Morgunblaðið - 15.01.1988, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 15.01.1988, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988 19 Áburðarverksmiðja ríkisins: Morgunblaðið/Kristinn Bencdiktsson Sveinn ísaksson skipstjórí til vinstrí útlistar fyrír Kjartani Ragn- arssyni útgerðarstjóra helstu vandamálin við nýju blökkina áður en lagt var á miðin í gær. Grindavík: Ný hugmynd í þróun fyrir loðnuflotann Grindavík. UM BORÐ í Hrafni GK 12 í Grindavík er verið að gera til- raunir með nýja blökk sem áhöfnin fékk hugmynd að í haust. Blökkin á að draga blý- teininn á loðnunótinni þegar verið er að snurpa en til þessa hafa tveir menn unnið verkið. Ef blökkin reynist vel og skilar því hlutverki sem henni er ætl- að er nóg að hafa einn mann til að hrínga blýteininn niður svo hér léttir ótrúlega undir og bíður loðnuflotinn eftir að þessi tilraun heppnist. Að sögn Þorsteins Símonarson- ar stýrimanns á Hrafni GK 12 varð þessi hugmynd til meðal áhafnarinnar á haustúthaldinu þegar menn voru að puðast við að draga nótina. „Hugmyndin var reifuð við Kjartan Ragnarsson útgerðarsstjóra Þorbjarnarins sem hannaði blökkina.og lét verk- stæðismenn fyrirtækisins smíða hana upp úr stærri blökk sem var til og hætt var að nota. Blökkin var sett upp meðan við vorum í jólafríi óg er verið að prófa hana nú eftir áramótin. Aðalvandamál- ið ennþá er að teinninn vill „tömast" annað slagið en stund- um tekst að draga hálfa nótina án nokkurra erfiðleika og léttir það mikið undir. Við erum því að glíma við smágalla sem era yfírstíganlegir," sagði Þorsteinn. — Kr.Ben. Oryggí treyst við ammóní- aksframleiðslu og geymslu Könnun á hagkvæmni í rekstri og nýrri staðsetningu TILLAGA Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra, um að stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins hefji markvissar aðgerðir til að treysta öryggi við ammóníaksframleiðslu og geymslu, var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Jafnframt fari fram úttekt á starfsemi verksmiðjunnar til lengrí tíma og að könnuð verði hagkvæmni í rekstrí með hliðsjón af áframhaldandi starfsemi auk möguleika á nýrri staðsetningu. Boðaður hefur verið fundur í stjórn verksmiðj- unnar í dag þar sem tillaga ráðherra verður rædd en ákvörðun stjórnarinnar skal liggja fyrir 1. febrúar næstkomandi. í frétt frá félagsmálaráðuneytinu segir að ráðherra sé falið að leggja fyrir stjóm Áburðarverksmiðju ríkisins að hefja nú þegar markviss- ar aðgerðir í því skyni að auka og treysta öryggi vegna ammóníaks- framleiðslu og geymslu verksmiðj- unnar í samræmi við skýrslu starfshóps ráðuneytisins. Fyrstu aðgerðir felast í að stjómin taki afstöðu til: „a) að tekin verði upp kæling á ammóníaki í núverandi geymi verk- smiðjunnar og efnið geymt án yfirþrýstings. Byggt verði sérstakt öryggishús umhverfís geyminn sem skýli honum og tekur við innihaldi ef leki verður og komið verði fyrir búnaði til að brenna ammóníaki ef langvarandi bilun verður á kæli- kerfí eða ef ammóníak lekur út í öryggishúsið. Jafnframt verði gerð- ar eftirfarandi ráðstafanir: 1. Undirstöður geymisins verði styrktar til að auka jarðskjálfta- öryggi hans. 2. Skipt verði um mannop og það gert úr stáli sem hefur nægilegt kæliþol. 3. Gerðar verði ráðstafanir til að tryggja að undirstöður glati ekki styrkleika vegna kælingar og að samdráttur kúlunnar vegna kæling- ar dragi ekki úr jarðskjálftaöryggi. 4. Haft verði reglubundið eftirlit með öllum búnaði sem notaður er til að landa, flytja og geyma amm- óníak. Gerð verði sérstök áætlun um slíkt eftirlit. 