Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 11
Laxness sundurklofínn og í molum, samanber ummæli danska gagn- rýnandans Torbens Broströms „sundurtætt meistaraverk frá tímum hinnar miklu menningar- kreppu" sem Halldór Guðmundsson vitnar til. Halldóri Guðmundssyni tekst vel að sýna viðfangsefni og aðferðir íslenskra rithöfunda á fyrstu ára- tugum aldarinnar, er ófeiminn við að brjóta verk þeirra til mergjar. Sama er að segja um þau evrópsku menningaráhrif sem höfundur Vef- arans mikla varð fyrir, orkuðu á skáldskap hans og lífsskoðanir. Þar koma m. a. við sögu Strindberg, Weininger og Papini. Bókum um Halldór Laxness fjölgar sífellt og það eru fleiri en útlendingar sem setjast niður og skyggna verk skáldsins og líf. Yfír- leitt er kögunarhóllinn marxískur. Oft er eins og verið sé að hræra í sama pottinum, sömu viðfangsefn- in, sami tími fá líka meðferð. Það er bráðum búið að tæma pottinn og ef áfram verður haldið með líkum hætti er ekkert eftir annað en betja hann utan með sleifínni svo að alþjóð megi heyra. En verk skáldsins eru engu að síður lífseig, ekki síst Vefarinn mikli sem er auðug bók, í senn upphaf og endir viss tímabils „nútíma" í íslenskri skáldsagnagerð. þess að tekist hefði að ráða í stöður hjúkrunarfræðinga en á þeim væri mikill skortur. Sömu sögu væri að segja um sjúkraliða en betur hefði gengið að fá ófaglært starfsfólk til starfa. I Sunnuhlíð í Kópavogi er ástand- ið með verra móti að sögn Rann- veigar Þórólfsdóttur, hjúkrunarfor- stjóra. Fastir sjúklingar nú eru 39 auk þess rúm er fýrir 2 skammtíma- vistanir. Rannveig sagði ekki hægt að taka sjúklinga í þau rúm fyrr en úr rætist með starfsfólk, en hin 39 væru fullnýtt. Leyfi er fyrir sex og hálfri stöðu hjúkrunarfræðinga, en aðeins eru til staðar 4,8. „Okkur vantar ekki síður sjúkraliða og ófaglært starfsfólk, við höfum reynt að manna stöðumar með aukavökt- um, þrátt fýrir skort á starfsfólki,“ sagði hún. Sigurlín Gunnarsdóttir, hjúkr- unarforstjóri á Borgarspítalanum sagði ástandið þar slæmt en ekki verra en annars staðar. Á hjúkrun- ardeildum spítalans er rúm fyrir 99 sjúklinga og eru þau öll nýtt. Stöðugildi hjúkrunarfræðinga eru 19, en ættu að vera 25. Þó er eng- in deild lokuð. Að sögn Sigurlínar er mikill skortur á hjúkrunarliði, að jafnaði um 15 %. Á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund er mestur skortur á ófag- lærðu starfsfólki og hefur verið gripið til þess að ráða danskar stúlkur. Helga Gísladóttir, starfs- mannastjóri, sagði að öll stöðugildi hjúkrunarfræðinga, 10 talsins væru mönnuð í augnablikinu. Á hjúkr- unardeildinni eru rúm fyrir 90 sjúklinga og eru þau fullnýtt. Ástandið á Hrafnistu versnar ár frá ári að sögn hjúkrunarfram- kvæmdastjórans, Jónínu Nielsen. Þar eru 130 rúm á 5 deildum, en tölur yfír stöðugildi hjúkrunarfræð- inga voru ekki handbærar. Stór hluti ófaglærðs starfsfólks eru út- lendingar, sjúkraliðar eru sárafáir og hjúkrunarfræðingar einnig. „Við getum sinnt öllu, þetta er rekið á aukavöktum," sagði Jónína. Mjög mikill skortur er á hjúk- runarfræðingum á Droplaugarstöð- um, af 9 stöðugildum voru 6 setin 1987 og hefur ástandið versnað það sem af er árinu. Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, forstöðumaður sagði að ekki hefði komið til þess að þurft hefði að senda sjúklinga heim. „Við getum það ekki, hér eiga flestir sitt lögheimili og aðstandendur hafa enga möguleika á að hafa fólkið heima hjá sér. Þegar starfsfólk hefur vantað, höfum við þurft að kalla til aukafólk," sagði hún. í Hafnarbúðum hamlar skortur á starfsfólki ekki starfseminni en fullmannað er í allar stöður eins og er, þar á meðal 6 stöður hjúk- runarfræðinga. Rúm eru fyrir 24 sjúklinga og eru öll rúm nýtt. SÓL í ÚRVALI FLORIDA'' Sólin á Florida styttir okkur veturinn. Flogið er beint til Orlando sem er skemmtileg borg með litskrúðugu mannlífi. Þar eru góðar verslanir og lokkandi steikhús í úrvali. Disneyuiorld og Seaworld skemmtigarðarnir eru skammt undan. Þeir sem kjósa strandlíf velja um St. Petersburgh við Mexíkóflóa eða Coco Beach sem er Atlantshafsmegin. KANARÍ EYJARy^ Kanaríeyjar undan strönd- um Afríku bjóða vetrarlúnum íslendingum sumarsœlu um miðjan vetur. Úrval býðurgist- ingu þar í smáhýsum, íbúðahótelum og hefðbundn- um hótelum. Sólskin, strendur, hlýr sjór og afslappað andrúmsloft eru meðal ástœðna fyrir vinsœld- um vetrarferða til Kanaríeyja. Úrvalsfararstjóri: Auður Sœmundsdóttir 1988 Og á komandi sumri skín víða sól á Úrvalsfarþega. Meðal áfangastaða í sumar- áætlun Úrvals: MJUORÍÚt Sa Coma er Úrvalsstaður á austurströndinni. Þar er ströndin breið og hrein og haf- ið tœrt. Öll aðstaða fyrir ferða- menn er til fyrirmyndar og staðurinn einn sá albesti sem íslendingum er boðinn á Majorku. Og þar er margt fleira fyrirgesti að gera en að sleikja sólskinið. KÝPlllt*' Vikulegar Kýpurferðir eru meðal spennandi nýjunga sumarsins. Kýpur er á mörkum þriggja heimsálfa; Afríku, Asíu og Evrópu og þaðan er stutt til Grikklands, ísraels og Egypta- lands. Kýpur á sér œvalanga sögu og merkilega menningu. Urvalsfarþegar á Kýpur dvelja á sólarströnd en stutt er á sögu- frœgar slóðir. IBIZÁ Skemmtana- og nœturlífið gerist varla fjörugra og fjöl- breyttara en á Ibiza. Flogið er til Ibiza um Luxemborg eða London. . ijá ítaiíaW^ Hópferðir tilSorrento á ítal- íu, í nœsta nágrenni við Napólí, Kaprí, Vesúvíus og Pompei. Þaðan er líka stutt til Rómar, þangað sem allar leiðir liSSÍ.a- Á Italíu finna allir eitthvað við sitt hœfi; söfn, strendur, fornminjar, sólskin, götulíf, list- viðburði o.s.frv. IÚHI&£ Túnis á norðurströndAfríku er framandi sólarstaður. Úrval býður ferðir þangað um Luxemborg. Þótt margt sé þar frumstœtt að okkar mati er ferðamannaþjónusta og að- staða öll góð og verðlagið mjög lágt. FERÐASKRIFSTOFAN ÚRYAL - fólk sem kann sitt fag! Pósthússtrœti 13.Sími 26900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.