Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988
*FOI_K
■ INTER Mílanó hefur meiri
áhuga á að fá V-Þjóðveijann Lot-
har Mattháus fráBayern MHchen
til sín - heldur en Gary Lineker,
sem leikur með Barcelona. Þetta
sögðu forráðamenn félagfsins í gær.
Þeir sögðu að það væri ekki satt
sem hafí komið fram í enskum blöð-
um, að félagið hafí ákveðið að borga
4.5 millj. sterlingspund fyrir Line-
ker. „Við höfum áhuga á mörgum
^öðrum leikmönnum heldur en Line-
ker,“ sögðu þeir hjá Inter Mílanó.
Þess má geta að tveir útlendingar
eru í herbúðum félagsins. Belgíu-
maðurinn Enzo Scifo og Daniel
Passarella frá Argentínu.
■ TVÆR rúmenskar hand-
knattleiksstúlkur óskuðu í gær eftir
hæli sem pólitískir flóttamenn í
Frakklandi. Þær voru leikmenn
með handknattleiksliðinu Brasov,
sem var að leika Evrópuleik gegn
Basanco.
Onnur handknattleikskonan, sem
er 27 ára, á eitt barn í Rúmeniu
og hin er 19 ára gömul. Fyrir tveim-
ur mánuðum flúðu þrír rúmenskir
^rugby-leikmenn - þegar þeir voru
á keppnisferðalagi í Frakklandi.
Einn af þeim er sonur varaform-
anns rúmenska rugbysambandsins.
H ENSKA knattspyrnusam-
bandið hafnaði í í gær 20 millj.
sterlingspunda tilboði frá Foster
Lager um að enska bikarkeppnin
(FA) yrði kölluð eftir fyrirtækinu.
Forráðamenn enska knattspymu-
sambandsins sögðust vilja halda
nafni keppninnar án þess að auglýs-
ingastimpill kæmi á hana. Enska
bikarkeppnin FA Cup, Wimble-
don-tenniskeppnin og Opna
breska meistaramótið í golfi eru
þau þrjú keppnismót í Englandi,
sem hafa ekki á sér auglýsinga-
stimpil.
■ EVERTON fær heimaleik í
þriðju viðureign félagsins við
Sheffield Wednesday í ensku bik-
arkeppninni. Leikurinn verður á
Goodison Park á mánudaginn
kemur.
■ GRAEME Souness, fram-
kvæmdastjóri Glasgow Rangers,
er ekki af baki dottinn í sambandi
við kaup á leikmönnum. Souness,
sem hefur keypt sjö leikmenn til
Rangers á rúmu ári, mun kaupa
^John Brown frá Dundee í dag,
'ef hann fær „grænt ljós“ í læknis-
skoðun. Rangers mun greiða
Dundee 350 þús. pund fyrir
Brown, sem er 26 ára. Souness
hefur einnig hug á að kaupa danska
landsliðsmanninn Jan Batram, sem
er bakvörður, frá Silkiborg, á 175
þús. pund. Batram, sem er 25 ára,
kom í gær til Glasgow, þar sem
hann verður í viku, sagði: „Ég er
kominn hingað til að skoða mig um
á Ibrox og um leið mun Souness
fá tækifæri til að sjá mig á æfing-
um.“
■ EÐVARÐ Matthíasson frá
Vestmannaeyjum komst í átta
manna úrslit á knattborðsmóti í
Mítiinada. Hann náði 116 stigum á
stuði í mótinu og vann t.d. sigur
Sir fyrrum Kanadameistara.
SIGURDUR Guðmundsson
blakmaður úr Víkingi er að flytja
til Akureyrar og mun leika með
KA. Hann leikur sem „smassari"
og á að baki þtjá landsleiki. Sigurð-
ur verður löglegur með KA-liðinu
20. febrúar.
H LIVERPOOL hefur gert þriggja
ára auglýsingasamning við ítalska
stórfyrirtækið Candy. Samningur-
inn hljóðar upp á 5,4 milljónir
dollara eða um 200 milljónir íslen-
skar krónur.
