Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988 29 Lánsfjárlög samþykkt í gær LÁNSFJÁRLÖG voru samþykkt á Alþingi í gær eftir að alls sjö umræður höfðu farið fram um frumvarpið. Allar breytingartil- lögur voru felldar við síðustu umræðuna en tillaga þriggja þingmanna stjórnarandstöðunn- ar um lánsheimild vegna breyt- inga á Áburðarverksmiðjunni var dregin til baka að beiðni fjár- málaráðherra þar sem ekki lá enn fyrir hvaða valkost ríkis- stjórnin myndi velja. Jón Baldvin * Hannibalsson, fjármálaráðherra, sagði í umræð- um um lánsfjárlagafrumvarpið að varðandi fullyrðingar um skerðingu fjárframlaga til Ríkisútvarpsins mætti benda á að leyfð hefði verið 85% hækkun á afnotagjöldum stofnunarinnar á síðasta ári. Það væri langt umfram verðlagsþróun og hækkanir á gjaldskrám annarra opinberra stofnanna. Ráðherrann sagði Ríkisútvarpið hafa varið fjár- munum langt umfram heimildir og nefndi í því sambandi kaupleigu- Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra og ráðherra Hagstofu Islands, sagði neyslukönnun hafa verið gerða af Hagstofunni fyrir árið 1985-86 sem grundvöll að nýjum grunni vísitölu framfærslukostnað- ar. Þessi könnun væri víðtækari en samninga vegna tækjakaupa og stóra launaskuld hjá Ríkisféhirði. Það væri rétt og skynsamlegt af menntamálaráðherra að beita sér fyrir fjárhagsúttekt á stofnuninni eins og hann hefði nýverið lýst yfir. Fjármálaráðherra vék einnig að tillögu um lánsheimild vegna breyt- inga á Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Ráðherrann kynnti sam- þykkt sem ríkisstjómin hefði gert um þetta mál þá um morguninn. GUÐRÚN Helgadóttir (Abl/Rvk) segir að sjávarútvegsráðherra fyrri kannanir og næði til fjölbreytt- ari fjölskyldumynstra og fleiri byggðarlaga. Enn væri verið að vinna úr gögnum en sú vinnsla hefði tekið mun lengri tíma en upp- haflega hefði verið gert ráð fyrir. Viðskiptaráðherra taldi að úr- Hann sagði ljóst að þama væri um alvarlegt öryggismál að ræða og kostnaðarsamt en þar sem ákvörð- un um hvaða leið yrði farin til lausnar lægi ekki enn fyrir beindi hann því til flutningsmanna að þeir drægju tillögu sína til baka. Síðar í umræðunni svaraði Jón Baldvin fyrirspum um hvaða að- gerðir hann teldi að grípa þyrfti til í því skyni að lækka vexti. Fjár- málaráðherra sagði veigamestu hafi neitað henni um þáttöku á ráðstefnu hvalveiðiþjóða og vísindamanna sem halda á í Reykjavík. „Það er gjörsamlega furðulegt að menn skuli hafa svo vonda samvisku að ráðstefna sem þessi þoli ekki dagsins ljós og sé haldin nánast á laun,“ sagði Guðrún Helgadóttir í samtali við blaðamenn gær. Guðrún sagði ýmsa þingmenn vera lítt hrifna af þessari ráðstefnu og hefðu komið fram aðvaranir í vinnslu myndi ljúka að mestu í þessum mánuði og væri þá hægt að byija að leggja drög að nýjum neyslugrunni. Fyrst þyrfti málið að fara til meðferðar hjá kauplags- nefnd en með vorinu ætti að vera hægt að taka upp nýjan grunn. Næsta víst væri að vægi matvöm væri minna en í gamla grunninum frá 78-79 en vægi t.d. ýmissra tóm- stundavara meira. atriðin vera að minnka afskipti af innlendum lánamarkaði, að endur- skipuleggja bankakerfíð, að samræma starfsemi endurskipu- lagðs bankakerfis og íjármagns- markaðar, algjör endurskipulagn- ing á fyrirkomulagi húsnæðislána með niðurgreiddum vöxtum, að heimila erlendum bönkum starfsemi hér á landi, að endurskoða skatt- meðferð vaxta og að endurskoða vísitölukerfíð. Guðrún Helgadóttir utanríkismálanefnd um að með henni væri verið að bjóða_ heim aukinni tortryggni í garð íslend- inga. Hún sagðist hafa haft samband við sjávarútvegsráðuneyt- ið og óskað eftir því að sitja ráðstefnuna en nokkrum klukku- stundum síðar fengið þau skilaboð frá ráðherra í gegnum starfsmann ráðuneytisins að nærveru hennar væri ekki æskt. Henni leyfðist þó að hlusta á framsöguerindi við