Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988 Jón Þ. Amason: Lífríki og lífshættir CXXIII Spurningin er: Hvemig er hægt að búast við að kunnáttufólk fái notið hæfileika sinna í vist hjá atvinnulýðræðismönnum? Margt bendir til að sanngjam og yfirvegaður reynsludómur muni innan skamms fást fyrir því, að ef nokkra þekkingargrein hefði að mestu átt og ætti að reisa á bijóstviti, þá komi hagfræði helzt til álita. Ymsir málsmetandi fræðimenn ganga jafnvel svo langt að staðhæfa, að hagfræði hefði alltaf átt og eigi að sækja í bijóstvit einungis. Þessi hljóðláta og yfirlætislausa grunsemd eða vissa styðst einkum við hinar sýnilegu og sumpart áþreifanlegu afleiðingar fráhvarfs síðari hluta líðandi aldar þenslu- hyggju og eiginhagsmunastrekk- ings frá aldagömlum og eldskírð- um lærdómum reynslu og sögu manneskjunnar í baráttu við óblíð náttúröfl fyrir tilveru sinni. Og hefír eiginlega alltaf legið í loft- inu. Dýrkeypt þrákelkni Nærri má því geta til um, hvort þjóðfélagi manndýrkunar og véla- trúar; þjóðfélagi upplýsinga- streymis, boðleiða og vísitalna; þjóðfélagi, sem í sífellu dreymir um að fundin verði upp vél, er frelsa muni þegna sína undan þeirri skelfilegu kvöð að þurfa að hugsa, telji sér ekki gróflega mis- boðið með kröfunni um náttúrlega lífshætti. Slíka hneisu má vita- skuld ekki gera mannfélagi, sem ekki aðeins hefír heitstrengt, að allir skuli lausir verða við alla sjúkdóma árið 2000, heldur í þokkabót, að allir geti, skuli og eigi „að hafa það gott“ — strax, og dettur ekki andartak í hug að velta fyrir sér, hvort allir verð- skuldi „að hafa það gott“. Víst má að svo stöddu liggja á milli hluta, hvem sess hagfræði neyzlu hafa þrásinnis vakið at-1 hygli á, að sérhver efnahagsmála- kenning eða -stefna er þeim álögum bundin að reynast ýmist röng, ófullnægjandi, úrelt eða ótímabær í ölduróti tímans. Ástæðan er augljós. Ekkert skipu- lag efnahagsmála við lýðræðisleg- ar aðstæður getur hugsanlega brugðizt nógu skjótt og skörulega og skynsamlega við hinum trylltu og ótemjanlegu sviptibyljum af völdum ráðríkra höfuðskepna, að ógleymdum duttlungum og óstýri- læti, sem jafnan ríkir í samskipt- um múgs og manna. Því má og bæta við, sem afar óvizkulegt væri að láta gleymast, að ástand, framvinda og staða efnahagslífs í þróun sögunnar er næstum ávallt afleiðingaratriði, sárasjaldan orsök. Örlögum ráða æðri og voldugri sköpunaröfl, s.s. andleg/sálræn lffsviðhorf, arfleifð og blóðvitund kynþáttar og þjóð- ar, hnignun eða gróska í heim- speki, stjómmálum, bókmenntum og öðrum listgreinum, og raun- sönnum vísindum. Raunin hlýtur þess vegna jafn- an að verða sú, að það, sem framsýnni og skyldurækinni þjóð, eða ríki, er býr við gnægtir nátt- úruauðæva, reynist heillavænlegt, getur hæglega orðið skaðræði fyrir menningarsnauða þjóð, jafn- vel þó að hún byggi gjöfult land. Auk þess koma stríð og borgara- styijaldir utan lands og innan mjög við sögu, því að vani þeirra er að kollvarpa eða að hafa enda- skipti á hinum göfugustu áform- um og vönduðustu áætlunum, þannig að allt kunni að stefna niður til vinstri, eins og nú á sér stað víðast hvar um heim. Enn ber að athuga, að ekki þarf stór- vægilegar breytingar í einu landi Samt sem áður verða þúsundir, stundum milljónir, saklausra manna að láta lífíð og ríki að. hrynja í rúst til að annar hvor skarinn geti „sannað" að hann hafí haft „rétt“ fyrir sér. Tveir vísindamenn, sem gengju á hólm og berðust upp á líf óg dauða út af niðurstöðu tilraunar á rann- sóknarstofu áður en hafízt væri handa, yrðu hvarvetna taldir ólæknandi vitfírringar. En hins vegar eru háðar blóðugar stórorr- ustur á milli heittrúaðra áhang- enda andstæðra efnahagsímynd- ana um ósannaðar og ósannanlegar