5. Gerð verði neyðaráætlun vegna Áburðarverksmiðjunnar í tengslum við almannavamaráætlun Reykjavíkur, eða, b) að byggja nýjan kældan geymi og framfylgja að öðra leyti þeim öryggisráðstöfunum sem nauðsyn- legar eru samkvæmt skýrslu starfs- hóps þess sem starfaði á vegum ráðuneytisins að athugun málsins. í þessu sambandi er rétt að fram komi að upplýst hefur verið að ekki sé kunnugt um að aðgerðir sam- kvæmt staflið a) hafi verið fram- kvæmdar. Það mun því ekki koma að fullu í ljós fyrr en við hönnun hvort tilskilinn árangur muni nást.“ Þá segir enn fremur: „Ákvörðun stjómar Áburðarverksmiðju ríkisins skal liggja fyrir eigi síðar en 1. febrúar nk.“ og „Á meðan á undir- búningi og framkvæmdum stendur hvort heldur er samkvæmt framan- greindu, skal verksmiðjunni gert að draga svo sem frekast er unnt úr framleiðslu ammóníaks og geymslu þess svo og hlutast til um að í geymi séu lágmarksbirgðir á hveijum tíma. Jafnframt verði látin fara fram úttekt á starfrækslu Áburðarverk- Áburðarverksmiðja ríkisins: Innflutt ammoníak not- að í 15% framleiðslunnar Morgunblaðið/Júlíus Ammóníaksgeymir Áburðarverksmiðjunnar i Gufunesi. I tillögu starfshópsins er lagt til að byggð verði steinsteypt þró sem nái upp fyrir miðjan geymi. smiðju ríkisins til lengri framtíðar þar sem kannað verði: a) hagkvæmni í rekstri með hlið- sjón af því hvort rétt þykir 'að halda starfseminni áfram, b) möguleikar á nýrri staðsetningu verksmiðjunn- ar. Við úttektina verði tekið sérstakt tillit til öryggis- og umhverfissjón- armiða." Endurbætur bægja slysum frá, segir Hákon Björnsson framkvæmdastjóri smiðjan yrði flutt eða hún lögð niður. „Þarna vinna 160 manns að staðaldri og því skiptir miklu máli fyrir atvinnulífíð og þjóðarbúið hvort farið verður að flytja inn áburð sem er um milljarður að verð- mæti, til þess þarf gjaldeyri," sagði Gunnar. Hann sagði að búið væri að fjárfesta mikið í verksmiðjunni í Gufunesi og ólíklegt að hún yrði reist annars staðar ef hún yrði lögð niður. „Það er ekkert hægt að flytja nema vélamar en þama era önnur stór og mikil verðmæti, til dæmis í nýjum húsum," sagði Gunnar. Morgunblaðið/Júlíus Leifur Guðjónsson trúnaðarmað- ur í Áburðarverksmiðjunni er vaktmaður í ammóníaksverk- smiðjunni. Hann sagði að vissu- lega værí alltaf hætta til staðar og ástæðulaust að gera lítið úr þvi en öryggisgæslan værí mikil og . sér fyndist sem stjórnvöld væru að hræða fólk að ástæðu- lausu til að breiða yfir önnur mál sem efst eru á baugi. „VIÐ teljum að með þeim endur- bótum sem iagt er til í skýrslu starfshópsins sé möguleika á slysi bægt frá umhverfinu," sagði Hákon Björnsson fram- kvæmdastjóri Áburðarverk- smiðju ríkisins en Davíð Oddsson borgarstjórí hefur látið þá skoð- un í ljós að verksmiðjan verði að víkja ef niðurstöður skýrsl- unnar eru réttar. 1 skýrslunni kemur fram að ef mikill leki kæmi að ammóníaksgeymi verk- smiðjunnar eins og hann er nú, væri lífi starfsmanna og íbúa á höfuðborgarsvæðinu stefnt i hættu. í geyminum er innflutt ammoníak og er það notað i um 15% af framleiðslu verksmiðj- unnar. Hákon sagði að hluti verksmiðj- Hákon Björnsson framkvæmda- stjóri Áburðarverksmiðju ríkis- ins. unnar væri gamall en í fullu gildi eftir sem áður. Aðrir hlutar hennar hefðu verið endumýjaðir á undan- fömum áram og að sjálfsögðu væri ekki beitt úreltum aðferðum við framleiðsluna. Á síðastliðnu vori var borið saman áburðarverð hér og í Noregi og sagði Hákon að Áburðar- verksmiðjan hefði fyllilega staðist þann samanburð. Innflutt ammóníak er notað í u.þ.b. 15% af framleiðslu verksmiðj- unnar. „Vissulega hafa menn velt fyrir sér þeim möguleika að hætta að flytja inn ammóníak og gera enn,“ sagði Hákon. Gunnar Guðbjaitsson stjórnar- formaður Áburðarverksmiðjunnar sagði að sér litist illa á að verk- Gunnar Guðbjartsson stjórnar- formaður Aburðarverksmiðju rikisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.