Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANUAR 1988 43 Söluskattsheimsmet Jóns Baldvins sannað af hans eigin starfsmanni eftir Steingrím J. Sigfússon Einn af önnum köfnum starfs- mönnum fjármálaráðuneytisins hefur gefið sér tíma til þes að setja niður á blað allmikla varnarræðu um matarskattinn. Starfsmaður þessi, hagfræðingur að mennt, Bolli Þór Bollason, birtir í Morgunblaðinu laugardaginn 9. janúar grein undir heitinu „Uppstokkun á skattkerfínu og framfærslukostnaður heimil- anna“ og tíundar þar öll helstu rökin sem flest hafa heyrst áður fyrir þeim skattkerfísbreytingum sem gengu í gildi nú um eða uppúr ára- mótum. Reynt er að veija matar- skattana með þeirri nauðsyn að einfalda skattkerfíð og bæta skatt- skil. Uppúr öllum þeim varnaróði stendur þó sú staðreynd að lífsnauð- synjar á íslandi eru nú dýrari en víðast hvar annars staðar í heimin- um ef ekki þær dýrustu, og þurfti ekki 25% söluskatt til í mörgum tilfellum. Hagfræðingurinn kvartar undan því að umræðan undanfama daga og vikur hafa oft á tíðum verið villandi, talar jafnvel um rang- færslur og útúrsnúninga. Ekki ætla ég að elta ólar við þá hluti né svara því, en stilli mig þó ekki um að víkja að fáeinum atriðum í grein- inni, enda er mér e.t.v. málið skylt og sumt af því sem verður Bolla titefni skrifanna ættað úr mínum húsum. Meðaltalið hugsanlega í lagi Bolli íjallar nokkuð um áhrif þessara breytinga á framfærslu- kostnað heimilanna og þykist geta sýnt fram á að hin fræga meðaltals- fjölskylda eigi ekki að skaðast út af þessum breytingum í heild sinni. Ég stilli mig ekki um að taka orðrétt upp það orðalag sem hag- fræðingurinn velur vangaveltum sínum í 4. kafla greinar sinnar, þar sem hann fjallar um áhrifín á fram- færslukostnað heimilanna. Þar er sagt: „Þessu (þ.e.a.s. þessu með framfærslukostnaðinn) er auðvitað erfítt að svara í smáatriðum því að breytingamar em svo miklar og koma vafalaust misjafnlega við heimilishald hvers og eins. Til þess að nálgast svar við spurningnnni er þó hægt að skoða það hvemig meðalfjölskylda í landinu kemur hugsanlega út úr þessu, m.ö.o. hvemig dæmið lítur út á mæli- kvarða vísitölufjölskyldunnar (let- urbreyting, SJS).“ Broadway: Aukasýning- ar á „ Allt vitlaust“ NOKKRAR aukasýningar verða á rokk- og danssýningunni „Alit vitlaust" í veitingahúsinu Broad- way í janúar og febrúar. Fyrsta sýning á nýju ári verður laugar- daginn 23. janúar. Úr þvi' þetta er sá inngangur sem Bolli kýs í umfjöllun sinni um þessi áhrif þarf ég í raun engu við að bæta. Lýsing á þeirri óvissu sem fólkið í landinu stendur nú frammi fyrir er fullkomin. Rétt er þó að vekja athygli á þeirri staðreynd að fullyrðingar um 7% hækkun mat- vælaliðarins hjá vísitölufjölskyld- unni byggja að sjálfsögðu á þeirri gömlu framfærsluviðmiðun sem stuðst er við og næsta víst má telja að neyslusamsetningin sé nú tals- vert breytt frá því sem var fýrir einum 8 ámm eða þar um bil. Menn geta spurt sig að því sjálfir hvort t.d. neysla ferskra ávaxta og græn- metis sé ekki líkleg til þess að hafa aukist, en þar er jú á ferðinni all- stór matvælaflokkur sem hækkar um 25%. Sú staðreynd verður ekki hrakin og út af fyrir sig reynir Bolli það ekki, að þeim mun stærri og tekju- lægri sem fjölskyldur eru þeim mun verr koma þessar breytingar niður. Pyrst og fremst vegna þess að þá hækkar hlutur matvælanna' í út- gjöldum heimilanna og er auðvelt að taka dæmi um stærri fjölskyldur en hina frægu vísitölufjölskyldu með eitthvað umtalsvert lægri tekj- ur og sýna þannig fram á að útgjöld til matarkaupa séu ekki nálægt 20 eða 25% heldur 30 eða 40%. Þar fer allt eftir þv'hvemig menn vilja leika sér með tölur en sú staðreynd er óhrekjanleg að þessar breytingar ívilna frekar minni fjölskyldum og tekjuhærri fjölskyldum sem eyða hlutfallslega meira af launum sínum til kaupa á ýmiskonar lúxus- vamingi sem nú lækkar í verði en minna til matarkaupa og svo öfugt. Heimsmet eða ekki heimsmet Hagfræðingurinn Bolli Þór Bolla- son kvartar yfír því að undanfamar vikur hafí ekkert atriði verið jafn oft rangfært og það að með þessum söluskatti á matvæli upp á 25% sé verið að setja heimsmet. Undirritað- ur getur fúslega viðurkennt það að hafa haldið því fram úr ræðustóli á Alþingi að 25% söluskattur á matvæli væri heimsmet. Ég hef les- ið skýrslur yfír öll aðildarlönd Efnahags- og framfarastofnunar- innar þar sem fram kemur að hvergi innan vébanda stofnunarinnar, en henni tilheyra þróuðustu ríki verald- ar, sé um jafnháa skattprósentu á matvæli að ræða. Það vill svo vel til að í sinni eigin grein