Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 33
3%. Á þriðja ársfjórðungi hækkuðu þeir verulega og fóru yfir 10%. Þrátt fyrir frekari hækkun nafn- vaxta á fjórða ársfjórðungi, gerði aukning verðbólgu það að verkum, að raunvextir lækkuðu í rúmlega 6%. Sé litið á árið 1987 í heild, reyndust raunvextir óverðtryggðra skuldabréfalána bankanna aðeins lítið eitt hærri en árið 1986, eða tæplega 5% samanborið við tæplega 4'/2%. Þróun raunvaxta verðtryggðra lána hefur að undanförnu verið mun jafnari en þróun raunvaxta óverð- tryggðra lána og öll til hækkunar. Um nokkurt skeið fyrir 1. nóvem- ber 1986 höfðu raunvextir verð- tryggðra skuldabréfalána verið ákveðnir 5% af Seðlabankanum. Frá þeim tíma hafa þeir sífellt þok- ast upp á við. Á fyrsta ársíjórðungi í fyrra voru þeir að meðaltali rúm- lega 6%, þeir hækkuðu í tæplega 7% á öðrum ársfjórðungi í rúmlega 8% á þriðja ársfjórðungi og fóru yfir 9% á fjórða ársijórðungi. Að meðaltali voru raunvextir af verð- tryggðum lánum tæplega 8% á árinu 1987. Ekkert heildarmeðaltal hefur verið reiknað út fyrir raunvexti al- mennra útlána viðskiptabankanna á árinu 1987. Þó virðist mega draga þá ályktun af framangreindum tölum að þeir hafi ekki verið hærri en 6—7% fyrir árið í heild en mun hærri í árslok, eða 8—9%. Framan af síðasta ári voru raun- vextir af spriskírteinum ríkissjóðs 6*/2% en voru hækkaðir í 7—872% síðla sumars til að greiða fyrir sölu spariskírteinanna, sem hafði verið afar treg fyrri hluta ársins. Vextir af lánum ijárfestingalánasjóða voru mismunandi á liðnu ári. Raunvextir af lánum húsnæðislánasjóða ríkis- ins voru lægstir, eða 1—3’/2%, en raunvextir af lánum atvinnuvega- sjóða voru á bilinu 7—10% og fóru meðal annars eftir verðtrygging- arákvæðum. Raunvextir af skulda- bréfum með bankaábyrgð og skuldabréfum traustra fyrirtækja, sem seld eru á almennum markaði, virðast hafa verið 9—11% á síðasta ári. Raunvextir bankabréfa eru nú 9'/4—10>/4%. Raunvextir í öðrum fjármagnsviðskiptum á almennum markaði voru nokkru hærri en þetta, en erfitt er að setja fram um það ákveðnar tölur, þar sem vextir í þessum viðskiptum koma iðulega fram í afföllum af ýmsu tagi. Hækkun vaxta Hækkun vaxtanna í fyrra á sér einkum fjórar skýringar. í fyrsta lagi fóru verðbólga og óvissa um þróun verðlags vaxandi eftir því sem á árið leið og jók það jafn- vægisleysi á lánamarkaði. í öðru lagi ríkti mikil samkeppni um láns- fé, bæði vegna almennrar þenslu í efnahagslífinu og vegna aukinnar innlendrar lánsijáröflunar ríkisins og annarra opinberra aðila. í þriðja lagi var aðhald í peningamálum aukið eftir mitt ár, þegar ný ríkis- stjórn hafði tekið við völdum, og ljóst var orðið að þjóðarútgjöld stefndu fram úr þjóðartekjum. í fjórða lagi átti sér stað samræming vaxtakjara á fjármagnsmarkaðnum eins og hlaut að verða í kjölfar aukins fijálsræðis í vaxtamálum. í ársbyijun í fyrra var því spáð, að verðbólga frá upphafi til loka árs yrði innan við 10%. Vegna mik- illar hjöðnunar verðbólgu á árinu 1986 þótti þetta ekki óraunsæ spá og miðuðu bankar og sparisjóðir vaxtaákvarðanir sínar við hana. En annað kom á daginn. Verðbólga fór ört vaxandi á fyrri hluta ársins, sem gerði það meðal annars að verkum, að raunvextir óverðtryggðra útlána urðu neikvæðir. Hækkun nafnvaxta í bankakerfinu kom því í kjölfar