Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 48
I------------------1 ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA 81 GuÓjónÓ.hf. I 91-27233 I V^terkurog hagkvæmur auglýsingamiðill! FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Sérstak- ar kann- -anir á vöruverði SÉRSTAKAR kannanir á vöru- verði í kjölfar tolla- og sölu- skattsbreytinganna eru nú hafnar af hálfu Verðlagsstofn- unar að þvi er Georg Olafsson verðlagsstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Engar nið- urstöður liggja þó fyrir enn sem komið er, en búist er við að verð- lagsráð komi saman til fundar öðru hvoru megin við helgina þar sem nánari grein verður gerð x'jpíyrir framkvæmdinni. Eins og fram hefur komið hefur ríkisstjómin beint þeim tilmælum til Verðlagsráðs og Verðlagsstofn- unar að verðlagsþróun verði veitt strangt aðhald á næstunni á meðan söluskattsbreytingamar ganga yfir og beiti í því skyni upplýsingamiðl- un og tíðum verðkönnunum og jafnvel frysti álagningu ef brögð eru að því að verslanir hækki álagn- ingu sína á þessu viðkvæma tímaskeiði. Verðlagsstofnun mun í ^^þessu skyni fá aukið fjármagn og mannafla ef nauðsyn krefur, en að sögn Georgs Ólafssonar liggja eng- ar ákvarðanir enn fyrir í þeim efnum. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs Is- lands, kvaðst í samtali við Morgunblaðið vera sammála því að mikilvægt væri að fylgjast vel með verðlagsþróun og að upplýsinga- streymi um vöruverð yrði sem mest. Hins vegar teldi hann mun væn- legra til árangurs að virkja lögmál markaðarins og samkeppninnar heldur en að hóta þvingunum og verðfrystingum. „Reynslan hefur sýnt að þvinganir í þessum efnum ^^^bera engan árangur heldur skiptir mestu máli að Verðlagsstofnun birti upplýsingar um hæsta og lægsta verð í verslunum hveiju sinni þann- ig að neytendur geti þá beint viðskiptum sínum þangað sem hag- kvæmast er að versla," sagði Vilhjálmur. í skyndikönnun sem Morgun- blaðið gerði í nokkrum versiunum á höfuðborgarsvæðinu á miðviku- dag kom í ljós að mikið óvissuástand ríkir í verslunum hvað verðlag varð- ar og flestar vörur hafa hækkað meira en gert var ráð fyrir í útreikn- ingum fjármálaráðuneytisins. Sjá bls. 35. Sijórn Áburðarverksmiðjunnar fundar í dag murgunuiaoio/ kaa Stjórn Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi hefur fengið til umfjöllunar samþykkt ríkisstjórnarinnar um að hefja nú þegar markviss- ar aðgerðir til að treysta öryggi við ammoníaksframleiðslu og geymslu. Stjórnin á að taka afstöðu til þess hvort breyta eigi núverandi ammoniaksgeymi eða byggja nýjan. Ákvörðun á að liggja fyrir ekki siðar en 1. febrúar. í dag er fyrirhugaður fundur í stjórn verk- smiðjunnar. Myndin var tekin í gær af athafnasvæði Aburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Hvíta kúlulaga byggingin á miðri mynd er ammoniaksgeymirinn. Sjá frásögn bls. 19 Fjárhagsáætlun fyrir Reykjavíkurborg árið 1988: Heildartekjur borgar- sjóðs hækka um 34,8% FYRRI umræða fór fram í gær í borgarstjórn Reykjavíkur um fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar. í framsöguræðu borgarsljóra, Davíðs Oddssonar kom meðal annars fram, að heildartekjur borgar- sjóðs eru áætlaðar á næsta ári 7,67 milljarðar og hækka samkvæmt því um 34,8% frá fyrra ári. Rekstrargjöld borgarsjóðs eru áætluð 5,76 milljarðar, en heildarútgjöld munu nema um 7,67 milljörðum. Heildartekjur borgarsjóðs hækka samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 1988 mn 34,8% frá fyrra ári. Eru tekjur borgarsjóðs áætlaðar 7.671,3 milljónir króna. Helsti tekjustofn borgarsjóðs, útsvörin, er samkvæmt frumvarpinu áætlaður Keppa Polgar-systur á Reykjavíkurskákmótinu? FJÖLDI erlendra skákmanna hefur lýst áhuga á að tefla á Reykjavíkurskákmótinu sem fram fer á Loftleiðum dagana 23. febrúar til 6. mars næstkomandi. Meðal þeirra eru Polgar-syst- urnar ungversku en þær þykja mjög sterkir skákmenn þrátt fyrir ungan