tilgátur um lyf við peningaleysi. Mér þætti miður, ef framanrit- aðar vang-aveltur yrðu skildar á spámönnum og spekingum eða þeim, sem það halda sig vera, sé legið á hálsi fyrir rangspár og að bið verði á heillaráðum og -úrræð- um. En jafn miskunnarlausri gagnrýni og aðkasti eins og hag- læknar hafa orðið fyrir undanfar- in 10-20 ár og verða í auknum mæli, hefír naumast nokkur iðju- stétt haft af að segja. Og það var — takið vel eftir! — einmitt fyrir 10-20 árum, að drepkýli vinstri- mengaðrar hagfræði tóku að springa út fyrir alvöru. Sennilega hafa fáir tekið dýpra í árinni í þessum efnum en banda- ríski kvenrithöfundurinn Hazel Henderson, sjálfstæð og sjálf- menntuð í alhliða efnahagsmál- um, er um árabil hefír veitt Hagfi'æði KUNNUGLEG SAMSTAÐA „Hin liagfræðilega rökfimi hefir ausið sig þurra.“ ■ Hazel Hend- kunni að skipa á meðal vísinda- greina í náinni framtíð, ef nokkum. Hitt þarf ekki að liggja í láginni, að allir tilburðir, sem hafðir hafa verið í frammi til að hefja hagspáfræði óendanlegra kjarabóta til viðlíkrar virðingar og raungild vísindi með réttu njóta, hafa farið út um þúfur. Annað hvort með hraklegum eða broslegum hætti. Aðallega vegna samhrærings efnahagsmmála og fyrirgreiðslustjómmála, um- hyggjunnar fyrir „litla mannin- um“ með ailt kvak sitt, kvein og kvabb, hefír það, sem tíðkað er að kalla hagfræði, orðið að slíku endemis kenningaklastri og for- dómasúpu, svo mjög tútnað út af sérhagsmunahroða og heilaspuna úr öllum áttum, að við liggur að hvergi glitti í hlutlæg viðhorf. Helgisiðameistarar hinna margvíslegu sértrúarsafnaða pen- ingaheimsins eru því undruna- rvert sambland fijálslyndra málaliða markaðarins, þráhyggju- marxista, iðjusamra skýrslugerð- armanna og línuritateiknara, og — síðast en ekki sízt — „stjórn- málamanna" í atkvæðaleit. Á reikning þessarar fríðu velferðar- fylkingar má því með góðri samvizku fyrst og fremst skrifa þann álitshnekk og niðurlægingu, sem annars merkileg fræðigrein hefír orðið fyrir. Margir kunnáttumenn á vett- vangi framleiðslu. viðskipta og undir flokkafargi Rökstuddur Omurleg Að veizlu- íjrunur hjátrúaráhrif lokum til að kalla fram sveiflur, upp eða niður, í öðru landi eða löndum og hafa þannig keðjuverkanir í för með sér. Skringilegar hólmgöngur Einhveija ömurlegustu uppá- komu, sem um getur í siðmönnuðu þjóðfélagi, getur að líta, þegar öndverðum fylkingum tekst að tvístra þegnunum og þvinga til illinda út af mismunandi efna- hagskreddum. Það bezta, sem komið getur út úr „baráttunni", er, að önnur hvor forskriftin eigi sér stoð við ríkjandi aðstæður eða reynist nothæf undir stöðugum kringumstæðum. Oft endar tuskið með málamiðlun eða sáttum, sem eru önnur orð yfír frestun og flótta. Algengast er þó, að báðar séu ímyndanir einberar og með öllu einskisnýtar. þann veg, að tilgangur minn með þeim sé að gera lítið úr heiðarleg- um og samvizkusamlega gerðum hagrannsóknum eða hagfræði yfirleitt. Slíkt væri fjarri öllum sanni. Rannsóknir og söguskýr- ingar á viðfangsefnum efna- hagslífsins, eru ekki aðeins sjálfsagðar heldur bæði gagnlegar og aðkallandi. Á hinu vildi ég vekja athygli með áherzlu, að hagfræðin, eins og reyndar flestar aðrar greinar félagsfræða, hafa orðið fyrir hvílíkum misþyrming- um af hálfu vinstrihneigðra „stjómmálamanna", að seinlegt verk og erfitt mun verða að lofta út og viðra híbýli. Þetta gildir raunar um allt, sem mengazt hef- ir af vinstrimennsku. Öll mengnn frá vinstri Nýlunda getur engin talizt, að framrýnideild Flóridaháskóla for- stöðu, og áður við „The Princeton University", í bók sinni „Creating Altemative Futures", New York 1981, með undir-titli „The End of Economics", („Das Ende der Okonomie" er heiti bókarinnar í þýzku útgáfunni, Miinchen 1985). „Hagfræðin," segir Hazel Henderson, „er gervivísindi, sem ekkert hefir upp á að bjóða annað en falsaða lyfseðla.