aukinnar verðbólgu en ekki á und- • an, eins og sumir hafa haldið fram. Vaxandi verðbólga var ein mynd- birting þeirrar þenslu sem ríkti í MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988 RAUNVEXTIR, 1987 12 íslensku efnahagslífi á síðasta ári. Hér eru ekki tök á því að rekja til hlítar orsakir þenslunnar í fyrra, enda hafa þeim víða verið gerð ítar- leg skil. Þó verður að geta fjögurra atriða, er varða eftirspurn eftir lánsfé sérstaklega. í fyrsta lagi var ríkissjóður rekinn með verulegum halla á fyrri hluta ársins. í öðru lagi jók útgáfa lánsloforða hús- næðislánasjóðanpa almenna láns- fjáreftirspurn. I þriðja lagi var fjárfesting fyrirtækja mikil vegna góðrar afkomu, sem ýmist mátti rekja til hagstæðra ytri skilyrða eins og í sjávarútvegi eða beinlínis til eftirspumarþenslu eins og í versl- un. Þessi fjárfesting var ekki nema að hluta til fjármögnuð af hagnaði en að öðru leyti með lánsfé. Loks er ljóst að vegna mikillar eftirspum- ar tók verslunin mikil rekstrarlán til að fjármagna vömkaup og -inn- flutning. Meðal fyrstu aðgerða ríkisstjórn- arinnar í efnahagsmálum á síðast- liðnu sumri voru aðgerðir sem miðuðu að auknu aðhaldi í peninga- málum. Má þar nefna hækkun á raunvöxtum ríkisskuldabréfa og al- mennar takmarkanir á erlendum lántökum, en erlendar lántökur fyr- irtækja færðust mjög í aukana á síðasta ári, m.a. fyrir milligöngu fjármagns- og kaupleiga. Á sama tíma hækkaði Seðlabankinn lausa- fjárhlutfall innlánsstofnana í því skyni að draga úr útlánagetu þeirra. Það er engum blöðum um það að fletta, að aukið aðhald í peninga- málum leiðir til hækkunar vaxta við þá skipan vaxtaákvarðana, sem hér er nú, enda er hún sniðin til þess að hafa einmitt þau áhrif. Til sanns vegar má færa, að þessar aðhaldsaðgerðir hefðu þurft að koma fyrr. Þær hefðu þá slegið á þensluna með hækkun vaxta, sem þó hefði hugsanlega ekki orðið jafn- mikil og sú vaxtahækkun, sem nú er orðin. Þar sem vaxtakjör eru ráðin með frjálsum samningum á markaði eru vextir traustra lántakenda og þeirra, sem setja öruggar trygging- ar fyrir lánum, yfirleitt lægri en hinna, sem minna lánstrausts njóta. Meðan vextir banka og sparisjóða voru ákveðnir af Seðlabankanum var þessu oft og tíðum ekki þannig háttað hér á landi og voru raun- vextir innlánsstofnana iðulega þeir lægstu á fjármagnsmarkaðnum. Á þessari þverstæðu hlaut auðvitað að verða breyting við það, að ákvörðun vaxta fluttist til lána- stofnana og í þá átt, að vextir þeirra hækkuðu. Þetta er einmitt það, sem gerðist í fyrra. Það voru einkum raunvextir útlána banka og spari- sjóða, sem hækkuðu og fóru þeir fram úr raunvöxtum af spariskír- teinum ríkissjóðs, eins og vænta mátti. Raunvextir á almennum markaði hækkuðu hins vegar mun minna, þegar litið er á síðasta ár í heild og eru jafnvel vísbendingar um það, að undir árslok hafi þessir vextir verið byrjaðir að lækka. Að mati fróðra manna er afstaða vaxta á hinum einstöku hlutum fjár- magnsmarkaðarins hér á landi nú með mun eðlilegri hætti en áður en ftjálsræði f vaxtaákvörðunum bankanna var innleitt. Þeirri skoðun hefur verið haldið á lofti, að hækkun vaxta hafi ekki dregið úr lánsfjáreftirspum og þar með hafi það sannast, að lögmál hagfræðinnar eigi ekki við á ís- landi. Þessi skoðun stenst alls ekki. Nær væri að spyija, hver