Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988 spurt og svarad I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINSI Staðgreiðslu- kerfiskatta HÉR á eftir fara spurningar sem lesendur Morgnunblaðsins hafa beint til þáttarins Spurt og svarað um staðgreiðsiu- kerfi skatta og svör við þeim. Þjónusta þessi er í þvi fólgin að lesendur geta hringt í síma 691100, milli klukkan 10 til 12 virka daga og borið upp spurningar um skattamál. Morg- unblaðið leitar svara hjá starfsmönnum embættis rikisskatt- stjóra og birtast þau síðan í þessum þætti. Vaxtafrádráttur Guðmundur Hermannsson spyr: Hvernig reiknast vaxtaafsláttur vegna húsnæðiskaupa í stað- greiðslukerfinu? Er ekki ljóst að vaxtaafsláttur verður aðeins óveru- leg upphæð hjá flestum skattgreið- endum miðað við ofangreindar reiknireglur? Geta þeir sem keyptu íbúð árið 1985 og nutu vaxtaafslátt- ar árið 1986 valið um hvort þeir fá vaxtaafslátt eða húsnæðisbætur? Ef svo er með hvaða hætti fer það val fram? Svar: 1. Vaxtaafsláttur reiknast sem 40% af vöxtum þeirra lána sem tekin voru vegna kaupanna, há- mark slíkra frádráttarbærra vaxta er 766.612 kr. hjá hjónum en 383.306 hjá einstaklingi. Frá vöxt- um eru þó áður dregin 7% af tekjuskattsstofni. 2. Ekki þykir fært í þessum svar- dálki að taka afstöðu til þess hvað teljist óveruleg upphæð enda er slíkt mat bæði afstætt og einstaklings- bundið. 3. Reglur um vaxtaafslátt áttu ekki við álagningu á árinu 1986’ þannig að fyrirspyrjandi á væntan- lega við vaxtafrádrátt. Samkvæmt lögum er ekki um val að ræða ef gjaldandi hefur notið vaxtafrádrátt- ar. Persónuafsláttur námsmanna Gunnar Þorkelsson spyr: Náms- maður vinnur hluta af janúar og hefur há laun. Hversu mikinn hluta af persónuafslætti hans má nota honum ttt ffádráttar fyrir mánuðinn? Svar: Honum nýtist allur per- sónuafsláttur janúarmánaðar ef skattkort er allan þann mánuð í vörslu sama launagreiðanda. Árni Bjarnason spyr: Hafa námsmenn ekki fullan persónuaf- slátt ef þeir skila skattkorti? Svar: Jú, ekki er gerður greinar- munur á námsmönnum og öðrum launamönnum í þessu sambandi. Helgi Jóhannesson spyr: Náms- menn sem hafa dvalið erlendis og verið með skattalegt lögheimili á íslandi hafa átt kost á því að loknu námi að nota sér uppsafnaðan persónufrádrátt. Gildir þetta einn- ig í staðgreiðslukerfinu? Svar: Fyrirspyijandi á væntan- iega við uppsafnaðar ónýttar eftirstöðvar námsfrádráttar. Frá- dráttur vegna þess er ekki lengur heimill. Haukur Eiriksson spyr: Hvemig er skattafslætti fyrir iðnnema háttað? Svar: Engar sérreglur gilda um iðnnema. Ef þeir taka laun á námstímanum greiða þeir skatt í staðgreiðslu af launum umfram 42.036 kr. á mánuði. Kvöld- og" helgarvinna Einar Sveinbjörnssou spyr: Hvemig er varið persónuafslætti þeirra sem era námsmenn og grípa í kvöld- og helgidagavinnu hjá sama atvinnurekanda? Reikn- ast hann sem hlutfall af vinnudög- um eða safnast hann upp í fullan persónuafslátt? Svar: Persónuafsláttur miðast við Qölda þeirra daga sem kortið er í vörslu launagreiðanda. Ef skatt- kort er í vörslu sama launagreið- anda óslitið umrætt tímabil er hcimilt að reikna persónuafslátt fyrir a|lt tímabilið. Taki launa- maðurinn kortið úr vörslu launa- greiðanda á milli vinnutímabila verður sá persónuafsláttur sem ekki er nýttur við