Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 58
mwM m ■wmmt-ww MWMwmw MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988 58 -i-- nmnmn © 1985 Universal Press Syndicate 3-4 „Umbc&sskriP5lofan sendi mig- Þú vekur hlátur allra jóla- sveinanna með svona leikfang, góði. Mcð morgiuikaffinu Þekking og reynsla? Er Iangt síðan þér fóruð til augnlæknis? + Því miður nægir ekki ein fyrirvinna — svar til æskuvinkvenna eKKi ein tyrirvinna Kæri Velvakandi. ... Við sitjum héma nokkrar æsku vmkonur og riflum upp þær breyt- npr sem orðið hafa á stöðu kvenna þessu þjóðfélagi. Hér í eina tíð )ótti það ffnt að vera heimavinn- ■ndi húsmóðir en það er af sem ður var. Nú er svo komið að hver arlmaður i bænum gengur um í pressuðum buxum og ósamstæð- m sokkum, enda eru þær fáar onumar í dag sem gefa sér tíma til að hugsa um böm sín og mann Við spyijum, er ekki hlutver konunnar að þjóna og gefa af séi Konan sem nýtur þeirra forréttind að fá að ala bömin, að geta veri heima. Var ekki fjölskyldan nánai einmg áður en konur fluttu sig ú á vmnumarkaðinn og hófu afskipl af stjómmálum? Nægir ekki eii fyriryinna? Jú, konuri Gegnum hlut verki okkar, stöndum saman! Æskuvmkonur Til Velvakanda. Eigi vitum við hvaða stöðum heittelskaðir eiginmenn ykkar gegna, úr því að þeir geta einir séð fyrir ykkur og kannski afkvæmum ykkar líka, en eitt er víst, að það hljóta að vera nokkuð vellaunaðar ábyrgðarstöður. Við leyfum okkur einnig að efast um að þeir séu á réttum stað í ábyrgðarstöðum ef þeir hafa ekki gáfur til að fínna sér samstæða sokka sjálfir. Hinsvegar erum við sammála ýkkur æskuvinkonum um að það eru býsna mikil forréttindi þegar annað foreldrið hefur kost á að vera heima hjá bömum, þ.e.a.s. þegar laun annars nægja til að reka heimili. Einnig virðist þið hafa misskilið hlutverk ykkar all hrapallega. Það er ekki hlutverk konunnar að þjóna og gefa af sér frekar en mannsins. Það er hinsvegar hlutverk allra uppalenda að gera bömin sín í stakk búin til að standa á eigin fótum á fullorðinsárum og geta séð um sig sjálf. Ef fullorðinn karlmaður getur ekki pressað buxumar sínar sjálfur, þá eru það mistök uppalenda, og alls ekki í verkahring konunnar hans að gera það fyrir hann. Ann- ars er enginn vandi að læra að pressa buxur og fínna samstæða sokka ef menn hafa áhuga á að læra það. Er fjölskyldan ekki að verða svo- lítið nánari síðan fólk fór að líta á það sem sjálfsagðan hlut að allir vinni saman að því að skapa bömum gott heimili og síðan foreldrar fóru líka að ætlast til þess af sonum sínum að þeir tækju til hendinni eins og dætumar? Konur, stöndum saman og kom- um þeim körlum úr ábyrgðarstöð- unum í þjóðfélaginu sem vita ekki hvemig miðpunktar þjóðfélagsins, heimilin, virka. Þeir hafa ekkert að gera við að stjórna þjóðfélaginu, matarverði, tollum, sköttum, fé- lagsmálum og fleiru og fleiru sem ekki vita hvað maturinn kostar, Ágæti velvakandi. Tilefni þessa bréfs er stutt mynd, mitt á milli þess að vera heimildar- mynd og auglýsing um Sláturfélag Suðurlands sem nýlega var sýnd á Stöð 2. Myndin var út af fyrir sig allt í lagi, en það verður að viður- kennast að heldur kom á bréfritara þegar hún gerði sér ljóst að pilsum- ar, kjötið og ekki síst slátrið sem iðulega er keypt til heimilisins frá kunna ekki að pressa buxurnar sínar sjálfír og hafa ekki vit til að fínna samstæða sokka. Þeir ættu frekar að snúa sér að þroskaleik- föngunum með bömunum sínum og byija upp á nýtt að reyna að skilja lífíð og tilveruna. Vinnufélagar SS, er unnið og pakkað af starfs- mönnum Sláturfélagsins sem hafa ekki fyrir því að hylja hár sitt við vinnuna. Einhverskonar húfur og kappar sem tróna efst á kollinum gera lítið gagn þegar hárið kemur niðurundan og verður að segjast að ekki þykir framleiðslan lystug eftir þessa innsýn í matvælafyrir- tækið. V.E. Slæm framleiðslukynning Víkverji skrifar Víkveija er minnisstætt þegar hann fyrir fáum misserum ferðaðist um héruð Vallóna í sunn- anverðri Belgíu og veitti þá eftirtekt grasi grónum hólum sem hófu sig upp úr flatlendinu hér og þar á stangli. Víkveiji vildi fá að vita hvaða jarðfræðilegar skýringar væru á þessum hólamyndunum, en fékk þá að vita að hólamir væm til komnir af manna