Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 4
/ MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988 Eðlilegt að gera úttekt á rekstri Ríkisútvarpsins - segir Hörður Vilhjálmsson fjármálastjóri RÚV Starfsmenn RARIK á Austurlandi unnu i gær að því að hreinsa ísingu af raflínum, meðal annars við Egilsstaði. Settu þeir kaðal yfir línurnar og drógu með snjósleða. Morgunbiaðið/Bjöm Sveinsson Norðanáhlaupið á Austurlandi: Skemmdir á raflínum EgilHstöðum. í norðanáhlaupinu sem gekk hér yfir á miðvikudag brotnuðu 40 raflínustaurar víða um Austurland og rafmagnstruflanir urðu á svæð- inu frá Mjóafirði suður til Breið- dalsvikur. Á Héraði varð allt rafmagnslaust i um 4 klukkutíma á miðvikudagskvöld. AIls urðu 40 sveitabæir rafmagnslausir og munu viðgerðir taka allt upp i 4 sólar- hringa. Tjón RARIK á Austurlandi er áætlað á milli 5 og 10 milljónir vegna þessa veðurs. Starfsmenn Rafmagnsveitna ríkis- ins á Austurlandi' hafa haft nóg að gera undanfama sólarhringa því víða brotnuðu raflínustaurar á Héraði og niður á Fjörðum í þessu áhlaupi. Auk þess sem mikið verk hefur verið að hreinsa ísingu af línunum, en mikil ísing hlóðst á þær í veðrinu og eru HÖRÐUR Vilhjálmsson fjármála- stjóri Ríkisútvarpsins telur eðli- legt og í samræmi við útvarpslög- in að gerð verði úttekt á rekstri og fjármálum RÚV, eins og Birg- ir ísleifur Gunnarsson mennta- þær víða mjög signar af þeim sökum. Er óviðkomandi fólki bent á að halda sig fjarri þeim. í Helgustaðarhreppi, utarlega í Reyðarfirði, brotnuðu 20 staurar og 9 sveitabæir eru rafmagns- lausir af þeim sökum. Búist er við að viðgerð ljúki jafnvel ekki fyrr en á laugardag. Á Héraði var gert ráð fyr- ir að rafmagn yrði komið á flesta bæi í gærkvöldi. Snjór lagðist þungt á trjá- gróður og urðu einhverjar skemmdir á trjám. I gær höfðu garðeigendur því næg verkefni við að moka snjó frá tjám. Vegagerðinni tókst í gær að opna veginn yfir Fagradal og Hólmaháls til Eskifjarðar ásamt aðalleiðum á Fljóts- dalshéraði. Snemma í dag er gert ráð fyrir að heíja mokstur á Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar og Oddsskarði til Norðfjarðar. Björn VEÐUR IDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 15.01,88 YFIRLIT kl. 15.00 í gær: Noröaustangola eða kaldi víðast hvar ó landinu. Slydda var á Austurlandi og él við norðurströndina en annars þurrt. SPÁ: Framan af degi verður hæg breytileg átt og víða léttskýjað á landinu en jtó smáél við norðausturströndina. Síðdegis fer að þykkna upp suðvestanlands með vaxandi suðaustanátt. Víðast vægt frost. VEÐURHORFUR NÆSVJ DAGA HORFUR Á LAUGARDAG: Hvöss sunnanátt og hlýtt um allt land. Víða rigning, þó sízt norðaustanlands. HORFUR Á SUNNUDAG: Suðvestanátt með óljum um allt sunnan- og vestanvert landið en bjartviðri norðaustanlands. Víðast vægt frost. N: i y, Norðan, 4 vindstig: 10 1 Hitastig: \ Vindörin sýnir vind- 0 gráður é Cels i stefnu og tjaðrirnar © V Skúrir Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður 1 er 2 vindstig. * V Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka / / / — Þokumóða Háífskýjað * / * 9 9 5 Súld Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur * * * 4 Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K brumuveður VEÐUR VÍÐA UMHEIM kl. 12:00 ígær að ísl. tíma hitl v*Aur Akureyri 0 alskýiað Uevkiavlk +3 látttkýjað Hergen e rign.ogsúld Helsinki 3 jrokumóða ian Ivfayen +10 iáttskýjað Kaupmannah. 