Morgunblaðið - 26.02.1988, Side 4

Morgunblaðið - 26.02.1988, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988 Sælgætisverð lægra í matvöruverslunum en sölutumum: Kemur á óvart en látum ekki hanka okkur á því - segir Sigurður Guðjónsson for maður Félags söluturnaeigenda FORMAÐUR Félags söluturna- eigenda, Sigurður Guðjónsson, sagði í samtali við Morgunblaðið að sumir söluturnaeigendur hefðu ekki lækkað verð á sæl- gæti vegna þess að i turnum þeirra væru ennþá sælgætis- birgðir frá þvf fyrir jól en inn- kaupsverð sælgætis lækkaði um 7 til 11% um sl. áramót vegna lækkunar á vörugjaldi. Hann sagði að það kæmi honum á óvart að sælgætisverð í mat- vöruverslunum væri lægra en í söluturnum, eins og fram kom í könnun Verðlagsstofnunar sem gerð var 18. og 19. febrúar sl. Hann sagði að Félag sölut- urnaeigenda myndi funda um þetta mál í næstu viku, því sölut- urnaeigendur létu ekki hanka sig á því að sælgætisverð væri lægra í matvöruverslunum en söluturnum. „Ef það er rétt,“ sagði Sigurð- ur, „að sælgætisverðið sé lægra í sölutumum en matvöruverslunum þá er það nýtilkomið. Það eru enn- þá sælgætisbirgðir í sumum sölut- umum frá því fyrir áramót og það hefur því ekki verið hægt að lækka sælgætisverðið í þeim. Sölutumar kaupa mikið magn af sælgæti í desember til að eiga nóg af því yfír jólin og áramótin en salan dettur svo niður í janúar. Við reyn- um að geyma birgðimar á köldum stað til að þær skemmist ekki. Ég tel hins vegar að birgðimar séu að verða búnar í sölutumunum og þær sjálfsagt búnar í einhveijum þeirra. Það verður fundur um þetta mál f Félagi sölutumaeigenda í næstu viku, því við látum ekki hanka okkur á því að sælgætisverðið sé hærra í sölutumum en matvöru- verslunum. Verðið þyrfti hins veg- ar að vera hærra í sölutumum en matvöruverslunum Vegna þess að sölutumamir eru opnir lengur en þær. Það er einnig mögulegt fyrir margar matvöruverslanir að kaupa inn mikið magn af sælgæti í einu og fá þannig magnafslátt. Ég geri ráð fyrir því að við höld- um okkur við þá smásöluálagningu sem við höfum haft, þ.e.a.s. 43% á sælgæti, 28 til 29% á gosi og 12 til 13% á tóbaki. Einn og einn freistast hins vegar til að bæta einhveiju ofan á þetta. Sælgætis- salan er ekki stærsti hlutinn af heildarsölu flestra sölutuma, tó- bakið er sennilega um 40 til 50% af henni og gosið um 20 til 30%,“ sagði Sigurður. VEÐURHORFUR í DAG, 26.2.88 YFIRLIT í gnr: Um 1300 km suðsuðvestur af landinu er 1042 mb hæð en 1005 mb lægð um 300 km vestur af Vestfjörðum, fer austur yfir norðanvert landið en skilur yfir sig lægðardrag vestur á Grænlandshaf. Heldur er að hlýna í bili en kólnar dálítið norðan- lands á morgun. SPÁ: Vestan- og suðvestanátt um land allt, víðast kaldi eöa stinn- ingskaldi. Súld eða rigning verður vestanlands, en sennilega slydda á annesjum fyrir norðan. Á austanverðu landinu verður þurrt að mestu. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR A LAUGARDAG og SUNNUDAG: Vestlæg átt og víðast frostlaust. Rigning eða slydda um vestanvert landið, en úrkomulít- ið austanlands. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur_ —[- Skafrenningur [~<^ Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Raykjavfk hM 2 3 veóur alskýjað Þokumófia Bergen 0 snjókoma Heleinki +6 þokumóða Jan Mayen +3 skafrennlngur Kaupmannah. 