Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988 Subaru-bifreiðirnar frá Drammen: Bifreiðaeftirlitið heimilar skráningn BIFREIÐAEFTIRLIT ríkisins hefur heimilað skráningu á 91 Subaru-bifreið sem flutt var til landsins eftir að hafa lent í flóð- KI segir upp samningum Kennarasamband íslands mun segja samningnm sínum við fjármálaráðuneytið upp í dag, þannig að þeir verða laus- ir um næstkomandi mánaða- mót. Er þetta gert í samræmi við samþykkt félagsins frá 11. desember þess efnis að hefði nýr kjarasamningur ekki veríð gerður fyrir miðjan janúar yrði gildandi samningum sagt upp. Kjararáð KÍ og samninganefnd Úármálaráðuneytisins áttu með sér samningafund í fyrradag. Þar var ákveðið að undimefnd samn- ingsaðila héldi áfram starfí að endurskoðun launakerfís kennara. Búist er við að til næsta samninga- fundar verði boðað fljótlega. Viðræðumar em ekki komnar það langt á veg að farið sé að ræða um launatölur. um í Drammen í Noregi 16. október sl. Að uppfylltum þeim kröfum sem Bifreiðaeftirlit ríkisins hefur sett um skoðun og yfírferð á öryggis- búnaði bifreiðanna telur það að umferðaröryggi verði ekki stefnt í hættu þó notkun bifreiðanna verði lejrfð. Þrátt fyrir leyfí til skráningar á bifreiðunum ábyrgist Bifreiðaeftirlitið ekki að gallar komi ekki fram í þeim síðar. Bif- reiðaeftirlitið vekur athygli á því að samkvæmt umferðarlögum er því hvenær sem er he.imilt að inn- kalla skráningarskylt ökutæki til sérstakrar skoðunar, segir í frétta- tilkynningu frá Bifreiðaeftirlitinu. Morgunblaðið/Sverrir Bankaráð Landsbankans á fundinum í gær. Við borðsendann situr Krístinn Finnbogason, næst honum eru Lúðvík Jósefsson og Árdis Þórðardóttir, þá Jón Þorgilsson og Eyjólfur K. Sigutjónsson og og ystur er Sigurbjöm Sigtryggsson aðstoðarbankastjóri Landsbankans og ritari bankaráðs. Sverrir Hermannsson ráðinn bankastióri Landsbankans SVERRIR Hermannsson alþing- ismaður og fyrmm menntamála- ráðherra var í gær ráðinn bankastjórí Landsbanka íslands frá og með 16. maí næstkomandi en þá lætur Jónas H. Haralz af störfum að eigin ósk. Bankaráð Landsbankans samþykkti í gær Steingrímur Hermannsson: Fjármagnsnmrkaður orðinn að ófreskju Leggur til stórauknar hömlur og eftirlit sljórnvalda STEINGRÍMUR Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra, segir að þensla á fjármagnsmarkaði, hár fjár- magnskostnaður og offjárfesting sé komin á mjög alvarlegt stig og nauðsynlegt sé að grípa til víðtækra stjórnvaldsaðgerða til þess að koma á jafnvægi í efnahagsmálum. Ráðherrann lét svo um mælt að fjármagnsmarkaðurínn væri orðinn að „ófreskju". Þetta kom fram í ræðu Steingríms um efnahagsástandið á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur í gærkveldi. í svari við fyrírspurn eins fundarmanna sagðist Steingrímur telja að til greina kæmi að ríkisstjómin settist niður með fulltrúum borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík og hvetti til þess að dregið yrði úr fjárfestingum, til að mynda hægt á byggingu ráðhúss og veitingahúss í Öskjuhlíð. Á fundinum gerði Steingrímur nauðsynlegt væri að grípa til sem fyrst, helst innan næstu vikna og stöðvun á opinberri þjónustu til þess að stuðla að því að unnt verði að halda genginu föstu, strangari skattheimta og samningar um tryggingu kaupmáttar lægstu launa. Steingrímur sagði að opinberra aðgerða væri jafnframt þörf til að styrkja stöðu atvinnuveganna, þar á meðal með endurgreiðslu sölu- skatts, breytingu veltuskatta í tekjubundna skatta og skuldbreyt- inga. að ráða Sverri með atkvæðum Jóns Þorgilssonar og Árdisar Þórðardóttur fulltrúa Sjálfstæð- isflokks og Krístins Finnboga- sonar fulltrúa Framsóknar- flokks. Eyjólfur K. Sigurjónsson fulltrúi Alþýðuflokks og Lúðvík Jósefsson fulltrúi Alþýðubanda- lagsins sátu hjá við atkvæða- greiðslu og óskuðu eftir sérstökum bókunum þar sem meðferð málsins var mótmælt. Á fundinum í gær var aðeins borin upp tillaga um Sverri Her- mannsson en á fundi 29. desember síðastliðinn bar Ámi Vilhjálmsson þáverandi fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins upp tillögu um Tryggva Pálsson framkvæmdastjóra fjár- málasviðs bankans. Tillaga um Sverri kom þá frá hinum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Pétri Sigurðs- syni formanni ráðsins. Pétur frest- aði svo afgreiðslu málsins og hefur síðan farið í veikindafrí og Ámi Vilhjálmsson sagði af sér starfi bankaráðsmanns sl. mánudag vegna ágreinings við forustu Sjálf- stæðisflokksins um bankastjóra- ráðninguna. Tryggvi Pálsson lýsti því þá yfir að hann vildi ekki ganga gegn tillögu beggja fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í ráðinu og því var hann ekki með í endanlegu vali á bankastjóra. Tryggvi Pálsson sagði við Morg- unblaðið