Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988 fHtrgn Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rltstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Ryzhkov vill tak- marka flotaumsvif Níkolaj Ryzhkov, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, fetaði í fótspor Míkhaíls Gor- batsjovs, flokksleiðtoga Sovét- manna, í ræðu í Ósló í fyrradag. Forsætisráðherrann tók upp þráðinn úr ræðu Gorbatsjovs í Múrmansk í október sl. og ræddi frekar um leiðir til að stemma stigu við hemaðarumsvifum í Norðurhöfum. Ræða forsætis- ráðherrans tekur af öll tvímæli um það, að Sovétmenn vilja hefja viðræður við Vesturlönd um tak- mörkun vígbúnaðar á hafínu. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur um nokkurt skeið verið unnið að fræðilegum athugunum á því, hvemig best yrði staðið að takmörkun á hemaðarum- svifum á höfunum. Á Stokk- hólmsráðstefnunni um leiðir til að auka traust milli ríkja í Evr- ópu vom menn sammála um að skjóta ákvörðunum um herskip og umsvif þeirra á frest. Öllum sem um þessi mál fjalla er ljóst, að það er gífurlega flókið að semja um takmörkun vígbúnað- ar á höfunum. Öll rök hníga hins vegar að því, að slíkar alþjóðleg- ar samningaviðræður fari fram. Vegna hnattstöðu íslands snertir allt er lýtur að flotaumsvifum mjög öryggishagsmuni okkar. A Kóla-skaganum austan við landamæri Noregs og fyrir norð- an Finnland hafa Sovétmenn reist mesta víghreiður veraldar. Þar era nú 22 flugvellir, þar sem brautir era lengri en 1.800 metr- ar. Norskar rannsóknir benda til þess að hin síðari ár hafí síður en svo dregið úr hemaðaram- svifum Sovétmanna á þessum slóðum. í höfnum og flotastöðv- um era herskip og stærstu kafbátar Sovétríkjanna, sem era búnir svo langdrægum kjam- orkueldflaugum að í raun er unnt að skjóta þeim frá heima- höfnum bátanna til skotmarka í Bandaríkjunum. Er það talið fyrsta hlutverk sovéska herflot- ans að veija þessar bækistöðvar og hina risavöxnu kjamorkukaf- báta. Einnig er það markmið Sovétmanna að geta með flota sínum skorið á lífæðar Atlants- hafsbandalagsins yfír Norður- Atlantshaf. Noregur er það aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, sem er næst þessu mikla sovéska víghreiðri. Norðmenn leyfa ekki erlendar herstöðvar í landi; vam- ir Noregs era ekki tryggðar nema unnt sé að flytja þangað liðsauka í lofti eða með skipum á hættutímum. Einmitt þess vegna er það Norðmönnum sérs- takt kappsmál, að ekki verði búið þannig um hnúta að slíkir liðsflutningar séu útilokaðir. Til mótvægis við hinn mikla sovéska herafla á Kóla-skaga verða ríki Atlantshafsbandalagsins í vera- legum mæli að treysta á eigin herflota og eins til að veija Is- land og siglingaleiðimar fyrir sunnan ísland. I stuttu máli má því segja, að hafíð skipti meira fyrir Atlantshafsbandalagsríkin og öryggi þeirra en Sovétríkin. Til skamms tíma hafði sovéski flotinn aðeins því hlutverki að gegna að veija sovéskt land; hugmyndir Gorbatsjovs og Ryzhkovs um bann við flotaum- svifum í Norðurhöfum bera svipmót þessarar sovésku flota- hefðar. Ætlun þeirra er að sjálfsögðu sú að hindra sem mest þeir mega, að herskip og kafbátar annarra þjóða geti at- hafnað sig í nágrenni Sovétríkj- anna. Gro Harlem Brandtland, for- sætisráðherra Noregs, leggur á það áherslu með norska hags- muni í huga, að tillögur Sovét- manna megi ekki verða til þess að reka fleyg á milli Norðmanna og bandamanna þeirra í NATO. Johan Jörgen Holst, vamarmála- ráðherra Noregs, sem var hér í heimsókn í október