Morgunblaðið - 16.01.1988, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.01.1988, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988 borð og fletjið öriítið út. Vefjið síðan upp og setjið í smurt af- langt álmót. Látið samskeytin snúa niður. Skerið 3 rifur í hvort brauð. Notið beittan hníf til þess og snögg handtök. 5. Setjið mótið á grind yfir volgu vatni í eldhúsvaskinum. Leggið stykki yfir brauðin. 6. Hitið bakaraofn í 210°C, blástursofn í 190°C. 7. Úðið örlitlu volgu vatni ofan á brauðin og setjið þau síðan í miðjan ofninn og bakið í 30 mínút- ur. 8. Takið brauðin strax úr mót- inu að bakstri loknum, annars slagna þau í botninn. Rúgbrauð 450 g rúgmjöl, 100 g heilhveiti, 100 g hveiti, 2 tsk. kaffiduft (instant kaffi), 2 tsk. salt, 50 g þurrger, 1 dós jógúrt án bragðefna, 2 dl heitt vatn úr krananum. 1. Setjið heilhveiti, hveiti. kaffi- duft, salt og þurrger í skál. 2. Blandið saman heitu vatni úr krananum og jógúrt og hrærið út í. Þetta verður lint deig. 3. Blandið nú smám saman rúgmjölinu út í þar til þetta er orðið nokkuð þétt deig. Það má þó ekki verða mjög hart. 4. Smyrjið 1—2 aflöng jóla- kökumót. Setjið deigið í mótið/ mótin. Fyllið það/þau að 3A. Pikkið með gaffli. 5. Setjið volgt vatn í eldhús- vaskinn. Leggið grind ofan á og setjið mótin þar á. Leggið stykki yfir. Skiptið um vatn þegar það fer að kólna. Látið lyfta sér í 75 mínútur. 6. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn í 180°C. Setjið brauð- ið neðarlega í ofninn og bakið í 60—75 mínútur. 7. Takið brauðið úr mótinu, bankið í það. Ef holhljóð heyrist er brauðið bakað, ef ekki er á- gætt að baka það aðeins lengur án bökunarmótsins. Rúgbrauð seytt í potti 1 kg rúgmjöl V2 tsk. salt, 6 dl sjóðandi vatn, 1 msk. hunang. 1. Setjið rúgmjölið í skál. 2. Sjóðið vatn, hrærið salt og hunang út í. Hellið út í mjölið og mótið deig. 3. Smyijið 1 kg dunk með loki. Hægt er að nota Machintosh’s- dós. Setjið deigið þétt ofan í dósina. 4. Setjið stykki yfir dósina. Látið standa við velgju í 12 klst. Hægt er að láta dósina standa við miðstöðvarofn eða jafnvel ofan á kæliskáp þar sem hitaútstreymi er. 5. Setjið nú dósina ofan í pott með heitu vatni, þannig að vatnið nái vel upp fyrir miðju dósarinn- ar, þó ekki svo hátt, að hætta sé á að það renni inn í dósina. Notið eins lítinn pott og hægt er. 6. Setjið minnsta straum á hell- una og seyðið brauðið í pottinum í 6 klst. 7. Takið brauðið úr pottinum, veflið í hreina diskaþurrku og lát- ið kólna. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON m^Ilmurinn úr eldhús- inu er svo lokkandi“ Brauð úr hveiti, heil- hveiti og hveitiklíði 5 dl hveiti, 2 dl heilhveiti, V2 dl hveitiklíð, V2 msk. púðursykur, '/2 tsk. salt, 1 msk. þurrger, 2 msk. matarolía, 1 V2 dl mjólk, 1 V2 dl vatn úr heita krananum. 1. Setjið hveiti, heilhveiti, hveitiklíð, púðursykur, salt og þurrger í skál. 2. Blandið saman kaldri mjólk og heitu vatni. Setjið matarolíu út i. Hellið út í mjölið. 3. Hrærið vel saman. Gott er að nota hrærivél. 4. Setjið volgt vatn í eldhús- vaskinn. Setjið skálina ofan í vatnið. Leggið stykki yfir. Látið lyfta sér í 25 mínútur. 4. Hnoðið deigið upp, setjið á Það borgar sig svo sannarlega að baka brauðið sitt heima og það er hvorki erfítt né tímafrekt starf. Tvennt þarf að hafa í huga til þess að þetta takist: Deigið á að vera lint og vökvinn má ekki vera of heitur. Alls ekki heitari en 40° C. Minni hiti má vera, og fer hraði lyftingar eftir hitastigi upp að 35-37° C. Ég bakaði 14 brauð í einu um daginn. Hvert brauð vó um 500 g. Samtals kostuðu þessi brauð um 250 krónur. Þá hafði ég ekki reiknað með rafmagnskostnaði, en brauðin eru um 25 mínútur að bakast. Ég hefí blástursofn, sem gerir mér mögulegt að baka svona mörg brauð í einu. En þessu magni er auðvelt að skipta og baka í tvennu lagi. Baka 7 brauð í hvort skipti. Ég vandist því snemma