Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988 H&lldór Guðmundsson einkunn getur ekki gilt um Sælir eru einfaldir eftir Gunnar Gunnars- son. Halldór Guðmundsson hefur nokkuð til síns máls þegar hann víkur að „kamívalisma" Bréfs til Lám og Vefarans mikla og telur þá aðferð miklu skipta til að gera verkin að gmndvallarritum nútíma- bókmennta. Halldór skilgreinir aðferðina þannig að „líta á skáld- söguna sem opið bókmenntaform sem ávallt skyldi leggja undir sig ný svið vemleikans, að snúa á hvolf Tónlist Jón Ásgeirsson Skortur á starfsfólki á hjúkrunardeilduín fyrir aldraða: Erum að fá í sölu meöal annara eigna: 4ra herb. íbúð í tvíbýlishúsi Neðri haeð í Vesturbænum í Kópavogi 100,1 fm nettó. Endurn. Sér- þvottahús. Sérhiti. Tvibýli. Bilskúrssökklar fylgja. Nýtt húsnæðislán um kr. 1,6 millj. Verð aðeins 4,1 millj. Með útsýni og siglingaaðstöðu Steinhús vel byggt og vandað. Ein hæð 155,5 nettó auk bílskúrs 42,7 fm nettó. Stór sjávartóð á einum fallegasta stað í Stór-Reykjavík. Frábær siglingaaöstaöa. Mikið útsýni. Skuldlaus eign. Eignaskipti möguleg. 3ja herb. íbúðir við: Laugateig i kj. 76,3 fm endurn. Sérhiti. Gott lán. Blönduhiíð í kj. 70,2 fm endurn. Allt sér. Gott lán. Reynimel 4. hæð. Sólsvalir. Útsýni. Úrvalsstaður. 4ra herb. íbúðir við: Austurberg 1. hæð 99,6 fm. Sérþvottah. Bílsk. Vinsæll staður. Jöklafold 4ra-5 herb. úrvalsib. i smíðum. 110,3 fm. Nú fokh. Fullb. u. trév. í júlí nk. Sérþvottaaöst. Góð geymsla á 1. hæð. Bílsk. getur fylgt. Eyjabakka 2. hæð 89,2 fm. Sérþvottah. Bílsk. 47,7 fm. Selst eing. í skiptum fyrir 3ja herb. íbúö i nágrenni. Rétt við Miklatún 5 herb. endurn. risíb. um 100 fm í fjórb. Sólsv. Sórhiti. Góö sameign. Langtímalán um kr. 1 millj. fylgir. Fjöldi eigna á skrá til sölu í makaskiptum. Vinsamlegast kynnið ykkur skrána. MICROSOFT HUGBÚNAÐUR MorgunDiaoio/tsjami Skjól, umönnunar- og hjúkrunarheimili aldraðra var vígt 1. desember síðastliðinn. Vegna skorts á hjúk- runarfólki hefur hjúkrunardeildin ekki verið opnuð, en likur eru á að nú hafi tekist að ráða nægilegan fjölda til að opna deildina. Upphaf og endir Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Halldór Guðmundsson: „LOKS- INS, LOKSINS“. Vefarinn mikli og upphaf íslenskra nútimabók- mennta. Mál og menning 1987. Ritdómur Kristjáns Albertssonar í Vöku 1927 um Vefarann mikla frá Kasmír ætlar að verða langlífur í íslenskri bókmenntasögu, ekki síst hin fagnaðarríku orð: „Loksins, loksins". Eftir þessum orðum Kristjáns Albertssonar skírir Hall- dór Guðmundsson bók sína um Vefarann mikla og upphaf íslenskra nútímabókmennta. Eins og Halldór Guðmundsson skrifar í Inngangi bókarinnar er tilgangur hans að „nota verk Halldórs sem útgangs- punkt til að ræða þróun íslenskra bókmennta fyrsta áratuginn eftir fullveldið 1918 — skoða upphaf ísleijskra nútímabókmennta nánar — og jafnframt til að varpa ljósi á nokkur helstu viðfangsefni og þemu þess módernisma sem ruddi sér rúms í evrópskum bókmenntum í kringum aldamótin og kanna áhrif þeirra á Halldór Laxness". Halldór Guðmundsson andmælir þeirri kenningu að skáldsaga Gunn- ars Gunnarssonar, Sælir eru ein- faldir, hafi markað upphaf nýs tímabils í íslenskri skáldsagnagerð og hefur líka sínar efasemdir um gildi Fomra ásta Sigurðar Nordals fyrir þróun nútímabókmennta. Aft- ur á móti eru það Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson og Vefar- inn mikli frá Kasmír eftir Halldór Laxness sem að dómi Halldórs Guðmundsson eru grunnur íslenkra nútímabókmennta. Nú er ekkert við það að athuga að Halldór Guðmundsson skrifi bók (að stofni til magistersritgerð í bók- menntum) til að komast að annarri niðurstöðu en Matthías Viðar Sæ- mundsson í Mynd nútímamannsins — Um tilvistarleg viðhorf í sögum Gunnars Gunnarssonar (1982). Skoðanaágreiningur um þessi efni ætti að vera af hinu góða, einkum þegar hann er orðaður af sjálf- sagðri kurteisi og rökstuðnings leitað eins og gildir um bók Hall- dórs Guðmundssonar. Ég er aftur á móti hallur undir að Vefarinn mikli frá Kasmír