Morgunblaðið - 23.04.1988, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988
Fyrsta breiðskífa Sykurmolanna:
Fyrirframsala í Bret-
landi rum 50.000 eintök
FYRSTA breiðskífa íslensku
hljómsveitarinnar Sykurmol-
anna verður gefin út í Bretlandi
nk. mánudag og bendir fyrir-
framsala til þess að platan eigi
góða möguleika á að komast inn
á lista yfir tíu söluhæstu plötur
þar í landi. Breska popptímaritið
Melody Makec birti á miðvikudag
heilsíðu plötudóm um plötuna,
sem ber heitið Life’s too Good,
og er þar farið afar lofsamiegum
Ekið á dreng
EKIÐ var á 5 ára gamlan dreng
á Þorfinnsgötu á fimmtudaginn.
Hann slapp án teljandi meiðsla.
Slysið varð um kl. 19.40. Dreng-
urinn hljóp út á götuna en varð
fyrir bifreið, sem var ekið suður
hana. Hann hlaut lítil meiðsli af.
orðum um hana, m.a. segir gagn-
rýnandi blaðsins að platan sé ein
besta plata sem út hafi komið.
Plötudómurinn kemur í kjölfar
forsíðuviðtals á ijórum síðum við
hljómsveitina í síðustu viku og
herma fregnir að tímaritin Sounds
og New Musical Express hyggist
gera plötunni ámóta skil.
Sykurmolamir gerðu fyrir
skemmstu útgáfusamning við
bandaríska stórfyrirtækið Electra
um útgáfu á Life’s too Good í
Bandaríkjunum og um leið samning
við One Little Indian, sem gefur
plötuna út í Bretlandi. Nú standa
yfir samningaviðræður um dreif-
ingu á plötunni í öðrum löndum
heims og hefur Morgunblaðið heim-
ildir fyrir því að til athugunar sé
tilboð frá einu af stærstu plötu-
útgáfufyrirtækjum í heimi.
I samtali við Derek Birkett, sem
er einn eigenda One Little Indian,
kom fram að þegar hafa selst í
fyrirframsölu rúm 50.000 eintök
af plötunni Life’s too Good og með
sama áframhaldi á hún góða mögu-
leika á að komast inn á lista yfir
tíu söluhæstu plötur í Bretlandi í
fyrstu útgáfuviku.
Fyrir skemmstu komu út svokall-
aðar tólftommu og sjötommu plötur
með laginu Deus, en það hefur nú
selst í um 60.000 eintökum og situr
í 57. sæti breska vinsældalistans,
en er á lista yfir tíu vinsælustu lög
í Hollandi.
í kjölfar útgáfunnar heldur
hljómsveitin í tónleikaferð um Bret-
land og Bandaríkin og er þegar
uppselt á fyrstu Lundúnatónleikana
í þeirri ferð, sem verða 19. maí
nk., en þá mun önnur íslensk hljóm-
sveit, S.h. draumur, leika á undan
Sykurmolunum.
VEÐURHORFUR í DAG, 23.4. 88
YFIRLIT ( gmr: Fyrir noröan og austan land er 1,032ja mb hæð,
en 990 mb hægfara lægð um 1000 suðvestur af Reykjanesi. Veður
fer smám saman hlýnandi.
SPÁ: Austan- og suðaustanótt og rigning öðru hverju sunnan- og
vestanlands en þurrt víðast norðanlands. Hiti 3—7 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG:Fremur hæg suðvestlæg
átt, dálitlir skúrir eða él við suðvestur- og vesturströndina en bjart
veður norðan- og austanlands. Hiti 4—6 stig að deginum en um
frostmark víða að nóttunni.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r r r r Rigning
r r /
* r *
r * r * Slydda
r * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsius
Skúrir
Él
Þoka
Þokumóða
Súld
Mistur
Skafrenningur
Þrumuveður
V
*
V
OO
4
K
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tima
Akureyri Rsykjavík hltl 2 3.1 veóur heióskirt skýjað
Bergen S léttskýjað
Helslnki 1 alskýjað
Jan Mayen +6 lóttskýjað
Kaupmannah. 5 skýjað
Narssarssuaq 4 skýjað
Nuuk +4 heiðskírt
Ostó 3 snjóél
Stokkhólmur 3 skýjað
Þórshöfn 4 hálfskýjað
Algarve 20 hálfskýjað
Amsterdam 10 skýjað
Aþena vantar
Barcelona 18 skýjað
Berlín 9 léttskýjað
Chlcago 8 alskýjað
Feneyjar 20 þokumóða
Frankfurt 13 skúr
Glasgow 8 alskýjað
Hamborg 8 skýjað
Las Palmas 22 léttskýjað
London 10 mlstur
Los Angeles 11 léttskýjað
Lúxemborg 13 skýjað
Madríd 17 skýjað
Malaga 23 skýjað
Mallorca 20 skýjað
Montreal 3 skýjað
New York 6 heiðskírt
París 18 skýjað
Róm 19 þokumóða
Vín 12 skúr
Washington 8 skýjað
Winnipeg +3 skýjað
Halldór Vilhjáhnsson, fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs.
