Morgunblaðið - 23.04.1988, Page 1

Morgunblaðið - 23.04.1988, Page 1
76 SÍÐUR B 91,tbl. 76.árg. LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Frönsku forsetakosningamar á sunnudag: Mitterrand og Chirac áfram? Paris. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. FYRRI umferð frönsku forsetakosninganna fer fram á morgun og lauk kosningabaráttu frambjóðenda í fjölmiðlum á miðnætti. Þá ræðst hvaða tveir frambjóðendur taka þátt í úrslitaumferðinni 8. maí. Líklegast þykir að Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, og Jacques Chirac, forsætisráðherra, sigri í þessari umferð, frekar en þeir Mitterrand og Raymond Barre, fyrrverandi forsætisráð- herra. Margt bendir þó til þess að bilið milli þessara þriggja helztu fram- bjóðenda sé að minnka og þeir eru til sem ekki vilja útiloka Barre með öllu. Þykir hann hafa náð sér vel á strik á lokaspretti baráttunn- ar. Mitterrand hefur lent í vöm, meðal annars vegna ummæla sinna um hugsanlegan kosninga- rétt til handa innflytjendum. Bæði Chirac og Barre leggja mikla áherzlu á að þeir muni styðja þann þeirra, sem fer með sigur af hólmi í þessari umferð, m.a. hafa þeir sett á laggimar sameig- inlega kosningamiðstöð, sem verð- ur notuð í síðari umferðinni. Erfitt er að áætla fylgi fram- bjóðenda síðustu daga fyrir kosn- ingar þar sem ólöglegt er að birta skoðanakannanir síðustu vikuna fyrir kosningar. í könnunum, sem birtust fyrir síðustu helgi, hafði Mitterrand 37%, Chirac 22% og Barre 18%. Fækkun langdrægra kjarnorkuvopna risaveldanna: Fimdir Sliultz og sovézkra leiðtoga áranmirslitlir í gærkvöldi hermdu Reuters- fréttir að þremur frönskum gíslum líbanskra mannræningja yrði sleppt í Beirút í dag. Franskir samningamenn flugu til Líbanons í gær og sagðist sýrlenskur milli- göngumaður þeirra eiga von á því að franski sendiherrann í Beirút myndi taka við gíslunum á Sum- merlandhótelinu í borginni. Þeim yrði síðan flogið til Parísar í dag, daginn fyrir frönsku forsetakosn- ingamar. Tímasetningin er ekki sögð tilviljun og hermt að mögu- leikar Chiracs vænkist, ef afdrif gíslamálsins verða þau, sem að framan greinir. Sjá „Mitterrand og Chirac beijast...“ á bls. 32. Til átaka kom við bænahús á Musterishæðinni í Jerúsalem í gær og slösuðust fimm lögregluþjónar og nokkrir Palestínumenn. Að lokinni bænastund gekk hópur Palestínumanna með svarta fána að lögreglustöð við hlið moskunnar og hóf gijótkast. Lögreglan reyndi að dreifa mannflöldanum og kom þá til átaka. Þá féllu tveir Palestínumenn í átökum hers og mótmælenda á hemumdu svæðunum. Mynd- in var tekin á Musterishæðinni í Jerúsalem. Á TÖK VIÐ BÆNAHÚS Ný stjórn í Panama Panamaborg. Reuter. BÚIST er við að Manuel Solis Palma, forseti Panama, skipi nýja ríkisstjórn í dag, að sögn blaðsins Crítica, sem er hliðholt stjórn landsins. Að sögn blaðsins buðust nær ail- ir ráðherrar ríkisstjómarinnar til þess að segja af sér til þess að for- setinn gæti myndað „styijaldar- ráðuneyti". Moskvu, Reuter. GEORGE Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gaf til kynna á blaðamannafundi í Moskvu í gær að tveggja daga viðræður hans og sovéskra ráðamanna um fækkun kjarnorkuvopna í vopnabúrum risaveld- anna hefðu litlum árangri skilað. Shultz sagði líkum- ar á samkomulagi um helmingsfækkun langdrægra kjarnorkuvopna verða sífellt minni en áfram yrði reynt að ná sáttum fyrir fund þeirra Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga og Ronalds Reagans í Moskvu í lok maí. Eduard Shevardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, sagði enn hugsanlegt að samningamönnum risaveldanna tækist að ljúka við gerð sáttmála um fækkun langdrægra kjarnorku- vopna fyrir Moskvu-fundinn en sagði að það yrði mjög erfitt þar sem málið væri gífurlega flókið. Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, spjall- ar við Míkhaíl S. Gorbatsjov við upphaf fundar þeirra. Shultz kom til Moskvu á fimmtu- dag til viðræðna við þá Gorbatsjov og Shevardnadze. Ræddi hann í níu klukkustundir við Shevardnadze og Fundu tankskip í ljósum logum en engin merki um áhöfnina St. John’s, Nýfundnalandi. Reuter. GRÍSKT tankskip brotnaði í tvennt á miðju Atlantshafi og stóðu báðir hlutar þess í Ijósum logum í gær. Sást reykjarmökk- urinn 50 sjómílna leið. Leitar- og björgunarmenn hafa enga visbendingu fundið um afdrif áhafnarinnar. Óljóst er hvað gerst hefur um borð í skipinu því það sendi ekki út neyðarkall. Kanadíska rann- sóknarskipið Hudson kom að því í gærmorgun 800 sjómílur undan Nova Scotia og Nýfundnalandi í Kanada, skammt frá fískimiðum á Georgsbanka. Voru þá tvær sjómflur á milii skipshlutanna. „Hér er hrikalegt um að litast. Það er ekkert lífsmark um borð og það brennur allt, sem brunnið getur í skipinu. Eldtungur standa út um glugga á yfírbyggingunni og því útilokað að þar sé nokkur á lífí. í gegnum kolsvartan reykj- armökkinn sýndist okkur sem björgunarbátinn hægra megin vantaði," sagði skipstjórinn á Hudson í talstöðvarsamtali í gær. í gær flugu tvær kanadískar leitarflugvélar og ein bandarísk á vettvang. ítölsk, norsk og pólsk skip tóku einnig þátt í leit að áhöfninni. Talið var að um væri að ræða gríska tankskipið Athen- ian Venture, sem er milli 30 og 40 þúsund tonn. Á því var 25 manna áhöfn, alit Pólveijar. í gær átti hann þriggja klukkustunda fund með Gorbatsjov. Sovéska fréttastofan Tass skýrði frá því í gær að Gorbatsjov hefði mótmælt um- mælum Ronalds Reagans um Sov- étríkin í ræðu er hann flutti á fímmtudag og hvatt Bandaríkja- menn til að sýna meiri stillingu S málflutningi sínum. Ella kynnu sam- skipti ríkjanna tveggja að færast í verra horf. Shultz skýrði frá því á blaða- mannafundinum í Moskvu að þeir Shevardnadze hefðu orðið ásáttir um að hittast aftur áður en Reagan færi til Moskvu. Hins vegar hefði ekki verið ákveðið hvenær fundur utanríkisráðherranna færi fram. Risaveldin eru sammála um að stefna beri að helmingsfækkun lang- drægra kjamorkuvopna og sam- þykktu þeir Reagan og Gorbatsjov á fundi sínum í Washington í des- embermánuði að fela samninga- mönnum risaveldanna að gera drög að slíkum sáttmála. Einkum er tek- ist á um svonefnd „undirmörk" eða leyfilega samsetningu kjamorkuher- aflans. Risaveldin greinir á um leyfí- legan hámarksfjölda stýriflauga í skipum, kafbátum pg flugvélum. Þá er deilt um hvort banna beri með öllu hrejrfanlegar landeldflaugar og hvernig standa beri að eftirliti. Loks er deilt um hvemig tengja beri geim- vamaáætlun Bandaríkjastjómar slíkum sáttmála. Reagan Banda- ríkjaforseti sagði i ræðu á fimmtu- dag að litlar líkur virtust á því að jafna þennan ágreining fyrir Moskvu-fundinn. Shevardnadze sagði á blaða- mannafundi sínum í Moskvu í gær að til greina kæmi að skjalfesta þann árangur sem þegar hefði náðst á leiðtogafundinum í Moskvu en bandarískir embættismenn munu vera mótfallnir þeirri hugmynd. Noregur: Taugatitringur í stjórnmálalífi Osló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunbladsins f Noregi. FRÉTTIN um að Framfara- flokkurinn sé orðinn næststærsti stjórnmálaflokkur Noregs, hefur valdið taugatitringi í norsku stjóramálalífi. Flokkurinn nýtur stuðnings 23,5% kjósenda. Fylgi flokksins í kosningunum 1985 var 3,7%. Sjá „Framfaraflokkurinn margfaldar fylgi sitt“ á bls. 33.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.