Morgunblaðið - 15.01.1988, Page 28

Morgunblaðið - 15.01.1988, Page 28
Bifreiðastöð Norðurlands opnuð í dag: Míðstöð rútubifreiða og upplýsingastöð þess sem auðvelt er að komast að með stóra bfla að húsinu, segir í fréttatilkynningu um stofnun fyrir- tækisins. Það sem kemur til með að breyt- ast mest í fyrstu er að afgreiðslu- tími sérleyfisbfla og Norðurleiðar lengist verulega auk þess sem bið- salur verður rýmri og þægilegri. Þegar sumaráætlun tekur gildi verður hægt að koma við tenging- um þannig að hægt verður að komast frá Vopnafirði til Reykja- víkur á einum degi, auk þess sem tengingar við allar nágrannabyggð- ir stóraukast. Norðurleið hefur fyrirhugað að hafa síðdegisferðir til og frá Akureyri kl. 17.00 og gefur það mönnum kost á að nýta daginn til fulls á hvorum leiðarenda. Næsta sumar verður upplýsinga- miðstöð ferðamanna starfrækt í tengslum við stöðina og fer vel því langflestir sem leita til upplýsinga- NÝTT fyrirtæki, Bifreiðastöð Norðurlands hf., tekur til starfa í dag 15. janúar og er því ætlað að reka umferðarmiðstöð fyrir sérleyfis- hafa á Norðurlandi í Hafnarstræti 82 á Akureyri. Bifreiðastöð Norðurlands er hlutafélag í eigu Norðurleiðar hf., Sérleyfisbfla Akureyrar sf., sérleyf- ishafanna Bjöms Sigurðssonar á Húsavík og Ævars Klemenssonar á Dalvík auk Akureyrarbæjar, sem á 15% hlutaíjár. Gylfi Ragnarsson sérleyfishafi á Ólafsfirði sá sér ekki fært að gerast hluthafí í nýja fyrir- tækinu, en hann mun hafa aðstöðu í húsnæði þess. Tilgangurinn með starfseminni er að auka hagkvæmni í rekstri afgreiðslustöðvar og veita farþegum betri þjónustu. Þorleifur Þór Jónsson atvinnu- málafulltrúi Akureyrarbæjar hefur unnið að stofnun fyrirtækisins und- anfamar vikur og sagði hann aðdragandann vera nokkra mánuði. Þorvarður Guðjónsson fi-am- kvæmdastjóri Norðurleiðar mun fyrstur manna hafa imprað á hug- myndinni um stofnun umferðarmið- stöðvar hér norðanlands og kom hann til viðræðna við bæjaryfírvöld Akureyrar í haust. „Síðan hefur þetta ágæta mál verið í deiglunni, ekki síst fyrir forgöngu Sigfúsar Jónssonar bæjarstjóra sem þekkti vel til þarfa slíkra samgangna þeg- ar hann var sjálfur sveitarstjóri á Skagaströnd, en Norðurleiðarútan til dæmis sem keyrir á milli Reykjavíkur og Akureyrar þjónar mikið Húnavatnssýslu og Skaga- fírði," sagði Þorleifur. Þörfin fyrir eina umferðarmið- stöð á Akureyri hefur farið vaxandi með auknum kröfum um þjónustu og auknum fjölda ferðamanna. Staðsetning í jaðri miðbæjarins er hagkvæm fyrir fótgangandi, auk Morgunblaðið/GSV Bifreiðastöð Norðurlands verður til húsa í Haf narstræti 82 á Akureyri. miðstöðva eru farþegar með sér- leyfísbifreiðum. Þorleifur sagði augljóst að samdráttur hefði orðið í farþegaflutningum rútubifreiða það sem af væri vetri miðað við önnur undangengin ár og spilaði þar tíðarfarið að stærstum hluta inn í. „Þegar gott er veður og færð um landið ferðast menn á einkabflum, þegar færð er tvísýn treysta menn frekar á sérleyfisbílana. Þá ættu menn gjaman að hafa það í huga að þó svo að flug falli niður vegna ófærðar halda rútubflamir yfirleitt sínu striki. Síðastliðinn vetur kom það einungis einu sinni fyrir að rútuferð féll niður vegna ófærðar." Norðurleið og Sérleyfisbflar Ak- ureyrar flytja starfsemi sína frá Geislagötu 10 í húsnæði nýju um- ferðarmiðstöðvarinnar, en þar höfðu áður aðstöðu sína sérleyfis- hafamir Ævar Klemensson og Bjöm Sigurðsson. Starfsemin hefst í dag með því að bflar til Mývatns leggja af stað í fyrsta skipti frá stöðinni kl. 9.30. Eins munu bflar til Reykjavíkur taka farþega þar, þó þeir hefji sína síðustu ferð frá Geislagötunni kl. 9.30. Stj órnkerfisbreytingar samþykktar: Starfsemi bæjarms skipt í fjögur svið BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag viðamiklar stjórnkerfisbreytingar sem fela meðal annars í sér að starfsemi bæjarins verði skipt upp ( fjögur aðalsvið í stað þess að nú heyra átján manns beint undir bæjarstjóra. Tillagan var sam- þykkt með öllum greiddum atkvæðum bæjarfulltrúa. Þau flögur svið, sem um ræðir, em félags- og fræðslusvið, flármála- og stjómsýslusvið, tæknisvið og veitusvið. Einnig er lagt til að vegna sérstöðu sinnar verði