Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 35
INNLENT MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988 Norræna husið: Jasstónleikar HJÓMSVEITIN ' „Eðahvað" heldur tónleika í Norræna húsinu sunnudaginn 17. janúar nk. Tón- leikarnir hefjast kl. 16.00. Hljómsveitina „Eðahvað" skipa: Skúli Sverrisson bassaleikari, Kjart- an Valdimarsson píanóleikari, Stefán S. Stefánsson saxafónleikari og Pét- ur Grétarsson trommuleikari. Bassaleikarinn Skúli Sverrisson stundar nám í bassaleik við tónlistar- skólann Berklee College en er hér á landi í heimsókn um þessar mundir, annars eiga meðlimir hljómsveitar- innar það sameiginlegt að hafa numið við Berklee College og helga sig að mestu jasstónlist. A tónleikunum verða leikin lög sem hljómsveitarmeðlimir hafa samið auk annarra laga. Tónleikamir eru í Norræna húsinu eins og áður segir og heflast kl. 16.00. Jasshijómsveitin „Eðahvað" er skipuð: Skúli Sverrisson bassaleikara, Kjartan Valdimarsson pfanóleikari, Stefán S. Stefánsson saxafónleik- ari og Pétur Grétarsson trommuleikari. Mánaklúbburinn: Fyrir fólk sem vill skemmta sér í þægilegu umhverfi - segja forsvarsmenn klúbbsins Siglufjörður: Loðnuverð hækkar Siglufirði. BÁTAR héðan frá Siglufirði fóru á sjó á föstudag eftir nokkurt hlé vegna veðurs. Tregt hefur verið hjá togurum, en einhverjir hafa þó verið að reka í stór höl f flott- roll á Kögurgrunni. Loðnan er nú áð færa sig austur og suður með Austfjörðum og §ar- lægð frá Siglufirði á miðin lengist því. Vegna þess hefur verksmiðja SR hér á staðnum hækkað loðnu- verðið og greiðir 2.400 krónur fyrir hveija lest auk álags, sem fer eftir því hve miklum hluta afla síns skipin landa hjá verksmiðjum SR. Mönnum hér þykir einkennilegt að starfsfólki saumastofunnar Salínu skuli hafa verið sagt upp. Stofan var rekin með hagnaði á síðasta ári, sem meðal annars má merkja af jólabón- us, sem starfsfólkið fékk. -Fréttaritari Nýr útibússtóri tekinn til starfa Keflavfk. JÓHANNA Reyuisdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri hjá Verslunarbankanum í Keflavfk og er hún fyrsta konan sem gegnir þessari stöðu hjá banka- stofnun á Suðurnesjum. Jó- hanna var með sína fyrstu móttöku á mánudaginn og sagði hún í samtali við Morgunblaðið að viðskiptavinir bankans hefðu tekið sér ákaflega vel og hún hefði fengið margar blómasend- ingar og árnaðaróskir. Jóhanna hefur starfað í Verslun- arbankanum í Keflavík undanfarin 7 ár. Hún lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla íslands árið 1979 og starfaði fyrstu árin eftir að námi lauk í Svíþjóð, Noregi og í Keflavík, en réðst þá til Verslunar- bankans þar sem hún hefur starfað síðan. Jóhanna Reynisdóttir er Keflvík- ingur, hún er 29 ára og er gift Ólafi Eyþóri Ólasyni múrara. Þau eru búsett í Keflavík. Fríkirkjan í Reykjavík: Bamamessaá sunnudaginn Barnaguðsþjónusta verður í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnu- daginn 17. janúar og hefst að venju kl. 11.00. Þá verða veitt verðlaun fyrir góða ástundun það sem af er vetri. Guðspjall dagsins er útlistað í myndum, sungnir smábamasöngv- ar og bamasálmar, afmælisböm boðin sérstaklega velkomin og framhaldssaga lesin. Við píanóið er Pavel Smíd. (Fréttatilkynning:) NÝR einkaklúbbur hóf göngu sína í Reykjavík um miðjan desember síðastliðinn. Þetta er Mánaklúbburinn, sem er til húsa á 3. hæð Þórshallarinnar á horni Brautarholts og