Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988 NORRÆNT TÆKNIÁR 1988 Umsjón: Sigurður H. Richter DAGSKRA NORRÆNS tækniárs 1988 Iðnaðarráðherra afhendir menntamálaráðherra við upphaf Norræns tækniárs 1988 fræðsluefnið „Orka og Norðurlönd“, sem er gjöf iðnaðarráðuneytisins til efstu bekkja grunnskólanna. Norrænt tækniár hófst formlega hér á landi þann 11. janúar, og til að marka þau tímamót var haldin samkoma í Norræna húsinu í boði iðnaðarráðherra og iðnaðarráðu- neytisins. Þangað var boðið þeim sem á einn eða annan hátt höfðu tengst undirbúningi Tækniársins. Meðal annars afhenti iðnaðarráð- herra, Friðrik Sophusson, mennta- málaráðherra, Birgi Isleifi Gunnarssyni, gjöf iðnaðarráðuneyt- isins til efstu bekkja grunnskólanna. Var það samnorræna frséðsluefnið „Orka og Norðurlönd“ (tölvuspil, myndband, kennslubók og verkefna- hefti). Eitt af markmiðum Tækniársins er að kynna almenningi tækni og auka skilning hans á tæknivæðingu. Meðal þess sem hvað mestar vonir eru bundnar við í þessu tilliti er hugmyndin um „opið hús“. Helstu rannsóknastofnanir, ýmis stærri fyrirtæki og margar aðrar stofnanir hafa verið fengnar til að hafa opið hús einn sunnudagseftir- miðdag hvert. Þannig er stefnt að því að það verði opið hús einhvers- staðar flesta sunnudaga ársins á Reykjavíkursvæðinu, að hásumrinu og helstu hátíðum Þjóðkirkjunnar undanskildum, og eins oft og við verður komið úti á landi. Með þessu opna húsi gefst almenningi tækifæri til að kynnast starfsemi og tækni viðkomandi stofnana og fyrirtækja, og stofnunum og fyrirtækjum gefst kostur á að kynna sig almenningi. Fyrsta stofnunin, sem verður með opið hús, verður Ríkisútvarpið þann 17. janúar, en það mun opna öllum nýja útvarpshúsið í Efstaleiti í Reykjavík og útibú sín úti á landi. Því næst verður Sjónvarpið með opið hús þann 24. janúar, Álverið þann 31. og síðan hvert fyrirtækið og stofnunin af annarri. Fréttatil- kynningar verða ávallt sendar út til fjölmiðla um opið hús, og auk þess verða fyrirtækin sérstaklega kynnt í blaðagrein hveiju sinni. Þegar hafa 36 fyrirtæki og stofnanir tilkynnt þátttöku í opnu húsi, og enn getum við bætt við. Önnur aðferð til að ná til fólks er sýning er verður opnuð í verslun- ár- og þjónustumiðstöðinni Kringl- unni í Reykjavík þann 18. janúar. Norrænt tækniár hefur fengið þar svæði til afnota í boði fyrirtækjanna þar. Þetta er sýning u.þ.b. 50 vegg- spjalda, sem gerð voru í tilefni af nýliðnu 50 ára afmæli rannsókna- stofnana atvinnuveganna. Þar kynna eftirtaldar 9 stofnanir starf- semi sína: Hafrannsóknastofnun, Iðntækni- stofnun íslands, Orkustofnun, Rannsóknastofnun byggingariðnað- arins, Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins, Rannsóknastofnun landbún- aðarins, Rannsóknaráð ríkisins, Tilraunastöð Háskólans í meina- fræði að Keldum og Veiðimálastofn- un. Sýningin verður opin í a.m.k. hálf- an mánuð og verður síðar ef til vill send út á land. Það er ekki síst mikilvægt að ná til unga fólksins á Norrænu tækn- iári. Ákveðið hefur verið, í samvinnu við menntamálaráðuneytið, að efna til samkeppni í grunnskólunum með- al 10 ára bama um að búa til myndir er tengjast tækni framtíðar- innar. Með þessu er ætlunin að fá börnin til að reyna að skyggnast inn í framtíðina. Þrenn verðlaun verða veitt auk íjölmargra viðurkenninga, og fyrirhuguð er sýning á bestu myndunum í apríl. Samhliða verður einnig í sam- vinnu við menntamálaráðuneytið, efnt til ritgerðasamkeppni í grunn- skólunum meðal 12 ára barna um efnið „tæknilaus dagur“, þar sem þau eiga að hugsa sér að þau vakni að morgni, og engin tækni sé starf- andi. Með þessu er ætlunin að vekja þau til umhugsunar um hversu mikil- væg tæknin er í daglegu lífí okkar. Þrenn verðlaun verða veitt auk fjöl- margra viðurkenninga, og bestu Tækmn skipar æ stærri sess í daglegn lífi fólks