Morgunblaðið - 26.02.1988, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 26.02.1988, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988 47 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 1691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Bílatryggingar: Rannsaka þarf for sendur hækkana Til Velvakanda. Það má heita árviss viðburður að tryggingafélögin þykist þurfa að fá meiri peninga úr vösum bif- reiðaeigenda. Oftast nær er tjónakostnaðurinn sem stunið er undan og satt er það að mörg verða slysin og dýr. Núna 1. mars eða á sama tíma og reikningsár tryggingafélaganna byijar taka nú umferðarlög gildi og nota tryggingafélögin það óspart kröfum sínum til stuðnings en með nýjum lögum fellur burt greiðsla sjálfsáhættu af ábyrgðartrygging- um og tryggingarsvið er víkkað út. En ég og sjálfsagt fleiri eru þeirr- ar skoðunar að ekki sé allt sem sýnist. Undanfarin ár hefur bifreiðaeign landsmanna aukist gífurlega og al- gengt er að tveir eða jafnvel þrír bflar séu á heimili. Það er því ljóst að nú þegar sækja tryggingafélögin stærri fúlg- ur en áður var í vasa almennings og heimilanna þrátt fyrir að áhætta hafí ekki vaxið að sama skapi, því vitað er að þó slysum hafi fjölgað er það ekki nærri því í sama takti og fjölgun bifreiða hefur verið. Skora ég því á stjómvöld að kanna vel hvemig öllum þessum málum er háttað áður en leyfðar verða umtalsverðar hækkanir á ið- gjöldum ábyrgðartrygginga. Snorri Bjarnason, ökukennari. Gulbröndótt læða Þetta er mynd af henni Skottu. Hún á heima í Njörvasundi 24. Skotta hefur ekki sést síðan 22. febrúar. Hún er ómerkt, gulbrönd- ótt og hvít en hefur appelsínugula ól um hálsinn. Þeir sem orðið hafa hennar varir vinsamlegast hringi í síma 33077. Burt með kennitöluna S.Þ. hringdi: „Ég vil taka undir það sem fram kemur í greininni „Mótmæl- um kennitölu" er birtist í Velvak- anda laugardaginn 20. febrúar. Ég er sammála höfundi greinar- innar um að ótækt sé að skylda fólk til að gefa upp aldur sinn í tíma og ótíma. Éflaust stendur mörgum á sama en það eru líka margir sem kæra sig ekkert um að gefa upp aldur sinn. Ég hvet fólk til að láta þetta ekki yfír sig ganga. Burt með kennitöluna." Upplýsingaskylda afgreiðslufólks Bjarni Valdimarsson hringdi: „Er Alþingi að innleiða anda laga einræðisríkja um aðstoð við skæruliða með upplýsingaskyldu afgreiðslufólks um ölvun við akst- Mótmælum kenmtölu K*ri VehrakandL Landsmenn hafa nú rétt fengið snýðrþefinn af notkun kennitólu ( 1 nsfnnúmers. Enn aem komið er notar einungia hið opinbers og fáein fyrirtæki kennitölu, en hugmyndin er, að kennitala ryðji nafhnúmeri viðaat hvar úr vegi innan akamma. Einhvem veginn gnmar mig, að fleir- um en mér aé nú farið að finnast það hekiur Utið tilhlökkunarefni að þurfa ai og ae að aegja til um aldur ■inn. Við hðfum einungia fengið for- amekkinn af því aem koma akal. Uörgu fólki, ekki aíst konum, að ég hygg, mun þykja þetta hvimleitt, upp f það að vera óþolandi, og ef ekki ( byrjun, þá slðar á ævinnl Þegar hið opinbera kynnti kenni- töluna fyrir um það bil tveim árum, varö nokkur umraeða um nauðayn menn, þö að yfirbðfuð enga knýjandi nauðayn beri tíL Nú man ég ekíd 5U rök með og á mótí kennitölu úr umrapAinni forðum, en það er ahreg Uöat að þeasi kerfiabreyting er ekk- ert nauðaynjamli, og þar að auki ■törkoatlega knatnaðaraðm. Hin ein- faida lauan þess máls er, eina og bent befur verið á, að nota áfram nafnnúmer, að þvl alepptu að ekki er iengur unnt að úthluta nafnnúm- erum þannig að þau fyigi nöfnum ( Btafrófsröð. Þeaai eiginiriki akiptír ( fæstum tilfellum nokkru máii, og hann er nú ekld dýrmaetari en gvo, að kcnnitalan hefur hann ekki. Notkun kennitölu er enn nýög Iftil og enn er lag að stöðva þeaaa óa- vinnu. Ég veit að margir aðrir en ég hafa nú fyrst áttað aig á, hvað þeir em að fá yfir aig. Ég akora á Aðrir aöilar eiga að fyigja eftir, og mér hefur ekki tekiat aö finna neinn aem aér hag I breytingunnl Ég hvet einkaaðila til að akoða ábyrgö aina, áhrifamátt og hagamuni ( þeaau máli, en láta *frki teyma sig út f