í gærkvöldi að ákvörðun lægi nú fyrir í þessu máli og hann óskaði þess að störf Sverris Her- mannssonar verði Landsbankanum til heilla. Þegar hann var spurður hvort þetta mál breytti einhveiju með hans stöðu í bankanum sagðist hann eiga von á að á næsta banka- ráðsfundi verði ákveðið að auglýsa stöður aðstoðarbankastjóra og hann myndi taka ákvörðun í tengslum við hvemig það starfssvið væri. í bókunum Eyjólfs og Lúðvíks em átalin þau utanaðkomandi af- skipti sem orðið hafí til þess að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði sig úr ráðinu og segjast þeir mót- mæla þeim vinnubrögðum með því að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Jónas H. Haralz mun taka við starfi fastafulltrúa Norðurlandanna í stjórri Alþjóðabankans í Was- hington um þriggja ára skeið frá 1. ágúst næstkomandi. Vegna ald- urs hefði Jónas að öðmm kosti orðið að láta af störfum í Landsbankan- um á næsta ári, 1989. Sjá bókanir Eyjólfs og Lúðvíks bls. 27. grein fyrir tillögum um lágmarksað- gerðir gagnvart fjármagnsmark- aðnum, sem ræddar hefðu verið Framsóknarflokksins og ínnan Grindavík: Kuldaboli kvelur bæj- arsljórnina Grindavfk. Á bæjarstjómarfundi í Grindavík f gærkvöldi, fimmtudag, kvörtuðu bæjarfulltrúar sáran yfir því hvað kalt væri á fundinum. Lét forseti bæjarstjómar, Bjami Andrésson, þau orð falla, að þetta yrði síðasti fundurinn á þessum stað. Umræð- ur vom í stysta lagi. Fundir bæjarstjómar Grindavíkur vom færðir í framhús félagsheimilis- ins Festi fyrir ári síðan þegar rekstur hússins var leigður út og húsinu skipt í misdýr gjaldsvæði. f ffamhúsinu, sem er á upphækkun við danssalinn, er gjaman kalt í norðanátt eins og hefur heijað undanfama daga. Bæj- arstjómarmenn sátu hríðskjálfandi og urðu að beija sér að sjómannasið eða ganga um til að hlýja sér. Kvört- uðu þeir sáran yfir kuldanum og sárindum í hálsi. Kr. Ben. mánaða. Þær fela í sér algjöra upp- lýsingarskyldu fyrirtækja á fjár- magnsmarkaði gagnvart Seðla- banka og að Seðlabankinn setji reglur um lausafjárstöðu fyrirtækj- anna, binding verði þar sem við á og að öll verðbréf verði gefín út á nafn til þess að gera skattayfirvöld- um auðveldara fyrir að fylgjast með kaupum þeirra og sölu. Steingrímur sagði einnig að öll fjármagnsstarfsemin yrði að vera skattskyld, þar á meðal veðdeildir bankanna, annars væri hætta á að starfsemi, sem verulegur hagnaður er af, væri færð yfír í veðdeildir. Auk þess þyrfti að samræma stimp- ilgjöld. Ráðherrann sagðist telja að verðbréfakaup og ávöxtunarfyrir- tæki ættu ekki að vera á sömu hendi, þar sem það byði upp á mis- notkun. Einnig þyrfti að lækka vexti með opinberum aðgerðum, meðal annars með því að greiða bönkunum vexti af bundnu fé þeirra í Seðlabankanum, þannig að bank- amir gætu lækkað sína eigin vexti. Loks lagði Steingrímur til enn hert eftirlit með erlendum lántökum; kaupleigufyrirtæki hefðu fengið að láni tvo milljarða erlendis á síðasta ári meðan stjómvöld hefðu sofíð á verðinum. Enn frekari aðgerðir, sem Steingrímur sagði brýnar, voru hert verðlagseftirlit og jafnvel verð- Mun leggja mig fram við að græða sár ef einhver eru - segir Sverrir Hermannsson SVERRIR Hermannsson alþingismaður, sem ráðinn var banka- stjórí Landsbankans í gær frá og með 16. mai, segir að aðdrag- andi ráðningarinnar sýni að breyta þurfi reglum um ráðningu bankastjóra ríkisbankanna á þann veg að viðskiptaráðherra veiti stöðurnar. Sverrir segist þó vona að atburðir undanfarínna daga verði ekki til að skaða Landsbankann og hann muni gera sitt til að reyna að græða þau sár sem hugsanlega hafi myndast. „Ég er ósköp ánægður með að þessari sneiru skuli vera lokið,“ sagði Sverrir við Morgunblaðið í gær þegar ráðning hans hafði verið tilkynnt. „Ég held þó að ríkisstjómin, sem auðvitað hefur yfír ríkisbönkunum að segja, þurfi að athuga hvort ekki sé rétt að breyta lögum um ráðningar bankastjóra og samræma þau lög- um um Seðlabanka þannig að viðskiptaráðherra skipi banka- stjóra, svo þessi kaleikur verði frá bankaráðunum tekinn. Það er ekki nógu góð reynsla af af- greiðslu málsins þar og virðist ekki verða til þess að styrkja við- komandi stofnanir," bætti Sverrir við. — Heldur þú að þetta hafí haft skaðleg áhrif á Landsbankann? „Það vona ég ekki. En þegar virðuleg stofnun eins og Lands- bankinn á I hlut þurfa að vera traustari tök á málunum en þessi.“ — Hvernig fínnst þér að taka við bankastjórastarfinu eftir þennan aðdraganda? „Ég kvíði því engu. Ég held að þetta muni jafnast fljótlega og skilji ekki eftir sig ör; og ef þetta skilur eftir sig einhver sár mun ég leggja mig fram um að reyna Sverrir Hermannsson að græða þau,“ Hermannsson. sagði Sverrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.