2 þokumóða Narasaresuaq 0 snjókoma Nuuk +9 snjókoma Osló +6 snjókoma Stokkhólmur +3 snjókoma Þórabðfn 6 hólfskýiafi Algarve 14 helfiskfrt Amsterdam 2 snjóól Aþena 13 skýjað Barcekma 12 Wttskýjafi Berifn 4 snjókoma urncago +10 Mttskýjafi Feneyjar 8 Mttskýjað Franlrfurt 2 skýjafi OiasgoMf 3 slydda Hamborg 2 snjóél LasPalmaa 21 alskýjafi London 4 skýjafi LosAngeles 11 þokumóða Lúxemborg 0 skýjafi Madrid 7 Mttakýjað Malaga 16 þokumóða Mallorca 7 hálfskýjeð Montreal +8 hátfskýjað NewYofk 0 helðsklrt París 2 skýjað Róm 6 rigning Vfn 0 snjókoma . Washlngton 3 Mttskýjað Winnlpeg 20 helðskfrt Valencla 11 Mttskýjað Morgunblaðið/Sverrir Bókamarkaður íKringlunni Bókamarkaður félags islenskra bókaútgefanda hófst á þriðju hæð Kringlunnar i gær. Á fimmta þúsund titlar eru í boði á mark- aðnum undir kjörorðinu „Gamla krónan i fullu gildi“. Bókamarkaðurinn stendur til sunnudagsins 6. mars og verður opinn mánudaga til fimmtudaga frá 10-19, föstudaga kl. 10-20, laugardaga firá 10-18 og sunnudaga frá 12-18. Átta ára fangelsi fyrir manndráp HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm sakadóms Reykjavíkur yfir Árna Óla Friðrikssyni, sem var fundinn sekur um að hafa veitt konu áverka, sem leiddu hana til dauða. Árni Óli var dæmdur i 8 ára fangelsi. Málsatvik voru þau, að Ámi Óli réðst á hreyfihamlaða konu í íbúð hennar að Hátúni 12 f Reykjavík, þann 13. september 1986. Hann felldi hana og barði höfði hennar nokkrum sinnum f gólfið og ætlaði sér að hafa samfarir við hana þrátt fyrir óvilja hennar. Hann féll frá því, en skildi konuna eftir líflitla, eftir að hafa veitt henni höfuð- höggin, sem drógu hana til dauða. Konan fannst látin um IV2 sólar- hring síðar. Ekki þótti sannað að það hafi verið ásetningur mannsins að svipta konuna lífi. Hæstiréttur staðfesti átta ára fangelsisdóm undirréttar og var Áma Óla einnig gert að' greiða allan sakarkostnað. Til frá- dráttar refsingunni kemur gæslu- varðhald hans frá miðjum september 1986. Útsýn hættír við ferð til Suður-Afríku Ferðaskrifstofan Útsýn hefur ákveðið að fella niður fyrirhug- aða heimsreisu til Suður-Afríku vegna tilmæla utanrikisráðherra. Helgi Magnússon, forstjóri Útsýn- ar, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að ferðaskrifstofan væri hlutlaust og ópólitiskt fyrir- tæki og hefði skipulagt heimsreis- ur án tillits til stjómarfars við- komandi rílga, en forsvarsmenn Útsýnar teldu að það bæri að virða tilmæli stjómvalda í þessu sambandi. í bréfi Steingríms Hermannsson- . ar, utanríkisráðherra, til Félags islenskra ferðaskrifstofa frá því á þriðjudag segir m.a.: „í ljósi [stefnu' ríkisstjómar íslands og rikisstjóma Norðurlanda gagnvart Suður- Afrikuj er það von mín að íslenskar ferðaskrifstofur standi ekki fyrir skipulögðum hópferðum íslendinga til Suður-Afríku þar eð slíku má jafna við atvinnustarfsemi á sama hátt og vöruviðskiptum við Suður- Afríku sem ég legg mikla áherslu á að ekki fari fram meðan mannrétt- indi svarta meirihlutans þar í landi eru ekki virt og lýðræðislegu stjóm- arfari komið á.“ V erslunarmannafélag Reykjavíkur: Flug til Kölnar í stað Luxemborgar FYRIRHUGAÐUR samningur Verslunarmannafélags Reykjavíkur við Lion Air urn sum- arleyfisferðir félagsmanna, hefur verið tekinn til endurskoðunar eftir að tilboðið breyttist. Boðið er upp á flug til Kölnar í Vestur Þýskalandi i stað Luxemborgar eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Að sögn Magnúsar L. Sveinssonar formanns Verslunarmannafélagsins, settu samningamenn Lion Air það skilyrði þegar á reyndi, sem ekki var í upphaflegu tilboði, um að samning- urinn yrði gerður í gegnum flugfé- lag. „Nú eru þeir búnir að staðfesta, að þeir séu tilbúnir að standa við sitt fyrra tilboð ef lent verði í Köln,“ sagði Magnús. Verslunarmannafé- lagið mun næstu daga kanna hvort gengið verður til samninga við Lion Air.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.