vit- leysuna. Ég vfl benda á, að ef hið opinbera þumbast við þrátt fyrir mótmæli, þá geU einkaaðflar aamt firrt landsmenn þeaau ótánl að miklu leyti. Hið opinbera hyggat hætU að gefa út nafnnúmer í áralok. Fari svo’ geU Ld. cinhver samtök f einka- geiranum aéð um alflta útgáfii. Mörg fyriitseki mundu apara aér vemlegan koatnað við kerfiabreytínguna. Um einhvern aukakoatnað gmii að vlsu orðið um að raeða ( aumum þeim til- vikum, þegar einkaaðilinn þarf að akipU við hið opinbera, en ég vil þá ur? Er það í þágu kvenna og æskulýðs, sem oft stunda af- greiðslustörf og bensínafgreiðslu, að etja þeim gegn drykkjusvolum sem sveija að hefna sín?“ Góðir neytendaþættir á Stöð2 Húsmóðir hringdi: „Ég vil þakka Kristínu Kvaran fyrir frábæra þætti um neytenda- mál á Stöð 2. Þessir pislar hennar mætu gjaman vera oftar og ættu forráðamenn Stöðvar 2 að athuga hvort það væri ekki hægt. 011 umfjöllun um neytendamál er ákaflega þörf, ekki síst nú þegar verðbólga og matarskattur hafa rýrt mjög afkomu alls almenn- ings.“ Notuð föt Kona hringdi og spurðist fyrir um hvort einhver verslun i Reykjavík tæki notuð fot í sölu. Plastpoki Plastpoki með handklæði, sundskýlu og gleraugum fannst í Skeiðarvogi fyrir skömmu. Upp- lýsingar í síma 36466. Gleraugu Ljósbrún gleraugu töpuðust á sunnudagskvöld við Háskólabíó. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 78716. Fundarlaun. Er ekki rétt að fara að rumska? Heiðraði Velvakandi. Vinur minn heimsótti mig um daginn. Ja, nú er það svart, sagði hann. Hugsaðu þér: í mesta góðæri landsins er allt í standandi vandræðum. Erlendar skuldir hrúgast upp og hafa aldrei verið blómlegri... Greiðslujöfnuð- urinn mínus og allir plúsar hverf- andi. . . Landbúnaðurinn kominn langt niður í jörðina og þegnamir þ.e. „fijálsræðishetjumar góðu“ heimta erlenda kjúklinga og egg. Nýbúgreinar allar í vaski gráta framan í stjómvöld. Laxaseyði flutt á erlendan vettvang, vitanlega til að auka samkeppnina og hjálpa Islendingum til að eiga sinn lax heima. Sjávarútvegurinn og físk- vinnslan í marandi ,kafí. Bátum ijölgað á minnkandi sjávarafla og kvótamir úti að aka. Iðnaður á nú sitt' undir Rússanum, sérstaklega úr ull. Bflainnflutningur setur fhet mánaðarlega og auðvitað er verslað út á VISA og KRÍT. Utanlandsferðir á fullri fart svo jafnvel BSRB og önnur þjóðleg samtök komast ekki lengur fyrir í flugvélum flugleiða eða Amarflugs og flýja á náðir hjálpartækja ann- arra landa og ferðaskrifstofum fjölgar og fjölgar ... Samningar laqsir, sjónarmiðum fjölgar, tölvur og heilabú malandi allan daginn og enginn niðurstaða. Það sjá allir heilvita menn ef hin vinnandi hönd skapandi arðinn, fær of mikla umbun, setur það þjóð- félagið beint á hausinn, gagnstætt þeim sem púla í opinbera geiranum og í braskinu, hinum fijálsa mark- aðsgeira því hann hreyfír ekkert. Aldrei hafa verið fleiri gjaldþrot. Mannafla vantar til að gera þau upp og voru þó margir fyrir. Launamismunur alltaf að þenjast út, óslqalfestanlegur. Allir vita þetta en enginn sér það. Stað- greiðslukerfí skatta hrópar á heilar stormsveitir ... og söluskatturinn lækkar verðlagið nema hjá þeim sem borga hann. Mjög einfalt. Og innsigluðu kassamir — svartir kass- ar — og allir eins ... Lögbirtingar- blaðið tútnar út. Og vimugjafar ein- ir mestu blóðgjafar ríkissjóðs, vant- ar viðbót. Bankamir í harðri samkeppni. við fjárfestingarfélög sem þeir þó eigk aðild að. En þessi félög „bjarga" neyð þeirra sem húsnæðismála- stofnunin hefir svikið. Semsagt. Allt í þessu fínasta fína. Þessu ástandi á svo að bjarga úrræðalitið, íhald, steinmnninn Framsóknar- flokkur og hugsjónalausir kratar. Ja, Drottinn minn, hefði hann séra Ámi einhvemtímann sagt. Er ekki rétt að fara að mmska? Árni Helgason M©INIiO©IIIMN Hefndaræði Æðisleg spennumynd, sem heldur þór föstum, með Brad Davis, stjörnunni úr „Midnight Express" og Jonathan Banks, þekktum úr „Beverly Hill Cops“ og „48 hours“. - Þeir fara hér á kostum - Sýnd kl. 3, 5,7,9 og 11.15. Stranglega bönnuð innan 16 ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.