3 þokumóða PJarsaarssuaq +9 unjókoma Uuuk +10 úrkoma Oalð 4 rign.ogoúld Stokkhólmur ?. þokumóða Úórshöfn 7 skúr Algarve 16 tkýjað Amsterdam e okýjað Aþena Oarcelona u alskýjað vantar Serlín 1 jxrkumóða Chicago +18 okýjað Feneyjar 0 þokumóða Frankfurt 2 mlstur Glasgow 7 láttskýjað Hamborg 0 þokumóða Us Palmas 18 skýjað :.ondon e lóttskýjað LosAngeles 10 ckýjað Lúxemborg s þoka Madríd 4 þoka Malaga 14 t.álfskýjað Mallorca 12 rignlng Montreal +28 lieiðskirt UewYork +12 láttakýjað Parfs 8 tkýjaö P.óm 16 liálfskýjað Vín 1 þokumóða Washington +8 láttskýjað Winnipeg +18 enjókoma Valencia 12 skýjað málaráðherra hyggst gera. Menntamálaráðherra gaf þessa yfirlýsingu á Alþingi á þriðjudags- kvöldið er hann svaraði fyrirspurn frá Hjörleifi Guttormssyni. „Ég tel eðlilegt að rekstur og hlut- verk RÚV verði skoðaður í ljósi þess að í útvarpslögunum er gert ráð fyrir að þau verði endurskoðuð og þeim breytt að fenginni þriggja ára reynslu," sagði Hörður Vilhjálmsson er hann var inntur álfts á þessum ummælum menntamálaráðherra. I máli ráðherrans kom einnig fram að hann telur að Ríkisútvarpið hafi oft eytt langt umfram það sem eðli- legt getur talist. Þegar þetta var borið undir Hörð, sagði hann að það væri erfitt að gefa umsögn um rekst- ur Ríkisútvarpsins í örfáum setning- um. En sem dæmi mætti nefna að ef miðað væri við fast verðlag fjár- laga fyrir árið 1988 hefðu tekjur RÚV rýmað um 80 milljónir króna, eða 8%, frá ársbytjun 1985 til árs- loka 1987. Árið 1985 voru tekjumar 1133 milljónir króna, en 1058 millj- ónir í árslok 1987. Hinsvegar lengdist dagskrá sjónvarps og hljóðavarps um 50% á sama tíma- bili. Afnotagjöld hækkuðu ekkert' frá upphafi árs 1986 fram á mitt ár 1987. „Menntamálaráðherra talar um þá miklu hækkun sem síðar hefur orðið, en menn verða líka að horfa til þess að afnotagjöld hækkuðu ekkert í 18 mánuði og auglýsingar rýmuðu stórlega í samkeppninni," sagði Hörður. „ Verðbólgan hefur verið býsna lif- andi á síðustu tveimur árum og hefur rýrt þá hækkun sem hefur orðið á afnotagjöldum, þ.e. 40% í júlí 1987, 20% 1. október og 13% nú um ára- mótin. En við þessa hækkun, gafst fyrsta tækifærið til að rétta rekstur- inn við. Rekstraráætlun fyrir allt þetta ár hefur verið unnin mjög gaumgæfi- lega og má heita að tryggt hafi verið að rekstur Ríkisútvarpsins verði í jafnvægi á þessu ári.“ Ráðherra nefndi einnig að fjár- festingar megi ekki vera of hraðar og að RÚV verði að sníða sér stakk eftir vexti. Um það sagði Hörður: „Ríkisútvarpið hefur sniðið sér stakk eftir vexti í fjárfestingum. Framkvæmdasjóður Ríkisútvarps- ins, sem lögum samkvæmt hefur 10% af heildartekjum þess, hefur staðið undir byggingu úrvarpshúss- ins. Með tilliti til erfiðar rekstrar- og greiðslustöðu fyrst og fremst var tekið fyrir framkvæmdir við húsið í október á síðasta ári. Þá lauk síðustu umsömdu áföngunum, en ekki var hægt um vik að stöðva framkvæmd- ir fyrr. Með tilliti til rýmandi tekna stangast það á að stofnunin haldi sig að fullu og öllu innan fjármála- rammans. Allir stjórnmálaflokkamir ætlast til þess að Ríkisútvarpið haldi hlut sínum í samkeppninni.Til þess að bæta upp tapaðar auglýsinga- tekjur, sem það stóð áður eitt að, átti það að fá aðflutningsgjöld af útvarps- og hljóðvarpstækjum í sinn hlut. Það hefur hins vegar ekki gerst síðan 1986.