sl., sagði þá í Morgunblaðssamtali þegar hann var spurður álits á hug- myndum Gorbatsjovs, að væri ætlunin að ræða um norður- heimskautið væri mjög mikil- vægt að Bandaríkjamenn, Kanadabúar, Norðurlöndin og Sovétríkin tækju þátt í þeim umræðum. „Á þennan hátt þyrftu Norðurlöndin ekki að ótt- ast að Sovétríkin neyttu afls- munar í samningaviðræðum vegna þess að við gætum þá treyst á sterka samningsstöðu hins stórveldisins, Banda- ríkjanna. Þetta tel ég þýðing- armikið skilyrði bæði í pólitísku og sálfræðilegu tilliti eigi að koma á viðræðum á jafnréttis- grandvelli." Undir þessi orð norska vam- armálaráðherrans skal tekið. Ryzhkov nefndi það í Óslóar- ræðu sinni, að sérfræðingar NATO og Varsjárbandalagsins ræddu saman um sovésku hug- myndimar. Takmörkun vígbún- aðar og afvopnun hafa það að markmiði að tryggja öryggi með minni viðbúnaði. Er ástæða tii að kanna það í viðræðum, hvort unnt er að fínna sameiginlega leið austurs og vesturs að því markmiði í Norðurhöfum. Þess vegna á að skoða hugmyndir Sovétmanna, sem nú hafa verið ítrekaðar af Níkolaj Ryzhkov í Ósló, með opnum huga. Lækkun va eftirJón Signrðsson Inngangur Vextir hafa verið fyrirferðar- miklir í þjóðmálaumræðu á síðustu vikum og mánuðum. Ýmsir hafa tekið djúpt í árinni og lýst því yfir, að háir vextir væru í þann veginn að leggja atvinnulíf landsmanna í rúst og knésetja heimilin í landinu. Því er einnig haldið fram, að vextir séu nú mun hærri hér á landi en í helstu nágranna- og viðskiptalönd- um. Rétt er að taka það fram strax, að menn greinir ekki á um það, að vextir séu nú mjög háir á Islandi. Jafnframt er ljóst, að háir vextir eru þungbærir mörgum skuldurum. En þótt menn greini ekki á um það, að vextir séu nú mjög háir hér á landi, greinir menn á um flest annað er lýtur að vöxtum. Menn greinir á það, hversu háir þeir séu í reynd, og hversu háir þeir séu í samanburði við vexti erlendis. Menn greinir á um það, hversu stóran þátt háir vextir eigi í rekstrarerfið- leikum fyrirtækja, og hversu mjög þeir íþyngi almenningi. Og menn greinir á um það, af hveiju þeir séu svo háir sem raun ber vitni og síðast en ekki síst um það, hvemig megi stuðla að því, að þeir lækki. Hvað sem þessum ágreiningi líður er ljóst, að vextir hér á landi eru um þessar mundir hærri en við verður búið til lengdar. Áfram- haldandi fjárfesting í þjóðhagslega arðbærum framkvæmdum er undir því komin, að fjármagnskostnaður lækki. Jafnframt er sú tilfærsla á fjármunum frá skuldurum til lánar- drottna, sem hlýst af háum vöxtum, óæskileg til lengdar. Það er því meðal brýnustu verkefna í efna- hagsmálum að stuðla að því, að vextir lækki í framtíðinni. Hins veg- ar verður að leggja áherslu á það, að nauðsynlegt er, að raunvextir haldist áfram nægilega jákvæðir til þess að nývakin spamaðarviðleitni fólks verði ekki slævð og ekki dragi úr aðhaldi að fjárfestingu. En vextimir verða ekki hrópaðir niður með hástemmdum yfirlýsing- um á þingi eða í fjölmiðlum. Bein afskipti stjómvalda af ákvörðun vaxta kunna heldur ekki góðri lukku að stýra. íslendingar hafa af því langa reynslu, að skömmtun fjármagns í verðbólgu er forskrift að sóun fjármuna og misskiptingu auðs. Að baki háum vöxtum liggja efnahagslegar forsendur, sem verð- ur að breyta, eigi vextimir að lækka. Ákvörðun vaxta Til skamms tíma voru vextir hér á landi almennt ákvarðaðir af stjómvöldum fyrir milligöngu Seðlabankans. Með nýjum lögum um viðskiptabanka og sparisjóði frá árinu 1985 og lögum um Seðla- bankann frá árinu 1986 var