Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988 51 Ur tónlistarlífinu Sigrún Davíðsdóttir utanfararsjóði fyrir tónlistarfólk." En þú spilaðir ekki aðeins i hljóm- sveitinni, heldur léntir inn í strok- kvartett? „Það var sannarlega ekki á dag- skránni, en Daniel Fradkin, ísraelsk- ur fíðluleikari úr Jerúsalem-sinfóní- unni, kynntist Japana, sem starfar í Amnesty International í Japan, á fyrstu dögunum úti. Þeim kom sam- an um, að úr því hljómsveitin ætlaði að spila fyrir Barnahjálpina, færi vel á að gera eitthvað fyrir japönsk böm. A einni klukkustund eða svo skipu- lögðu þeir kvartetttónleika á sjúkra- húsi nokkru í Tókýó, stærsta bamaspítalanum í borginni. En þá var enn eftir að ná saman í kvart- ett. Ég hitti Daniel fyrir á æfíngu, þegar hugmyndin var nýfædd og hann sveif á mig með þessa hug- mynd, sem mér leizt strax vel á. Eg hafði hitt þama kanadískan víólu- leikara, systur gamallar vinkonu minnar, og stakk upp á henni. ísra- elsmaðurinn hafði kynnzt brasilísk- um sellóleikara og þá var kvartettinn kominn. Þar með styttust hléin okk- ar, því þau voru notuð til æfínga svo og aðrar lausar stundir. Fyrsta æf- ingin varð strax endaslepp, því þegar við drógum okkur út í hom í hlénu, var strax komið fólk í kring að fylgj- ast með og japanska sjónvarpið vildi vita allt um hvað stæði til, fylgdu okkur svo eftir á sjúkrahúsið, tóku allt upp, mér skilst að kvartettinn hafí komið tvívegis í fréttimar. Reyndar fylgdist sjónvarpið þama með öllu starfí hijómsveitarinnar af miklum áhuga. Franska sjónvarpið, sem gerði heimildarmynd um starf hljómsveitarinnar, gerði kvartettin- um líka góð skil. Á efnisskrána settum við svo Eine kleine Nachtmusik Mozarts, hæga þáttinn úr Ameríska kvartettinum eftir Dvorák og þátt úr Haydn- kvartett, sem heitir Reiter, reiðmað- urinn og er lýsing á reið, verkin valin með böm í huga. Þrátt fyrir alla tónlistarskólana í Tókýó, tókst okkur ekki að verða okkur úti um nema raddskrá verkanna, ekki nótur fyrir einstök hljóðfæri, svo það var ekkert annað að gera en ljósrita og svo sátum við fram á nótt við að klippa og líma upp. Æfingamar gengu vel, en vom oftast í styttra lagi... Þó þetta framtak okkar væri utan dagskrárinnar, tóku skipuleggjend- umir það strax upp á arma sína. Þegar við spiluðum, átti hljómsveitin að vera í myndatöku, en því var breytt. Bamadeildin var á þremur hæðum, enginn sameiginlegur salur, svo við spiluðum efnisskrána í gegn á öllum hæðunum. Bömin hlustuðu á, stillt og prúð, en sum þeirra vom vissulega átakanlega á sig komin. Þama var deild fyrir böm með krabbamein og þar var dapurlegt um að litast. En yfirlæknirinn, sem bauð okkur í mat á eftir, sagði okkur að fyrir miklar framfarir í læknavísind- unum, ættu mörg bamanna aftur- kvæmt út í hversdagslífíð. Eftir tónleikana vomm við svo leyst út með gjöfum." Eftir svona mikla og góða sam- vem hlýtur að vera dauflegt að kveðjast? „Vissulega var dapurlegt að sjá á eftir þessari skemmtilegu vinnu og góða hóp. Við fundum öll fyrir því. En það var mikið talað um að á 10 ára afmæli hljómsveitarinnar 1995 kæmu allir, sem hefðu tekið þátt í henni, saman í New York. Það er óljóst hvað verður gert og hvemig, en einhvern veginn lá þessi hugmynd í loftinu. Það væri sannarlega gaman að hittast aftur. Andinn í hljómsveitinni var af- bragðs góður. Það var verið að gantast með, að eitthvað hlyti að ganga á, þegar þama spiluðu ein- göngu leiðandi hljóðfæraleikarar, sem væm vg.nir að hafa síðasta orð- ið í sínum hópi. Reyndin varð þó allt önnur, kannski