Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988 25 Áfengisútsala í Mjóddina Útsala við Snorrabraut eða Laugarás lögð niður í framtíðinni AFENGIS- og tóbaksverslun ríkisins hefur fest kaup á hús- næði að Álfabakka 14 i Mjóddinni í Breiðhoiti og er fyrirhugað að opna þar áfengisútsölu i sumar, að sögn Höskuldar Jónssonar forstjóra ÁTVR. Höskuldur segir að í náinni framtíð verði einni áfengisútsölu í Reykjavík lokað, annaðhvort útsölunni við Snorra- braut eða Laugarás. Álfabakki 14 er við göngugötuna í Mjóddinni og er í eigu nokkurra aðila, meðal annars Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis og Jóns Asmundarnes Aðalsteins Jónssonar. Kaupverðið er 18,2 milljónir kr. Húsnæði ÁTVR er 185 fermetrar að stærð og því fylgir jafn stór geymslukjallari. Húsnæðið verður afhent í byijun maí og Höskuldur telur að hægt verði að opna þar útsölu í ágúst. Hann sagði að ekki væri ákveðið hverskonar verslun yrði sett upp þama. ÁTVR ætlaði að taka þátt í bygg- ingu húss í Mjóddinni en hætti við það í árslok 1986 en keypt hús- næði fyrir útibú í Kringlunni. Höskuldur sagði að horfíð hefði verið frá því á sínum tíma að byggja stóra verslun í Mjóddinni, hún hefði orðið 700 fermetrar, en í þess stað afráðið að setja upp minni verslun. Höskuldur Jónsson sagði að á næstu mánuðum yrði opnuð áfeng- isútsala í Neskaupstað. Hann sagði að ekki hefði verið gengið frá leigu-' samningi þar, en stefnt að sam- vinnu við verslun, með svipuðu fyrirkomulagi og í Ólafsvík. Hann sagði að ekki hefði verið ákveðið með fleiri útsölur, t.d. á Hafnar- fjarðarsvæðinu. Þá sagði Höskuldur að eftir því sem áfengisútsölum yrði dreift meira um höfuðborgar- svæðið kæmi fyrr að því að einhver af útsölunum næst miðbænum yrði lögð niður. Bjóst hann við að valið stæði á milli útsölunnar við Snorra- braut og Laugarás. Frá og með janúar 1988 AUSTRiAAf AÍRL/iMES Austurríska flugfélagið Umboðsaðilar okkar á íslandi eru Flugleiðir, Lækjargötu 2, 101 Reykjavík. Sími 690100. Farseðlapantanir og nánari upplýsingar á skrifstofu Flugleiða og á ferðaskrifstofunum. í Bjarnarfirði: 12—15 sek- úndulítrar af heitu vatni Laugarhóli, Bjarnarfirði. BORINN Ýmir frá Jarðborunum hf. kom niður á um 12 til 15 sek- úndulitra af um það bil 35 stiga heitu vatni að Ásmundarnesi í Kaldrananeshreppi siðdegis á fimmtudag. Vatnið hyggst bónd- inn í Ásmundarnesi, Guðmundur Halldórsson, nota við fiskeldi sitt. Byijað var að bora í Bjamarfirði í desember og síðastliðinn mánudag kom þriggja manna áhöfn jarð- borsins aftur til vinnu eftir jól. Boraðir höfðu verið um 180 metrar í Ásmundamesi í desember. Veður hér um slóðir hefur verið afleitt þessa viku og urðu þeir frá að hverfa þar til á fímmtudagsmorgun að þeim tókst að koma öllum tækj- um í gang og hófu bomn. Er þeir höfðu borað um 14 metra kom allt í einu upp það magn af 35 stiga heitu vatni að pressan sem þeir höfðu hamlaði ekki á móti. Var hér um 12—15 sek. lítra að ræða. Þó að segja megi að með þessu sé fengið það magn af heitu vatni sem til þarf og kannski gott getur, vatnsmagnið myndi duga fyrir litla þorpshitaveitu, munu þeir enn dýpka holuna nokkuð og ganga svo frá henni. Síðan heldur borinn með áhöfn suður á ný til borana í Keflavík. SHÞ Nefnd fjallar um kennslu í húsagerðarlist Menntamálaráðherra hefur að tillögu sljómar Arkitektafél- ags íslands skipað nefnd til að kanna forsendur þess að hefja kennslu í húsagerðarlist hér á landi. Nefndinni er ætlað að láta uppi rökstutt álit á hvort rétt sé að taka upp slíka kennslu hér og hvar best færi á að vista hana ef til kæmi. í nefndinni eiga sæti Guðrún Jónsdóttir arkitekt og Vilhjálmur Hjálmarsson arkitekt, bæði til- nefnd af Arkitektafélagi íslands, Hörður Ágústsson listmálari, til- nefndur af Myndlista- og handíða- skóla íslands, Þorsteinn Helgason prófessor, tilnefndur af Háskóla Islands, og Stefán Stefánsson deildarsérfræðingur í menntamála- ráðuneytinu sem jafnframt er formaður nefndarinnar. ^BROWNINR veggjatennisvörur 21kaupstaður >ívr MAZDA 626 Sedan GLX Coupe GTi Frá því aö MAZDA 626 kom fyrst á markaöinn hefur hann verið langvinsælasti bíllinn í sínum flokki hérlendis. Nú er 3. kynslóð af þessum geysivinsæla bíl komin á markaöinn nýr frá grunni, stærri, aflmeiri og glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Hatchback 4WS L MAZDA 626 kostar nú fráaöeins 658 þúsund krónum. (1.8L Sedan 5 gíra m/vökvastýri) Sýningarbílar á staðnum. Opiö laugardaga frá kl. 1—5. (stgr. - gengisskr. 8.1 B8) BILABORG HF. FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99 S,don <te Mec/Uiou _ 1 v.v“ H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.