sannar Bolli það sem hann er þó að reyna að hrekja, sem sagt með því að birta töflu yfir álagningu söluskatts eða v irðisaukaskatts í aðildarríkjum OECD og í 5. dálki þeirrar töflu em skattar á brýnustu matvæli. Þar er ísland í efsta sæti með 25%. Næst okkur komast Svíþjóð, Dan- mörk og Noregur, en flestöll önnur lönd em ýmist með enga eða mun lægri skatta á matvæli. Ég þarf því ekki annarra vitna við en þeirrar töflu er Bolli Þór Bollason birtir með sinni eigin grein til þess að rökstyðja þá fullyrðingu mína, sem ég hef áður haldið fram, að 25% söluskattur á matvæli sé heimsmet. En hins vegar væri fróðlegt ef farið væri út í samanburð við önnur lönd að halda þá áfram og skoða hvemig tvær aðrar stærðir, sem hér skipta miklu máli,. snúa við okkur íslendingum borið saman við m Steingrímur J. Sigfússon aðrar þjóðir. I fýrsta lagi verð á matvömm og í öðm lagi kaup- máttur tímakaups. Verð á matvöm á íslandi var fyrir þessar breytingar með því hæsta sem þekkist, en kaupmáttur greidds tímakaups mun lægri en hann er í mörgum af þeim löndum sem við bemm okkur helst saman við. Þessum staðreyndum heldur Bolli Þór Bollason ekki til haga í grein sinni. Það má vel vera að rétt reynist, þegar menn geta um það fullyrt að vísitölufjölskyldan upp á 3,9 heimilismenn, sem hefur 110 þús. kr. í kaup á máriuði og kaupir ná- kvæmlega nógu mikið af lúxusvör- um og borðar nógu mikið af varalit, komi til með að sleppa án skakka- falla í gegnum allar þessar breyt- ingar. Óðm hefur heldur aldrei verið haldið fram, a.m.k. ekki af minni hálfu. Það sem ég hef fullyrt og tel mig geta sannað, er að lág- tekjufólk, einkum stórar fjölskyld- ur, mun líða fyrir þessar breytingar, að mikill meirihluti þjóða sem búa við eitthvað sambærileg lífskjör og við íslendingar leggi annaðhvort engan eða þá mjög lágan skatt á matvæli, gjarnan með sérstöku mjög lágu skattþrepi en noti svo önnur hærri fyrir lúxusvömr, og að 25% söluskattur á brýnustu lífsnauðsynjar sé heimsmet. Ég tel út af fyrir sig viðleitni þessa starfsmanns fjármálaráð- herra virðingarverða vegna þess að húsbóndahollusta er ekki ómerki- legri hvöt en hver önnur. En hér mun reynslan verða besti dómarinn eins og þegar er farið að koma í ljós. Fyrst og fremst vara ég menn við þeirri tilhneigingu sem ég get ekki neitað að ég þykist fínna oftar hjá ýmsum hagfræðilega sinnuðum eða menntuðum mönnum heldur en öðmm, að falla endanlega flatir fyrir hinum köldu rökum tölfræð- innar eða hagfræðinnar. Það er vissulega eðlilegt markmið að reyna að einfalda skattkerfi og gera það skilvirkara, en slík einföldun, slík þrá til að einfalda hlutina, má ekki bera kröfuna um réttlæti og sann- gimi ofurliði. Fari svo er aldrei að vita hvar það endar. Sú saga gekk einu sinni í einni af stofnunum Sameinuðu þjóðanna, í árdaga tölvualdar, að þar hefði, þá, ein öflugasta tölva heimsins verið möt- uð á öllum upplýsingum um fólks- fjölda og fólksfjölgun, heilbrigði, dánartölur, fæðuþörf, matvæla- framleiðslu og aðrar tilheyrandi upplýsingar og hún síðan látin malla á þessu og beðin um svör, um ráð við fólksfjölgunarvandamál- unum. Eftir að hafa urrað á þessu nokkra stund prentaði tölvan út stutt og laggott svar: „Minnkið matvælaframleiðsluna.“ Þannig getur farið. Höfundur er alþingismnður Al- þýðubandaiagsins fyrir Norður- landskjördæmi eystra. Skutlan er eins og sniðin fyrir nútímafólk. Hún er sparneytin, 5 manna og sérlega léttog lipurfum- ferðinni. Skutlan er flutt inn af Bílaborg h/f. Það tryggir 1. flokks þjónustu, sem er rómuð af öllum sem til þekkja. * LANCIA SKUTLA kostar kr. 312 þús.kr. stgr. Útborgun kr. 78.000, eftirstöðvar greiðast á 30 mánuðum, kr. 9.860 pr. mánuð að viðbættum verðbótum. Kostnaður við ryðvörn og skráningu er ekki innifalinn. _________________<Gengisskr. mm BILABORG HF. FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99 Opið laugardaga frá kl. 1 - 5. Mátt þú sjá af 324 krónum á dag?* Ef svo er þá getur þú eignast splunkunýja LANCIA SKUTLU! I frétt frá veitingahúsinu segir, að ástæða aukasýninga séu Qöl- margar áskoranir gesta í Broad- way. Um hljóðfæraleik á skemmtan þessari sér hljómsveitin The Birds, sem skipuð er 10 þekktum hljóm- listarmönnum undir stjóm Gunnars Þórðarsonar. Um sönginn sér hópur sem kallast The Bees, en hann skipa þau Björgvin Halldórsson, Eiríkur Hauksson, Eyjólfur Kristjánsson og Sigríður Beinteinsdóttir. Dans- flokkurinn Rokk í viðlögum er skipaður 17 dönsurum, sem túlka söguna „með trukki og dýfu“ eins og segir í fréttinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.