Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988 Stokkhólmur: Garðar Cortes í Rigoletto GARÐAR Cortes óperusöngvari hefur verið ráðinn til að syngja hlutverk hertogans f óperunni Rigoletto eftir Verdi í Konung- legu óperunni í Stokkhólmi. Fyrsta sýningin með Garðari í þessu hlutverki verður 23. febrú- ar næstkomandi. Garðar er nú staddur í Bretlandi þar sem hann vinnur að undirbún- ingi þessa verkefnis, en auk þess hafa honum borist fleiri tilboð frá óperum víða um heim. Engar ákvarðanir hafa verið teknar í þeim efnum að því undanskildu að Garð- Garðar Cortes óperusöngvari ar hefur verið ráðinn til að syngja hlutverk Menrico í óperunni „II Travatore" í Seattle í Bandaríkjun- um haustið 1989. Fundur sambandsstjórnar VSÍ um kjarasamninga: Kaupmáttur lægstu launa verði varinn FUNDUR sambandsstjórnar Vinnuveitendasambands íslands, sem haldinn var í gær, telur óum- flyjanlegt að kaupmáttur tekna rými á árinu 1988 vegna fyrirsjá- anlegra lakari viðskiptakjara og rýmunar þjóðartekna um 4% á mann. Fól fundurinn fram- kvæmdastjórn og samningaráði að miða undirbúning samninga við horfur í efnahagsmálum með það Tollalækkanir minnka verðbólgu - segir Þorsteinn Pálsson ÞORSTEINN Pálsson forsætisráð- herra segir að þótt verðbólgan mælist há nú f kjölfar söluskatts- breytinganna muni draga vem- lega úr henni þegar áhrif tollalækkana fara að koma í ljós í vömverði. Framfærsluvísitalan mældi 41,9% verðbólgu síðustu þijá mánuði ársins en ef tekin var hækkun vísitölunnar frá desember til janúar samsvaraði hún 54,8% árshækkun. Þorsteinn Pálsson sagði að í næsta mánuði væri ekki ástæða til að ætla annað en hækkun framfærsluvísi- tölunnar yrði meiri en 1%, vegna áhrifa tollalækkana. Það þýddi að á eins mánaðar grundvelli lækki verð- bólgan niður í 15% og á þriggja mánaða grundvelli ætti hún að lækka úr 40% niður í 30%. VEÐUR ÍDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gaer) VEÐURHORFUR / DAG, 16.01.88 YFIRLIT kl. 15.00 í g»r: Hægviðri eða suöaustan gola á landinu, skýjað og þokuloft við austurströndina en léttskýjaö annars stað- ar. 1 —4 stiga hiti á Suöaustur- og Austurlandi en 0—7 stiga frost víöast annars staöar. SPÁ: Þykknar smám saman upp með vaxandi suðaustanátt, víða hvasst og slydda eða rigning vestanlands undir miðnætti en suð- austan stinningskaldi eða allhvasst og sums staöar rigning austan- lands á morgun. Gengur í suðvestan ,stinningskalda með skúrum eða slydduóljum vestanlands síðdegis. Hiti.0—5 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG og MÁNUDAG: Suðvestanátt um allt land og fremur kalt. Él á Suður- og Vesturlandi en annars þurrt. Víðast léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. að markmiði, að verðbólga verði sem minnst og kaupmáttur lægstu launa verði varinn eins og efna- hagslegar forsendur framast leyfa. í sámþykkt sambandsstjómarinnar kemur fram að laun hafa hækkað um 73% á síðustu tveimur árum á sama tíma og verðlag hafi hækkað um 34%. Kaupmáttur launa hafi því aukist um 30%, en þjóðartekjur um 14%. Útflutningsfyrirtæki séu nú rek- in með tapi og mikill og vaxandi halli sé á viðskiptum við útlönd. Þetta gerist þrátt fyrir að viðskiptakjör hafi batnað ár frá ári og þjóðartekjur hafi vaxið meira en í nokkru nálægu landi. Síðan segir: „Við þessar aðstæður er ljóst, að úr kaupmætti launa hlýt- ur að draga. Valið stendur um það, 'hvort samdrætti verður mætt strax með skipulegum hætti eða hvort verð- bólga verður látin um verkið. Verk- fallsátök breyta hér engu um, en hindra á hinn bóginn möguleika á skynsamlegri lausn, því að kaup- máttur ræðst ekki af verkföllum. Takist samstaða um að halda launakostnaði fyrirtækja í skefjum er von til þess, að verðbólgan verði hófleg og unnt reynist að viðhalda hærri kaupmætti en ella. Fari á hinn bóginn svo, að miklar almennar launahækkanir verði knúnar fram hljóta gengisbreytingar að verða enn stórfelldari og verðbólga að sama skapi meiri. Við þær aðstæður myndi kaupmáttur lýrna meira en nauðsyn ber til og mest hjá þeim, sem lakast standa fyrir. Reynslan sýnir, að þá leikur verðbólgan verst, lágtekjufólk og ungt fólk með verðtryggðar skuld- ir. Við þær aðstæður verður afkoma fyrirtækja jafnframt erfiðari. Hags- munir fyrirtækja og starfsfólks fara því algerlega saman. Miklir hagsmunir launþega og at- vinnurekstrar eru við það bundnir, að