Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988 Kœru vinir og vandamenn! Innilegar þakkir til ykkar allra fyrir vinsemd og viröingu á 70 ára afmœli mínu 4. janúar. Hrönn Jónsdóttir. STJORNUSPEKI AÐ GEFNU TILEFNI STJÖRNUKORT eftir Gunnlaug Guðmundsson, stjörnuspeking, fást einungis í Stjörnuspekimiðstöðinni, Laugavegi 66, simi 10377. Þau eru öðruvísi en önnur stjörnukort, seld hér á landi og erlendis, enda sérstaklega gerð fyrir íslenskar aðstæður. Persónulýsing, framtíðarkort, samskiptakort. Stundaskrá Karatefélags Reykjavíkur: kl. mán þri mið fim fös kl. lau 18 Bl frh. krakkar 13 Bl 19 10kyu Bll 10kyu Bll frh. krakkar 14 Bll 20 6kyu ogyfir 8-7 kyu 6kyu ogyfir 8-7 kyu 9-1 kyu 15 10 kyu Skráning í síma 35025 virka & daga frá kl. 19-21. ^ < Glaésileg pelsfóðurskápa ÁHarstærðir.- ~ v- x/ Verð kr,49.000,-/ ti v v . .. - v Kirkjuhvoli - simi 20160 Pólitískir hagsmunir Al- þýðubanda- lágs Hveijir eru pólitískir hagsmunir Alþýðubanda- lagsins um þessar mundir? Augþ'óslega þeir, að flokkurinn undir nýrri forystu fái svigrúm til þess að ná sér á strik og rétta við eftir úrslit síðustu alþingiskosninga. Þótt á ýmsu hafi gengið þjá rfldsstjóminni frá þvi að hún var mynduð, hef- ur Alþýðubandalaginu ekki tekizt að hagnýta sér það til þess að bæta stöðu sína í skoðana- könnunum. Frá kosning- um og fram að landsfundi, voru flokks- menn uppteknir við innbyrðis deilur. Ný for- ysta, sem tók við á landsfundi getur ekki búizt við þvi, að flokkur- inn bæti stöðu sina að ráði á skömmum tíma. Hún þarf augfjóslega frið til þess að sameina kraft- ana inn á við og skipu- leggja starf flokksins út á við að nýju. Af þessum sökum fer ekki á milli mála, að það hentar Alþýðubandalag- inu ekki, að framvinda stjómmálabaráttunnar i vetur verði á þann veg, að ríkisstjómin missi tök- in á landsstjóminni og taki ákvörðun um að ijúfa þing og efna til kosninga. Það er afar ósennilegt, ef ekki útilok- að, að Alþýðubandalagið mundi auka fylgi sht að ráði i kosningum, sem fram fæm á þessu vori. Það yrði hins vegar mik- ið áfall fyrir hina nýju forystu Alþýðubanda- lagsins, ef hún stæði frammi fyrir kosn- ingaúrslitum, sem væm áþekk þeim, sem urðu á sl. ári. Þá mundu um- svifalaust hefjast umræður í Alþýðubanda- laginu um, að Ólafur Ragnar hefði ekki dugað og velja yrði flokknum Samtal, sem kom á óvart Þótt töluverðar sviptingar væru í viðræð- um þeirra Þorsteins Pálssonar, forsætis- ráðherra, og Ólafs Ragnars Grímssonar, formanns Alþýðubandalagsins, í sjón- varpinu fyrir nokkrum dögum, kom það mörgum á óvart, að skóðanir þeirra virt- ust fara nokkuð saman á köflum í síðari hluta þáttarins. Þetta þykir forvitnilegt og vekur upp spurningar um, hvort grun- dvöllur sé fyrir einhvers konar samstarfi milli ríkisstjórnarinnar og Alþýðubanda- lagsíns um gerð þeirra kjarasamninga, sem í hönd fara. Um þetta er fjallað í Staksteinum í dag. nýja forystumenn. Það má ekki gleyma því, að innan Alþýðubandalags- ins er öflugur hópur, sem biður eftir þvi, að hinn nýi formaður misstígi sig. Kjarasamn- ingar og gengismál Nú fer það ekkert á milli mála, að framundan eru afar erfið viðfangs- efni á stjómmálavett- vangi. Kjarasanmingar