aldur. Sú elsta, Zsuzsa, er þriðja á lista yfir bestu skákkonur heims með 2475 stig en hún er aðeins 18 ára gömul. Yngri systumar eru Sofia, 13 eldrar stúlknanna fyigja þeim ára, með 2320 stig og Judidt, 11 ára, með sömu stigatölu. Allar munu þær systur vera í andstöðu við ungverska skáksambandið þar Sem þær vilja ekki keppa á kvennaskákmótum. Þær tóku því boði um að keppa á Reykjavíkur- skákmótinu fegins hendi. Sá böggull fylgir skammrifi að ferðin hingað og uppihald eru dýrt spaug fyrir 5 manna fjölskyldu en for- alltaf á ferðalögum. Hafa þau því óskað eftir stuðningi Skáksam- bandsins til að komast hingað. Mikill fengur yrði í komu þeirra fyrír skákáhugamenn ef af yrði, en í bréfi sem Skáksambandinu barst frá móður stúlknanna, segir að þær tefli ágætlega blindskák, hraðskák og hafi staðið sig prýði- lega á þeim fjölteflum sem þær hafí tekið þátt í. 3.420 milljónir króna og hækka tekjumar af þeim um 32,9% frá 1987. Fasteignaskattar eru áætlað- ir 1.100 milljónir kr. og hækka um 34,6%. Tekjur af leyfum hækka um tæplega 18% og e_r áætlað að verði 11,2 milljónir kr. Áætlað er að tekj- ur af helgar- og torgsöluleyfum verði tæplega 7,0 milljónir króna. Lóðaleigur munu nema 86,6 millj- ónir króna og hækka í samræmi við fasteignamat á lóðum. Arður af fyrirtækjum borgarsjóðs er áætl- aður 310,6 milljónir króna og er þá miðað við 2% arð af endurmet- inni eign fyrirtækjanna í lok ársins 1986. Framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er áætlað 450 milljón- ir króna. Tekjur af aðstöðugjöldum verða væntanlega 1.486' milljónir króna og er þá miðað við óbreytta gjaldskrá, að öðru leyti en því að hinir nýju ljósvakafjölmiðlar og Helgarpósturinn verða undanþegnir því samkvæmt tillögu sem liggur fyrir borgarstjórn. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir því að þjóðvega- og bensínfé nemi 190 milljónum króna á árinu 1988. Áætlað er að gatna- gerðargjöld muni á næsta ári nema um 310 milljónum króna og er mið- að við óbreytta gjaldskrá. Rekstrargjöld hækka samkvæmt fjárhagsáætlun um 30,9% frá fyrra ári og verða 5.764,2 milljónir króna. Áætlað er að stærsti liðurinn, launakostnaður borgarsjóðs, hækki í heild um 26,8% samkvæmt fjár- hagsáætlun og verði 2.390,8 millj- ónir kr. Til gatnagerðar og umferðarmála fara 1.189,1 milljón (82,9% hækkun), styrkir og framlög nema 955.0 milljónum kr. (20,8% hækkun), til vara og þjónustu verð- ur varið 1.071,9 milljónum kr. (20,3% hækkun), til viðhalds fast- eigna eru áætlaðar 197,6 milljónir kr. (5,3% lækkun), í vexti og geng- ismun 181,0 milljónir (34,1% hækkun) og áætlað er að endur- greiðslur ríkis og sveitarfélaga og fleiri aðila nemi 221,2 milljónum króna (41,1% hækkun). Að við- bættum eignabreytingagjöldum munu útgjöld borgarsjóðs nema samkvæmt fjárhagsáætlun 7.671,3 milljónum króna og er um 34,8% hækkun að ræða frá fyrra ári. Þorskafli smábáta jókst um 14% 1987 AFLI smábáta hefur meira en tvöfaídazt siðan árið 1983, hvort sem tekið er mið af heildarafla eða þorskafla. Aflinn jókst um nálægt þriðjung fyrstu þrjú árin, en aukning milli áranna 1986 til 1987 var 8% í heildarafla og 14% í þorskafla samkvæmt _ bráða- birgðatölum Fiskifélags Islands. Aflaaukningin stafar fyrst og fremst af mikilli fjölgun bát- anna, sem nú eru nálægt 1.600. Fiskifélagið hefur ekki endanleg- ar tölur yfir afla smábátanna nema fyrir fyrstu 9 mánuði ársins 1987, en bráðabirgðatölur gefa til kynna að aflinn allt árið hafi verið 39.881 lest, þar af þorskur 35.092. Af öðr- um tegundum er ýsuafii áætlaður 1.081 lest, ufsi 1.953, karfi 53, skarkoli 135, steinbítur 933 og aðr- ar tegundir 632 lestir. Frá árinu 1983 hefur heildarafli og þorskafli bátanna verið sem hér segir í lestum talið. Byggt er á tölum frá Fiskifélaginu: 1983 - 16.862 - 13.531 1984 1985 1986 1987 21.818 28.085 36.648 39.881 16.572 23.716 30.757 35.092

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.