völdum.. í ljós kom að leiðin lá um helstu kola- og stálvinnslusvæði Belgíu og hólamir vom því leyfar frá atv.'nnu- vegi sem að miklu leyti var að leggjast af á þessum slóðum. Þeir vom því ekki ýkja gamlir þótt grös- ugir væm orðnir. Lengi vel reyndu Belgar að halda námuvinnslu sinni og þungaiðnaði sínum gangandi, þótt framleiðslan væri löngu hætt að vera samkeppnisfær vegna þess að fram vom komnar þjóðir í fjar- lægum heimshomum sem gátu einfaldlega skilað þessari fram- leiðslu á markað á ódýrari hátt. Belgar urðu að grípa til vemda- raðgerða og niðurgreiðslukerfis til að halda við þessum hefðbundnu atvinnuvegum en það þótti pólitísk nauðsyn vegna þess hversu stór hluti vinnandi manna í hinum frön- skumælandi hluta landsins átti allt sitt undir þessum atvinnugreinum. Loks kom þó að því að Belgar urðu að horfast í augu við staðreyndir, að þetta atvinnubótakerfí gekk ekki upp, og þess vegna em nú víða stekkir þar sem áður vom námur og stöndug fyrirtæki. Belgar höfðu hins vegar samanburðinn heima fyrir, því að í hinum flæmskumæl- andi hluta landsins höfðu aðrar og nútímalegri leiðir við atvinnuupp- bygginguna verið famar og efna- hagur blómgast. Því er nú lögð aukinn áhersla á að laða erienda fjárfestingu og hátæknifyrirtæki til þessa hluta landsins, líkt og gert hefur verið fyrir norðan tungumála- landamærin. XXX Hólamir í Belgíu riijuðust upp fyrir Víkveija þegar hann heyrði í einhveijum fréttatímanum að utanríkisráðherra og viðskipta- ráðherra væm ekki á eitt sáttir um það hvort setja bæri vemdartolla á innlfutning á fatnað frá láglauna- svæðunum í Asíu. Erfiðleikamir í íslenskum fataiðnaði hafa ekki farið fram hjá neinum en stór hluti-af vandanum er af völdum gengisfall dollars á sama tíma og kostnaður ríkur upp hér heima fyrir. Fataiðn- aðinum í Asíu verður því ekki með góðu móti kennt um vandann. Samt er utanríkisráðherra þeirr- ar skoðunar að verndartollar á innfluttan fatnað frá Asíu séu rétt- lætanlegir til að styðja við bakið á innlendutn fatnaiðnaði í erfíðleikum hans og samkeppninni við ódýrari fatnað erlendis frá. Viðskiptaráð- herra mun hins vegar vera ein- dregnari fríverslunarsinni og bendir á að slíkar vemdaraðgerðir komi mönnum jafnan um koll, þótt síðar verði. Þetta túlkar utanríkisráð- herra á þann hátt að sumir séu hallari undir „fijálshyggjuna" margnefndu en aðrir. Það þurfti reyndar ekki hólana í Belgíu til að fá Víkveija á band viðskiptaráðherra í þessu máli. Spor misheppnaðra vemdaraðgerða liggja svo víða um lönd að þau hljóta að hræða. Vemdartollar og aðrar slíkar ráðstafanir hvetja ekki atvinnuvegina til ítmstu hag- kvæmni í rekstri eða til að leita upp nýjustu framleiðslutæknina og leiða til þess fyrr eða síðar að menn sitja uppi með óhagkvæman rekstur sem á sér enga lífsvon á tímum þeirrar samkeppni, sem ríkir í fíjálsum hagkerfuin okkar tíma. Þetta ætti sigldur maður á borð við utanríkis- ráðherra auðvitað að vita. xxx Man einhver enn eftir upphafi myndbandatækninnar fyrir svo sem tíu árum. Þá tókustu á um markaðinn þijú mismunandi mynd- bandakerfi — frá Philips, Beta- kerfíð frá Sony og VHS kerfíð frá JVC og Matsushita. Philips og Sony vom frumkvöðlamir en VHS fyrir- tækin fylgdu fljótlega á eftir. Tækniáhugamenn gátu þá skeggr- ætt um það í tíma og ótíma hvert þessará þriggja kerfa væri best. Fróðuðustu menn héldu því lengi vel fram að Philips-tækin væm tæknilega fullkomnust. Þau duttu samt fyrst út af markaðinum. Þá komust menn að því að Beta-kerfið hefði meiri myndgæði heldur en VHS-tækin. Samt sem áður varð VHS ofan á én Sony hefur allt síðan haldið áfram að synda á móti straumnum. Af' 170 milljónum myndbandstækia sem framleidd hafa verið frá því 1975, em aðeins 20 milljónir eða 12% Beta-tæki. Þó er það fyrst nú þessa dagana sem forsvarsmenn Sony horfast í augu við staðreyndir og lýsa sig sigraða með tilkynningu um að fyrirtækið hyggist hefjaframleiðslu VHS- tækja með vorinu fyrir Evrópu- markað. Þetta þykja mikil tíðindi meðal tæknidellumanna — og mun áreiðanlega geymast sem dæmi- saga í markaðsfræðunum um að það er sitthvað gæði og markaðs- setning. Það getur reynst dýrkeypt að betja höfðinu við stein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.