Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988
Afmælissýning Baltasar
Ljósmynd/Ámi Sæberg
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Málarinn Baltasar B. Samper
opnaði sl. laugardag sýningu á
35 nýjum myndverkum í vestursal
Kjarvalsstaða og er framtakið til-
einkað fi.mmtugsafmæli hans,
sem bar upp á sama dag.
Flestum mun þannig farið að
þykja þessi tímamót í lífi sínu þau
merkustu, er þeir hafa lifað, og
er eðlilegt að myndlistarmenn
haldi upp á þau á þennan hátt,
enda alþekkt bæði hér heima og
í útlandinu. Suma fýsir jafnvel að
gera eina alsheijar úttekt á lista-
ferlinum og stokka upp spilin líkt
og sá er hér ritar á sínum tíma.
Hér áður fyrr heiðraði Félag
íslenzkra myndlistarmanna með-
limi sína, er náðu þessum áfanga,
með því að gangast fyrir yfírlits-
sýningu á listferli þeirra, en það
lagðist af eins og fleira gott og
er svo langt síðan, að flestir eru
vísast búnir að gleyma því. Ég
rifla þetta upp enn einu sinni, því
að ég tel að þessa venju þyfti að
endurvekja á einhvem hátt, því
að tími er kominn til að þetta þjóð-
félag heiðri myndlistarmenn, sem
hafa staðið í miklum umsvifum
og átökum á vettvangi sínum.
Geri það á meðan þeir eru enn í
fullu §'öri, í stað þess að slíkar
sýningar eru líkast endapunktin-
um á lífsferli viðkomandi og erum
við einir um slík viðhorf þótt einn-
ig tíðkist vitanlega að heiðra aldna
listamenn með veglegum yfirlits-
sýningum.
— Baltasar er að uppmna til
Spánveiji, svo sem allir vita, og
nánar tiltekið Katalóníumaður og
kom fyrst til landsins árið 1958
í því augnamiði að kynnast landi
og þjóð — líkaði vel, kom aftur,
kvæntist og ílentist.
— Hann er mikill athafna- og
atorkumaður, kom sér fljótt vel
fyrir hér og hefur haldið fjöida
sýninga, — hefur m.a. málað
stærstu veggskreytingu á íslandi,
sem er í Víðistaðakirkju í Hafnar-
firði og mun vera 200 metrar að
flatarmáli. Sú mynd er unnin í
freskótækni, sem var sérgrein
hans í listaskóla, og vann hann
mikið að kirkjuskreytingum í
heimalandi sínu að loknu listhá-
skólanámi, sem varaði í sjö ár.
Það er því eðlilegt, að það hef-
ur jafnan verið stutt í trúarleg
viðfangsefni í list þessa manns,
enda hafa menn til skamms tíma
verið öllu opnari fyrir þeirri teg-
und myn(jlistar ytra en hér heima,
og þar finnast jafnvel framúr-
stefnuverk í anda guðstrúarinnar.
Þá kann Baltasar sitt hand-
verk, eins og það heitir, og er
óspar á að beita því í öllum mögu-
legum tilbrigðum — sýna leikni
sína í meðhöndlun pentskúfsins,
rissblýsins og nálarinnar (í málm-
grafík). Kannski er þetta skýring-
in á velgengni hans hérlendis, því
að Islendingar eru hrifnir a art-
istískri leikni, og eins og Baltasar
lýsir því svo sláandi sjálfur, þá
verða þ«ir skotnir í myndum, eins
og þeir verða skotnir í konu. Þetta
er hrifning í hvelli.
— Þannig mun það og vera í
flestum tilfellum og hefur fremur
ágerst með tilkomu sjónvarps og
myndbanda. Sífellt færri hafa
tíma til að staldra við og íhuga
málin og flestir láta sér nægja
að skoða sýningar einu sinni og
þá er hún afgreidd — punktum
finale, eins og það er kallað, og
hér eru jafnvel listamenn og list-
nemar undir sömu sökina seldir.
En hvernig sem menn mála,
þá er mikilvægast að þeir fínni
nautn og gleði í starfi sínu og
gangi hreinskiptir til verks og víst
eru þær konur til, sem menn verða
ekki uppnumdir af í hvelli, en eru
engu að síður fullgildar og vel
það. í öllu falli er það merkileg
staðreynd, að flestir íslenzkir
málarar eiga sjálfir bestu verk sín
á veggjum eða í geymslum heima,
því að þau gengu ekki út á sýning-
um þeirra. Velgengni er þannig
tvíbent í myndlistinni sem öðru,
en þó ber að samgleðjast viðkom-
andi.
Það eru 35 málverk í olíu og
blandaðri tækni á sýningu Baltas-
ar og eru mörg þeirra af stærri
gerðinni og öll vel yfír meðal-
stærð.
