Morgunblaðið - 26.02.1988, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988
5Í
KÖRFUKNATTLEIKUR / ÚRVALSDEILD
Gríndvíkingar unnu upp
fjórtán stiga forskot Vals
Morgunblaðifl/Kristinn Benediktsson
Leikmenn Qrlndavfkurllðslns á varamannabekknum sjást hér þeysa inn á völlinn til að fagna sætum sigri yfir
Valsmönnum í gærkvöldi í Grindavík.
Þegar Grindvíkingar hættu að
rífast og fóru að spila körfu-
knattleik eins og þeir gera
best, unnu þeir upp fjórtán
stiga forskot Valsmanna. Náðu
svo að tryggja sér sigur á
lokamínútunni f enn einum bar-
áttuleiknum, þar sem sigur
ræðst ekki fyrr en á síðustu
stundu.
Rúnar Amason UMFG skoraði
fyrstu körfumar fyrir
Grindavík með harðfylgi og gaf
tóninn um að í væntum væri hörku-
^■^11 leikur.
Krístinn Grindvíkingum
Benediktsson tókst að ná átta
skrifar stiga foiystu um
miðjan fyrri hálfleik
og komu Valsmönnum í opna
skjöldu. Valsmenn komust hægt og
rólega í gang og jöfnuðu þegar átta
mínútur voru til hálfleiks.
Mótlætið setti Grindvíkinga enn
einu sinni út af laginu og allt fór
í handaskol og rifrildi.
í seinni hálfleik náðu Valsmenn 14
stiga forystu og virtust hafa leikinn
í hendi sér. Tómas Holton var
hrejmt óstöðvandi og skoraði hveija
körfuna af annari en annars vann
liðið vel saman.
Þegar 12. mín. voru eftir af leiknum
var Hjálmari Hallgrímssyni UMFG
vikið af leikvelli með 5 villur: Hann
var mjög ósáttur með dóminn þar
sem hann var í hraðaupphlaupi og
fékk dæmdan á sig ruðning er
Valsmaður stöðvaði hann.
Hugsanlega hefur þetta atvik orðið
til þess að setja kraft í Grindvíking-
ana því þeir skoruðu nú hveija körf-
una af annarri. Guðmundur Braga-
son var dijúgur að skora, tók mörg
fráköst og hindraði skot Vals-
manna, en Guðlaugur Jónsson
stjómaði spilinu og stal hverri send-
ingunni af annarri frá Valsmönn-
um.
Er tvær mínútur voru eftir jafnaði
hann loks leikinn 69-69 og það sem
eftir lifði leiksins tókst Grindvíking-
um að skora 4 stig á móti tveim
og hanga þannig á sigrinum sem
oft hefur verið erfítt í taugaspennu
lokasekúntanna.
Þfálfarl Vals Stawa Bargman,
öskrar skipanir til sinna manna á lok-
amínútunni.
Quðlaugur Jónaaon sést hér skora
jöfnunarkörfuna, 69:69, eftir að hafa
stolið knettinum frá Valsmönnum.
Einn einn spennuleikurinn í Grindavík.
Valsmenn urðu að sætta sig við tap
UMFG-Valur
73 : 71 -
ÍþrótLahúsið Grindavík, úrvalsdeild i
körfuknattieik, fímmtudagur 25.
febrúar 1988.
Gangur leiksins: 4:2, 11:6, 15:16,
23:26, 26:39, 31:45, 38:62, 49:68,
59:62, 69:69, 73:69,73:71.
Stig UMFG: Guflmundur Bragason 21,
RúnarÁmason 11, Hjálmar Hallgrims-
son 9, Guðlaugur Jónsson 9, Steinþór
Helgason 8, Jón Páll Haraldsson 6,
Eyjólfur Gufllaugsson 5, Ólafur Þór
Jóhannsson, Svcinbjöm Sigurðarson 2.
Stig Vals: Tómas Holton 25, Einar
Ólafsson 13, Leifur Gústafsson 13,
Þorvaldur Geirsson 10, Torfi Magnús-
son 5, Svali Björgvinsson 2, Bjöm
Zðega 2, Jóhann Bjamason 1.