“ Hörður sagði að auðvitað væm Qárlög jafngóð og önnur lög og þau bæri að virða og halda. En taka þyrfti tillit til margra óvissuþátta í rekstri Ríkisútvarpsins svo sem aug- lýsingatekna. Einnig sagði hann að það hefði komið RÚV í opna skjöldu að afnotagjaldið skyldi ekki hækka í hálft annað ár. Þá hefði verið sam- þykkt í fjárlögum fyrir árið 1987 að tekjur RÚV yrðu 103 milljónum króna lægri en gjöldin. „Þetta er halli sem íjárveitinga- valdið sjálft ákvað,“ sagði hann. Póstur og sími: Þjónusta hækkar að meðaltali um 20% VERÐ á póst- og símaþjónustu hækkar um 20% að meðaitali frá og með deginum i dag. Að sögn Jóhanns Hjálmarssonar, blaðafulltrúa Póst- og símamálastofnunarinnar, eru hækkanir þessar f samræmi við þá samþykkt fjárlaga fyrir stofnunina, að greiðslustaða verði í jafn- vægi í árslok 1988, standist forsendur fjárlaga. Stofngjald síma hækkar úr 5.500 ura í 92 krónur og Kanada úr 77 krónum í 6.650 krónur (8.312,50 krónur með söluskatti), ársfjórð- ungsgjald úr 641 krónu í 775 krónur (968,75 krónur með söluskatti) og verð á teljaraskrefi úr 1,56 krónum í 1,90 (2,38 krónur með söluskatti). Fjöldi innifalinna skrefa er óbreyttur og með sama fyrirkomulagi og áð- ur. Flutningsgjald innan sama símstöðvarsvæðis hækkar úr 2.750 krónum í 3.325 krónur (4.156,25 lcrónur með söluskatti). Stofngjald farsíma hækkar úr 5.500 krónum í 7.300 krónur (9.125 krónur með söluskatti) og ársfjórð- ungsgjald úr 641 lcrónu í 850 krónur (1.062,50 krónur með söluskatti). Mínútugjald hækkar úr 7,80 krónum í 10,36 krónur (12,95 krónur með söluskatti). Ársfjórðungsgjald fyrir númer í telexstöð og bæjarlínu hækkar úr 2.097 krónum í 2.516 krónur (3.145 krónur með sölu- skatti). Þjónustugjöld til útlanda hækka minna. Þau hækkuðu síðast 1. jan- úar í fyrra og hækka núna vegna gengisbreytinga og innlendra kostn- aðarhækkana, að sögn Guðmundar Bjömssonar framkvæmdastjóra fjármáladeildar Pósts og síma. Þannig hækkar til dæmis verð á mínútu símtals með sjálfvirku vali til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar úr 38 krónum í 45 krónur, Finn- lands úr 41 krónu í 49 krónur, Bretlands úr 43 krónum í 51 krónu, Frakklands, Spánar og Vestur- Þýskalands úr 49 krónum í 59 krónur, Bandaríkjanna úr 85 krón- krónum í 80 krónur. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Sem dæmi um hækkun póstburð- argjalda má nefna að 20 gramma bréf innanlands og til Norðurlanda hækkar úr 13 krónum í 16 krónur og til annarra landa í Evrópu úr 17 krónum í 21 krónu. Innborgunar- gíróseðill hækkar úr 20 krónum í 25 krónur. Söluskattur er ekki lagð- ur á póstburðargjöld, að sögn Guðmundar Bjömssonar. Að sögn Sigríðar Jónsdóttur, hjá Pósti og síma, kostaði mínúta símtals með sjálvirku vali frá Dan- rnörku til íslands í október sl. 6,00 danskar krónur (34,80 ísl. kr.), Svíþjóð 6,90 sænskar lcrónur (42,44 ísl. kr.), Noregi 5,76 norskar krónur (33,24 ísl. kr.), Finnlandi 6,44 mörk (ísl. kr.), Frakklandi 6,53 franka (43,10 ísl. kr.), Spáni 133,33 peseta (44,00 ísl. kr.) frá klukkan 8 til 22 og 88,48 peseta (29,20 ísl. kr.) frá klukkan 22 til 8, Vestur-Þýskalandi 1,23 mörk (27,39 ísl. kr.), Bretlandi 0,68 sterlingspund (45,15 ísl. kr.) og Bandaríkjunum 2,23 dali (81,40 ísl. kr.) frá klukkan 7 til 13, 1,67 dali (60,96 ísl. kr.) frá klukkan 13 til 18 og 1,30 dali (47,45 ísl. kr.) frá klukkan 18 til 7. Símtöl sem greidd em af þeim sem hringt er til, þ.e.a.s. mótgreidd (kol- lekt) símtöl, eru afgreidd um símstöð og á þau leggst 174 króna (9,18 gullfranka) aukagjald í Bandaríkjun- um og Vestur-Evrópu en verð einnar mínútu símtals þegar um önnur lönd er að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.