Morgunblaðið - 26.02.1988, Side 2

Morgunblaðið - 26.02.1988, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988 Ríkisútvarpið leyst undan Rás 2 BIRGIR ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra, segist ætla að beita sér fyrir, að þeirri skyldu verði létt af Ríkisútvarpinu, að senda út tvær hljóðvarpsdag- skrár. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspum frá Inga Bimi Alberts- syni á Alþingi í gær, um hvort ráð- herra hyggðist stuðla að sölu Rásar 2 eða leggja starfsemina niður. í svári menntamálaráðherra segir: „Samkvæmt 16. gr. útvarpslaga frá 1985 ber Ríkisútvarpinu skylda til að senda út tvær hljóðvarpsdagskrár til landsins alls og næstu miða. Dag- skrárrásum verður ekki fækkað án þess að Alþingi hafi áður samþykkt bréytingu á áðumefndu ákvæði út- varpslaganna. Nú stendur yfir endurskoðun út- varpslaga og er stefnt að því að henni ljúki þannig að næsta haust verði frumvarp lagt fram. Ég mun beita mér fyrir því, að við þá endur- skoðun verði þeirri skyldu létt af Ríkisútvarpinu að senda út tvær hljóðvarpsdagskrár. Fallist Aiþingi á þetta sjónarmið er það sjálfstætt úrlausnarefni hvemig vinna ber að málum þegar sú stefnumörkun ligg- ur fyrir. Það er ekki tímabært að ræða það á þessu stigi.“ Skákmótið í Linares: Jóhann gerði jafn- tefli við Nicoíic JÓHANN Hjartarson gerði jafn- tefli við Júgóslavann Predrag Nicolic eftir æsispennandi skák í 3. umferð skákmótsins í Linar- es. Aðeins fengust úrslit í þremur skákum i umferðinnL Leifur Jósteinsson fréttaritari Morgunblaðsins í Linares sagði að skák Jóhanns og Nicolic hefði verið mjög spennandi og skemmtileg. Jóhann, sem hafði svart, fómaði skiptamun í 15. leik og fékk fyrir hann frípeð og vænlega stöðu. Nic- olic gaf skiptamuninn til baka á réttu augnabliki og þá var kóngs- staða Jóhanns orðin hálf veikluleg. En Jóhann hélt sínum hlut, og eftir 40 leiki bauð Nicolic jafntefli sem Jóhann þáði. Beljavskíj vann Chandler í 3. umferð og er efstur með 2*/2 vinn- ing. Portisch og Georgiev gerðu jafntefli en aðrar skákir fóm í bið. Timman á unna skák gegn Nunn, skák Ljubojevics og Illescas er jafn- teflisleg og Júsupov hefur peði meira gegn Tsjiburdanidze en skák- in er samt jafiiteflisleg. Jóhann komst að því í gær að verðlaunaféð á mótinu skiptist lfkt og á IBM skákmótinu í Reykjavík í fyrra. Þannig skiptast 3 milljónir peseta, eða um 1 milljón íslenskra króna á milli allra keppendanna eftir því í hvaða sæti þeir lenda. Síðan skiptast 2 milljónir peseta, eða um 700 þúsund íslenskar krón- ur, milli þeirra í réttu hlutfalli við unnar skákir. Þetta var keppendum tilkynnt í bréfi, sem var á spönsku og Ljúbojevic þýddi fyrir Jóhann í gær. ■■ ■ ■ y - - • >. ,,v Morgunblaðið/ Snorri Böðvarsson Sprengingin varð þegar verið var að logsjóða gat á botni svartolíugeymisins. Hann er sjö metrar á lengd og tveggja metra breiður. Maður fórst þegar svartolíugeymir sprakk RÚMLEGA fertugur maður lézt í Ólafsvík í gær, þegar svartolíugeymir, sem hann var að logsjóða, sprakk. Maðurinn var starfsmaður Fiskimjölsverksmiðj- unnar og var hann að logsjóða í gat á botni svart- olfugeymisins. Við það myndaðist gas í geyminum, sem olli sprengingunni en tankurinn var lokaður. Botninn þeyttist úr geyminum og á manninn, sem kastaðist 14 metra, og er talið, að hann hafí látist samstundis. Geymirinn er rúmir 7 metrar á lengd og tveggja metra víður. Botninn úr honum þeyttist 40 metra við sprenginguna. Vanskilaskuldir Rík- isskips 356 milljónir Samgönguráðherra óskar eftir greinar- gerð um fjárhagsstöðu útgerðarinnar SAMGÖNGURÁÐHERRA, Matthfas Á. Matthiesen, hefur faríð þess á leit við Rikisendurskoðun að gerð verði athugun á fjárhagsstöðu Skipaút- gerðar ríkisins i kjölfar upplýsinga nm sivaxandi skuldir útgerðarinnar við rikissjóð og Ríkisábyrgðasjóð. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins nema uppsafnaðar vanskilaskuldir Skipaútgerðar ríkisins á árunum 1982 til 1987 um 356 milfjónum króna. Samgönguráðherra staðfesti i samtali við Morgunblaðið að mál þetta hefði veríð til umfjöllunar i ráðu- neytinu nú siðustu daga og jafnframt verið rætt tvisvar i ríkisstjórn. , Skuldasöfnun Skipaútgerðar ríkis- ins má rekja til áranna 1982 og 1983, þegar útgerðin stofnaði til verulegra flárfestinga með kaupum á tveimur skipum, Heklu og Öskju, og smíði eins skips, Esju. Jafnframt var byggð ný vöruskemma við Reykjavíkurhöfn, sem tekin var í notkun árið 1982. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins nema skuldir útgerðarinnar við fjármálaráðuneyt- ið, vegna greiðslu afborgana af skipakaupalánum og uppsafnaðra launaskulda tæplega 73 milljónum króna og vanskilaskuldir við Rfkis- ábyrgðasjóð rúmlega 283 milljónum króna. Samtals er þvf hér um að ræða vanskil upp á 356 milljónir króna og af þeim nema dráttarvextir til Ríkisábyrgðasjóðs og launaskuldir rúmum 168 milljónum króna eða um 47%. Samgönguráðherra sagði að í framhaldi af upplýsingum um erfiða stöðu fyrirtækisins hefði hann óskað eftir athugun og greinargerð ríkis- endurskoðunar á fjárhagsstöðu Skipaútgerðarinnar og orsökum þessa uppsafnaða vanda, svo og raunhæfu mati á efnahag fyrirtækis- ins um síðustu áramót. Hann kvaðst vænta þess að greinargerð þessari yrði lokið sem fyrst, ekki síst með hliðsjón af þvi að nú væri unnið að sérstakri könnun á vegum ráðuneyt- isins um framtíð strandflutninga, þar á meðal þörf fyrir þjónustu Skipaút- gerðarinnar og annarra strandsigl- inga sem njóta ríkisstyrkja. Á fjár- lögum 1988 er gert ráð fyrir 155 milljóna króna framlagi til Skipaút- gerðar rfkisins. Akureyri: Kamilla Rún Ung- frú Norðurland ’88 Akureyri. KAMILLA Rún Jóhannsdóttir, 18 ára Akureyringur f 2. bekk Menntaskólans á Akureyrí, var kosin f Sjallanum f gær Ungfrú Norðurland 1988, besta fjós- myndaf yrirsætan og vinsælasta stúlkan. Með sigrinum fær Kamiila rétt til þátttöku S Ungfrú ísiand-keppninni sem haldin verður á Hótel íslandi í maí nk. Þeir sem skipuðu dómnefndina voru Ólafur Laufdal veitingahúsa- eigandi, Þráinn Lárusson veit- ingamaður, María Einarsdóttir verslunarstjóri, Erla Haraldsdóttir danskennari og Friðþjófur Helga- son ljósmyndari. Friðþjófur Helgason og Guðmundur Svans- son Ijósmyndarar völdu Kamillu bestu ljósmyndafyrirsætuna og hinir keppendumir kusu hana vin- sælustu stúlkuna. Jóhanna. Morgunblaðið/Guðmundur Svansson. Kamilla Rún Jóhannsdóttir Bygginganefnd: Ráðhúsið kynnt nágrönnimum MEIRIHLUTI bygginganefndar Reykjavíkur hefur samþykkt, að vfsa væntanlegri ráðhússbygg- ingu í fjögurra vikna grenndar- kynningu. Fá þá eigendur nær- liggjandi húsa tækifæri til að leggja fram athugasemndir til borgaryfirvalda. Minnihluti bygginganefndar bókaði mót- mæli og vildi fresta afgreiðslu málsins á þeim forsendum að þeim hefði ekki öllum verið gef- inn kostur á að kynna sér málið. „Það var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur að senda málið í grenndarkynningu og til skipulagsnefndar," sagði Hilmar Guðlaugsson formaður bygginga- nefndar. „Fulltrúar minnihlutans óskuðu eftir frestun og töldu það hefð í bygginganefnd, að ef óskað er eftir frestun í bygginganefiid þá væri fallist á það en það hefur aldrei verið hefð, að fresta málum milli funda þegar um grenndar- kynningu er að ræða. Grenndar- kynning tekur einn mánuð og þann tíma nota menn til að kynna sér málið. Við ætluðum ekki að sam- • þykkja eitt eða neitt á þessum fundi." Minnihlutinn ber það einnig fyrir sig, að fulltrúi Alþýðuflokk8Íns í nefndinni hafi ekki getað kynnt sér fyrirhugaða ráðhússbyggingu. „Hann hefur auðvitað ekki sérstöð fram yfir aðra nefndarmenn," sagði Hilmar. „Við fengum hönnuð bygg- ingarinnar Margréti Harðardóttur til að koma á fundinn og kynna væntanlegt ráðhús og gerði hún það mjög ýtarlega. Nefndarmenn eru því allir jafn kunnugir þessu eftir daginn í dag.“ Eigendur húsanna Tjanargata 5b til og með 18 fá tækifæri til að láta skoðun sína í ljós ásamt eigendum að Vonarstræti 10 og 12. Reykjavíkurskákmótið: Tíu skákmenn jafn- ir með 2V2 vinning Sigfússon, Míkhaíl Gurevitsj sem vann Tisdall, Ralf Akeson og Walt- er Browne sem gerðu jafntefli, og eins Va8Ílios Kotronias og Carsten Hoi sem gerðu jafntefli. Tíu skák- menn eru síðan með 2 vinninga. Skemmtilegasta skákin var milli Hannesar Hlífars Stefánssonar og Margeirs Péturssonar, en hún fór í bið. Hannes tefldi skákina vel og var lengstaf með mun betri stöðu. Hann stendur enn betur í biðstöð- unni en þó er talið að Margeir nái að halda jafntefli. TÍU skákmenn eru efstir og jafnir með 2'/2 vinning eftir þriðju umferð Reykjavíkur- skákmótsins, og eru Helgi Ólafsson, Jón L. Áraason og Karl Þorsteins þar á meðal. Helgi vann Torben Sörensen i 3. umferðinni í gærkvöldi og Karl gerði jafntefli við Pol- ugajevskíj. Jón L. vann Jón Garðar Viðarsson eftir slæman afleik Jóns G. í tímahraki. Hinir skákmennimir I hópnum eru Zsuzsa Polgar sem vann Daða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.