Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988 _____________ feteíM wM Umsjónarmaður Gísli Jónsson 420. þáttur Þórunn Guðmundsdóttir í Reykjavík skrifar mér svo: „Hr. Gísli Jónsson! Þú baðst menn að segja álit sitt á kyni nokkurra orða [sjá 415. þátt]. Ég nota þau í sama kyni og þú. Regnskúrir voru ætíð hafðar í kvenkyni á Vest- fjörðum, þar sem ég ólst upp. Ég nenni ekki að segja, að ég hafí vaxið úr grasi, eins og nú virðist orðið fast orðalag. í þessu sambandi dettur mér í hug syk- ur sem ég vandist að hafa hvorugkyns. Mér fellur samt betur að hafa sykur í karlkyni. í sambandi við föl er sögnin að fölva. Oft var sagt: það hef- ur fölvað á jörð. Ætli þessi sögn hafí verið notuð víða um land? Mengun er nú mjög rædd, sem von er. Ekki kann ég við, þegar talað er um hávaðamengun. Mér skilst að mengun 'þýði að eitthvað blandist öðru til skaða, en það á ekki við um hávaða. Ég vandist að talað væri um ærandi hávaða, þegar úr hófí keyrði. Mér fellur ekki þegar sagt er að eitthvað sé í formi einhvers, sem maður heyrir oft, í stað þess að nefna hlutina beint. Til dæmis: Ég sá kött á götu, og segi þá: Ég sá dýr í formi kattar á götunni. I útvarpi heyrist oft talað um að beijast í bökkum. Ég hefí vanist að segja að berast í bökkum, en er ekki alveg viss um, hvað það merki. Ég hefí oft hugsað um hvemig standi á mar í orðinu martröð, ekki getur það tengst sjó? Eg þakka skemmtilega þætti þína.“ ★ Ég þakka Þórunni Guð- mundsdóttur þetta bréf og önnur fyrri. Ætla ég að víkja lítillega að sumu því sem hún minnist á. Sögnin að fölva hefur áreið- anlega ekki verið notuð víða um land. Hún er svo fágæt, að ég fínn hennar ekki stað í þeim orðabókum sem mér eru tiltæk- ar, ef frá er skilinn Blöndal. En dæmið, sem þar er tekið, tengist ekki veðurlagi, heldur er sótt í -mannlífíð. Aðeins er gefínn málshátturinn fölvar hel, þótt frítt sé. Það er svo þýtt á dönsku: „Selv Skönhed blegner í Deden", = dauðinn gerir jafn- vel hinn fríðasta líkama fölan. Um orðtakið að beijast í bökkum (fremur en berast) endursegi ég hér kafla úr bók próf. Halldórs Halldórssonar um íslensk orðtök (I, bls. 37—38). Orðtakið merkir að „bjargast áfram með naumindum, eiga örðugt, einkum ijárhagslega“. Það getur einnig verið ópersónu- legt, og er merking þess þá stundum önnur: það berst í bökkum með þeim = „það er lítill munur á þeim, þeir eru sem næst jafnir." Talið er að orðtakið eigi rætur sínar að rekja til veðurfars, sagt hafi t.d. verið: veðrið berst í bökkum = „veðurhorfur eru tvísýnar." Væri þetta komið af bakki í merkingunni skýja- bakki, enda talað um tveggja bakka veður, „þegar tveir ill- viðrisbakkar eru á lofti, svo að tvísýnt er, úr hvorri áttinni ill- viðrið kemur“. [Sbr. heiti á ljóðabók eftir Matthías Johann- essen]. Halldóri þykir sögnin að beij- ast [ekki berast] eðlileg í þessu sambandi, sbr. nafnorðið barn- ingur. Er nú skammt yfír í annað orðtak, þegar í harð- bakkann slær = þar sem harðbakki merkir víst skýja- bakka sem boði illviðri. í Blöndalsorðabók er líkingin í orðtakinu að beijast í bökkum talin dregin af reiðmanni sem rejmir að bijótast áfram með hest sinn upp brattan árbakka. Martröð held ég að sé ekki dregið af mar = sjór. Til var fyrirbæri nefnt mara. Það var ekki gott, einhvers konar skrímsli sem lagðist ofan á menn eða tróð á þeim. Mara í þessari merkingu á sér samsvarandi heiti í flestum öðrum germönsk- um málum sem töluð eru um