“ „Hin hagfræðilega rökfimi hef- ir ausið sig þurra“, heitir einn kapítuli bókarinnar, og hún - heldur áfram og segir að hag- fræðingar ættu að gera mannkyninu síðasta greiðann — þeir ættu loksins að þegja. Hin bandaríska valkyija er vissulega enginn einfari í gagn- rýni sinni á efnahagsmálafræðin eins og þegar er getið. Vonbrigði með fræðin færast í vöxt, og eng- inn efí er á, að hvergi njóta hagiðjumenn nú trausts og virð- ingar til hálfs við það, sem áður var. Enda engin furða, því að, eins og Hazel Henderson segir: „Hagfræðin er engin vísindi lengur; hún er aðeins orðin að pólitík i nýjum fötum.“Og enn- fremur: „Hið steingelda þrætu- stagl um kapítalisma og kommúnisma sýnir sig vera utan allra gátta, þar sem bæði kerfin hvila á efnahags- hyggju . . . Bæði kerfin hafa gefið sig á vald hagvaxtar- og tæknitrúar með síaukinni mið- stýringu og skrifræðislegu eftirliti," segir hún í viðtali við Fritjof Capra (samkvæmt nýjustu metsölubók hans, „Uncommon Wisdom — Conversations with Remarkable People", New York 1987). Kommúnismi + kapítalismi = ekki beinlínis aðlaðandi kynblend- ingur. Lækkandi ris Væntanlega hafa áhrif hins unga skapnaðar ekki farið langt frá mörgum, sem á annað borð hafa augu og eyru opin: Vaxandi skuldasöfnun fjölda ríkja, og heilar heimsálfur sökkva sífellt dýpra og dýpra í botnlaust skuldafen; hag- sveiflur, sem ekki láta að neinni stjórnun; atvinnuleysi tugmillj- óna manna í iðnríkjum Vestur- landa jafnt sem í vanþroska- löndum; náttúruránskapur og náttúruspjöll heimskauta á milli. Og að því er bezt verður séð, stendur öll hin mikla snill- ingafjöld, sem áratugum saman hefir talið sig eiga ráð við sér- hverjum hugsanlegum vanda, er að höndum kynni að bera, ráðþrota við skjáinn og ein- blínir agndofa á „vísindin" sín gufa upp og hverfa út i bu- skann. Fyrir 15-20 árum áttu efna- hagsráðgjafar gífurlegum vin- sældum og víðtækum áhrifum að fagna í öllum svonefndum velferð- arríkjum. Þeir strituðu við að afgreiða pantanir húsbænda sinna, mest línurit, sem sýndu að mannkyn allt ætti aðeins stutta og greiðfæra leið ófama í jarð- neska Paradís. Framleiðsla óx og viðskiptahjólið snerist með ógnar- hraða. Afturkippir af svipaðri „stærðargráðu“ og sá, sem vart varð í Vestur-Þýzkalandi á kanzl- araárum Willy margra-feðrasonar Brandt (f. 1913), þ.e. á árunum 1969-1974, minnti aðeins laus- lega á, að fyrirhyggja gæti sjaldn- ast orðið til stórra baga. Að ekki fór verr en efni stóðu til, einkum vegna aðgerða Karls Schillers (f. 1911), fyrrverandi prófessors og SA-félaga, vjðskiptamálaráðherra (1966-1972) og auk þess fjár- málaráðherra (1971-1972), var talin enn ein sönnun þess, hversu mikil blessun vísindi hagspekinnar væru mannkyninu. Á 8. áratugnum, þegar orkan varð knöpp og því dýr, umhverfið stöðugt ófrýnilegra, þegar at- vinnuleysi og verðbólga hertu tangarsókn sína gegn draumal- öndum hagvaxtargoðsins, hvarf traust og virðing þvarr á ljós- berum efnahagslífsins. Á þá sjálfa eru teknar að renna tvær grímur. Þeir spyija sjálfa sig æ oftar: „Eru efnahagsvísindin komin á leiðarenda?" - og einmitt það var þegar árið 1976 heiti bókar hins víðkunna, bandaríska hagfræðings, Benjamin Ward. Ef svo er, sýnist reynandi að þeir, sem einhvers virða lærdóms- heiður sinn, leiti uppreisnar æru með því að manna sig upp í stríð gegn „stjómmálamönnum", sem ekki em að öllu leyti sammála nema aðeins um eitt: að gyðingar séu gáfaðasta þjóð heims. Með einni undantekningu þó. íslenzkir „stjórnmálamenn" telja þá bara næstgáfaðasta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.