lánsfjár- eftirspurn hefði verið, ef vextir hefðu ekki hækkað. Til marks um þetta má hafa hina gífurlegu eftir- spum, sem verið hefur eftir húsnæðislánum, sem, eins og áður segir, bera lægsta vexti hér á landi. Þá kann það einnig að valda nokkru, að vextir af lánum í bönk- um og sparisjóðum eru breytilegir en ekki fastir, þannig að síður sak- ar að semja um háa vexti á hveijum tíma, þótt líkur séu á, að vextimir lækki síðar, þar sem viðkomandi myndi njóta vaxtalækkunarinnar, engu síður en þeir, sem kjósa að bíða. Loks er ærin ástæða til að hugleiða, hvort ekki hefði dregið úr peningalegum spamaði, hefðu vextir verið lægri en raun varð á. Og eitt er víst, að innlánsaukning í bankakerfmu varð langt umfram verðbólgu, en hefði getað orðið önn- ur og minni við lægri vexti. Samanburður á vöxtum hér á landi og erlendis Ekki er til einhlít aðferð til að bera saman vexti hér á landi og erlendis. Nærtækast er að miða ýmist við vexti af svonefndum bestukjaralánum eða við ýmsa er- lenda millibankavexti, t.d. LIBOR- vexti (þ.e. millibankavexti í London), sem ráða miklu um vexti af erlendum lánum íslendinga. Við samanburð af þessu tagi verður þó að gæta þess, að vextir af bestu- kjaralánum og vextir af millibanka- lánum eru yfirleitt til muna lægri en vextir af almennum lánum til einstaklinga og fyrirtækja. Hveiju þar munar er mismunandi eftir löndum. Að dómi þeirra, sem gerst þekkja til, virðist ekki fjarri lagi, að þessir bestukjaravextir að við- bættum 2—3% og millibankavextir að viðbættum 3—4% séu hæfilegir til samanburðar við almenna útláns- vexti í íslenska bankakerfínu. Töluverðu hefur munað á raun- vöxtum af bestukjaralánum eftir löndum á undanfömum árum. í sex stærstu iðnríkjum heims voru þeir að meðaltali rúmlega 6% árin 1984—1986. Þeir reyndust nokkru lægri fyrstu átta mánuði síðasta árs, sem stafaði af því, að verð- bólga, sérstaklega í Bandaríkjun- um, jókst nokkuð á fyrri hluta ársins. í smærri iðnríkjum, þar á meðal á Norðurlöndunum, hafa raunvextir af bestukjaralánum ver- ið töluvert hærri en í stærstu iðnríkjunum. Þannig voru raun- vextir af bestukjaralánum á Norðurlöndum 7% að meðaltali á árunum 1984—1986 og engu lægri í fyrra. í öðrum ríkjum hafa raun- vextir af bestukjaralánum á Ítalíu og í Portúgal og Ástralíu á bilinu 8—11% og hvorki meira né minna en 17% á Nýja-Sjálandi. Almennt virðist sem raunvextir séu nú hærri í smáum ríkjum en stórum og hærri þar sem við er að glíma svipuð efnahagsvandamál og hér á landi, þ.e. verðbólgu og við- skiptahalla. Þetta er að ýmsu leyti eðlilegt. í fyrsta lagi er fijálsræði í vaxtamálum yfirleitt nýrra af nál- inni í hinum smærri ríkjum en hinum stærri, þar serr. fjármagns- markaðir hafa fengið áratugi ef ekki aldir til að þróast. í öðru lagi eru verðbólga og viðskiptahalli aug- ljós merki um þenslu. Aðhaldssöm peningastjóm, en henni fylgja óhjá- kvæmilega háir vextir, þar sem þeir ákvarðast af samspili framboðs og eftirspumar eftir lánsfé, er víða um lönd eitt helsta tæki stjórnvalda til að koma á betra jafnvægi í efna- hagsmálum. Síðastliðin þijú ár hafa LIBOR- raunvextir af 3—6 mánaða dollara- lánum að jafnaði leikið á bilinu 4—6%. Þeir vom heldur lægri á síðasta ári en árin þar á undan, sem rekja má til aukinnar verðbólgu í Bandaríkjunum á fyrri hluta ársins. Af þessu virðist