Baltasar tekur fyrir 7 þemu og
hið fyrsta nefnist „Beinakerling-
ar“, sem er eins konar móðurform,
sem fæddi hin af sér. Hin eru
„Nátttröll", „Lauf“, „Memento
mori“, „Gróður", „Sigurbogar" og
„Súluhöfuð". Nöfnin segja heil-
margt um myndefnið, en þó ekki
alla söguna, því að Baltasar bætir
við kenndum sínum gagnvart
þeim og færir viðfangsefnin
fijálslega í stflinn. Fram koma
ádeila, háð, kímni, skírskotanir til
fallvaltleika lífsins o.s.frv.
Um sýninguna í heild er það
að segja, að hún er tvímælalaust
sú best uppsetta og heillegasta
af öllum þeim flölda sýninga, sem
Baltasar hefur staðið að um dag-
ana. En sú listræna fágun, sem
hér kemur fram, þarf ekki endi-
lega að gera hana að þeirri bestu,
en um það munu skiptar skoðanir
og ýmsir hljóta að sakna þess
sprells og stígandi, sem einkenndi
ýmsar hinna fyrri.
En í sjálfu sér er sprellið til
staðar í myndunum sjálfum —
krafturinn og leiknin, en það sem
ég á við er að þetta sé meiri sýn-
ing — yfirvegaðri og skipulegri.
Baltasar er samkvæmur sjálf-
um sér í þessum myndum sínum
að því leyti, að upprunninn og
skólunin leyna sér ekk,i, en um
leið nálgast hann íslenzk og al-
þjóðleg viðfangsefni og er ölcL
ungsins óhræddur við að hagnýta
sér reynslu annarra. Fram kemur
t.d. ýmislegt, sem greinilega á
uppruna sinn í myndveröld Bac-
ons, (10), Sutherlands (20) og
Michaelangelos (18), og hann fer
vel með það að umforma og beizla
þessi áhrif undir eigin myndstíl.
Eftirminnilegur myndrænn
seiður einkennir myndina
„Skáldaskjól" (2) og laufamyndir
hans eru allar hreinar og tærar
ásamt því, að myndirnar „Tré
lífsins“ og „Skógarbotn" þykja
mér bera af í myndflokki hans
um gróður.
Hins vegar hef ég ennþá ekki
náð að meðtaka ádeilumyndir
hans, þótt þær séu eins og annað
hressilega málaðar.
Það þarf töluverða djörfung til
að koma fram með jafn stórar og
umbrotamiklar myndir og Baltas-
ar, en hann getur nú leyft sér
fleira en áður — börnin eru komin
af höndum, og hann er því ekki
eins háður markaðnum og áður.
Hann kemur fram eins og hann
er kælddur og segir sjálfur: „Ég
er aðkomumaður á íslandi og ég
fór að mála fyrir íslendinga. Ég
vildi sýna þeim hvernig mér þætti
landið, birtan og þjóðlífið." Hér
mælir hann af meiri hreinskilni
en margur innlendur málarinn og
fyrir það ber að virða hann.
— Allar þessar myndir sínar
mun Baltasar hafa málað með
hliðsjón af dagsbirtu og tjáði hann
mér, að þær nytu sín best í eðli-
legri birtu — en málurum er
bannað að sýna myndir sínar í
dagsbirtu á Kjarvalsstöðum og á
að vera ástæðulaust að efast um,
að þetta sé hárrétt ráðstöfun hjá
húsameistaranum og dómsvald-
inu. Þessir aðilar hljóta að vita
betur en listamennirnir, líkt og
aðrir aðilar í þessu þjóðfélagi, er
fá að dæma sjálfir í ágreinings-
málum, er upp koma!
En fyrir vikið get ég ekki dæmt
um, hvemig myndimar njóta sín
í dagsbirtu og er þetta er ritað,
er of dimmt í lofti til að sann-
reyna það — er ég kom í gær
rétt eftir opnun í himneskri birtu,
var mér, tjáð að ekki mætti
slökkva ljósin, vegna þess að
spennibreytirinn gæti farið úr
sambandi — já, hvílíkur fullkom-
leiki!
Erlendis breyta menn slíku með
einu handtaki, en þar hafa menn
ekki ennþá kynnzt íslenzkri verk-
tækni og eru því ekki með á
nótunum!
Ég læt þessa ádeilu fljóta með,
sem vísast er hlaupin í skrif mín
í takt við myndimar á veggjunum.
Meginmáli skiptir, að Baltasar
hefur mikinn sóma af þessari sýn-
ingu og verður fróðlegt að fylgjast
með áframhaldinu.
í sjávarháskanum
Vinnudagur
í Breið-
holtskirkju
VTNNUDAGUR verður í Breið-
holtskirkju laugardaginn 16.
janúar og er eins og sl. laugar-
dag óskað eftir sjálfboðaliðum
til ýmissa hreinsunarstarfa og
niðurrifs á vinnupöllum í kirkju-
skipinu.
Unnið verður í kirkjunni milli kl.