H JOHN McEnroe bandaríski
tennisleikarinn skapstóri verður
meðal keppenda á Grand Prix-
mótinu í Frkklandi í næsta mánuði.
McEnroe hefu ekki tekið þátt í
móti síðan hann fékk tveggja mán-
aða bann á opna bandaríska mótinu
í tennis í september.
HANDKNATTLEIKUR / HEIMSBIKARKEPPNIN
Allt á suðupunkti í Eskilstuna:
Mark dæmt af Júgóslövum á
síðustu sek. gegn A-Þjóðvevjum
Mark sem hefði nægt íslendingum í efsta sæti
Júgóslavar unnu Austur-Þjóð-
vetja 23:21 í B-riðli í gærkvöldi.
Jógóslavar skoruðu reyndar 24.
mark sitt um leið og flautað var til
leiksloka. Mikil rekistefna var hjá
dómurunum og tímavörðum í leiks-
lok um það hvort markið væri gilt
eða ekki. Niðurstaðari var sú að
markið, sem Veselin Vujovic gerði,
var dæmt ógilt. Jógóslvar mót-
mæltu óspart en það.dugði ekki og
því fór sem fór.
Ef markið hefði verið dæmt gilt
hefði íslenska liðið sigraði í B-riðli.
Það má því segja að tæpara gat
það varla verið.
Isakovic með sjö mörk
Mile Isakovic skoraði sjö mörk fyrir
Júgóslava og var þeirra besti mað-
ur. Austur-Þjóðvejar leiddu með
einu marki í hálfleik, 13:12.
Ungverjar skoruöu aöeins þrjú
mörk í fyrri hálfleik
Ungverjar skouðu aðeins þijú mörk
í fyrri hálfleik gegn 9 mörkum
Spánveija í B-riðli í gærkvöldi. Sig-
ur Spánveija var nokkuð öruggur
eftir það, sigruðu 16:14. Þar gerðu
Spánveijar út um vonir Ungveija
að leika til úrslita í mótinu.
„Ég er hreykinn
af strákunum“
- sagði Jón Hjaltalín Magnússon
Eg er hreykinn af strákunum.
Bogdan hefur enn einu sinni
sannað hæfileika sína sem þjálf-
ari og enn einu sinni náð iiðinu í
toppæfingu á réttum tíma. Ef allt
liðið hefði tekið þátt í undirbún-
ingnum í desember hefðum við
leikið um gullið, en við lærum af
þessu. En að leika um þriðja sæt-
ið er gott og ég vil fá að nota
tækifærið og þakka öllum, sem
hafa stutt okkur og gera það
áfram," sagði Jón Hjaltalín Magn-
ússon, formaður HSÍ í samtali við
Morgunblaðið eftir leikinn í gær.
Pressens Bild
Atll Hilmarsson sést hér gnæfa yfír vörn Dana og skora eitt af sjö mörkum
slnum.
„Qánægður með að hafa
ekki sigrað í riðlinum"
- sagði Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálfari
Bogdan Kowalczyk
Steinþór
Guðbjartsson
skrifar frá
Svíþjóð
„Ég er ánægður með stöðu okkar
í riðlinum en ekki 100% ánægður,
því við höfðum alla möguleika á að
leika um gullið og ég er ekki viss
um að slíkt tækifæri
gefíst á stórmóti
sem þessu á kom-
andi árum. Ég sagði
við þig fyrir keppn*
ina að sjötta sætið væri gott, en
miðað við hvemig mótið hefur þró-
ast er ég óánægður með að hafa
ekki sigrað í riðlinum. Við vorum
aðeins einu marki frá því, sem sýn-
ir hvað hvert mark er mikilvægt.
Þessi leikur var ekki góður, en sig-
urinn var engu að síður mikilvægur.
Strákamir voru taugaóstyrkir og
gerðu mörg mistök og þau kostuðu
úrslitaleikinn. En nú er það keppni
um þriðja sætið og ég vil helst fá
Svía, því álagið yrði mikið á þeim
— þeir yrðu að sigra okkur á heima-
velli sínum. Erfíðast yrði að fá
Ungveija, því þeir leika alltaf vel
gegn liðum frá Norðurlöndum.“
Atli Hilmarsson
„Það er leiðinlegt að árangur okkar
I riðlinum nægir ekki í úrslit, en
að leika um þriðja sætið er óneitan-
lega gott. Ég er ánægður með minn
þátt í þessum leik, en við gerðum
of mörg mistök og sigruðum ekki
með þeim mun, sem við þurftum,
fyrir bragðið."