staðgreiðsluna gerður upp á næsta ári. Vangoldin laun frá 1987 Elinborg Jónsdóttir spyr: Hvað um vangoldin laun frá 1987 sem ekki fást greidd fyrr en á þessu ári? Verður tekinn skattur af þeim? Svar: Samkvæmt tekjuskattslög- um skal að jafnaði teija tekjur til skattskyldra tekna á því ári sem þær verða til, þ.e. þegar myndast hefur krafa þeirra vegna á hendur einhveijum, nema um óvissar tekjur sé að ræða. Af fyrirspum má ráða að hér sé um óvissar tekjur að ræða sem koma til greiðslu síðar en þeirra hefur ver- ið aflað og falla þær þá undir staðgreiðslu. Ber þá í þessu sam- bandi einnig að hafa í huga skilyrði til þess að innheimta falli niður af álögðum tekjuskatti og útsvari af launum ársins 1987. Skilyrði til niðurfellingar brestur ef: 1. Laun hafa verið yfírfærð á árinu 1987 vegna breytinga á uppgjörsaðferð eða viðmiðun teknanna eða á einhvem annan hátt, þá era þau laun skatt- skyld. 2. Launin hækka frá 1986—1987 og aukningin verður að mati skattstjóra hvorki rakin til aukinnar vinnu, aukinnar starfsábyrgðar né stöðuhækk- unar. Aukningin er þá skatt- skyld. Sérreglur era fyrir þá sem eiga hlut í félögum og þá sem era í eigin atvinnúrekstri. Aukagfreiðslur Halldóra Filippusdóttir spyr: Hvemig stendur verktaki að greiðslu skatta af aukagreiðslum fiá ýmsum aðilum t.d. tölvu- vinnslu unninni í heimahúsum? Svar: Verktaki kemur fram sem launagreiðandi af reiknuðu endur- gjaldi sem honum ber að reikna sér. í dæmi fyrirspyijanda myndi hún halda sínu skattkorti og standa skil mánaðarlega á stað- greiðslu. Ef starfssamningur hennar og verkkaupa er á hinn bóginn þannig að hún tekur laun fyrir starf sitt í samræmi við kjarasamninga gilda öll almenn sjónarmið varðandi staðgreiðslu launamanna um þau laun. Kristjana Skúladóttir spyr: Fólk sem fer til náms erlendis næsta haust — á það að greiða skatta eins og aðrir? Svar: Já, sömu reglur gilda um námsmenn og aðra launamenn. Barnabætur Björk Hauksdóttir spyr: Ég á son sem er 16 ára og verður 17 ára nú í janúar og er í skóla. Fæ ég bamabætur með honum? Svar: Bamabætur greiðast í þessu tilfelli fyrir fyrsta ársfjórð- ung 1988. Þær nema 4.472 kr. en ef um er að ræða einstæða móður era þær 13.416. Persónuaf sláttur Anna Helgadóttir spyr: Hvað er persónuafsláttur hár núna? Fyrir fólk sem fær borgað viku- lega, á að deila með 360 eða 365? Verður skattur greiddur í auram eða er hækkað upp í heilar krón- ur? Á að sýna útreiknaða skatta á launaseðli jafnvel þó þeir séu engir? Er hægt að flytja persónu- afslátt milli vikna, t.d. ef einhver tekur sér launalaust fri? Svar: 1. Persónuafsláttur er nú 14.797 kr. á mánuði. 2. Deila skal með 365 í persónu- afslátt heils árs, sem er 177.561 kr. 3. Almennar reglur um upp- hækkun eða lækkun gilda. Skattur skal greiddur í heilum krónum. 4. Já. 5. Ef launauppgjöri er þannig háttað að greitt er út vikulega er hægt að flytja persónuaf- slátt milli vikna, svo fremi að skattkort er óslitið í vörslu sama láunagyeiðanda öll greiðslutímabilin. Mistök Halldór Pálsson spyr: Ég ætlaði að nýta 10 prósent af persónuaf- slætti konu minnar en hún afganginn. Nú urðu þau mistök að kortin víxluðust þannig að hún nýtti aðeins þessi 10 prósent. Er hægt að fá þetta leiðrétt? Svar: Rétt er að fyrirspyijandi verði sér úti um ný aukaskattkort hjá skattstjóra. Leiðrétting