13 og 17 og eru allir velkomnir sem
lagt geta hönd að verki einhvem
tíma á því tímabili. Mættu þeir sem
tök hafa á gjaman hafa með sér
hamra.
Er það von sóknamefndar að
sóknarbúar bregðist jafn vel við
þessu kalli og gerðist sl. laugardag,
þannig að á morgun megi takast
að Ijúka niðurrifí vinnupallanna.
Viljum við í því sambandi minna á
að nú eru aðeins tveir mánuðir eft-
ir fram að vígslu kirkjunnar sem
verður 13. mars nk.
(Frá sóknarnefnd Breiðholtskirkju.)
TÖLVUPRENTARAR
Békmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Gabriel Garcia Marques: Saga
af sæháki
Guðbergur Bergsson þýddi
Útg. Uglan, íslenski kiljuklúbb-
urinn 1987
í undirtitli þessarar bókar segir
að þetta sé saga af manni „sem rak
í tíu daga á fleka, án matar og
drykkjar, var lýstur þjóðhetja,
kysstur af fegurðardísum, auglýs-
ingamennskan auðgaði hann, en
svo var hann fyrirlitinn af stjóm-
völdum og gleymdist um aldur og
eilífð". Gleymdist þó sennilega ekki
alveg, fyrst Marques tók sig til og
skrifaði frásögnina upp eftir honum
og leyfði síðan að hún væri gefin
út á bók.
Atburðurinn gerðist fyrir æði
löngu, nánar tiltekið þann 28. feb-
rúar 1955. Átta menn af tundur-
spillinum „Ölkeldan" frá kól-
umbíska flotanum féllu fyrir borð
og týndust í ofsaveðri á Karíbahaf-
inu, aðeins fáeinum klukkustundum
áður en skipið var væntanlegt til
hafnar í Karþagó í Kólumbíu. Síðar
segir í inngangi að leit hafi verið
hætt eftir fjóra daga og týndu sjó-
mennimir Qórir taldir af. Ekki
kemur fram, hvort um misskilning
var að ræða og fjórir fóru í sjóinn
en ekki átta, eða hvort hinir fjórir
— ef það er rétt að átta hafi fallið
útbyrðis — hafi náðst. Sagt er að
þetta hafi gerst í ofsaveðri, sem var
á þessum slóðum þá.
En tíu dögum síðar fannst svo
Lúis Alejandro Velasco á lífi á auðri
strönd á norðurhluta Kólumbíu, en
hann hafði komist á fleka. Og var
talið meiri háttar kraftaverk, að
hann skyldi vera á lífi.
Marques segir frá því, að um
þessar mundir hafí hann starfað við
blað í Bogota og Velasco kom til
hans og vildi segja honum alla
hrakningasöguna. Þá hefðu brot
úr frásögninni birst, afbökuð og
margþvæld og lesendur verið orðnir
hundleiðir á hetjunni. Hann hafði
þá fengið heiðursmerki, komið fram
í útvarpi og sjónvarpi, verið hampað
og hossað. Ekki hafí verið áhugi á
sögu hans í fyrstu en síðan hafí
þeim á blaðinu snúist hugur og
hann sagt þeim sögu sína. Marques
staðhæfir að í frásögninni hafi Vel-
asco ljóstrað ýmsu upp, sem kom
stjómvöldum illa og því hafi hetjan
fallið í ónáð, eftir að frásögnin birt-
ist.
Frásaga Velasco er í hvívetna
athyglisverð aflestrar. En ýmislegt
vafðist fyrir mér. Þegar hann kem-
ur til Marques segir hann að ekkert
óveður hafí verið á þessum slóðum,
þegar slysið varð, þrátt fyrir frá-
sagnir þessa efnis. Veðurstofan
staðfesti þetta einnig, segir höfund-
ur. En þegar kemur síðan að því
að lýsa atburðum verðúr ekki annað
séð en vonskuveður hafi verið. Og
að ekki hafí aðeins verið um að
Gabriel Garcia Marques
kenna ofhleðslu eða rangri hleðslu
á skipinu.
Þessir tíu dagar Velasco em lengi
að líða eins og geta má nærri. Út-
sjónarsemi hans og lífskraftur með
ólíkindum. í hvívetna læsileg frá-
saga, þótt fallast megi á það sem
Marques segir í títtnefndum for-
mála að kannski hafí sagan ekki
verið svo merkileg að nein ástæða
væri til að gefa hana út. Fyrr en
nú. Og þá af því að Marques er
frægari flestum höfundum í þessum
heimshluta. Þýðing Guðbergs
Bergssonar er sérstaklega vel unn-
in, á auðugu og góðu máli.
Skipasala
Hraunhamars
Til sölu 235-140-76-52-38-26-20-18-17 og 15 tonna
skip úr stál, viði og plasti.
Kvöld- og helgarsími 51119.
Skipasala Hraunhamars,
Reykjavíkurvegi 72,
Hafnarfirði.
Sími54511.