einmitt vegna þess að þama höfðu allir skilning á hvem- ig fólk ætti að haga sér í hóp. En það dró ömgglega enginn af sér. Ég hef aldrei áður spilað í hljómsveit, þar sem strengimir vom beðnir að spila heldur veikar, því þeir yfír- gnæfðu blásarana! Þegar við héðan hittum fólk úr öllum heimshomum, þá rennur sann- arlega upp fyrir manni, hvað okkur er gjarnt að hugsa aðeins um næstu nágránna okkar, þennan vestræna heim. Ég kynntist þama fólki frá Sri Lanka, Filippseyjum og Tyrkl- andi, svo eitthvað sé nefnt. Það er hollt að rifja þau kynni upp, þegar er hlustað á kvartið og kveinið hér, því á þessum stöðum em allar við- miðanir lífsgæðanna allt aðrar. Okkur hljómsveitarfólkinu vom lagð- ir til ríflegir vasapeningar þama, sem áttu að vera fyrir mat, en við fengum alltaf mat á æfíngum, svignandi borð af kræsingum, borinn fram af bros- mildum, japönskum konum. Vestflr- Evrópubúamir og Bandaríkjamenn- imir notuðu þessa peninga því bara sem eyðslufé, keyptu fyrir það, en það fór ekki framhjá okkur, að ýms- ir aðrir héldu peningunum saman og fóm ömgglega með þá heim, sem góða búbót. Fatnaður fólksins frá ýmsum af þessum fátæku löndum var líka annar sen sá sem við eigum að venjast og sumir illa búnir hljóð- fæmm. Þó þetta fólk lifí þokkalega heima fyrir, þá býr það þó við það ófrelsi að geta ekki ferðazt, því pen- ingar þess em nánast verðlausir utan heimalandanna, að ekki sé talað um í heimsborgum eins og Tókýó. Þessi kynni vom kannski einna lær- dómsríkust...“ í haust komu út fjögur kennslu- kver fyrir byrjendur á píanó eftir Snorra Sigfús Birgisson, eins og áður hefur verið sagt frá hér á tón- listarsíðunni. Næstkomandi þriðju- dag, 19. janúar, kl. 20.30 verður Snorri Sigfús með námskeið fyrir píanókennara í notkun kveranna. Námskeiðið verður haldið í félags- heimili tónlistarmanna á Vitastíg 3. Sannarlega ástæða til að hvetja kennara að mæta og kynna sér Ljósmynd/Makato Tanaka, Tokýó Einar Jóhannesson og Svíinn Steffan Scheja á tónleikum í Japan sl. haust. hann. Þá var ákveðið að fara á fund hans og reyna að fá afgerandi svör. Það var eins gott, því þegar menn hittust, kom í ljós að nokkurs mis- skilnings gætti hjá Japönunum. Takemitsu hélt sumsé að við ætluðum honum og Seibu að leggja út allan kostnað við að fá ókunnuga Norður- landabúa til Japan að spila ókunnuga tónlist, að fyrirtækið héldi átta tón- leika á eigin kostnað. Þegar Takem- itsu heyrði að Norðurlöndin legðu í púkk til að greiða ferðakostnað og annað, hýmaði yfír honum. En enn liðu mánuðir, næstum ár og skammur tími til stefnu. Þá bárust hraðboð um að átta tónleikar væru alltof mikið, ólíklegt að hægt, væri að fylla tón- leikasal átta kvöld með þessu efni. Betra að stefna að fjórum tónleikum, en þeir mættu ekki vera langir. Jap- anir víluðu ekki fyrir sér að sitja, þegar þeir væru komnir á staðinn. Þá þurfti að fara að snitta efnið ti! og auðvitað var það ekki sársauka- laust. Á endanum var nánast allt mælt með skeiðklukku, svo skiptingin íslenzk tónlist á menn- ingarkynningunni í Japan Píanókennaranámskeið á vegnm Musica Nova boðskapinn, því það gerist ekki á hvetjum degi að hér komi út íslenzkt tónlistarrit. Musica Nova stendur fyrir fyrir- lestrum í vetur. Síðast talaði Þorsteinn Hauksson tónskáld og kennari við Tónlistarskólann. Þetta er hið mesta þjóðþrifastarf, því fyr- irlestrar hér um tónlist eru alltof sjaldan í boði. Sannarlega lofsvert framtak... Það gerist tíðrætt um Japan hér á síðunni. í haust var haldin þar fírna mikil kynning á norrænni menningu og listum undir