ljóst, að alls ekki er rétt að halda því fram, að raunvextir hér á landi séu hærri en erlendis, þegar litið er yfir síðasta ár. Fullyrðingar þess efnis, að raunvextir hér séu allt að tvö- falt ef ekki þrefalt hærri en í ýmsum nágrannalöndum, em fjarstæða. Raunar virðist blasa við, að raun- vextir hafí verið hér lægri, ef eitthvað er, þegar litið er yfir lengra tímabil en allra síðustu mánuði. Háir vextir og fjár- hagur fyrirtækja og fjölskyldna Því hefur ákaft verið haldið fram að undanfömu, að háir vextir væm í þann mund að ríða mörgum íslenskum fyrirtækjum að fullu. Þetta kann að eiga sér einhveija stoð í því að fyrirtækin gætu frem- ur haldið velli, þyrftu þau ekki að endurgreiða í raunvirði það fé, sem þau hafa fengið að láni. Sú tíð er hins vegar góðu heilli liðin, að lán séu styrkir. Mikill ijármagnskostnaður fyrir- tækja í hlutfalli við tekjur stafar oft aðeins með óbeinum hætti af því, að vextir em háir. Hann stafar fyrst og fremst af því, að fyrirtæk- in hafa tekið mikil lán, ýmist vegna þess að kostnaður hefur farið fram úr tekjum, til framkvæmda eða af lítt yfírlögðu ráði. Erfiðleika ýmissa fyrirtækja í útflutningsgreinum um þessar mundir má án alls efa fremur rekja til þess, að innlendur kostnaður hefur aukist mun meira en telqur í íslenskum krónum á undanförnum missemm en þess, að vextir hafí hækkað. Hækkun vaxta er, eins og áður segir, svo nýtilkomin, að hún ein og sér getur varla hafa valdið útflutningsfyrirtækjum miklum erf- iðleikum til þessa. Reyndar búa útflutningsfyrirtæki að stómm hluta við erlend vaxtakjör á gengis- tryggðum lánum, sem oft em ákveðin í dollumm eða SDR-reikn- ingseiningum. Þau búa því við heimsmarkaðsverð á fjármagni, e.t.v. að þremur fjórðu hlutum, og miðað við innlenda verðlagsþróun á síðasta ári vom raunvextir af lánum þeirra neikvæðir. Hins vegar hefur gengisþróun á alþjóðlegum gjald- eyrismörkuðum á síðustu mánuðum verið ýmsum útflutningsfyrirtækj- um óhagstæð, einkum þeim sem selja á Bandaríkjamarkaði. Þá má einnig telja fullvíst að ýmis fyrir- tæki hafí ráðist í íjárfestingu, sem vafasamar arðsemisforendur vom fyrir. Ofíjárfesting á ýmsum sviðum er til vitnis um þetta. Háir vextir eiga ekki nema lítinn hlut í erfiðleik- um þessara fyrirtækja. Aðalsöku- dólgarnir em ýmist óhagstæð verðlagsþróun eða fjárfestingarmis- tök. Almennt hefur atvinnurekstur á íslandi búið við sambærilega raun- vexti undanfarin ár og tíðkast hafa í helstu nágranna- og viðskiptalönd- um. Á hinn bóginn verður því ekki neitað, að raunvextir nú í ársbyijun em hærri en samrýmist eðlilegri uppbyggingu atvinnulífs í framtíð- inni. En raunar þarf fleira að koma til en lækkun raunvaxta. Nauðsyn- legt er, að S framtíðinni gegr.i áhættufé stærra hlutverki í íjár- mögnun nýrra fyrirtækja en nú er. í því sambandi þarf að breyta hér 33 skattalögum þannig að hlutafjár- eign verði fysilegur sparnaðarkost- ur. Jafnframt þarf að einfalda og samræma lög og reglur um erlent fjármagn í íslensku atvinnulífi. Að þessum verkum er nú unnið á veg- um ríkisstjómarinnar. Skattmeðferð vaxta er svo kapít- uli út af fyrir sig. Varðandi fyrir- tæki er meginreglan sú, að raunvaxtagreiðslur em færðar til gjalda og raunvaxtatekjur til tekna. Þetta þýðir einfaldlega, að raun- vextir, sem fyrirtæki greiðir, em frádráttarbærir til