Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 45
u MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988 45 tötKR FOLX ■ BRYNJAR Valdimarsson varð sigurvegari í fjórða stigamót- inu í knattborðsleik í Keflavík. Hann náði einnig bestu skori í stuði, eða 69. Atli M; Bjarnason varð í öðru sæti og Ásgeir Guð- bjartsson þriðji. Atli M. er efstur á blaði eftir fjög- ur stigamót af fimm, með 153.80 stig. Ásgeir er í öðru sæti með 130.16 stig, en síðan koma Brynjar Valdimarsson, 125.28, __ Tómas Marteinsson, 82.29, Jon Örn Sig- urðsson, 64.02 og Gunnar Júlíus- son, 44.05. Morgunblaöiö/Ámi Sæberg Atii M. Bjarnason MBRYNDÍS Viggósdóttir skíða- kona frá Akureyri var skorin upp vegna hnémeiðsla fyrir áramót og óvíst hvenær hún nær fullum bata. Það er nokkuð ljóst að hún mun missa af fyrstu bikarmótunum vetr- arins. ■ GUÐMUNDUR Jóhannsson skíðamaður frá ísafirði fór ekki út með íslenska landsliðinu í alpa- greinum nú í byijun janúar. Hann hefur af persónulegum ástæðum dregið sig út úr landsliðinu. ■ SAMVINNUFERÐIR - Land- sýn mun í samráði við KSÍ sjá um sölu aðgöngumiða á úrslitakeppni Evrópumóts landsliða sem fram fer í Vestur-Þýskalandi 10. — 25. júní í sumar. Móttaka pantanna hefst mánudaginn 18. janúar á að- alskrifstofu S.L. í Austujstræti. Þar sem ljóst er að KSÍ fær mjög tak- markaðan fjölda miða til ráðstöf- unnar er nauðsynlegt fyrir áhugamenn, sem ætla að fara á leiki keppninnar að panta miða tímalega. 15. febrúar verður ljóst hve marag miða KSÍ fær til ráðstöf- unnar. Þetta er eina tækifæri íslenskra áhugamanna um lcnatt- spymu að verða sér úti um miða, þar sem enginn söluaðili selur miða til annarra en þeirra sem búsettir eru í viðkomandi landi. GETRAUNIR HANDKNATTLEIKUR / HEIMSBIKARKEPPNIN I SVIÞJOÐ Þorglls Óttar Mathlesen, fyrirliði íslenska landsliðsins, er hér ásamt fyrir- liða Svía, Bjöm Jilsen. Það gæti farið svo að íslendingar og Svíar leiki til úrslita um 3. sætið á mótinu. Hveijir verða mótherjar íslendinga? Ekki er enn ljóst hveijir verða móthetjar íslendinga á sunnu- daginn er þeir leika til úrslita um 3. sætið í keppninni. Einum leik er enn ólokið í B-riðli, leik Svía og Vestur-Þjóðveija sem fram fer í kvöld og ræður hann úrsíitum um mótheija íslands og eins hvaða lið leikur til úrslita við Austur-Þjóð- veija um sigur í mótinu. íslendingar leika um 3. sætið á móti Vestur-Þjóðveijum, Ungveij- um eða Svfum. Ef Svíar gera jafntefli eða vinna Vestur-Þjóðverja með minna en þremur mörkum leika þeir um bronsið. Ef Vestur-tjóð- veijar vinna Svía þá leika íslending- ar við Ungveija um 3. sætið. Þriðji möguleikinn er sá, að ef Svíar vinna Vestur-Þjóðveija me_ð meira en fjór- um mörkum leika Islendingar við Vestur-Þjóðveija um bronsið. GOLF EM drengja hér á landi 1990 Golfsambandi íslands hefur verið falið að sjá um framkvæmd Evrópumeistaramóts drengja árið 1990. Mótið fer fram 11. til 15. júií. Áætlað er að um 20 þjóðir mæti til leiks, en sex keppendur koma frá hverri þjóð auk fararstjóra og þjálfara. Ekki hefur enn ver- ið ákveðið hvar á landinu keppnin verður haldin. BlÞá má geta þess að miklar líkur eru á því að Evrópumeistaramót öldunga verði haidið hér á landi 1991. Endanleg ákvörðun verður þó ekki tekin fyrr en í september á þessu ári, á þingi Evrópusambands öldunga. Rætist draumur Bogdans? Fyrir keppnina sagðist hann vilja leika gegn Svíum um sæti „Með Olympfuleikana í huga vil ég leika við Svía um sæti - hvaða sæti skiptir minna máli, en ánægulegast væri að það yrði sæti í efri kantin- um.