Nóat- úns. Eingöngu félagar og gestir þeirra hafa aðgang að klúbb- num, en hann er að sögn forsvarsmanna ætlaður fólki sem vill skemmta sér í þægilegu umhverfi, án þrengsla, í góðra vina hópi eða með viðskiptavin- um sínum. Hugmyndina að stofnun Mána- klúbbsins átti Björgvin Árnason veitingamaður í Þórscafé og var húsnæðið alltaf ætlað fyrir slíkan klúbb. Að sögn Rúnars Birgisson- ar, sem tekið hefur þátt í að hrinda Mánaklúbbnum af stað, hefur sérstaklega verið vandað til alls undirbúnings og ekki síst inn- réttinga í húsnæði klúbbsins. Einkaklúbbar í öðrum löndum voru skoðaðir, en síðan var kom- ist að þeirri niðurstöðu að íslend- ingar hefðu sinn sérstaka stíl og var ákveðið að hafa innréttingar léttari og bjartari en gengur og gerist. Til þess að gerast meðlimur þarf að greiða 3000 krónur fyrir hálft ár og þurfa meðlimir Mána- klúbbsins að vera orðnir 20 ára. Meðlimir geta boðið gestum með sér, en ef þeir eru fleiri en einn þurfa þeir að greiða aðgangseyr- ir. Meðlimir bera ábyrgð á gestum sínum meðan þeir dvelja í hús- næði Mánaklúbbsins og þurfa að Verslunarbankinn í Keflavík: láta veitingastjórann vita um fjölda gesta með góðum fyrirvara. Húsnæðið skiptist í bar með setustofu, danssal þar sem rúmast 170 manns í sæti og veitinga- salinn A LA CARTE. 1 danssal spilar Hljómsveit Mánaklúbbsins og í veitingasaln- um er boðið upp á vandaðan sérréttarmatseðil. Sagði Rúnar að lögð væri áhersla á að bjóða upp á góðan mat. Verð á fískréttum er frá tæþum 900 krónum upp í um 1800 krónur, verð á kjötrétt- um er frá 1350 krónum upp í 1800 krónum og forréttir kosta um 600 krónur. Einnig er boðið upp á Tunglskinssónötu á tæpar 3000 krónur, en það eru sjö rétt- ir valdir af matreiðslumeistaran- um. Hægt er að borða í veitingasalnum til klukkan hálf eitt en eftir það getur fólk pantað steikur og létta rétti í danssal þar til staðnum er lokað klukkan þijú. Rúnar sagði að áhugi væri á að hafa Mánaklúbbinn opinn leng- ur, en samkvæmt lögum mega vínveitingastaður ekki vera opnir lengur en til klukkan þtjú. Fyrst um sinn verður Mána- klúbburinn opinn á fimmtudags- og sunnudagskvöldum frá kl. 18 til 01 og föstudags- og laugar- dagskvöldum kl. 18 til 03. Starf- semi klúbbsins er aðskilin frá rekstri Þórscafé og inngangur fyrir gesti er á horni Nóatúns og Brautarholts. Morgunblaöið/Bjöm Blöndal Jóhanna Reynisdóttir útibússtóri Verslunarbankans í Keflavík á skrifstofu sinni, en miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsa- kynnum bankans að undanförnu. Morgunblaðið/Þorkell Ragnar Björgvinsson framkvæmdastjóri t.v. og Rúnar Birgisson i danssal Mánaklúbbsins. . Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Útflutningur á síld ífullum gungi Útflutningur á saltsíld og síldarflökum til markaðslandanna Sovétríkjanna, Svíþjóðar og Finnlands er nú i fullum gangi. Mikið annríki er hjá starfsmönnum Ríkismats sjávarafurða sem fara í söltunarstöðvamar til að annast yfir- töku á síldinni og votta að hún sé útflutningshæf. í næstu viku byrjar Fjallfoss að lesta salt og kryddflök til Svíþjóðar og var starfsfólkið hjá Hópsnesi hf. í Grindavík að aðstoða úttektar- mennina við yfirtöku á flökunum í vikunni. Á næstunni er svo von á Urriðafossi frá Sovétríkj- unum til að lesta næsta síldarfarm þangað en Keflavíkin er að byrja að lesta fyrir austan. — Kr.Ben.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.