að brauð væri bakað heima og hnoð- aði oft brauðin með móður minni. Allt brauð var bakað heima á mínu bemskuheimili, þótt bakarí væri starfrækt í bænum. Heimilið var stórt, 7 böm og að jafnaði 11 manns í heimili. Ég held a varla hafi liðið sá dagur, að ekki væri bakað brauð. yfirleitt var lagt í brauðið að kvöldi, það látið vera á svölum stað í búrinu yfír nóttina. Síðan var það slegið niður og mótað að morgni. Rúgbrauðið var síðan bakað á eftir og látið vera í ofninum fram á næsta morgun. Ekki var þó rúgbrauð bakað daglega, en það var bakað í stórum dunkum og mikið magn í einu. Þetta brauð var mjög ljúf- fengt, en ég á því miður ekki uppskrift af því. Ekkert ger var haft í það brauð. í önnur brauð var notað ölger eða kartöfluger, en kartöflugerið var stöðugt end- umýjað og geriinum haldið lifandi við visst hitastig, sem hafa þurfti mikla nákvæmni við. Gaman væri að eiga uppskrift af þessu kartö- flugeri. Það er flókið ferli, sem verður í brauðinu við bakstur. Þegar deigið er sett í ofninn, hitnar það og loft ásamt koltvísýringi sem er í deiginu þenst út og iyftir deiginu frekar. Rakastig ( ofnin- um skiptir einnig miklu máli við lyftingu brauðsins. í bakaríum er hægt að stjóma rakastigi bökun- arhólfanna með því að sprauta raka inn í þau, • en við getum bætt brauðið og lyftingarmögu- leika þess með því að setía skál með vatni á botn ofnsins. Ég nota yfirieitt álmót til þeirra hluta, þar sem skálar sem við setjum í ofn- inn verða oft Ijótar þegar húð myndast inn í þeim. Nú fæst mjög gott þurrger, sem setja má beint út í mjölið. Það er ýmist í 50 g eða 500 g pakkning- um, sem hentugt er að kaupa, ef við ætlum að baka mörg brauð. Þetta ger geymist í marga mán- uði við stofuhita áður en pakkinn er opnaður en eftír að búið er að opna umbúðimar þarf að geyma gerið í lokuðu íláti í kæliskáp. Þar geymist það í 6—10 mánuði. Gaman er að baka brauð sjálf- ur. Nýbakað brauð er lostæti, og „ilmuririn úr eldhúsinu er svo lokkandi". Brauð úr haframjöli og hveiti 400 g haframjöl, 400 g hveiti, 2 msk. sykur, 1 tsk. salt, V« tsk. pipar, V2 tsk. negull, 1 msk. þurrger, 1 msk. matarolía, V2 dl síróp, 3 dl mjólk, 3 dl heitt vatn úr krananum, 1 tsk. síróp + 2 tsk. vatn til að pensla með, 1 msk. haframjöl ofan á. 1. Setjið haframjöl, hveiti, syk- ur, salt, pipar, negul og þurrger í skál. 2. Blandið saman heitu vatni og kaldrí mjólk. Setjið síróp og matarolíu út í. Hellið út í mjöl- blönduna. Hrærið saman. Gott er að nota hrærivél. 3. Mótið 2 kringlótt brauð, setj- ið á pökunarpappír á bökunar- hellu. 4. Blandið saman 1 tsk. af sýrópi og 1—2 tsk. af vatni. Penslið brauðin með sírópsvatn- inu. Stráið haframjöli yfir. 5. Setjið volgt vatn í eldhús- vaskinn. Leggið bökunarplötuna milli barmanna á vaskinum. Legg- ið stykki yfír brauðin. Látið lyfta sér í 30 mínútur. 6. Hitið bakaraofn í 200° C, blástursofn í 180° C. Setjið brauð- in í miðjan Ofninn og bakið í 30 mínútur. Brauð með morgunkorni (miiesli) V2 kg hveiti, 200 g morgunkom, 50 g þurrger, V2 tsk. salt, V2 dl matarolía, 2 dl heitt vatn úr krananum, 1 V2 dl súrmjólk, 1 eggjarauða, 1 msk. morgunkom til að strá yfír brauðið. 1. Setjið 3/a hluta hveitis, þurr- ger, salt, morgunkom og matar- olfu í skál. 2. Blandið saman heitu vatni og súrmjólk og setjið út í. Hrærið vel saman. 3. Blandið því sem eftir er af hveitinu út í og hnoðið meðalþétt deigið. 4. Mótið 2 hnöttótt brauð úr deiginu. Setjið kross í miðju hvors brauðs. 5. Setjið 1 tsk. af vatni út í eggjarauðuna og penslið brauðin með henni. 6. Stráið morgunkomi yfir. 7. Setjið volgt vatn í eldhús- vaskinn, setjið plötuna með brauðunum miili barmanna á vaskinum. Leggið hreint stykki yfir. Látið lyfta sér í 30 mínútur. 8. Hitið bakaraofn í 210°C, blástursofn í 190° C. Setjið brauð- in í miðjan ofninn og bakið í 25—30 mínútur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.