Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988
fclk í
fréttum
0 EDDIE SKOLLER
„Eg er kominn til að
sækja handritin!“
Danski háðfuglinn Eddie Skoller
kom til landsins sl. miðviku-
dag. Skoller er sennilega best
þekktur hér á landi fyrir lagið
„What did you ieam in school today
?“, sem á íslensku útleggst „Hvað
lærðirðu í skólanum í dag ?“, en
lagið kom út á plötu árið 1976.
Síðan þá hefur hann starfað í hei-
malandi sínu og ferðast til margra
landa í tengslum við tónleikahald.
Skoller kom fram á skemmtikvöldi
sem Lionsklúbburinn Njörður hélt
sl. fimmtudagskvöld og í þætti á
Stöð 2. á föstudag. I samtali við
blaðamann Morgunblaðsins sagði
hann að tilgangur heimsóknarinnar
nú væri eki síst að undirbúa tón-
leika sem hann ætlar að halda
hérlendis í byrjun mars.
Aðspurður sagði Skoller að textar
sínir væru flestir um hið broslega
í hversdagsleikanum. „Ég syng um
símsvara, bifreiðaverksmiðjur og
háttarlag fólks almennt ! Annars
er mjög erfitt að segja að þeir fjalli
um eitthvað sérstakt. Ég sem einn-
ig texta sem eru pólitískir og eiga
ekki að vera fyndnir. Þetta fer líka
eftir því fyrir hvað ég er að semja.
Ef ég er að semja eitthvað sem ég
ætla að flytja fyrir Dani þá sem ég
texta sem þæfa dönskum hugsunar-
hætti, eru kannski frekar um dönsk
hugðarefni, en textamir sem ég flyt
á tónleikaferðalögum erlendis eru
miðaðir við að fólk botni eitthvað í
því sem ég er að segja."
Skoller hefur ekki komið hingað til
lands áður. Hann sagðist þó vita
ýmislegt um land og þjóð því hann
ætti íslenska vini { Kaupmannahöfn
sem hefðu leiðrétt þann misskilning
sinn að Islendingar byggju í hellum
og að ísbimir væru hér vappandi
um §ömmar.
„Ég veit lka að þið eigið fallegasta
forseta í heiminum. Eg kann vel
við Islendinga, þeir hafa góðan
húmor og em miklu afslappaðari
en Danir. Svo er síldin ykkar góð.“
Hvað olli því að þú ákvaðst að koma
hingað núna ?
„Ég er kominn til að sækja handrit-
in !“ svarar Skoller og hlær. „Nei,
í alvöru talað þá fmnst mér gaman
að koma til landa sem ég hef ekki
komið til áður og þegar Lionsmenn-
imir buðu mér að koma ákvað ég
að slá til.“
Eddie Skoller
mun koma aft-
ur hingað til
lands í byijun
mars og halda
tónleika.
Morgunblaðið/
BAR.
Unnið að viðhaldi við erfiðar aðstæður.
Þorsteinn Hjaltason, fólkvangsvörður í
Bláfjöllum, í eftirlitsferð.
ræðisaldurinn. Áhuginn hjá
öldungunum er ekkert minni en
hjá þeim sem yngri em, t.d. var
Pétur Símonarson frá Vatnskoti
í Þingvallasveit búinn að prófa
færið hér f Bláfjöllum í október,
- hann skíðar ennþá eins og her-
foringi."
Er algengara að slys verði á fólki,
eða að það týnist ?
„Slysum hefur sem betur fer
fækkað mikið. Bæði hefur út-
búnaðurinn batnað, eins og ég
sagði áðan, fólk er betur klætt,
og lýsingin á svæðinu kemur í veg
fyrir að fólk týnist. Það kom fyr-
ir að göngufólkið leitaði undan
vindáttinni og færi yfír í Selvogs-
dal,“ sagði Þorsteinn.
Mikið átak hefur verið gert í að
lýsa upp skíðasváeðið í Bláfjöllum
og sagði Þorsteinn að það væri
að færast í aukana að fólk færi
á skíði á kvöldin. Skíðaaðstaðan
er opin til kl. 18 um helgar og á
mánudögum og föstudögum, en
aðra daga til kl. 22.
Vel vakandi á vaktinni.
Morgunblaðið/Bjami.
BIÁFJÖLL
„Aðstaðan hefur batnað
mikið“
„Það hefur verið sorglega lítið um
snjó það sem af er vetrar," sagði
Þorsteinn Hjaltason, fólkvangs-
vörður á skíðasvæðinu í Bláfyöll-
um, er hann var spurður um
aðstæður til skíðaiðkana í Bláfyöll-
um fyrir helgi. „Annars verðum
við að sætta okkur við að svona
er þetta á íslandi og hér er alltaf
allra veðra von jafnt á þessum
árstíma sem öðmm. í fyrra var
hér nóg af snjó á þessum tíma,
en þá komu þoka og suddi í veg
fyrir að fólk kæmist á skíði," sagði
Þorsteinn.
Hann sagðist þó vona að úr þessu
rættist nú um helgina, spáin væri
hagstæð og allt væri tilbúið til
að taka á móti fólki.
Þorsteinn hefur gegnt starfí fólk-
vangsvarðar í tíu ár og sagði að
margt hefði breyst á þeim tíma,
aðstöðu og útbúnaði fólks til
skíðaiðkana hefði farið stórkost-
lega fram. „Búnaðurinn er allt
annar nú en þá, svo ekki sé
minnst á hvemig hann var þegar
ég var sjálfur að byija að renna
mér á skíðum. Þá vom notaðar
gormabindingar, eða að menn
reyrðu sig niður með ólum, og ef
maður datt þá gat ekkert gefíð
eftir nema fóturinn eða skíðið.
Maður þakkaði fyrir ef að skíðið
brotnaði !“
Aðspurður sagði Þorsteinn að er-
fítt væri að giska nákvæmlega á
hve margir kæmu á svæðið þegar
mest væri. Göngufólki hefði fjölg-
að mikið undanfarin ár og erfítt
væri að slá tölu á það. Þó sagði
hann að um helgar kæmu senni-
lega allt upp í fímm þúsund manns
á dag ef veður væri gott. „Fólkið
sem kemur er á öllum aldri, en
það er greinilegt að það er komin
meiri breidd í þennan hóp en áður
var. Maður sér orðið smáböm
renna sér á skíðum, sum ekki
nema tveggja ára. Sömuleiðis eru
margir fastagestir komnir á átt-