Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 41
41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir ROBIN SMYTH
Flaggskip Greenpeace-samtakanna eftir sprengjutilræðið í Auck-
landhöfn. „Rainbow Warrior er orðið tákn fyrir sundurþykkju
Frakka og Nýsjálendinga, og er það trúlega ástæðan fyrir því
að skipið siglir enn likt og eitthvert draugaskip í móðu hryssings-
legra orðaskipta.“EP
Draugaskipið
Rainbow Warrior
Um miðjan desember s.l. ákváðu frönsk yfirvöld upp á sitt ein-
dæmi að flytja Alain Mafart majór, 35 ára gamlan sundkafara
í utanríkisdeild frönsku leyniþjónustunnar, flugleiðis til Parísar
frá franskri kóraleyju á Kyrrahafi til aðhlynningar í sjúkra-
húsi. Þessi franski herforingi er að afplána óvenjulegan dóm
við blátt lón kóraleyjarinnar Hao - þriggja ára útlegð frá Frakk-
landi fyrir þátt sinn í að sökkva Rainbow Warrior, flaggskipi
Greenpeace-samtakanna, í höfninni i Auckland á Nýja Sjálandi
10. júli 1985.
Portúgalskur ljósmyndari lét
lífið þegar froskmenn
sprengdu tvær sprengjur sem þeir
höfðu komið fyrir á skrokki Rain-
bow Warrior. Seinna kom í ljós
að tveir hópar froskkafara
franska hersins höfðu komizt á
brott frá Nýja Sjálandi eftir árás-
ina á flaggskip Greenpeace-sam-
takanna, en fyrirhugað hafði verið
að Rainbow Warrior sigldi í farar-
broddi flota skipa kjamorkuand-
stæðinga inn á svæðið við
Mururoa-kóraleyna á sunnan-
verðu Kyrrahafi þar sem Frakkar
hafa undanfarin ár gert tilraunir
með kjarnorkusprengjur.
Tveir svissneskir ferðamenn,
karl og kona, sem báru ættar-
nafnið Turenge, voru handteknir
eftir sprengjuárásina. Þau reynd-
ust vera Alain Mafart majór og
Dominique Prieur, starfsmaður
frönsku leyniþjónustunnar. í ferð-
inni til Nýja Sjálands var hún
skráð sem eiginkona Mafarts þótt
hún sé í raun gift brunaverði í
slökkviliði Parísarborgar.
Þau einu sem náðust
Þegar fréttir af þessu hneyksl-
ismáli tóku að berast til Parísar
sagði Charles Hemu, vamarmála-
ráðherra í ríkisstjóm sósíalista,
af sér, þótt hann héldi því ákveð-
ið fram að hann hafí ekki átt
neinn þátt í þessum aðgerðum,
og sama gerði Pierre Lacoste
aðmíráll, yfírmaður DGSE,
njósnastarfsemi Frakka erlendis.
Turenge-hjónin, þau Mafart og
Prieur, voru einu fangamir sem
yfírvöld á Nýja Sjálandi náðu að
handtaka, og urðu þau að taka á
sig alla sök yfírmanna sinna og
samstarfsmanna.
Turenge hjónin vom dæmd til
tíu ára fangelsisvistar, en eftir
sáttaumleitanir Javiers Perez de
Cuellar, aðalritara Sameinuðu
þjóðanna, féllust yfirvöld á Nýja
Sjálandi á að milda dóminn niður
í þriggja ára vist undir eftirliti
Frakka á kóraleynni Hao.
Þetta var vemleg eftirgjöf fyrir
David Lange, forsætisráðherra
Nýja Sjálands, sem þykir harður
í hom að taka. Samkomulag var
um að ekki mætti rjúfa útlegðina
nema nauðsyn krefði vegna
heilsufars eða þungunar, og þá
að fengnu samþykki ríkisstjóma
Frakklands og Nýja Sjálands. En
Jacques Chirac, forsætisráðherra
ríkisstjómar íhaldsflokksins sem
tók við völdum eftir Rainbow
Warrior-hneykslið, hefur alltaf
haft samúð með útlögunum
tveimur. Ekki dregur það úr sam-
úð Chiracs með þeim að margir
kjósendur í Frakklandi em sama
sinnis, og að Chirac býður sig
fram sem forsetaefni í frönsku
forsetakosningunum á komandi
vori.