norðvestanverða Evrópu, og jafnvel þó lengra sé leitað. Ég ’trúi því í bili að orðið sé skylt sögninni að meija og hvorug- kynsorðinu mar sem henni er skyldast. Geta má þess að til var heitið Mörn. Hún trúi ég væri tröllkona, og mun hafa verið allillt að þola átroðslu hennar og hennar líka. ★ Ég læt mengunarmál bíða um sinn, en þótt dæmið um dýrið í formi kattar þyki kannski fjar- stæðukennt, þá minnist ég þess að hafa heyrt í fréttum sagt frá rækjum í frosnu formi. Ekki man ég lengur hvort búið var að slátra þeim eða ekki! Hlymrekur handan kvað: Jón sá kvikindi koma frá Stað, í kattarins formi var það. En hann slengdi að sér tækjum og slátraði rælgum og hjó þær og hakkaði í spað. Og enn kvað hann: Það er rysjótt hjá Róhtaívú, jafnvel reimt á þeim miklabæ nú. En þó ýmislegt fymist, á hann allt sem hann gimist nema síðbæra, gráa sækú. ★ Ég vil gjama hnykkja á því sem Víkveiji segir um „snjó- storm" hér í blaðinu 8. þ.m. Þetta orð er að vonum ekki til í íslenskum orðabókum. Enska orðið snowstorm er í stóru ensk-íslensku orðabókinni þýtt: kafaldsbylur, stórhrið. Mér er síðara orðið tamt, en íslenska á mörg orð um þetta fyrirbæri sem nærri má geta. Fer eftir atvikum hvort er hríð, bylur, öskubyl- ur, blindbylur eða þá það sem ensk-íslenska bókin hefur. En „snjóstormur" er ekki á íslandi. Ekki hef ég fyrr skrifað þessi orð en hver fréttamaðurinn eftir annan á Stöð tvö segir frá snjó- stormi! Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs N.k. fímmtudag 21. jan. hefst sveitakeppni félagsins. Keppnin verður með nýstárlegum hætti. , Spilin verða tölvugefín og allir spila sömu spilin en jafnframt verður keppnin reiknuð út sem Butler-tví- menningur. Verðlaun verða með hefðbundnum hætti vegna sveita- keppninnar en auk þess verða veitt verðlaun fyrir hæstu skor f tvímenn- ingnum. Þátttaka tilkynnist Trausta Finn- bogasyni í síma 32414 og 45441 og Hermanni Lárussyni í síma 41507. Spilað er í Hamraborg 11 og hefst keppnin kl. 19.45. Síðast- liðinn fímmtudag var spilaður tvímenningur í tveimur riðlum, 12 og 14 para. Úrslit verða tilkynnt síðar. Bridsdeíld Barðstrend- ingafélag’sins Staðan í sveitakeppninni eftir tvö kvöld — 4 umferðir — er þessi: Pétur Sigurðsson 93 Valdimar Sveinsson 89 Ragnar Þorsteinsson 78 Sigurður Isaksson 65 Halldór Kristinsson 63 Þorsteinn Þorsteinsson 62 Spilað er í Ármúla 40. Bridsdeild Rangæinga- félagsins Staðan í aðalsveitakeppni deild- arinnar eftir tvær umferðir: Ingólfur Jónsson 49 Þorsteinn Kristjánsson 41 Lilja Halldórsdóttir 39 Sigurlejfur Guðjónsson 38 Amór Ólafsson 33 Næsta umferð verður spiluð 20. janúar í Armúla 40. , Bridsfélag Hornafjarðar Síðasta keppni nýliðins árs var tvímenningur og urðu úrslit eftir- farandi: Baldur Kristjánsson — Jón Sk. Ragnarsson 87 Gestur Halldórsson — Sverrir Guðmundsson 85 Sigfínnur Gunnarsson — Ragnar Bjömsson 84 Magnús Jónasson — Jón G. Gunnarsson 83 Ragnar Snjólfsson — Om Ragnarsson 77 Svava Gunrtarsdóttir — ÁmiHannesson 70 Ámi Stefánsson — Jón Sveinsson 63 Bragi Bjamason — Þorsteinn Sigjónsson 50 Guðbrandur Jóhannsson — Ingvar Þórðarson 49 Meðaltalið 72 Stjóm félagsins var að mestu endurkjörin. Jón Skeggi gekk úr stjóm og í hans stað var kosinn Árni Hannesson. Stjóm skipa: Ámi, Auður, Guðbrandur, Magnús, Svava. Sjöunda janúar hófst tvímenn- ingur, tveggja kvölda og eftir fyrra kvöldið var staða efstu para þessi: Sigfínnur Gunnarsson — BjörnGíslason 140 Ámi Hannesson — Hlynur Garðarsson 125 Kolbeinn Þorgeirsson — Jón Gunnarsson 120 Svava Gunnarsdóttir — Auður Jónasdóttir 114 Gestur Halldórsson — Sverrir Guðmundsson 107 Guðbrandur Jóhannsson — Ingvar Þórðarson 107 Meðalskor 108 Aðalsveitakeppni félagsins hefst 21. janúar. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til Guðbrands Jóhannsson- ar Nesjaskóla fyrir 19. janúar. Frá hjónaklúbbnum Þann 5. jan. hófst Barómetertví- menningur hjá félaginu, 40 pör mættu en keppnisstjóm er í höndum Ólafs Lámssonar sem nýtur aðstoð- ar Jakobs Kristinssonar við útreikn- inginn, hæstu skor náðu eftirtaldir: Hulda Hjálmarsdóttir — Þórarinn Andrewsson 159 Sigríður Pálsdóttir — EyvindurValdemarsson 125 Dóra Friðleifsdóttir — Guðjón Ottósson 106 Margrét Guðmundsdóttir — Ágúst Helgason 95 Erla Siguijónsdóttir — Kristmundur Þorsteinsson 87 Ingibjörg Halldórsdóttir — Sigvaldi Þorsteinsson 58 Dröfn Guðmundsdóttir — Einar Sigurðsson 43 Fiskur og grænmeti í súpu. Fiskur í súpu. Fiskur í súpunni HeimilisKorn Bergljót Ingólfsdóttir Fiskurinn okkar er óviðjafnan- legur, það er eiginlega sama hvemig hann er matreiddur. Það er með góðu móti hægt að mæla með fiski í súpu og þá er ekki átt við fískisúpu af gömlu gerðinni (t.d. eins og lúðusúpu), sem börn voru ekki sérlega hrifín af, ef minnið ekki svíkur. Það kemur góður kraftur af venjulegri soðinni ýsu og hentar vel í t.d. tómatsúp- ur- og sósur. Fiskur í súpu V4 meðalstór Iaukur, V2 tsk. smjör eða smjörlíki, V2 hvítlauksrif, 3/i tsk. karrí, V4 ds. (ca. 100 gr.) niðursoðnir tómatar í legi, 2V2 dl fískkraftur (eða ten. og vatn), 150 g ýsu- eða þorskflak, roð- flett, 3 matsk. niðursoðin maískom. Laukurinn biytjaður smátt og mýktur í smjöri í potti (eða pönnu), hvítlaukurinn kreistur og settur út í smjörið. Tómatar og lögur ásamt krafti sett út í og látið sjóða við vægan straum í 10 mín. Tómat- amir teknir í sundur og fiskurinn skorinn í lítil stykki áður en hann er settur saman við með maískorn- unum. Potturinn tekinn af um leið og suða kemur upp, látinn standa í ca. 5 mín. eða þar til fiskurinn er soðinn í gegn. Súpan bragðbætt að smekk. Skammturinn er ætlað- ur fyrir einn. Fiskur og grænmeti í súpu 1 gott fískstykki (ýsa eða þorsk- ur, roðflett flak), 300 g grænmeti, t.d. blanda af eggaldin, púrru, sellerí, papriku og brokkoli. 1 tómatur, 1 tsk. salt, V4 tsk. pipar, IV2 dl vatn, V2 tsk. grænmetiskraftur, rifínn ostur ef vill. Helmingi saltsins stráð yfír físk- inn. Grænmetið skorið í hæfílega bita, sett í víðan pott, fískurinn lagður ofan á. Grænmetiskraftur og vatn soðið saman og hellt yfír físk og grænmeti, kryddað að smekk. Látið sjóða þar til græn- metið er snöggsoðið (ekki meyrt) og fískurinn nær gegnumsoðinn. Rifnum osti stráð yfír og potturinn látinn standa þar til osturinn er hálfbráðinn. Skammturinn er ætl- aður fyrir einn. Fiskur og rækjur í súpu IV4 1 fískikraftur, 1 púrra eða laukur, 1 matsk. smjör eða smjörlíki, 1 hvítlauksrif, 1 matsk. tómatþykkni, örlítill cayenna-pipar, 400—500 g fískur, rækjur. Púrra eða laukur er brytjaður smátt og mýktur í smjörinu, kreist- ur hvítlaukur og tómatþykkni sett út á og látið malla með örstutt, cayenna-pipar stráð yfír og fiski- kraftinum hellt á. Suðan látin koma upp áður en fískinum (í hæfílegum bitum) er bætt í, soðið í nokkrar mínútur. Rækjumar sett- ar út í um leið og borið er fram. Ætlað fyrir flóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.