“ Þetta sagði Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálfari íslendinga í viðtali við Morg- unblaðið - áður en heims- bikarkeppnin f Svíþjóð hófst. í dag verður það Ijóst hvort að draumur Bogdans rætist, eða eftir leik Svía og V-Þjóð- verja. Svíar leika á heimavelli og þeir hafa dómarana með sér,“ sagði Bogdan. Hann telur mjög gott að leika við Svía, sem eru mótheijar okkar á Olympíu- leikunum, á þeirra heimavelli. Bogdan vill að strákarnir sínir læri meira inn á sænska liðið fyr- ir Olympíuleikana og ekki myndi það skemma ef íslenska liðið næði Bogdan Kowalczyk. að leggja það sænska að velli í Svíþjóð. Hann segir það móralsk- an styrk og gott fararnesti fyrir Olympíuleikana í Seoul. Islenska liðið lagði það júgóslav- neska að velli, en Júgóslavar leika eins og Svíar í sama riðli á OL. Það sýnir að ísland getur einnig unnið sigur jrfir Júgóslavíu í Seo- ul. Byrjendanámskeið í Shotokan karate er að hefjast. Æft er á mánud., miðvíkud. og föstud. Karate er alhiiða líkamsrækt fyrir konur og kar!ac Upplýsingar of Innritun í aima 14003 nlln virkn i3aga oltir lil. IO.OO. Sími 14003 Potturinvi yfir iþrjár milljóviir Sprengipottur er þessa vikuna hjá fslenskum getraunum, sem þýðir að 2% af heildarsölunni til þessa í vetur. „Nú þegar er komið í vinningspottinn 1,3 milljónir króna. Stanslaus eftirspum hefur verið frá söluaðilum um seðla og vinningspottur fer örugglega yfir 3 milljónir - það er lágmark. Ég reikna með að fyrsti vinningur verði allt að tvær og hálf milljón króna, ef ekki meira,“ sagði Hákon Gunn- arsson, framkvæmdastjóri fslenskra getrauna. „Ef einhver missir af seðli þá er hægt að hringja inn pantanir - það er tekið við röðum frá fólki í gegn- um tíma. Og ég vil hvetja fólk til að hringja inn fyrr en seinna, ef það ætlar að gera það, því það verð- ur örugglega nóg að gera á laugar- daginn [á morgun]“ sagði Hákon. Talning verður strax á laugardag, þannig að það liggur fyrir strax á laugardagskvöld hvort einhver verður með 12 leiki rétta, og þá hve margir. SPÁÐU Í UÐÍN SPSLADU MEÐ Hægt er að spá í leikina símleiðis og greiða iyrirmeð kreditkorti. Þessi þjónusta er veittalla föstudaga trá kl. 9:00 til 17:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30. Síminn er 688 322 ISLENSKAR GETRAUNIR SPíe aii - eini lukkupotturinn þar sem þekking margfaldar vinningslíkur. Leiklr 16. Janúar 1988 1 X 2 1 Liverpool - Arsenal (sjónv.l.) 2 Luton - Derby 3 Norwlch - Everton 4 Portsmoulh - Oxford 5 Q.P.R. - West Ham 6 Sheff.Wed - Chelsea T Tottenham - Coventry 6 Wlmbledon - Watford P Aston Vllla - Ipswlch 10 Blackburn - Hull 11 Plymouth - Man. Clty 12 Swindon - Bradford

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.