sé mun meira tímamótaverk en Bréf til Láru og Sælir eru einfaldir meiri nútímasaga en menn hafa almennt gert sér grein fyrir þótt hún hafi ekki haft mikil áhrif á íslenska rit- höfunda eins og Halldór getur réttilega. Sælir eru einfaldir er saga sem menn áttuðu sig ekki alveg strax á, en skildu mikilvægi hennar síðar. Bréf til Láru er að mínum dómi í senn ádeilurit og skáldskap- ur, höfundurinn nýtir sér fordæmi Benedikts Gröndals og fleiri snill- inga hinnar andríku ritgerðar. Það er vissulega rétt að Hel Sigurðar Nordals (hluti Fomra ásta) er að miklu leyti nýrómantískt og dæmi- gert aldamótaverk. Það er „mód- emismi af hálfum huga“. En slík Gítarleikur Halldór Laxness viðteknum skilningi á valdi og vald- leysi, að sjá hið andlega í hinu líkamlega og öfugt og tala í senn hátíðlega og alvörulaust“. Það verður engu að síður að játa að Vefarinn mikli dregur fremur dám af evrópskum módemisma í skáldsagnagerð en Bréf til Láru, enda fyrrnefnda bókin dæmigerð skáldsaga en hin síðamefnda stend- ur nær ritgerðarforminu. Og þegar Þórbergur Þórðarson leggur áherslu á siðferðilegan boðskap og þjóðfélagsrýni er hugur Halldórs Einar Kristján Einarsson gítarleikari hélt hádegistónleika í Norræna húsinu sl. miðvikudag, á vegum tónleikanefndar Há- skóla íslands. Á efnisskránni vom verk eftir Bach og Villa- Lobos. Fyrsta verkið var Prelúdía, fúga og allegro eftir Bach sem merkt er BWV 998 og samkvæmt Groves er verkið talið samið eftir að Bach fluttist til Leipzig eða eitthvað um 1740. Þetta er að mörgu leyti skemmtilegt verk og var á köflum vel leikið og meö töluverðri reisn. Ekki er tiltöku- mál þó svo ungum og óreyndum spilara fatist flugið á stöku stað, þegar á móti kemur að heildar- svipur verksins var mjög góður. Hér er sem sagt á ferðinni feikna efnilegur gítaristi. í fímm æfíngum, nr. 8, 3, 5, 11 og 12, eftir Villa-Lobos mátti Einar Kristján Einarsson heyra margt mjög vel leikið og þar sem Einar er enn í námi, er ekki um of að ætla honum að hann geti orðið góður gítarleik- ari, sem hann í reynd hefur sannað með þessum tónleikum. Hjúkrunardeild Skjóls hefur enn ekki verið tekin í notkun Á flestum hjúkrunardeildum fyr- ir aldraða á höfuðborgarsvæðinu er skortur á starfsfólki. Um er að ræða hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ófaglært starfs- fólk. Til að mæta vandanum hefur aukafólk, auk þess starfs- fólks sem fyrir er, unnið auka- vaktir. Ekki hefur komið til þess þurft hafi að senda fólk heim. Hjúkrunardeild Skjóls hefur ekki verið tekin í notkun af þess- um orsökum en horfur eru á að það takist innan skamms. Af þeim stöðum sem Morgunblaðið hafði samband við, var ástandið einungis viðunandi á hjúkrunar- deildinni Hafnarbúðum. Þórir S. Guðbergsson hjá ellimála- deild Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar sagði ástandið hafa verið afar slæmt í sumar og haust. Mjög erfíðlega gengi að útvega hjúkrunarfólk og ófaglært starfs- fólk. Einnig hefði horft til stórvand- ræða með heimilishjálp, en margt eldra fólk fengi ekki þá aðstoð er það þarfnaðist. „Það er bæði skort- ur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum og víða vantar einnig ófaglært starfsfólk/' sagði Þórir. Morgunblaðið/Sverrir Mikill skortur á hjúkrunarliðið er á flestum hjúkrunardeildum fyrir aldraða. Myndin er tekin á Borgarspítalanum en þar vantar að jafn- aði um 15 % hjúkrunarfólks. Umönnunar- og hjúkrunarheim- ilið Skjól var vígt 1. desember síðastliðinn en enn hefur ekki verið hægt að opna fyrsta áfangann vegna þess að ekki hefur tekist að ráða í þær stöður hjúkrunarfólks sem til þarf. Þar eru rúm fyrir 27 sjúklinga og til að geta opnað þyrfti sem svarar 4 stöðugildum hjúkr- unarfræðinga. Rúnar Brynjólfsson, skrifstofustjóri í Skjóli taldi að málið væri að leysast, allt benti til SIMAR 21150-21370 S0IUSTJ LARUS Þ VALDIMARS L0GM J0H Þ0RÐARS0N HDL Opiðídag kl. 11-16. Viðskiptum hjá okkur fylgja ráðgjöf og traustar upplýsingar. ALMENNA FASTf IGNASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.