Ágæta samkoma. Ákvörðun um að halda Norrænt tækniár á árinu 1988 var tekin af ráðherranefnd iðnaðarráðherra Norðurlanda á fundi í Stokkhólmi, þann 17. október 1986. Undanfari þess var hvatning Verkfræðingafélaganna á Norður- löndum og ákvörðun Norðurlanda- ráðs í mars 1986 um að fela ráðherranefnd iðnaðarráðherranna að koma með tillögur um fram- kvæmd norræns tækniárs 1988. Mikilvægt var að fá fagfélög tæknimanna og samtök iðnrekenda til þess að taka þátt í undirbúningi og skipulagningu tækniársins. Þar hefur vel til tekist og hafa þessi félög í hveiju landi fyrir sig unnið að undirbúningi málsins á sl. ári. í júlí sl. voru eftirtaldir menn skipaðir af iðnaðarráðherra í sam- starfsnefnd vegna þátttöku Isiands í Norrænu tækniári 1988: Ólafur Davíðsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra iðnrekenda, formaður, Ásmundur Stefánsson, forseti ASI, Jón Ingimarsson, verk- fræðingur, tilnefndur af Verkfræð- ingafélagi íslands, Páll Flygenring, ráðuneytisstjóri Iðnaðarráðuneytis, og Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkis- ins. Þá hefur verið mynduð fram- kvæmdanefnd og ráðinn fram- kvæmdastjóri, Sigurður H. Richter, dýrafræðingur, sem þekktur er vegna þátta í sjónvarpinu um tækni og vísindi. Hugtakið tækni er mikið notað í íslensku nú á dögum. En hvað felst í þessu hugtaki? I orðabók Menning- arsjóðs segir, að tækni sé allt það (verkfæri, vélar, verkkunnátta, reynsla, þekking), sem maðurinn notar til að beita náttúrulögmálun- um í sína þágu og nytja náttúruauð- lindir, framleiða vélar, tæki, vörur o.s.frv. Með hveijum degi sem líður skip- ar tæknin stærri sess í daglegu lífí fólks í heiminum. Hér á landi hefur tæknin haft geysileg áhrif á hag og Ávarp Friðriks Sophussonar iðn- aðarráðherra við setningu Nor- ræns tækniárs 1988 lífskjör manna. Breytingin á síðustu 60—80 árum er risastökk. Þótt við getum talist til hinna ríkari og tæknivæddari þjóða getum við áreið- anlega aukið tæknistig atvinnuvega okkar verulega með þeirri tækni sem þekkt er í dag. Það er t.d. athygli- svert að þrátt fyrir mannaflaskort og þenslu á vinnumarkaði er sjálf- virkni í atvinnuvegum okkar mjög takmörkuð. Með hliðsjón af reynslu annarra þjóða og vaxandi hluta launakostnaðar í framleiðsluiðnaði gæti enn meiri tæknivæðing og veru- leg aukning sjálfvirkni létt á þenslu og um leið aukið hagvöxt. Það er einnig athyglisvert, að við úthlutun á Nóbelsverðlaunum í hag- fræði á síðasta ári fékk bandarískur prófessor verðlaunin fyrir að sýna fram á að mikilvægasti þáttur hag- vaxtar í heiminum væru tæknifram- farir. Markmiðið með tækniárinu er í fyrsta lagi að auka þekkingu og skilning almennings á tækni og mik- ilvægi.tækniþróunar fyrir samfélag- ið og í öðru lagi að efla bæði innlenda og norræna samvinnu á milli atvinn- ulífsins og aðila sem láta sig tæknimál varða. Tæknistig hverrar þjóðar hefur úrslitaþýðingu fyrir samkeppnis- hæfni hennar á þeim alþjóðamarkaði sem við keppum á í dag, og hvort sem okkur líkar betur eða verr mun sú samkeppni fara vaxandi. Þau fyrirtæki, sem eru nógu sveigjanleg til að nýta sér með hagkvæmni þá nýjustu tækni sem býðst á hveijum tíma, munu standast samkeppni. Samvinna fyrirtækja innanlands og Friðrik Sophusson milli Norðurlanda, þar sem skipst verður á tækni, framleiðsluaðferð- um, niðurstöðum rannsókna og þróunarvinnu, er afar mikilvæg til þess að hægt sé að halda fullri at- vinnu. Ástæðan fyrir því að Norðurlönd sameinast um að halda sameiginlegt tækniár er að á alþjóðavettvangi hafa Norðurlönd sem heild vægi og geta þannig vakið alþjóðaathygli á tæknistigi Norðurlanda og þekkingu almennings á tækni. En tæknin hefur líka sínar skuggahjiðar. Menn eru loks að rumska við ógnvænleg áhrif meng- unar, ekki síst í Evrópu. Með breyttri og betri tækni verður snúist gegn umhverfisröskun. Þótt mengun