ákvörðun vaxta í bankakerfinu flutt frá Seðlabankanum og falin bönk- unum sjálfum. í ríkisbönkunum em það þingkjörin bankaráð, sem móta stefnu viðkomandi banka í vaxta- málum. Frelsi banka til að ákveða vexti sína var því leitt í lög í tíð síðustu ríkisstjómar undir forsæti Steingríms Hermannssonar, þótt hann virðist ekki lengur vilja kann- ast við króann. Með þeirri lagasetn- ingu var beinlínis stefnt að því að takmarka eins og kostur væri af- skipti stjómvalda af vaxtaákvörð- unum. Seðlabankinn ákveður enn vexti í viðskiptum sínum við inn- lánsstofnanir og getur því með óbeinum hætti haft áhrif á vaxta- kjör þau, sem þær bjóða. Hann reiknar einnig út dráttarvexti eftir sérstökum reglum. Samkvæmt Seðlabankalögunum hefur bankinn að fengnu samþykki viðskiptaráð- herra heimild til þess að grípa inn í vaxtaákvarðanir bankanna, verði raunvextir útlána að jafnaði hærri en í helstu viðskiptalöndum íslend- inga eða vaxtamunur milli inn- og útlána óhæfilega mikill. Til þessa hefur Seðlabankinn ekki talið ástæðu til að beita þessum heimild- um. Jafnframt auknu frelsi banka og sparisjóða til að ákvarða vexti hefur sprottið upp hér á landi á síðustu ámm fjármagnsmarkaður utan bankakerfisins. Hér er einkum um að ræða ýmis fjárfestingarfélög, verðbréfasjóði og fjármagns- og kaupleigur. Undir þennan hatt mætti raunar einnig setja afborgun- ar- og greiðslukortaviðskipti. Stjómvöld hafa lítil sem engin af- skipti af vaxtaákvörðunum á þessum markaði og í vaxtalögum eru engin sérstök ákvæði um lána- starfsemi eða vaxtasamninga þar. I viðskiptaráðuneytinu er nú verið að semja frumvarp til laga um þessa starfsemi. í því verða ákvæði til þess að tryggja hagsmuni lántak- enda og lánveitenda, um trygging- ar, um upplýsingaskyldu o.fl. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort sett verða ákvæði um lausafjárkvaðir eða bindiskyldu á einhveija þætti þessarar starfsemi, og er í sér- stakri athugun, hvort slík ákvæði séu nauðsynleg eða æskileg. Meg- intilgangur slíkra laga verður að tryggja það, að svipaðar reglur gildi um alla, sem stunda sams konar eða náskylda starfsemi á fjár- magnsmarkaði. I þessu felst, að engin áform eru uppi um það að svo stöddu að setja í lög heimildir til handa stjómvöldum til að grípa inn í samninga um vexti á þessum markaði. Af þessu er Ijóst, að samkvæmt núgildandi löggjöf hafa stjómvöld takmörkuð bein afskipti af ákvörð- un vaxta. Á undanfömum árum hefur markvisst verið stefnt að því, að vextir ráðist af framboði spari- fjár og eftirspum eftir lánsfé. Við þá skipan ættu vextir að hækka, þegar spamaður er lítill eða láns- íjáreftirspum mikil og þar með stuðla að því, að spamaður aukist og úr eftirspum eftir lánsfé dragi og þannig skapist skilyrði til að vextir lækki á ný. Fijálsræði í vaxtamálum er því fyrst og fremst ætlað að stuðla að jafnvægi á pen- ingamarkaði. Einu vextimir, sem ríkisstjómin ákveður beint, eru vextir af ríkis- skuldabréfum. En jafnvel varðandi þá vexti verða stjómvöld að taka mið af almennu ástandi á fjár- magnsmarkaði. Ríkið gefur út skuldabréf í því skyni að afla fjár til að brúa hallarekstur ríkissjóðs eða til að standa straum af kostn- aði við framkvæmdir. En bréfin seljast ekki nema þau séu boðin á kjörum, sem sparifjáreigendur eru reiðubúnir til að ganga að, þ.e. kjör- um sem standast samanburð við önnur ávöxtunarkjör. Með þessu er alls ekki verið að segja, að stjóm- völd geti lítil áhrif haft á vexti. Ríkið er stærsti lántakandinn á inn- lendum lánsfjármarkaði. Lánsfjár- þörf