Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988 Forsetakosningar í Finnlandi: Kosið beinni og óbeinni kosningn Kjörklefi í finnska sendiráðinu í Reykjavík FINNSKA þjóðin gengur nú til forsetakjörs 31. janúar og 1. febrúar 1988. Nú gilda ný kosn- ingalög sem miða að því að'auka bein áhrif kjósenda. Finnskir ríkisborgarar, búsettir á íslandi, geta einnig tekið þátt í að kjósa forseta þjóðar sinnar, en kjör- staður verður opinn 18.—23. janúar í finnska sendiráðinu. Kosningalögum hefur ekki verið breytt frá því að Finnar gengu í fyrsta sinn til forsetakosninga sem sjálfstæð þjóð 1919. Þá valdi þjóðin 300 kjörmenn sem síðan kusu for- seta. Kjörmönnum var fjölgað í 301 eftir 1960. Menn vildu komast hjá því að æðsti maður ríkisins yrði kosinn með hlutkesti, en nokkrum sinnum hafði slíkt legið við borð. Þrisvar sinnum hafa átkvæðatölur fallið 151:149 í lokaatkvæða- greiðslu forsetakjörs, en við lokaat- kvæðagreiðslu er kosið á milli þeirra tveggja sem áður hafa hlotið flest atkvæði. Breytingar á kosningalögum hafa verið til umræðu í mörg ár. Tillögur hafa verið gerðar um bein- ar kosningar. Eftir langar umræður varð endanleg niðurstaða málamiðl- un milli beinna og óbeinna kosn- inga. Kjósendur fá tvo atkvæðaseðla, þar sem um tvennar kosningar er að ræða. Á annan kjörseðilinn getur kjósandi kosið beinni kosningu ein- hvem forsetaframbjóðendanna fímm. Ef einhver þeirra fær yfír Frá Helsinki. 50% atkvæða hefur sá hinn sami hlotið kosningu sem forseti næstu sex ár. Þá kemur ekki til þess að kjörmenn séu kvaddir saman. Að öðrum kosti verða það kjörmennim- ir 301 sem kjósa æðsta mann ríkisins og það verður þá 15. febrú- ar 1988. Fimm forsetafram- bjóðendur Fimm frambjóðendur eru í kjöri. Núverandi forseti, Mauno Koivisto, er frambjóðandi sósíaldemókrata, en Finnski landsbyggðarflokkurinn hefur einnig tilnefnt Koivisto sem frambjóðanda sinn. Frambjóðandi Sameiningarflokksins er fyrrver- andi formaður flokksins, Harri Holkeri, sem nú er forsætisráð- herra. Frambjóðandi Miðflokksins er formaður flokksins, Paavo Váy- rynen, utanríkisráðherra í mörg ár. Lýðræðissamtök fínnsku þjóðarinn- ar styðja Kalevi Kivistö landshöfð- ingja. Jouko Kajanoja aðalritari er frambjóðandi þeirra sem lengst eru til vinstri eða þeirra sem kalla sig Lýðræðisframboðið. Aðrir flokkar á þingi, þ.e.a.s. Sænski þjóðarflokk- urinn, Kristilega sambandið og umhverfisvemdarsinnar, hafa ekki tilnefnt sérstaka frambjóðendur en gefið stuðningsmönnum sínum fijálsar hendur í kosningunum. Finnar búsettir á íslandi geta, eins og áður var sagj tekið þátt í að kjósa forseta og kjörmenn í finnska sendiráðinu, Húsi verslun- arinnar við Kringlumýrarbraut, dagana 18.—23. janúar kl. 10—16. Fimmtudaginn 21. janúar verður kjörstaður opinn í sendiráðinu til kl. 19. Finnar erlendis áhuga- samir um að kjósa í f orsetakosningum I Finnlandi höfum við ekki kosn- ingaskyldu, eins og tíðkast í sumum löndum, en auðvitað viljum við að sem allra flestir notfæri sér lýðræð- islegan rétt sinn til þess að kjósa, segir Anders Huldén, sendiherra Finnlands, í samtali við Morgun- blaðið. Vegna þess að forseti Finnlands hefur mikil völd sam- kvæmt stjórnarskránrii hefur ævinlega verið mikill áhugi á for- setakosningunum. Þetta gildir alveg sérstaklega um Finna sem búa erlendis. Reynslan sýnir nefni- lega að þeir eru áhugasamari um forsetakosningar en um almennar þingkosningar. Þetta gildir einnig um Finna á íslandi. Við forseta- kosningarnar 1982 voru greidd 50% fleiri atkvæði en við þingkosningar í fyrra. Finnar á Islandi eru annars með- al áhugasömustu kjósenda erlendis, heldur Anders áfram. Hlutfallslega er kosningaþátttaka meiri hérlendis en á öðrum Norðurlöndum. Það hlýtur að stafa af því, að Finnar á Islandi eru vakandi og upplýstir þegnar sem halda lifandi sambandi við gamla landið með hinu starf- sama Suomi-félagi. Ég held að þeir líti þannig á málin að þátttaka í kosningum heimalandsins sé góð aðferð til þess að varðveita tilfínn- inguna um samband við ættlandið. Sendiráðið hefur reynt að ná til allra finnskra ríkisborgara með per- sónulegum boðunarbréfum, en það er alls ekki öruggt að spjaldskrá okkar sé tæmandi. Hér kann að vera fólk við nám og störf eða ný- komið til landsins án vitundar okkar. Hvernig sem því er háttað, þá eru allir velkomnir í sendiráðið til þess að kjósa, en gleymið ekki að íiafa með vegabréf eða önnur persónuskilríki, segir sendiherra, og nefnir það að lokum að í fyrra voru næstum samtírnis þingkosningar í Finnlandi og á íslandi og í ár eru forsetakosningar í báðum þessum löndum. , SIKtW tHlM' ■ ******* Wl' ^ffraóþjónusta u T v £ G 5 B*-N K A N S Dd , <1Q Utvegsbanki Islandshf Eittumslag.. ..engin biö! Starfsfólk Útvegsbankans segir biðröðum stríð á hendur! Þú færð þér umslag og lætur reikningana þína í það. Þú skilar umslaginu í næstu afgreiðslu bankans. Við greiðum og millifærum samdægurs. Þú færð síðan kvittanirnar sendar heim í pósti. Komdu og kynntu þér málið. Sóaðu ekki lengur tíma þínum í biðraðir. Þú getur gengið frá umslaginu heima. Það borgar sig að skipta við Útvegsbankann!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.