ir mínar varðandi frumteikningu
að íshúsinu Herðubreið séu traust-
ar, þó ég kjósi að draga ekki
heimildarmenn mína inn í þessa
deilu. Hvorki það, að Guðjón
Samúelsson sé skrifaður fyrir
teikningunni, né samskipti hans
við Einar Jónsson myndhöggvara
afsanna að Alfreð Jensen hafi unn-
ið frumteikninguna að umræddu
„Þaö eru mikil forrétt-
indi aö búa við Tjarnar-
götu o g einungis fáir
njóta þeirra. Gatan er
þó engin einkaeign
þessa fólks. Ráðhús-
byggingin verður
sameign allra Reyk-
víkinga.“
húsi. Deilur Einars Jónssonar og
Guðjóns Samúelssonar eru raunar
þessu máli alveg óviðkbmandi.
Það sem málið snýst um er
sjálft ráðhúsið. Þóra segir að ég
styðjist við gamla mynd og úr-
elta. Það er alrangt. Ég birti
nýjustu myndina. Innkeyrslan
sjálf kemur ekki fram á myndinni,
en hún er sýnd á líkaninu, sem
hefur verið til sýnis nú um nok-
kurra vikna skeið í „Kringlunni“
og þúsundir manna hafa skoðað.
Þar er ráðhúsið sýnt í því um-
hverfí sem því er ætlað og þar
kemur greinilega fram, að inn-
keyrslan er á engan hátt því til
trafala, að á tjamarbakkanum við
norðvestur-homið geti foreldrar
gefið fuglur.um brauð, eins og ég
sagði upphaflega í grein minni, en
Þóra andmælti, og sagði í athuga-
semdum sínum að þau þyrftu þá
að vera í kafarabúningi, því hvergi
væri þama hægt að komast að
tjöminni á þessum stað á þurru
landi. Þama hallar Þóra réttu
máli til að villa um fyrir fólki, og
vil ég eindregið hvetja menn til að
skoða vel líkanið af ráðhúsinu og
væntanlegu umhverfi þess, þá
munu þeir komast að raun um
hvað er rétt.
Síðar í grein sinni hefur Þóra
loks komist á þá skoðun að „karp
af þessu tagi“ sé „til lítils gagns“.
Ég vil benda henni á, að hún átti
upptökin að þessari deilu. Grein
minni var hvorki beint gegn henni
né neinni annarri persónu. Skoð-
un mín á ráðhúsmálinu hafði ég
fullan rétt á að tjá.
Greinar Þóru hafa einkennst af
offorsi sem engum málstað em til
framdráttar. Það er henni t.d. ekki
til sóma, að fara rangt með um-
mæli Benedikts Gröndal, sendi-
herra, sem skrifaði í Morgunblað-
inu 11. desember sl. mjög
athyglisverða grein til stuðnings
ráðhúsbyggingunni. Sendiherrann
segir hvergi í grein sinni að ráðhús-
byggingin sé „hápunktur í list-
sköpun íslenskra kvenna", eins
og Þóra hermir upp á hann. Hann
segir það skoðun sína að ráðhúsið
sé, þegar í teikningu „eitt mesta
listaverk, sem (slensk kona hefur
unnið“. Þar er nokkur munur á.
Það eru mikil forréttindi að búa
við Tjarnargötu og einungis fáir
njóta þeirra. Gatan er þó engin
einkaeign þessa fólks. Ráðhús-
byggingin verður sameign allra
Reykvíkinga. Sú bygging á rétt á
því að standa á fallegasta staðnum
í borginni og Tjamargatan mun
síður en svo líða fyrir það, heldur
mun það gefa henni aukið gildi.
Umræður um byggingamál eru af
hinu góða ef þær eru málefnalegar
og menn láta ekki stjómast af
annarlegum sjónarmiðum eða sér-
hagsmunum og óskandi væri að
arkítektar tækju hús og byggingar
til umfjöllunar, engu síður en gert
er í öðrum listgreinum þegar ný
verk koma fram.
Það er trúa mín, að þó að deilur
hafi risið um ráðhúsbygginguna
væntanlegu, eins og var um Seðla-
bankahúsið á sínum tíma, þá muni
tíminn sanna, að byggingin hafi
verið vel að verðlaunum sínum
komin og að hún verði talin hin
mesta borgarprýði.
Á erlendum vettvangi hefur
þetta listaverk enda hlotið einstaka
viðurkenningu, þar sem um teikn-
inguna hefur verið fjallað í Arc-
hitectural Review meðal merkustu
opinberu bygginga, eins og Bene-
dikt Gröndal bendir á í grein sinni.
Höfundur er húsmóðir i
Reykjavík.