Morgunblaðið - 26.02.1988, Side 23

Morgunblaðið - 26.02.1988, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988 23 Reuter Stuttur stans á strútsbaki Suður-afriski landbúnaðarverkamaðurinn Gert Hendriks ætlaði að nota strútinn sem reiðskjóta og hefur þá líklega haft í huga, að „knapinn á hestbaki (eða strútsbaki) er kóngur um stund“, en heldur varð upphefðin endaslepp eins og sjá má. Strútar hafa verið nokkuð ræktaðir i Suður-Afríku vegna fjaðranna en notkun þeirra og annarra náttúrulegra efna fer óðum minnk- andi. Hafa þvi sumir brugðið á það ráð að temja fuglana og nota til veðhlaupa. Eru þeir setnir í hlaupunum en það mun víst ekki heiglum hent að fá þá til að halda réttu striki. Endurminningar Gromýkos: Mao áformaði að varpa kjarnorkusprengjum á bandaríska hermenn New York, Reuter. I endurminmngum Andreis Gromýkos, forseta Sovétrikjanna, sem bráðlega verða gefnar út í ■ Moskvu er sagt frá leynilegri áætlun Kinveija frá árinu 1958 um að lokka bandarískt herlið inn í Kina og láta siðan sovéskum kjarnorkuvopnum rigna yfir það. New York Times birti glefsur úr endurminningunum i vikunni, hafði blaðið fengið þær frá frétta- ritara sinum í Moskvu. Gromýko sem var utanríkisráð- herra Sovétríkjanna frá árinu 1957 til 1985 segir að Mao Tse Tung leið- togi Kínveija hafi leitað stuðnings Sovétmanna við þessari áætlun gegn Bandaríkjamönnum. Gromýko segist hafa faríð leynilega til Peking í ágúst áríð 1958 til að hafna tilboðinu. í New York Times segir að viðræður Gromýkos og Mao hafí verið þær sömu og sovéskir sagnfræðingar vitna til er þeir segja að Mao hafi sagt að Kínveijar gætu lifað af Iq'am- orkustyijöld. Mao á að hafa sagt að jafnvel þó 300 milljónir Kínveija færust í kjamorkustyijöld þá væri nóg eftir af fólki til að beijast með hefðbundnum vopnum gegn öllum innrásarheijum. Samræðumar áttu sér stað um það leyti sem samskipti Kina og Sovétríkjanna fóru versn- andi. Ári síðar drógu Kremlveijar til baka loforð sitt um að sjá Mao fyrir kjamorkuvopnum og sökuðu hann um ábyrgðarleysi. í endurminningum Gromýkos er einnig minnst á fundi hans með ýmsum leiðtogum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna en Gromýko er einn reyndasti og harðsnúnasti samninga- maður þessarar aldar með 48 ára starfsferil að baki í utanríkisþjón- ustunni. Hann var þrítugur árið 1939 þegar hann hóf störf í Washington. Fjórum árum síðar varð hann sendi- herra Sovétríkjanna þar í landi. Ford steig' ekki í vitið Hann lýsir Franklin Roosevelt for- seta með aðdáun og segir hann hafa haft einhvem „léttleikablæ sem bar vitni innri þrótti sem nauðsynlegur var til að leyna þungri sorg“. Gro- mýko, sem margir vestrænir samn- ingamenn óttuðust vegna þess hve óútreiknanlegur hann var, er ómyrk- ur í máli þegar aðrir bandarískir for- setar eiga í hlut: Harry Truman „leyfði honum ekki komast upp með neinn dónaskap". Dwight Eisen- hower „var ekki samkvæmur sjálfum sér í utanríkismálum en undir lokin virtist hann gera sér grein fyrir nauð- syn friðsamlegrar sambúðar risa- veldanna". Að sögn Gromýkos Andrei Gromyko gleymdi Nixon forseti allri hug- myndafræði og Gerald Ford var sá forsetanna sem hvað minnst átti skylt við gáfumann. Jimmy Carter er helst að minnast fyrir það að hann gerði nokkrar misheppnaðar tilraunir til að tala rússnesku. Gromýko virðist hafa verið hrifínn af John F. Kennedy og segir hann hafa haft góða framkomu. Á hinn bóginn fer hann hörðum orðum um Henry Kissinger, fyrrum utanríkis- ráðherra: „Kissinger er gæddur eig- inleika sem hann lætur vera að geta í eigin éndurminningum. Honum veitist ótrúlega létt að laga sig að valdaklíku hvers tíma án þess að skeyta um eigin grundvallarviðhorf." Ekki fer Gromýko mörgum orðum um Ronald Reagan, núverandi for- seta Bandaríkjanna" en segir að Nancy Reagan sé „kraftmikil og full sjálfstrausts". Hvað sovéska leiðtoga varðar þá má af orðum Gromýkos ráða að hann hafí litið á Jósef Stalín sem velviljað- an leiðtoga. Reyndar virðist svo sem köflum hafí verið bætt inn í minnin- gamar eftir að Gorbatsjov komst til valda þar sem Stalín er gagnrýndur harðlega. Dauði Stalíns Eins og fram kom í Morgunblaðinu á þriðjudag hafa komið fram nýjar úpplýsingar um það hvemig dauða Stalíns bar að höndum. Hann fékk heilablóðfall eftir að hafa farið í gufubað sem var líkast til of heitt. Sagnfræðingurinn sem greint hefur frá þessum tildrögum andláts leið- togans heitir Sergo Mikójan og er sonur Anastas Mikójans sem var for- seti Sovétríkjanna í valdatíð Khrústsjovs. SILKI HINN SÍGILDI TÓNN Styrkleiki 30 ára þróunar HÖRPUSILKI, þessi einstaka inni- og útimálning, vakti verðskuldaða athygli fyrst þegar hún kom á markaðinn, fyrir slitþol og óvenju mikla þekjueiginleika. HÖRPUSILKI er þó ekki sama málningin nú og húnvar fyrir 30 árum. Hún hefur þróast í takt við tímann og kröfuharða neytendur. HÖRPUSILKI - láttu reynsluna ráða. HÖRPUSILKI er akrýlbundin, r vatnsþynnanleg plastmálning með 5% gljástigi, auðveld í notkun og þrifum og litamöguleikarnir nær óteljandi. HARPA gefur lífinu lit.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.