verður gerð við álagningu 1989. Mæðralaun — meðlag Halldóra Ríkharðsdóttir spyr: Er greiddur skattur af mæðra- launum og meðlagi? Svar: Skattur er greiddur af mæðralaunum. Meðlög era skatt- fijáls að þvi leyti sem þau fara ekki fram úr venjulegum bama- lífeyri Tryggingastofnunar ríkis- ins. Tvísköttun? Hjalti Þórðarson spyr: Konan mín fékk greiddar örorkubætur frá árinu 1987 í janúar (1988) og var dregin af því staðgreiðsla. Er ekki hætta á tvísköttun í þessu tilfelli þar sem þessar tekjur skal telja fram á skattframtali fyrir 1987? Borgar sig að sækja um aukaskattkort ef þessar bætur era um 5 þúsund krónur á mánuði þegar maka nýtast þessi 80 pró- sent til fulls? Svar: 1. Ef útreikningur staðgreiðslu er rangur verður hann leiðrétt- ur. Þetta á t.d. við ef tekjurnar tilheyra ótvírætt tekjuárinu 1987. 2. Í þessu dæmi virðist sem mis- munur verði 351 kr. á mánuði til lækkunar ef aukaskattkort er notað á móti 5.000 kr. greiðslunni. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar til sölu Jarðýta - skurðgrafa Til sölu er jarðýta Internationa! TD 15C með ripper, árgerð 1983 og skurðgrafa Internat- ional Jumbo, árgerð 1984. Upplýsingar veita Björn Einarsson í síma 95-1912 og Eiríkur Tryggvason í síma 95-1976. Ræktunarsamband V.-Hún. Til sölu fjölnotendatölva Höfum til sölu fyrir einn viðskiptavina okkar, notaða IBM System/36 fjölnotendatölvu (Compact, 120MB) á öóðu verði. Fjármögn- unarleiga kemur til greina. Nánari upplýsingar veitir Atli Guðmundsson, markaðsfulltrúi. Kerfi hf., Höfðabakka 9, Reykjavík, s: 671920. Veitingarekstur Til sölu veitingastaður á Suðurnesjum í full- um rekstri. Upplýsingar í síma 92-37423. Til sölu blómabúð í verslanasamstæðu á höfðuborgarsvæðinu. Lítill lager. Góð kjör. Upplýsingar í símum 656722 og 83939. Til sölu Sharp Ijósritunarvél SF741, 8 stk. ATEA símtæki fyrir tvær bæjarlínur og Sage 4 18 MB tölva. STEINAR HF STALHUSGAGNAGERÐ Smiöiuvegur 2 200 Köpavogur Nauðungaruppboð fara fram á eftirtöldum fasteignum i skrifstofu embættisins, Höröu- völlum 1, Selfossi, og hefjast þau kl. 10.00. Miðvikudaginn 20. janúar 1988 Heiðarbnin 61, Hveragerði, talinn eigandi Sæmundur Pálsson, eftir kröfum Brunabótafélags islands og veðdeildar Landsbanka islands. Önnur sala. Heiðarbrún 42, Hveragerði, þingl. eigandi Ingibergur Sigurjónsson, eftir kröfum Ara (sberg hdl., Jóns Magnússonar hdl. og Ásgeirs Þ. Árnasonar hdl. Fimmtudaginn 21. janúar 1988 Vallholti 16, 1c, Selfossi, þingl. eigandi Bjöm H. Eiriksson, eftir kröf- um Kristjáns Ólafssonar hdl. og veðdeildar Landsbanka Islands. Eyjaseli 13, Stokkseyri, þingl. eigandi Sveinbjörn Guðjónsson, eftir kröfum Jóns Magnússonar hdl., iðnlánasjóðs, Jóhannesar Ásgeirs- sonar hdl., Jóns Eirikssonar hdl. og veðdeildar Landsbanka islands. Eyrarbraut 28, (Eyrarlón), Stokkseyri, þingl. eigandi Nikulás ívars- son, eftir kröfu veðdeildar Landsbanka islands. Kambahrauni 29, Hveragerði, þingl. eigandi Kristjan Ólafsson, eftir kröfum veðdeildar Landsbanka islands og Tryggingastofnunar rikisins. Laufskógum 9, Hveragerði, þingl. eigandi Öm Guömundsson o.fl., eftir kröfum veðdeildar Landsbanka islands, Brunabotafélags íslands og Jóns Eihkssonar hdl. Sýslumaðurinn r Ámossýslu. Bæjariógetinn á Selfossi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.