Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988 Frakkland: Utlægir Iranar og kúrdar snúa aftur Stjórnvöld láta undan alþjóðlegum þrýstingi Paría, Reuter. FRÖNSK stjórnvöld tilkynntu á fimmtudag að þau hefðu ákveðið að taka aftur við sjö írönum og kúrdum sem vísað hafði verið úr landi til Gabons til að fá franska gísla í Líban- on lausa að því er talið er. Atta aðrir fá hæli á Spáni og tveir höfðu þegar fengið hæli í Bretlandi og í Svíþjqð. Talið er að stjórnin hafi látið undan þrýstingi frá mönnum í hungur- verkfalli víðsvegar um heim auk þess sem brottvísun mannanna hafði verið fordæmd víða í vestrænum löndum. Franska innanríkisráðuneytið tilkynnti á fimmtudag að sjö íran- skir félagar í Ayatollah Mujahide- en samtökunum sem berjast gegn klerkastjóminni í Iran og vísað var úr Frakklandi þann 8. desember á þeim forsendum að þeir ógnuðu öryggi landsins fengju nú aftur að snúa til heimila sinna í Frakkl- andi. Stuðningsmenn mannanna sem vísað var úr landi fögnuðu þessari ákvörðun ákaflega: „Við höfum unnið. Þeir koma heim og hungurverkföllum verður hætt samstundis." Fimmtán andstæðingar stjóm- arinnar í Teheran sem vísað var úr Frakklandi og stuðningsmenn þeirra þar, í Bretlandi og Banda- ríkjunum hafa verið í hungurverk- falli síðan Frakkar vísuðu þeim á brott. Hundruð þingmanna úr Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum höfðu sent Francois Mitterand for- seta landsins skeyti til að mótmæla brottvísun mannanna. Forsetinn hefur vísað ábyrgð í málinu á hendur ríkisstjóminni. Er ákvörð- un ríkisstjómarinnar túlkuð þannig að Jacques Chirac forsæt- isáðherra hafi látið undan alþjóð- legum þrýstingi og fundist málið skaða möguleika sína í komandi forsetakosningum. Tveggja álda afmælis minnst Á þessu ári er þess minnst að tvær aldir eru síðan hviti maður- inn nam land í Ástralíu. Á myndinni sést ein skútan í skipaflota sem er nú á leið frá Englandi til Ástralíu til að minnast sigling- ar fyrstu flotadeildarinnar bresku þessa sömu leið fyrir réttum tveimur öldum. : Svíþjóð: Gleypti 82 smokka fulla af heróíni Stokkhólmi, Reuter. SÆNSKUM eiturlyfjasmyglara tókst að halda í sér í 30 daga áður en hann skilaði af sér heró- ínpökkum sem hann hafði gleypt. Maðurinn vakti grunsemdir toll- varða er hann kom heim úr ferð til Thailands. Við röntgen-myndatöku sáust torkennilegir smáhlutir í þörmum hans sem talið var að gætu verið smápakkar sem inni- héldu eiturlyf. Maðurinn var fluttur í fanga- geymslur í Stokkhólmi þar sem sérhönnuð salemi gera lögreglunni kleift að fylgast með þvi sem geng- ur niður af föngum sem grunaðir eru um að hafa gleypt smyglvarn- ing. Hófst nú biðin eftir því að hinn grunaði skilaði því sem lögreglan taldi vera eiturlyú'apakka. Það var ekki fyrr en eftir 30 daga að komu loks niður af mannin- um 82 smokkar sem innihéldu heróín. „Þetta er með ólíkindum,“ er haft eftir Bertil Salin rannsókn- arlögreglumanni. Þetta er mesta magn af eiturlyfjum sem vitað er að maður hafi smyglað í líkama sínum til Svíþjóðar. Persaflói: auskonar krakkar og allskoriar úr Vertu með í skemmtilegri keppni allra krakka, 6-11 og 12-16 ára. Teiknaðu eða búðu til líkan af úri eins og þér dettur í hug og þú getur unnið ferð til Sviss eða nýtt armbandsúr. Aðalverðlaunin verða ekki kynnt fyrr en í lokakeppninni í Sviss, þegar keppt er til úrslita milli allra Norðurlandanna. Hjá úrsmiðnum þínum færðu bækling með nánari upplýsingum um keppnina. Best er að byrja strax - því ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Tillögur þurfa að vera komnar til úrsmiðsins eða í næsta- Iðnaðarbanka fyrir 6. febrúar 1988. Mundu að merkja tillöguna vel. ÚRSMIÖAFÉLAG ÍSLANDS © Iðnaðarbankínn Skotið á norskt olíuflutningaskip Ósló, Reuter. ÍRANAR skutu á norskt olíu- flutningaskip á Persaflóa í gær. Skipið er illa farið eftir árásina og tveir af áhöfn skipsins særðust lítillega. Árásin á norska skipið var gerð í mynni Persaflóa um klukkan níu í gærmorgun. Tveir íranskir bátar hófu skothríð úr vélbyssum og skutu eldflaugum að skipinu. Igloo Espoo var á leið frá Dubai til Suður-Kóreu með afar eldfiman farm. Olav Olufsen, talsmaður útgerðarfélagsins Havtor sem ger- ir Igloo Espoo út, sagði í viðtali við Reuter að eldur hefði komið upp um borð í skipinu en fljótlega hefði tekist að slökkva hann. Olufsen sagði eftir að hann hafði talað við skipstjórann á Igloo Espoo að meiðsli mannanna sem særðust í árásinni væru ekki alvar- leg, en skipið væri vélarvana og yrði að draga það til hafnar í Dubai. írakar sögðu að herflugvélar hefðu gert árás á íran f gær. Er Íietta í annað sinn á þessu ári sem ranar tilkynna um árás á írak, í Grænland: A Aætlað að hefja sigl- ingar til Kanada í vor hvorugt skiptið hefur árásin verið staðfest. Danmörk: Sumarstrýt- an hrundi í sjóinn Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. SUMARSTRÝTAN (Som- merspiret) á Manarklifi, sem dregið hefur að sér mikinn fjölda ferðamanna ár hvert, hrundi nýlega í sjóinn. Graf- ist hafði undan strýtunni í vætutíðinni undanfarið ár. Um 320.000 ferðamenn koma á Klifíð á Mön á hverju ári. Það er um það bil 100 metra hátt og hefur oft hrunið úr því áður vegna ágangs frá hafi. Síðasta stórhrun úr því varð 1952, þegar einn af aðal- útsýnisstöðunum þar, Drottn- ingarstóllinn, hrundi í sjó fram. Nuuk. Frá Nils Jergen Bruun, fréttarítara Grænlandsverslunin hefur ákveðið að hefja vöruflutninga með skipum milli St. John á Ný- fundnalandi í Kanada og Nuuk. Áætlað er að fara fyrstu ferð seinni hluta aprílmánaðar. Ákveðið hefur verið að heíja sigl- ingar til St. John vegna þess að þaðan eru góðar samgöngur til helstu iðnaðarborga í Kanada og Bandaríkjunum. Grænlandsversl- unin vonast til að geta síðar meir Morgunblaðsins. komið grænlenskri framleiðslu á markað vestra, þangað til mun varningur verða fluttur inn til Grænlands frá Kanada og Banda- ríkjunum. Þijár milljónir danskra króna hafa verið lagðar í fyrirtækið, en gert er ráð fyrir að flutningsgjöld verði sambærileg við flutningsgjöld á milli Grænlands og íslands. Nú eru aðeins flugsamgöngur á milli Nuuk og Frobisher í Kanada.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.