atvinnumál undir beinni stjóm bæjarstjóra í náinni framtíð vegna eignarhalds bæjarins í ýmsum fyrirtækjum. Allar þijár veitustofnanir bæjar- ins, raf-, vatns- og hitaveitur, verða í einni stofnun, Veitustofnun Akur- eyrar. Gert er ráð fyrir verulegri fækkun nefnda og ráða á vegum bæjarins og vilja bæjarfulltrúar að hægt verði að ná fram flestum stjómkerfisbreytingunum á yfir- standandi ári þannig að hægt verði að vinna samkvæmt þeim síðla árs, að sögn Sigurðar J. Sigurðssonar bæjarfulltrúa. Fyrstu aðgerðir miða væntanlega að því að skilgreina nánar störf for- stöðumanna þeirra íjögurra mála- sviða sem um ræðir og formlegum ráðningum þeirra þannig að þeir geti tekið til starfa sem slíkir. Síðan verður unnið áfram niður í gegnum verkaskiptinguna og mönnum raðað niður í húsnæði. Gert er ráð fyrir því að rafveituskrifstofumar flytjist út á Þórsstíg þar sem verkstæði rafveitunnar er til húsa. Tæknideild bæjarins verður öll á einum stað í Geislagötu 9. Hitaveita Akureyrar flyst upp að Rangárvöllum þar sem vatnsveitan er og félags-, menning- ar- og íþróttamál flytjast (núverandi húsnæði hitaveitunnar í Hafnar- stræti 88. Komast á hjá nýbygging- um, en að öllum líkindum verður ráðist í byggingu nýrrar slökkvi- stöðvar og þá mun jarðhæðin í Geislagötu 9 losna til annarrar ráð- stöfunar. Nýrri slökkvistöð er ætlaður staður við Dalbrautina, rétt við Sólborg. Sigurður sagðist ekki hafa trú á því að framkvæmdir hæfust á þessu ári. Frá slysstað í ÞingvaUastræti í gær. Morgunbiaðifl/csv Harður árekstur í Þingrallastræti ÞRÍR árekstrar urðu á Akureyri i gær þar af einn harður i Þing- vallastræti mitt á milli gatna- móta Byggðavegs og Mýravegs. Tveir fólksbílar rákust saman um kl. 16.30 og var tvennt flutt á sjúkrahús. Meiðsl á fólki voru þó ekki talin alvarlegs eðlis, sam- kvæmt upplýsingum lögreglu. Annar bfllinn mun hafa farið upp úr hjólfömm og snúist með fyrr- greindum kfleiðingum. Flytja þurfti báðar bifreiðamar i burtu með kranabfl. Stuttu síðar var lögreglan kölluð út vegna annars áreksturs sem átti sér stað á Eyjaíjarðarbraut vestri við bæinn Gil sem er í um það bil fimm km fjarlægð frá Akur- eyri. Engin meiðsl urðu á fólki og heldur ekki í minniháttar árekstri er varð á Akureyri fyrrihluta dags- ins. Eitt af verkum Jóns Axels Björnssonar. Gallerí Glugginn: Málverka- og högg- myndasýning GALLERÍ Glugginn Glerárgötu 34 opnar sýningu á málverkum og höggmyndum þeirra Jóns Axels Björnssonar og Sverris Ólafssonar laugardaginn 16. jan- úar. Jón Axel Bjömsson er fæddur árið 1956 og útskrifaðist úr Mynd- lista- og handíðaskólanum 1979. Hann hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og haldið sex einka- sýningar, síðast á Kjarvalsstöðum í fyrra. Sverrir Ólafsson sýnir högg- myndir úr málmi og tré. Hann er fæddur 1948, lauk námi við Mynd- lista- og handíðaskólann 1969. Eftir það nam hann í Bretlandi um þriggja ára skeið og hefur síðan farið reglulegar námsferðir til Bandaríkjanna og Evrópu. Sverrir hefur sýnt margsinnis hér heima og erlendis og eru verk eftir hann i eigu margra opinberra safna sem og einkasafna. Sýningin í Gallerí Glugganum stendur til sunnudagsins 24. jan- úar. Glugginn er opinn daglega frá kl. 14.00 til 18.00, en lokað er á mánudögum. Hagí hf. í nauða- samningnm FRAM er komið frumvarp að naudasamningi í þrotabúi Haga hf. á Akureyri. Samkvæmt því er áformað að greiða um 10% af skuidum fyrirtækisins, sem eru um 24 miltf. kr. Hagi hf. rak á sínum tima umfangsmikla tré- smiðju, þar sem áherzla var einkum lög á smiði innréttinga. Hafði fyrirtækið þá bæði söluum- boð í Reykjavík og Vestmanna- eyjum. Samkvæmt upplýsingum Amars Sigfússonar, skiptaráðanda á Akur- eyri, hafa allir lánardrottnar Haga hf. samþykkt fram komið frumvarp að nauðasamningnum, þannig að allar líkur eru á því, að gengið verði frá honum innan tíðar. „GAUKURAKUREYRAR“ 1. flokks matur á teríuverði EKTA PIZZUR Opif) um helgar frákl. 11.30-03.00 Virka daga 9. sýning fösludaginn 15. janúarkl. 20.30 10. sýninglaugardaginn , 16. janúar kl. 20.30 I I sýning sunnudaginn 17. janúar kl. 16.00 MIÐASALA iA 96-24073 tSKFÉLAG AKUHEYRAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.