þess hefiir því veruleg áhrif á almenna vaxtaþróun í landinu. Jafnframt er það í verkahring stjómvalda að stuðla eftir megni að því, að stöðugleiki ríki í hag- kerfinu og þá ekki síður að spoma gegn ofþenslu en að draga úr áhrif- um afturkipps. Hagstjómartækin, sem stjómvöld ráða yfir í þessu skyni, eru einkum ríkisfjármál og peningamál. Það er því fyrst og fremst með óbeinum hætti, sem stjómvöld geta haft áhrif á vexti: í fyrsta lagi með því að miða láns- fjáröflun sína við ástandið á inn- lendum fjármagnsmarkaði. I öðru lagi með því að stuðla að sem jafn- astri hagþróun en forðast að magna í henni rykki og skrykki eins og stundum hefur viljað brenna við. Nauðsyn frjálsræðis í vaxtamálum Góðar og gildar ástæður voru og eru fyrir því að auka fijálsræði í vaxtamálum. Vextir eru gjald fyrir Jón Sigurðsson afnot af fjármagni. Þeir hafa því afgerandi áhrif á sparnað fólks og gegna lykilhlutverki í því að beina fjármagni í arðbærar framkvæmdir. Þegar bein afskipti stjómvalda af vaxtaákvörðunum em mikil, er ævinlega hætta á því, að viðskipta- leg sjónarmið láti undan síga fyrir stjómmálalegum hagsmunum. Þetta hefur sannast með rækilegum hætti hér á landi á umliðnum ára- tugum. Á sjöunda og áttunda áratugnum gætti mikillar tregðu til að hækka nafnvexti til samræmis við verðbólgu. Lengst af átti al- menningur ekki kost á verðtrygg- ingu fjárskuldbindinga, ef undan eru skilin ríkisskuldabréf. Raun- .vextir af sparifé og lánum voru því iðulega neikvæðir svo um munaði. Á þessum árum glataði sparifé verðgildi sínu í svo ríkum mæli að jafngilti eignaupptöku. Skömmtun- arstjórar banka og lánasjóða höfðu það í reynd í hendi sér hveijir kom- ust í álnir og hvetjir ekki. Þetta tímabil einkenndist einnig af síminnkandi peningalegum spam- aði í landinu, ákafri, en oft og tíðum afar misráðinni fjárfestingu og mik- illi erlendri skuldasöfnun. Þessu ástandi varð að linna. Á síðustu árum hafa verið gerðar ýmsar um- bætur í peningamálum þjóðarinnar, sem eiga að stuðla að auknum spamaði og skynsamlegri fjárfest- ingu. Víðtæk verðtrygging er einn liður í þessum umbótum, sem aug- ljóslega hefur leitt til aukins spamaðar og komið í veg fyrir óhagkvæma íjárfestingu. Aukið fijálsræði í vaxtamálum, sem lýst var hér að framan, er annar liður í þessum umbótum. Skammur tími er liðinn frá því, að því var komið á og verður því að fara varlega í að kveða upp dóma um, hvemig það hafi gefíst. Athyglisvert er, að ekkert vestrænt ríki reynir lengur að stýra vöxtum með valdboði. Öll Norðurlöndin fylgja nú eindreginni fijálsræðisstefnu í þessu efni. Vaxtaþróun á árinu 1987 Nokkuð erfitt er um vik að fjalla um alla vexti hér á landi í sömu andránni því þeir eru mjög mismun- andi eftir því á hvaða hluta fjár- magnsmarkaðarins lánsviðskipti fara fram. Heillegasta mynd má fá af vaxtaþróun í bankakerfínu. Frá því ákvörðun vaxta var færð frá Seðlabankanum til banka og sparisjóða 1. nóvember 1986 hafa bæði nafnvextir og raunvextir í bankakerfinu farið jafnt og þétt hækkandi. Þannig voru nafnvextir almennra, óverðtryggðra skulda- bréfalána 19% á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en höfðu hækkað í tæplega 34% á flórða ársfjórðungi 1987. Raunvextir þessara lána hafa einn- ig hækkað en með skrykkjum. Þeir voru að meðaltali rúmlega 4% árið 1986 en á fyrsta ársfjórðungi 1987 voru þeir neikvæðir um rúmlega 1%. Þeir urðu á ný jákvæðir á öðr- um ársfjórðungi í fyrra og voru þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.