hér á landi sé smávægileg í samanburði við ýmis önnur lönd verðum við að hyggja að og snúast til vamar með breyttri tækni. Lífsgæðin eru líka fólgin í óspilltu umhverfi. Það merkir alls ekki að við eigum að snúast gegn tækni heldur að nýta okkur þá tækni sem ekki spillir umhverfínu. Ég leyfi mér að vona, að Norrænt tækniár verði til þess að auka skiln- ing okkar á tækninni og skynsam- legri notkun hennar til að bæta lífskjör okkar og fegra mannlífið. Að lokum lýsi ég því yfir að Norr- ænt tækniár 1988 á Islandi er gengið í garð. Efla þarf skilning á tæknivæðingu Eitt af markmiðum Norræns tækniárs er að kynna almenningi tækni og auka skilning lians á tækni- væðingu. Nú má e.t.v. segja sem svo að varla sé nauðsynlegt að kynna tækn- ina sérstaklega fyrir almenningi, hún er orðin svo samofín daglegu lífí manna að nánast er ógerlegt að ímynda sér venjulegt daglegt líf án tækni. Einhver mundi líklega halda því fram að maðurinn væri nú þegar orðinn allt of háður tækninni. En getum við ráðið því á hvaða tækni- stigi við viljum vera, geta Islending- ar sagt sem svo að nú sé nóg komið af tækninni? Þessu er fljótsvarað. Við getum það ekki, af þeirri einföldu ástæðu að tæknivæðing og notkun nýrrar tækni er nú veigamesta forsenda aukinnar hagsældar. Það er útilokað að við höldum í við nágrannaþjóðir okkar að því er lífskjör varðar nema við nýtum okkur tæknina og um það eru líklega allir íslendingar sammála að vilja bætt lífskjör í framtíðinni. Án hagvaxtar yrði baráttan um skiptingu gæðanna miklu harðvít- ugri en ella með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir þjóðfélagið allt. Það eru ekki ný sannindi að tækn- in gegni mikilvægu hlutverki í hagvexti og aukinni velmegun. En þessi vísa er aldrei of oft kveðin. Þess vegna þarf að efla skilning á tæknivæðingu, ekki aðeins skilning almennings heldur ekki síður skiln- ing forsvarsmanna fyrirtækja. Þar skiptir mestu máli að nýta tæknina. Þótt tæknin hafí þannig jafnan gegnt mikilvægu hlutverki í allri efnahagsstarfsemi, þá eru þeir, sem gjörst til þekkja, sammála um að tæknin muni gegna enn þýðingar- meira hlutverki í framtíðinni. Tækniþróun er nú örari en hún hef- ur nokkum tímann verið áður. Einnig hefur nú orðið tæknibylt- ing með tilkomu tölvutækninnar eða réttara sagt með tilkomu upplýsin- gatækninnar. Á sama hátt og Avarp Olafs Davíðs- sonar for- manns samstarfs- nefndar við upphaf Norræns tækniárs gufuvélin á símum tíma er þessi nýja tækni tæki sem mun gjörbreyta allri atvinnustarfsemi í framtíðinni. Það sem skiptir meginmáli er hvem- ig íslenskt atvinnulíf mun nýta sér þessa tækni. Þetta er tækni sem mun breyta skipulagi allrar atvinnu- starfsemi, hvort sem er í útgerð, iðnaði, byggingarstarfsemi, þjón- ustu eða öðrum greinum. í reynd munu hin hefðubundnu skil milli hinna ýmsu greina breytast vemlega með tilkomu þessarar tækni. Sem betur fer sjáum við þegar mörg dæmi þess að íslenskt atvinnu- líf er farið að nýta sér þessa tækni. í framtíðinni mun það skipta meira máli fyrir lífskjör í landinu hvemig við notum okkur tækniþró- unina — og hvemig við bregðumst við harðnandi samkeppni í heiminum — en það hvort við veiðum 340 þús- und tonn eða 390 þúsund tonn af þorski. Annar megintilgangur Norræna tækniársins er að efla innlenda og norræna samvinnu milli atvinnulífs og þeirra aðila er starfa að tækni- málum. Samvinna er ekki hin sterka hlið okkar Islendinga. Á síðustu árum hefur þó orðið nokkur breyting á að því er varðar samstarf t.d. Há- skólans og atvinnulífs eða samstarf rannsóknastofnana og atvinnulífs. Ennþá er þó allt of mikið hik í þess- um efnum. Með rannsóknasjóði, tæknigörðum, Þróunarfélaginu o.fl- er búið að skapa ákveðnar forsendur fyrir samvinnu sem áður vom ekki fyrir hendi og því er ekki lengur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.