nafninu Scandinavia Today, japanska nafnið látið liggja milli hluta, framhald s samnefndrar kynningar í Bandaríkjunum 1982. Það hefur heyrst lítið af þessari menningarveizlu hér, enda vorum við ekki líkt eins dugleg að nýta okkur tækifærið og bræðraþjóðir okkar. í viðtali við Bergljótu Jónsdóttur, for- stöðúmann íslenzkrar tónverkamið- stöðvar, í haust var drepið á þessa kynningu í framhjáhlaupi. Mál til komið að greina nánar frá henni. Strax eftir norrænu kynninguna í Bandaríkjunum var farið að ræða hugsanlegt framhald á þessu sam- starfí. Af hveiju Japan? Þegar við upphaf kynningarinnar í Banda- ríkjunum sýndu ýmsar þjóðir áhuga á þessu efni og þeir þar á meðal. Það var snemma ákveðið að vinna að kynningunni í fyllsta samstarfi við Japani sjálfa, þótti það sýnt að lítið þýddi að reyna að troða upp á þá einhveiju, sem þeir hefðu engan áhuga á eða forsendur til að taka við. í upphafi var stefnt að því hér, eins og á hinum Norðurlöndunum, að tækifærið yrði gripið til að halda uppi áróðri fyrir íslenzkar útflutn- ingsvörur og innlenda framleiðslu. Sú viðleitni gekk ekki og dagaði uppi, en Svíar og Finnar sóttu þar hressi- lega fram. Eins og kunnugt er var haldin listsýning og hönnunarsýning innan ramma kynningarinnar og opn- aði foseti vor þá síðamefndu. Þama var svo kvikmyndahátíð með norræn- um myndum og síðast en ekki sízt tónlistarhátíð. Einn af islenzku tón- listarfulltrúunum var Þorkell Sigur- bjömsson tónskáld og það er hann sem gefur okkur innsýn hér á eftir í það, sem þama fór fram og undir- búning þess ... „Það var japanskt stórfyrirtæki, Seibu-fyrirtækið, sem sá um undir- búning heima fýrir og tók á móti norræna tónlistarfólkinu. Fyrirtækið rekur vöruhús og bókaútgáfu, svo eitthvað sé nefnt. Eins og fleiri stór- fyrirtæki þama, þá lætur það sér fátt mannlegt óviðkomandi, sinnir menningarmálum, ekki síður en við- skiptum. Það er virt japanskt tón- skáld, Tom Takemitsu, sem sér um tónleikahald á vegum Seibu, heldur meðal annars tónlistarhátíð á vegum þess á sumrin. Japanir hafa þann sið að sýna hver öðmm lotningarmerki með bugti og beygjum eftir því sem við á og Takemitsu var greinilega hátt skrifaður, því landar hans marg- hneygðu sig fyrir honum, hvar sem hann birtist. Verk hans hafa verið flutt víða, líka hér. Hann hefur sa- mið kvikmyndatónlist, samdi meðal annars tónlistina við Ran, mynd Ku- rosawa. En við komumst líka að því að heima fyrir er hann ekki síður þekktur sem ljóðskáld. Takemitsu var því sjálfsagður tengiliður Japana og norrænu undirbúningsaðilanna. Japanska útvarpið bauð til einna Ljósmynd/Makato Tanaka, Tokýó Einar Jóhannesson spilar í ein- leiksverki á tónleikum i Japan. hljómsveitartónleika. Þeir vom haldnir 1. nóv. og áttu að sendast til Norðurlandanna um gervihnött. Auð- vitað vom allir norrænu fulltrúamir, sem sáu um tónlistarmálin, jafn áfj- áðir í að gera hlut síns lands sem beztan, en takmarkað hvað gæti komizt að á einum tónleikum. Það varð úr að stjórnandinn yrði frá einu landinu, einleikari frá öðmm og þá eitt tónskáld frá hveiju hinna þriggja. Finnski stjómandinn Jukka Pekka Saraste hefur stjórnað töluvert þama fyrir austan og verið vel tekið, svo hann var sjálfsagður sem stjómandi. Sænski píanóleikarinn Staffan Scheja er líka þekktur þama, hefur oft kom- ið þama í tónleikaferðir, svo það varð úr að hann yrði einleikari. Japanir sjálfír vom með ákafar óskir um að þama heyrðist Grieg og Síbelíus og helzt þeir aftur, Danimir þá ögn daufir að hróður Nielsens þeirra skyldi ekki hafa náð austur