upp- haf ráðstefnunnar. Guðrún sagðist hafa óskað eftir því að fá þetta svar skriflegt en fengið þau skila- boð til baka að slíkt væri ekki nauðsynlegt. Guðrún gagnrýndi það að „einn ráðherra“ væri að halda „leyniráð- stefnu“ um viðkvæmt utanríkismál sem utanríkismálanefnd vildi ekki koma nærri og þingmönnum væri meinaður aðgangur að. Framfærsluvísitala: Nýr neyslugnumur með vorinu VIÐSKIPTARÁÐHERRA sagði í fyrirspumartíma í sameinuðu þingi í gær að líklega yrði hægt að taka upp nýjan neyslugrunn fyrir vísitölu framfærslukostnaðar með vorinu. Kom þetta fram í svari á fyrirspurn frá Svavari Gestssyni (Abl/Rvk) um hvað liði verðupp- töku vegna nýs grundvallar vísitölunnar. Guðrún Helgadóttir: Meinað að sækja hvaJaráðstefnuna Frávísun hæstaréttar Réttaröryggi í landinu stefnt í voða segir Ragnar Aðalsteinsson, hrl „ÉG er nyög ósáttur við úrskurð Hæstaréttar og hann hefur leitt til þess að ný réttarregla hefur verið mynduð af Sakadómi Reykjavíkur. Þessi regla leiðir til þess að réttaröryggi í landinu er stefnt í voða,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlög- maður. Eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, vísaði Hæstiréttur frá dómi kærumáli Ragnars, en Sakadómur hafði komist að þeirri niðurstöðu að honum væri óheimilt að ræða efni gagna frá rannsóknarlög- reglu við skjólstæðing sinn, sem er í haldi í tengslum við manns- lát í Reykjavík síðastliðið haust. „í þessari nýju réttarreglu felst, að nú er blátt bann lagt við því að réttargæslumenn ræði upplýsingar lögreglu varðandi mál skjólstæð- inga sinna við þá,“ sagði Ragnar. Bæjarráð Vestmannaeyja: Harmar víllandi framsetningu á Alþingi um smíði nýs Heijólfs Vestmannaeyjum. Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti samliljóða á fundi sínum í vikunni að harma þá villandi framsetningu sem kom fram í tillögu alþingismannanna Kjartans Jóhannssonar og Guðmundar G. Þórar- inssonar varðandi byggingu nýs Herjólfs og afgreiðslu lánsfjár- áætlunar fyrir 1988, en þingmennirnir leituðu engra upplýsinga um málið hjá stjóm Heijólfs. Harmar stjórn Heijólfs þá neikvæðu um- ræðu sem varð vegna tillögunnar, en yfirgripsmikill undirbúningur að smiði nýs skips er nú á lokastigi og er reiknað með að útboð geti farið fram á næstu vikum og að n^t skip verði tilbúið á árinu 1989. Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða í bæjarráði Vestmanna- eyja vegna umfjöllunar og tillögu- flutnings á Alþingi við afgreiðslu lánsfjárlaga 1988: „Vestmanney- ingar ganga fúsir til þess samstarfs sem lánsfjárlög kveða á um, en harma þá villandi framsetningu og neikvæðu umræðu sem áform um smíði nýs Heijólfs hefur fengið. Fundurinn bendir á að engra upplýsinga var leitað hjá Heijólfí hf. af flutningsmönnum tillögu um breytingar orðalags lánsfjárlaga vegna smíði nýs Heijólfs. Stjóm Heijólfs var reiðubúin til kynningar á áformum sínum í nóvember sl. og óskaði þá eftir fundi í viðkom- andi ráðuneytum. Að sjálfsögðu er stjóm Heijólfs hf. reiðubúin að veita stjómvöldum allar nauðsynlegar upplýsingar hvenær sem er. Bæjarráð Vestmannaeyja og stjóm Heijólfs líta svo á að Vest- manneyingar eigi að sitja við sama borð og aðrir í samgöngumálum og því þurfí að hraða komu nýrrar feiju milli Eyja og lands svo sem verða má.“ — Bjarni „Af því leiðir, að sakbomingur, sem veit að réttargæslumaður hans hef- ur upplýsingar frá lögreglu en er meinað að ræða þær við hann, glat- ar þeim trúnaði sem hann bar til hans. Ég hef sent yfírsakadómara bréf, þar sem ég óska eftir að verða leystur undan réttargæslu í þessu máli, því ég get ekki verið veijandi mannsins við þessar aðstæður. Ef ég héldi áfram þá liti það út sem skjólstæðingur minn hefði fengið þá lögfræðilegu aðstoð sem hann á tilka.ll til. Ég vil ekki bera ábyrgð á því menn telji að hér ríki réttarör- yggi, þegar svo er ekki.