flestra verkalýðsfélaga í landinu eru lausir og óvissa ríkir um gengi krónunnar vegna lækk- unar á gengi dollars. Fyrir einum áratug var einnig mildl óvissa í efna- hagsmálum í upphafi árs, en í kjölfarið komu ein- hver mestu átök í islenzk- um stjómmálum, sem þá höfðu orðið í a.m.k. tvo áratugi. Þótt ástandið nú sé að mörgu leyti ólíkt fer þó ekki á milli mála, að viss jarðvegur er fyrir hendi til þess, að hér geti orðið mikil og hatrömm átök, þegar líður á veturinn. Það er á þeim punkti, sem forysta Alþýðu- bandalagsins hlýtur að hugsa sitt mál. Hagsmun- ir flokksins em þeir, að hér verði ekki kosningar með vorinu. Færa má rök að því, að hið sama eigi við um Sjálfstæðisflokk og Alþýðuflokk. Löng reynsla hefur kennt bæði stjómar- flokkum og stjómarand- stöðu, að lægst launaða fólkið verður verst úti í óðaverðbólgu. Þess vegna hniga mörg rök að þvi, að það sé skyn- samlegt fyrir forystu- menn Alþýðubandalags- ins, bæði út frá pólitiskum og efnahags- legum sjónarmiðum, að stuðla að friðsamlegri framvindu kjarasamn- inga í vetur. I þessu jjósi ber að skoða samtai Ólafs Ragnars Grímsson- ar og Þorsteins Pálsson- ar i sjónvarpinu á dögunum. Að hverju stefnir Fram- sókn? Allt frá því, að núver- andi ríkisstjóm var mynduð hefur verið um það rætt, að Framsókn- armenn væm ósáttir við samstarf núverandi stjómarflokka. Þess vegna hafa verið vanga- veltur um, að Framsókn- arflokkurinn kynni að nota fyrsta tækifæri til þess að ijúfa stjómar- samstarfið. Ófriður á vinnumarkaði og erfið- leikar við gerð kjara- samninga gætu gefið Framsóknarflokknum tílefni tíl sliks. En hvert yrði framhaldið? Einu rökin frá sjónarhóli Framsóknarmanna fyrir þvi að ijúfa stjómarsam- starfið væm þau að knýja fram kosningar og notfæra sér sterka stöðu flokksins i skoðanakönn- unum. En þegar á það er litíð, að það em hags- munir Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags, að þingkosn- ingar fari ekki fram nú — að ekki sé nú talað um þjóðarhag — getur Fram- sóknarflokkurinn ekki verið ömggur um að ná fram kosningum. í þvi sambandi má minna á, að bæði Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur höfðu áhuga á að kanna samstarf við Alþýðu- bandalagið eftir kosning- arnar fyrir ári. Þær viðræður strönduðu ein- faldlega á þvi, að Al- þýðubandalagsmenn áttu eftír að gera upp sin mál. Nú hefur það verið gert og þess vegna engan veginn óhugsandi, að af- staða Alþýðubandalags- ins til slíks samstarfs væri önnur en þá var. Þegar þetta er haft í huga gætu það orðið ein- hver mestu mistök, sem Framsóknarflokknum hefðu orðið á frá því i árslok 1958, þegar flokk- urinn stuðlaði beint og óbeint að 13 ára útlegð sinni úr stjómarráðinu, ef forystumenn Fram- sóknarflokksins freistuð- ust til þess að rifta stjómarsamstarfinu vegna ímyndaðra flokks- hagsmuna. Öll þessi sjónarmið verða menn að hafa i huga, þegar þeir íhugu samtal þeirra Þor- steins Pálssonar og Ólafs Ragnars Grimssonar á dögunum. Tollalœkkun - verðlœkkun LOTUS matar- og kaffistell frá Rosenthal. Glös og hnífapör í sama stíl Hönnun: Björn Wiinblad studiohúsið A HORM LAUGAVEGS OG SNORRABRAUTAR SIMI 18400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.