eftir... Píanókonsert Griegs varð ofan á. Hér vom góð ráð dýr, því öll okkar tónskáld jafn lítið þekkt austur þar. Það lá beint við að mæta með Choral- is eftir Jón Nordal, bæði því verkið er til á plötu og eins hægt að benda á að verkið var fmmflutt í Was- hington undir stjórn ekki ómerkari manns en Rostrópóvitsj. Bæði verkið og saga þess gekk alveg í Japanina, því þeir gerðu öldungis engar athuga- semdir við val okkar. Upphaflega var talað um að haldn- ir yrðu átta kammertónleikar með norrænum ogjapönskum flytjendum. Það vom sendir titlar út, lýsingar og jafnvel nótur, en svo leið og beið og engin komu viðbrögðin að austan, líklega vegna þess hve þetta var allt framandlegt. Vorið 1986, þegar að- eins var um eitt og hálft ár til stefnu, var Takemitsu á ferð um Norðurlönd, því það var verið að flytja verk eftir yrði bróðurleg. Hugmyndin var að hópamir, sem spiluðu, flyttu bæði tónlist frá sínu landi, en líka frá hin- um. Frá hinum löndunum komu hópar, en héðan var valinn einn, auð- vitað af hagkvæmnisástæðum, og þá þurfti að fínna einhvem, sem gat bæði spilað einleik en líka með öðr- um. Valið var gott, því Einar Jóhann- esson klarínettuleikari var sendur. Okkur hér kemur ekki á óvart að hann stóð sig með mikilli prýði og leysti sitt verk frábærlega vel af hendi. Einar kom fram á öllum tópleikun- um Qómm, flutti verk eftir Áskel og Jón, Karólínu og mig, auk þess sem hann spilaði verk eftir Danann Her- mann Koppel, Finnann Heininen, Svíann Sandstrom og Norðmanninn Sandstrom. Ymist sólóverk eða hann spilaði með Scheja. Auk áðurnefnds verks eftir Jón Nordal, var flutt þama eitt verk eftir Karólínu Eiríksdóttur og tvö verk eftir Atla Heimi Sveins- son, sem var í Japan á norrænu tónlistarhátíðinni. Á undan tónleikunum flutti Take- mitsu stutta kynningu á tónskáldun- um og kallaði til sín viðstadda höfunda, til að eiga við þá orða- skipti. Aðsóknin var rífandi góð. í anddyri tónleikasalarins var komið fyrir heilmikilli sýningu til kynningar á tónlist landanna. Þar vom ljós- myndir, bæklingar, nótur og plötur frá Norðurlöndunum. Það er gaman að geta sagt frá því að íslenzka ef- nið hvarf í fyrsta hléinu eins og dögg fyrir sólu, kannski vegna þess að okkar tónlist var framandlegust, sú sem þeir þekktu minnst. Vísast hefð- um við getað komið frá okkur ókjömm af efni, ef það hefði bara verið til. Það var áberandi áhugi á að tala við okkur, þó tungumálaörð- ugleikar væm til trafala. Það þarf ekki að hafa mörg orð um að við mættum ótrúlegri gest- risni. Við vomm gestir Seibu og bjuggum á hóteli í eigu fyrirtækisins. Otrúlegt að við eigum nokkum tímann eftir að kynnast öðmm eins þægindum og þar. Tónleikasalurinn var á fyrstu hæð hótelsins og æfinga- herbergi fyrir tónlistarfólkið, svo það fór enginn tlmi til spillis í ferðir og hægt að einbeita sér að æfingum og undirbúningi. Aðbúnaðurinn á hótel- inu var ævintýri líkastur, svo eftir á skildum við betur áhyggjur Takem- itsu yfír því að taka við helmingi stærri hópi og halda honum uppi við þessi kjör... Um eftirleikinn er ekki gott að segja en sjálfsagt að nefna að tón- verkamiðstöðin hefur fengið fyrir- spumir þama að austan. Það má nefna að frændþjóðimar vom öllu duglegri við að kynna sína tónlist en við. Finnar efndu til á milli tuttugu og þijátíu tónleika, sendu fólk og leigðu japanska hljómsveit til að flytja finnsk verk, auk þess sem þeir aug- lýstu duglega Finn- hitt og þetta. Allar hinar þjóðimar gerðu eitthvað þessu líkt... nema við ...“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.