Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAJDIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988 TJarnargata 11 komin í Skeijafjörð Morgunblaðið/Júlíus Tjarnargata 11, var flutt á tveimur vörubílspöllum í nótt og Verkið tók þijár klukkustundir, hófst klukkan 1 eftir miðnætti sést húsið hér í beygjunni við Melatorg. „Flutningur hússins og var lokið klukkan 4. í gær voru umferðarmerkin 20 sett upp gekk eins og í sögu,“ sagði Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri. á ný og girðingunni við flugvöliinn lokað. Lítil loðnu- veiði LOÐNUVEIÐAR hafa að mestu legið niðri undanfarna daga vegna veðurs. Skipin komu inn á þiðjudag og miðvikudag, flest með smásiatta, en siðdegis í gær voru þau farin út aftur og veðrið að gaiiga niður. Auk þeirra skipa, sem áður er getið, tilkynntu eftirtalin um afla á þriðjudag: Fífíll GK 530 til Nes- kaupstaðar, Dagfari ÞH 350 til Raufarhafnar og Rauðsey AK 100 til Þórshafnar. Á miðvikudag tilkynntu eftirtalin skip um afla, sem fékkst á þriðju- deginum: Grindvíkingur GK 400 til Neskaupstaðar, Hilmir II SU 40 til Seyðisfjarðar, Sigurður RE 260 til Seyðisfjarðar og Harpa RE 65 til Raufarhafnar. ÚTSALA Ráðstefna um rann- sóknir á móður- máli í skólastarfi Rannsóknastofnun uppeldis- mála gengst fyrir ráðstefnu um rannsóknir á móðurmáli í skóla- starfi föstudaginn 15. og laugardaginn 16. janúar nk. Megintilgangur ráðstefnunnar er að kynna íslenskar rannsóknir er tengjast móðurmálskennslu í skólum og opna umræðu um gildi rannsókna fyrir skólastarf í landinu. Auk yfírlitserinda um málvöndun í grunnskólum og íslenskukennslu í framhaldsskólum verða kynntar rannsóknir á fram- burði, frásögn, fleirtölumyndun hjá bömum, ritun, stafsetningu, lestri og lesskilningi. Ráðstefnustjórar .em Bessí Jó- hannsdóttir formaður stjómar- nefndar og Hrólfur Kjartansson deildarstjóri. Ráðstefnuna setur Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra. Erindi á ráð- stefnunni flytja: Sigríður Þ. Valgeirsdóttir prófessor, Guð- mundur B. Kristmundsson skóla- stjóri, Baldur Hafstað MA,_ Indriði Gíslason dósent, Kristján Ámason dósent, Höskuldur Þráinsson pró- fessor, Hrafnhildur Ragnarsdóttir lektor, Baldur Sigurðsson MA, Steingrímur Þórðarson mennta- skólakennari, Guðni Olgeirsson námsstjóri, Þóra Kristinsdóttir lektor og Jón Torfí Jónasson dós- ent. Ráðstefnan er haldin í Borgar- túni 6 og hefst kl. 16.00 föstudag- inn 15. janúar og henni lýkur laugardaginn 16. janúar. Rangfærslur leiðréttar MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi frá Hjálmari H. Ragnarssyni: Mér þótti miður að lesa rang- færslur Ragnars Björnssonar, organista, í grein hans í Morgun- blaðinu 13. janúar sl. um ýmislegt er varðar fyrirhugaðan flutning á Orgelkonzert Jóns Leifs í Stokk- hólmi þann 20. og 21. janúar næstkomandi. Þar sem ég vil ógjaman að röng orð standi óleiðrétt og þar sem aðalefni greinar Ragnars er þáttur minn í að umrætt verk er tekið til flutnings, þá vil ég koma því á framfæri, að um mitt ár 1980 ræddi ég fyrst við Engström, þá- verandi framkvæmdastjóra Fílharmoníunnar í Stokkhólmi, um hugsanlegan flutning á hljóm- sveitarverkum Jóns. Það er því misskilningur hjá Ragnari að af- skipti mín af þessu máli hafi ekki hafíst fyrr en í fyrsta lagi árið 1986. Holmquist, hinn nýja fram- kvæmdastjóra Fílharmoníunnar, sem Ragnar nefnir til sögunnar og telur mig hafa ráðgast við, hef ég hins vegar aldrei hitt né talað við og á því engan þátt í vali á einleikara í þessu verki. Meginefni greinar Ragnars er því á misskiln- ingi byggt. Ekki þykir mér sparðatíningur og hálfgerður metingur af því tagi sem kemur fram í grein Ragnars vera þess virði að eyða í hann meiri prentsvertu. Mest er um vert í þessu efni, að tónverk eftir Jón Leifs hefur komist á efnisskrá Fílharmoníunnar í Stokkhólmi og er vonandi að framhald verði þar á. Hjálmar H. Ragnarsson MICROSOFT HUGBÚNAÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.