Annað atriði hefur einnig sín
áhrif - það viðhorf, sem þróast
hefur í aldaraðir í samskiptum
Frakka við aðrar þjóðir, að hafi
þjóð orðið það á að gera kjánaleg
mistök, en bætt svo ráð sitt, skuli
allar deilur þar að lútandi gleym-
ast hið fyrsta. Ekki beri að
sakfella óbreytta hermenn fyrir
heimsku yfirmanna þeirra. En
Nýsjálendingar líta allt öðmvísi á
málið. Einhver verður að vera
ábyrgur fyrir því að hafa notað
eina af höfnum landsins sem
vígvöll þar sem maðu'r beið bana.
Og Nýsjálendingar telja það ekki
ýkja harðan dóm að dveljast í
þijú ár í byggð á Kyrrahafseyju
meðal samlanda sinna.
Chirac skerst í leikinn
Þegar Mafart, sem sagður er
að því kominn að fá alvarlegt
taugaáfall, tók að þjást af miklum
maga- og nýmaverkjum, ákvað
Chirac að láta flytja hann tafar-
laust flugleiðis til Parísar. Frakk-
ar halda því fram að ekki hafi
gefízt tími til að fá lækni frá
Nýja Sjálandi til eyjarinnar til að
staðfesta úrskurð frönsku lækn-
anna. Ljóst er að Chirac óttaðist
að Nýsjálendingar féllust ekki á
flutning Mafarts frá kóraleynni.
Ætti franski forsætisráðherrann
þá ekki annarra kosta völ en að
snúa baki við Mafart eða verða
ber að því að ijúfa samkomulagið
við Nýja Sjáland.
Ekki stóð á því að David Lange
sakaði Frakka um „gróft og
hneykslanlegt brot" á samkomu-
laginu. Hann skoraði á Chirac að
gefa yfirlýsingu um að Mafart
héldi til baka til Hao strax og
hann hefði heilsu til.
Allar gmnsemdir um að veik-
indi Mafart majórs væm sett á
svið vegna komandi kosninga
vom kveðnar niður þegar læknir
frá Nýja Sjálandi kom til Parísar
til að líta á sjúklinginn. Hann
skýrði frá því að Mafart hefði um
nokkurt skeið þjáðst af miklum
magaverkjum, og þyrfti að gang-
ast undir rannsóknir sem tækju í
það minnsta þijár til fjórar vikur.
Mál þetta hefur styrkt þá skoðun
í Frakklandi að Lange sé taum-
laus og miskunnarlaus maður sem
neyti allra bragða til að efna til
deilna við Frakka.
„Til hvaða ráða hefði ríkisstjórn
Nýja Sjálands gripið ef þetta hefði
komið fyrir einn af foringjum
hennar?" spurði Andre Giraud,
vamarmálaráðherra Frakklands.
„Hefði hún haldið honum frá
læknismeðferð? Ég efast um það.“
Blaðamaður sem skrifar um
heilbrigðismál fyrir France-Soir
komst að þeirri niðurstöðu að
Mafart þjáðist af svonefndum
„St. Helena sjúkdómseinkenn-
um“, en þar er átt við geðvefræn-
an sjúkdóm sem olli því að
Napóleon keisari þjáðist af maga-
sári síðustu dagana í útlegðinni á
eynni St. Helena.
Eng’inn unadsreitur
■Hao er 60 metra breitt kóralrif
þakið kókospálmum á tilrauna-
svæði Frakka við Mururoa. Þar
má iðka tennis og sund í bláu
lóni rifsins, en fyrir Mafart og
Prieur, sem þama hafa dvalizt í
hálft annað ár - helming útlegð-
artímans - er Hao langt frá því
að vera einhver paradisareyja.