skatts. Raun- vextir af lánum fyrirtækja em því í reynd Iægri en virðist við fyrstu sýn. Varðandi einstaklinga er meg- inreglan hins vegar sú, að vextir em hvorki skattskyldir né frádrátt- arbærir, þó með þeirri mikilvægu undantekningu, að vextir af lánum til húsnæðiskaupa hafa verið frá- . dráttarbærir til skatts, samkvæmt sérstökum reglum. Með nýju stað- greiðsluiögunum er felldur niður vaxtafrádráttur vegna húsnæðis- kaupa, en í stað hans em teknar upp sérstakar húsnæðisbætur til handa þeim, sem em að koma sér upp þaki yfir höfuðið í fyrsta sinn. I hvom tveggja fyrirkomulaginu er um því sem næst beina niður- greiðslu á raunvöxtum íbúðakaup- enda að ræða. Þetta sýnir, að skráðir raunvextir em ekki einhlítur mælikvarði á þá raunvexti, sem fyrirtæki eða einstaklingar greiða á endanum. Raunvaxtabyrðin reyn- ist iðulega léttari en sýnist áður en tekið hefur verið tillit til skattac. Mikilvægt er, að það, sem enn er eftir af mismunandi skattmeðferð vaxta, verði samræmt í þá vem, að raunvaxtatekjur af peningaleg- um eignum umfram ákveðið mark verði almennt skattskyldar sem aðrar tekjur. Ekkert réttlæti er í því, að eignatekjur séu skattfijálsar á sama tíma og launatekjur em að fullu skattskyldar. Enn eimir talsvert eftir af verð- bólguhugsunarhætti fyrri tíma. Þetta kemur fram með ýmsu móti.. Greinilegt er, að ýmsir aðilar hafa aflað sér lánsfjár á almennum markaði til stofnunar og reksturs fyrirtækja án þess að eiga nokkurt fé sjálfir. Vextirnir, sem þessir aðil- ar hafa sæst á að greiða, hafa oft og tíðum verið hærri en nokkur eðlilegur atvinnurekstur getur borið til lengdar. Afleiðing slíkrar glópsku em auðvitað greiðsluþrot. Þá er greinilegt, að margir velta lítið fyrir sér þeim raunvöxtum, sem þeir greiða, þegar þeir kaupa vöm með afborgunum. Raunvextir í af- borgunarviðskiptum em ömgglega í mörgum dæmum 20—30% ef ekki enn hærri, þegar tekið er tillit til staðgreiðsluafsláttar. Með örlítilli þolinmæði gæti fólk, sem velur þetta greiðsluform, sparað sér stórfé. Ákafi þess í að fá vömna strax bendir raunar til þess að það geri sér oft litla grein fyrir þeim viðbótarkostnaði, sem það verður . fyrir vegna þessa greiðslufyrir- komulags. Hér er án efa mikil þörf á betri upplýsingum fyrir neytend- ur. Vextir í afborgunarviðskiptum em án efa hæstu vextir, sem al- menningur á íslandi greiðir. En þetta em líka viðskipti sem hveijum og einum er í sjálfsvald sett hvort hann stundar eða ekki. Helstu lán, sem almenningur hér á landi tekur, bera mun lægri raunvexti. Þar ber auðvitað helst að telja opinber hús- næðislán með 1—3'/2% raunvöxt- um, sem virðast vera mun lægri en raunvextir af húsnæðislánum í ýmsum nágrannalöndum, þar á meðal í Danmörku og Svíþjóð. Lán, sem fólk tekur í bönkum, bera auð- vitað hærri vexti en þetta, en þeir vextir em ömgglega ekki hærri en bankavextir, sem almenningur verður að sæta erlendis. Nú er því án efa svipað háttað með margar ijölskyldur og fyrir- tæki, að tekjur þeirra hrökkvavarla fyrir framfærslukostnaði. Ódýrt lánsfé er hins vegar ótæk lausn á vanda þessa fólks. Annað af tvennu verður að koma til: Hærri laun eða aukinn lífeyrir frá hinu opinbera, ýmist beint eða í gegnum skatta- kerfið. Jafnframt er ljóst, að allstór SJÁ NÆSTU SÍÐþJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.