Einar Þorvarðarson
„Miðað við hvemig leikirnir hafa
þróast, er ég ánægður með að leika
um þriðja sætið. Við höfum enn
einu sýnt á stórmóti að við höldum
okkar striki og ég blæs á einn góð-
ur leikur, næsti slakur, síðan aftur
góður. Slíkt getur gerst í vináttu-
leikjum, en ekki á stórmótum. Við
spiluðum ekki vel núna, en þess ber
að geta að við lögðum allt í leikinn
gegn Júgóslövum og vomm ekki
nema einu marki frá úrslitaleikn-
um.“
Kristján Arason
„Ég veit ekki hvort ég á að vera
svekktur eða ánægður og það er
fáránlegt. Það var gott að vinna
þennan leik, en sárt að vera marki
frá úrslitaleiknum. Leikurinn gegn
Júgóslaví tók greinilega sinn toll.“
AlfreA Gíslason
„Ég er svekktur út í sjálfan mig.
Eg átti slakan leik, gerði mistök í
byijun og komst ekki í samband
við leikinn. Leikurinn í heild var
ekki góður, en ég er ánægður með
sigurinn og það kom sér vel, hvað
Atli blómstraði."
Þorgils Óttar Mathiesen
„í raun er ekki hægt að vera svekkt-
ur og við getum verið ánægðir með
að leika um þriðja sætið í keppni
átta sterkustu þjóða heims. Við
vorum taugaóstyrkir og leikurinn
bar þess merki, en þetta er eðlilegt
— svona er handboltinn. Hvað vöm-
ina varðar þá var Kristjáni tvisvar
vikið af velli í fyrri hálfleik og gat
því ekki beitt sér eftir það. Ég vil
leika við Upgveija um bronsið og
er alveg sama hvar.“
Kari Þráinsson
„Ég er ánægður með annað sætið
í riðlinum, en við áttum svo sannar-
lega möguleika á að leika um gullið.
Við vorum spenntir, en það var
gott að sigra."
Anders Dahl-Nielsen
„Ég er óánægður með að ísland
skuli ekki leika til úrslita, því liðið
átti það skilið. En við börðumst
vel, gáfum hvergi eftir og vöm
okkar var að mörgu leyti góð.
Reyndar gat sigurinn lent hvorum
megin sem var, en íslenska liðið er
betra og það er betur undirbúið.
Ég er aldrei ánægður með tapleik,
en við höfum staðið okkur vel mið-
að við aðstæður. Við stóðum í
íslenska liðinu.“
Þorbergur áhorfandi
á heimavelli
að vakti mikla athygli áhorfenda í Motala, þegar íslenska liðið
mætti til leiks gegn Dönum, að Þorbergur Aðalsteinsson var ekki
í fslenska liðinu. Leikið var á heimavelli SAAB-liðsins, sem Þorbergur
leikur með. Bæjarblaðið var búið að segja frá því að Þorbergur myndi
leika með.
Það kom því mjög á óvart að Þorbergur var á meðal áhorfenda. Þor-
bergur var myndaður bak og fyrir af ljósmyndurum, þar sem hann sat
í áhorfendastúkunni. Eins og menn vita þá er Þorbergur lykilmaður
SAAB-liðsins.
Þurfa íslendingar
að leika í Umeá?
Ekki verður útséð um það hvar íslendingar leika um 3. sætið á
sunnudaginn fyrr en eftir leik Svía og Vestur-Þjóðveija í kvöld.
Ef íslenska liðið mætir Ungveijum verður leikið í Umeá sem nyrst í
Svíþjóð um 800 km frá Stokkhólmi. Ef íslendingar leika við Svía eða
Vestur-Þjóðveija verður leikið í Stokkhólmi.