Mafart, sem er ókvæntur, hefur
fengið foringjastöðu við herstöð
eyjarinnar. En hann nýtur ekki
sömu hlunninda og liðsmenn hans,
sem fá að skreppa flugleiðis til
Tahiti sér til hressingar. Eigin-
maður Dominique Prieur er
kominn til hennar og fékk hann
vinnu við herstöðina.
Svo virtist sem Rainbow Warri-
or- málið hafí endanlega verið
afgreitt í október í fyrra þegar
frönsk yfírvöld féllust á að greiða
Greenpeace- samtökunum eina
milljón dollara í bætur fyrir flagg-
skip samtakanna. Bætur hafa
einnig verið greiddar yfírvöldum
á Nýja Sjálandi og til fjölskyldu
Femando Pereira, ljósmyndarans
sem fórst. En Frakkar og Nýsjá-
lendingar eru ósammála um
margt - svo sem kjamorkulaust
svasði á Kyrrahafí, framtíð eyjar-
innar Nýju Kaledóníu, og inn-
flutning á smjöri og lambakjöti
frá Nýja Sjálandi til ríkja Evrópu-
bandalagsins. Rainbow Warrior
er nú orðið tákn fyrir sundur-
þykkju Frakka og Nýsjálendinga,
og er það trúlega ástæðan fyrir
því að skipið siglir enn líkt og
eitthvert draugaskip í móðu
hryssingslegra orðaskipta.
Höfundur er blaðamaður við
brezka blaðið The Observer.
Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem glöddu
mig á 80 ára afmeeli mínu 5. jan. sl., meÖ
heimsóknum, gjöfum og skeytum og geröu
mér daginn ógleymanlegan.
GuÖ blessi ykkur öU.
Guörún Þórey Einarsdóttir,
Dalbraut 20.
NÝ HAGSTÆÐ KJÖR...
á nokkrum notuðum úrvals bílum!!!
Við getum nú boðið nokkra notaða úrvals bíla á
betra verði og greiðslukjörum en áður hefur
þekkst.
Dæmi: MAZDA 626,4ra dyra, 2.QL GLX, árg. ’85
Verð ............................ kr. 490.000
Útborgun25% .................... kr. 122.500
Eftirstöðvar ................... kr. 367.500
Afsláttur ...................... kr. 49.000
Eftirstöðvar sem greiðast
með skuldabréfi á allt að 30 mánuðum
meðjöfnum afborgunum .............kr. 318.500
Eftirfarandi bílar fást á sambærilegum kjörum:
MAZDA 323, 3ja dyra, árg. ’87
MAZDA 323, 4ra dyra, árg. ’87
MAZDA 323, 5 dyra, árg. '87
MAZDA 626, 5 dyra, GLX árg. '85
MAZDA 626, 4ra dyra, LX árg. '84
MAZDA 626, 4ra dyra, GLX árg. '87
MAZDA 929, Station, árg.’82
Daihatsu Charade, árg. ’82
Daihatsu Cab Van, árg. '84
Fjöldi annarra bíla á staðnum
Opið laugardaga fró kl. 1-5
ÐILABORG HF.
FOSSHÁLSI 1,S. 68-1299.
Þessi glæsilegi, nýtískulegi Plymouth
Voyager, árg. 1986, frá Chiysler-USA, ertil
sölu. Bíllinn er með sjálfskiptingu, vökvastýri
og aflbremsum ásamt öðrum aukabúnaði.
í bílnum eru 3 bekkjaraðir fyrir 7 manns í sæti.
. V ■ v/jipl
Ford Econoline Van 250 Extra long
Til sölu árgerð 1982. Sjálfskiptur, vökvastýri, 6
strokka mótor.
Framdrif fylgir. Liturgrár.
Toyota Tercel 4WD árgerð 1984.
Amerísk útgáfa. Vökvastýri, aflbremsur o.fl.
Fallegur bíll.
Upplýsingar í síma 17678 um helgina. Eftir
helgina eru upplýsingar í bílasölunni
Start, sími 687848.
Gísli Jónsson & Co hf.
Sundaborg 11, Reykjavík. Sími 686644