Dómarar: Sigurður Valur Halldórsson
og Ómar Scheving dæmdu erfiflan leik
ágætlega.
Ahorfendur 152.
íkvöld
■ Einn leikur verður i úrvalsdeildinni
[ körfuknattléik I kvöld. Njarðvikingar
fá Hauka i heimsókn kl. 20.
■ Þrir leikir verfla leiknir í 2. deildar-
keppninni f handknattleik karla og
heflast þeir allir kl. 20. Reynir - Ar-
mann, Fylkir - Grótta og Afturelding
- Haukar. 3. deild karla: ÍH - ÍS kl.
20 og UMHÖ - ÍA kl. 20. 2. deild
kvenna: Grótta - iBK kl. 20.
BADMINTON
Pyrsti sigurinn
yfir Austurríki
3:2 íTomas Cup í Amsterdam í gærkvöldi
Badmintonlandsliðið vann sinn
fyrsta sigur, 8:2, yfír Aust-
urríki í landsleik í gærkvöldi - í
heimsmeistarakeppninni (Tomas
Cup), í Amsterdam. „Broddi
Kristjánsson vann fyrst í einliða-
leik, en þeir Þoreteinn Páll
Hængsson og Guðmundur Adolfs-
son töpuðu. Eftir það komú tveir
góður sígrar í tvfliðaleik. Broddi
og Þoreteinn PáU léku þá saman
og Ámi Þór Hallgrimsson og Ár-
mann Þorvaldsson léku saman,“
sagði Pétur Hjálmtýsson, farar-.
Btjóri.
Kvennalandsliðið tapaði stórt, 0:6,
fyrir írlandi í kvennakeppninni
(Uber Cup), sem fór einnig fram
í Amsterdam.
Karlaliðið leikur gegn Finnlandi 1
dag og þá leikur kvennaliðið gegn
Wales.
HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA
Stjaman veitti
Fram harða keppni
STJÖTNUSTÚLKURNAR veittu
íslandsmeisturum Fram harða
keppni í gærkvöldi. Þaö var
ekki fyrr en um miðjan seinni
hálfleik aö Framstúlkunum
tókst að brjóta Stjörnustúlk-
urnar á bak aftur, en þá voru
lelkmenn Stjörnunnar of bráö-
ar - brutu á Framstúlkunum
og voru sendar af lelkvelll til
kælingar. Þetta nýttu Fram-
stúlkurnar sér og tryggöu sár
sigur, 18:14.
Guðríður Guðjónsdóttir, stór-
skytta Framliðiðsins, var tekin
úr umferð allan leikinn. Jóhanna
Halldórsdóttir var best hjá Fram
og skoraði sex mörk. Ragnheiður
Stephensen, 5/2 og Guðný Gunn-
steinsdóttir vom bestu leikmenn
Stjömunnar.
Víkingur vann yfírburðarsigur,
29:16, yfir Þrótti. Svava Baldvins-
dóttir og Inga Þórisdóttir skoruðu
sín hvor sjö mörkin fyrir Víking,
en Ágústa Sigurðardóttir skoraði
sex mörk fyrir Þrótt.
FH-stúIkumar Iögðu Valsstúlkum-
ar að velli, 14:13, á miðvikudags-
kvöldið. Guðný Guðjónsdóttir, Guð-
rún Kristjánsdóttir og Krístfn Am-
þóredóttir skoruðu allar þijú mörlæ-
fyrir Val, en Eva Balduredóttir,
Inga Einaredóttir og Berglind
Hreinsdóttir skoruðu þijú mörk fyr-
ir FH.
Haukar unnu stóreigur, 24:14, yfír
KR. Ragnheiður Júlfusdóttir skor-
aði 7 mörk fyrir Hauka og Halldóra
Mathiesen 6. Birthe Bitsh skoraði
5/2 mörk fyrir KR og Snjólaujf"
Benjamfnsdóttir flögur.