“ Ragnar sagði að engin fordæmi væru til fyrir því að bann veijanda að ræða rannsóknargögn við skjól- stæðing sinn og enginn fræðimaður hefði sett fram slíkar kenningar, enda væri þessi regla búin til af lögreglu. „Þessi úrskúrður mun gjörbreyta störfum réttargæslu- manna og ég veit að margir munu neita að vinna við þessar aðstæð- ur,“ sagði hann. „Það má nefna sem dæmi, að ef veijanda verður á að nefna við skjólstæðing sinn ein- hveijar upplýsingar frá lögreglu, þá má hann búast við kæru og jafn- vel fangelsisvist vegna starfa sinna. Þá yrði Hæstiréttur að taka afstöðu til þess hvort þessi regla stæðist, en ég veit ekki hvort einhveijir eru reiðubúnir til að sitja í fangelsi til að fá úr þessu skorið," sagði Ragn- ar Aðalsteinsson að lokum. Stuttar þingfréttir í GÆR voru fyrirspumir til ráðherra á dagskrá sameinaðs þings og var það jafnframt síðasti þingfundur fyrir þing- hlé. Alþingi mim koma saman á ný mánudaginn 1. febrúar nk. Breytingar á lögnm um ferðamál í deigl- unni í svari Matthíasar Á. Mathies- en, samgönguráðherra, til Kristínar Einarsdóttur (Kvl/Rvk) um atvinnurekstrarleyfí til er- lendra ferðaskrifstofa, kom fram að ráðherrann stefnir að því að leggja fram frumvarp til breyt- inga á lögum um ferðamál fyrir þinglok. Þau Kristín Einarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon vildu bæði herða reglur um starfsemi erlendra ferðaskrifstofa á Íslandi og sagði ráðherrann að tækifæri myndi gefast til að ræða slíkar samskiptareglur þegar frumvarp- ið yrði lagt fram. Verndaðir vinnustað- ir og stéttarfélög Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, sagði að í athugun væri í félagsmálaráðuneytinu að framkvæma könnun á þvf hvort einhveiju væri ábótavant varð- andi aðild starfsfólks á vemduð- um vinnustöðum að stéttarfélög- um. Kom þetta fram í svari við fyrirspum frá Guðrúnu Helgad- óttur (Abl/Rvk). Ráðherra sagði engar formlegar kvartanir hafa borist ráðuneytinu um þessi m.ál en vitað væri að stundum hefði fólki á vemduðum vinnustöðum gengið erfiðlega að fá aðild að stéttarfélögum og lífeyrissjóðum. Við slíkt væri ekki hægt að una. Heilbrigðiseftirlit á innf luttri matvöru Stefán Valgeirsson (SJF/Ne) spurði Guðmund Bjamason, heil- brigðis- og tryggingarmálaráð- herra, hvemig heilbrigðiseftirliti væri háttað á innfluttri matvöm. Minnti hann á hættuna á geisla- virkni vegna kjamorkuslysa og sagði íslendinga verða að komá þessum málum í sambærilegt horf og nágrannaþjóðimar. Guðmundur Bjamason sagði það vera skoðun sína að þessum málum væri ekki nógu vel komið hér á landi og hefði hann sett í gang athugun og undirbúning að breytingu á þessum málum. Að hans mati þyrfti m.a. að taka upp beint eftirlit á innfluttri matvöm þegar við tollskoðun. Ef gera ætti einhvetjar úrbætur í þessum efnum þyrfti þó að koma til stór- aukinn skilningur hjá Qárveit- ingavaldinu. Við afgreiðslu fjárlaga hefðu t.d. óskir hans um auknar fjárveitingar til Hollustu- vemdar ríkisins ekki fengið náð fyrir augum Alþingis. Innf lutningnr með f ölsuðum uppruna- skírteinum Ingi Bjöm Albertsson (B/Vl) spurði íj ármálaráðherra og við- skiptaráðherra hvort farið hefði fram könnun á því hvort stundað- ur væri innflutningur á fatnaði og öðmm vamingi með fölsuðum uppmnaskírteinum. Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, sagði slíkar kannanir fara fram af hálfu tollyfírvalda sem lið í venjulegu tolleftirliti. Tölvuvæð- ing tollstjóraembættisins væri nú langt komin og auðveldaði það til muna söfnun upplýsinga og at- hugasemda tollyfírvalda um þessi mál. Þegar vinnslu úr athuga- semdum tollyfírvalda yrði lokið væri hægt að ákveða hvemig bregðast ætti við. Fjármálaráð- herra sagði engar endanlegar tölur vera til um þennan innflutn- ing en hann væri talinn töluverð- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.