í komandi kjarasamningum takist víðtæk samstaða um að leysa mál á grundvelli efnahagslegra staðreynda og forðast þannig óðaverðbólgu. Að- eins með þeim hætti er von til þess, að stærsti hlutinn af ávinningi síðustu tveggja ára verði varinn í bráð og lengd. í hnotskurn snýr spumingin þannig við almenningi að gefa þarf eftir hluta af þeim 30%, sem kaup- ' máttur hefur að meðaltali aukist um síðustu 2 ár til að veija afganginn." Vísitala framfærslukostnaðar: 3,71% hækkun frá byrjun desember VÍSITALA framfærslukostnaðar var 3,71% hærrl í byrjun janúar en hún var í byrjun desembermánaðar, sem svarar til 54,8% árshækkunar vísitölunnar. Undanfarna þijá mánuði hefur vísitalan hækkað um 9,1% og jafngildir sú hækkun 41,9% verðbólgu á heilu ári, en síðastliðna 12 mánuði hefur hún hækkað um 26,1%. Frá upphafi til Ioka ársins 1987 hækkaði framfærsluvísitalan um 24,3% samanborið við 13,0% árið 1986 og 33,7% árið 1985. Árið 1987 var vísitalan að meðaltali 18,8% hærri en árið áður, en sambærileg meðalhækkun 1985-1986 var 21,3% og 32,4% 1984-1985. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri +3 lóttskýjað Reykjavík +3 léttskýjað Bergen 6 rignlng Helsinki 2 þokumóða lan Mayen +S alskýjaö Kaupmannah. 3 i 1 2. Narssarssuaq 0 snjókoma Nuuk 4 snjók. ó s. klst. Osió S léttskýjað Stokkhólmur 4 þokumóða Þórshöfn 7 hálfskýjað Algarve 14 alskýjað Amsterdam 6 þokumóða Aþena 10 skýjað Barcelona 10 þokumóða Berlln 0 þokumóða Chicago +6 alskýjað Feneyjar 8 rigning Frankfurt 4 skýjað Glasgow 7 skúr Hamborg 3 þokumóða Las Palmas 18 skýjað London 4 þoka LosAngeles 11 elskýjað Lúxemborg 2 rignlng v Madríd 8 rign. é s. klst. Malaga 13 súld Mallorca 18 skýjað Montreal +19 léttskýjað New York +12 alskýjað París 6 þokumóða Róm 18 skýjað Vín +2 þokumóða Washington +9 alskýjað Winnipeg +17 heiðskfrt Valencla 12 mlstur I fréttatilkynningu frá Hagstof- unni segir að af þessari 3,71% hækkun stafí um 2,5% af hækkun á verði matvöru, en matvöruliður vísi- tölunnar hafi hækkað alls um 10,7%. Þar vegi þyngst verðhækkun vegna álagningar söluskatts, en að hluta til sé jafnframt um að ræða verðhækk- anir af öðrum og eldri tilefnum. Þannig megi nefna að kjöt og kjötvör- ur hafi hækkað um 13,6% milli desember og janúar og eigi hluti þeirrar hækkunar rætur að rekja til hækkunar á verðlagsgrundvelli bú- vöru 1. desember síðastliðinn. Þá kemur fram að hækkanir á gjaldskrám opinberrar þjónustu hafi alls í för með sér 0,5% hækkun vTsi- tölunnar. 0,2% stafi af hækkun á rafmagni og húshitunarkostnaði 0,2% af hækkun lyfjakostnaðr og læknis- hjálpar og 0,1% af hækkun afnota- gjalda útvarps og sjónvarps. Hækkun ýmissa annarra þjónustu- liða olli einnig 0,5% hækkun vísi- tölunnar í heild. Þar af stafaði 0,2% af verðhækkun happdrættismiða, 0,1% af verðhækkun tannlæknaþjón- ustu, 0,1% af hækkun á þjónustu veitinga- og kaffihúsa og 0,1% af verðhækkun ýmissa annarra þjón- ustuliða. Þá hækkaði húsnæðisliður vísitölunnar um 0,1%, sem og kostn- aður vegna reksturs eigins bíls. Ennfremur segir í fréttatilkynning- unni að verðlagsáhrif af söluskatts- breytingunum séu að mestu komin fram í vísitölunni, en hins vegar séu verðlækkunaráhrif af breytingum á tollalögum og lögum um vörugjald, sem tóku gjldi um áramót, að mjög litlu leyti komin fram. Hrafn Jónsson forstfóri látinn HRAFN Jónsson forsljóri lést í Reykjavík miðvikudaginn 14. jan- úar á sjötugasta aldursári. Hrafn Jónsson fæddist í Reykjavík 23. febrúar 1918. Foreldrar hans voru Ólöf Gunnarsdóttir og Jón Sveinsson bæjarstjóri á Akureyri. Hann ólst upp í Reykjavík hjá móður sinni og Sveini Gunnarssyni lækni. Hrafn lærði bifvélavirkjun á bif- reiðaverkstæði Geirs og Mumma í gömlu Mjólkurstöðinni. Árið 1942 hóf hann sjálfstæðan atvinnurekstur er hann setti á stofn bifreiðaverkstæði og varahlutaversl- un undir nafninu H. Jónsson og Co. Hann hætti rekstri verkstæðisins og rak eingöngu verslunina hin síðari ár. Hrafn var þekktur hnefaleikamað- ur á yngri árum. Hann var einnig þekktur fyrir að hafa bjargað bandarískri skíðaflugvél af Vatnajökli ásamt þeim Alfreð Elíassyni og Kristni Olsen. Leiðang- Hrafn Jónsson forstjóri. urinn tók nærri mánuð og lentu þeir flugvélinni, sem þeir nefndu Jökul, á Reykjavíkurflugvelli 5. maí 1951. Eftirlifandi kona Hrafns er Erla Höskuldsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.