Pétur J. Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri markaðssviðs.
Tveir nýir framkvæmda-
stjórar hjá Flugleiðum
TVEIR nýir framkvæmdastjórar
starfa nú hjá Flugleiðum i kjöl-
far skipulagsbreytinga innan fé-
lagins, þeir Pétur J. Eiríksson,
framkvæmdastjóri markaðssviðs
og Halldór Vilhjálmsson, fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs.
Báðir hafa þeir starfað hjá Flug-
leiðum frá 1981.
Pétur J. Eiríksson er fæddur í
Reykjavík 5. maí 1950, sonur hjón-
anna Eiríks Hreins Finnbogasonar,
cand. mag. og Jóhönnu Péturs-
dóttur fóstru. Pétur varð stúdent
frá MH 1970 og lauk hagfræði-
prófi frá Edinborgarháskóla 1975.
Hann var síðan við framhaldsnám
við Gautaborgarháskóla í eitt ár.
Pétur var um tíma blaðamaður
á Morgunblaðinu og síðan aðstoðar-
framkvæmdastjóri og ritstjóri hjá
Frjálsu framtaki. Hann réðst til
Flugleiða í júní 1981 og vann fyrst
við markaðsrannsóknir. Þá tók
hann við starfí deildarstjóra far-
skrárdeildar en fluttist stuttu síðar
til Svíþjóðar þar sem hann gegndi
starfí forstöðumanns söludeildar
Flugleiða á Norðurlöndum þar til
nú að hann tekur við starfí fram-
kvæmdastjóra.
Pétur er kvæntur Erlu Sveins-
dóttur flugfreyju og á eina dóttur.
Halldór Vilhjálmsson er fæddur
5. nóvember 1946 í Reykjavík, son-
ur Vilhjálms A. Guðmundssonar
verkfræðings, sem nú er látinn, og
Bimu Halldórsdóttur húsmóður.
Hann varð stúdent frá VÍ 1967 og
cand. oecon frá viðskiptafræðideild
Háskóla íslands 1971. Halldór var
aðalbókari Olíuverslunar íslands
1973-1981 er hann tók við starfí
forstöðumanns innri endurskoðunar
Flugleiða, sem hann hefur gegnt
fram að þessu. Hann sat í stjóm
Félags viðskiptafræðinga og hag-
fræðinga 1972-1974. Kona Hall-
dórs er Bryndís Helgadóttir skrif-
stofustjóri og eiga þau 3 böm.
Vopnafjörður:
Rannsókninni
haldið áfram
ENN er óvíst hvað olli harmleikn-
um á Vopnafirði, þar sem tveir
menn fundust látnir á þriðjudag.
Nú er Ijóst orðið að skotin, sem
bönuðu mönnunum, komu úr
sömu byssunni. Rannsókn málsins
er ekki Iokið hjá RLR.
Það var á þriðjudagsmorgun sem
maður á Vopnafírði tók eftir að
haglabyssa hans, af gerðinni Kongs-
berg, var ekki á sínum stað.
Skömmu síðar fór maðurinn að svip-
ast um eftir Tryggva Viðari Gunn-
þórssyni, sem bjó á heimili hans.
Að nokkrum tíma liðnum fannst
Tryggvi Viðar á vinnustað sínum
og var þá látinn. Við hlið hans lá
haglabyssan og teiur lögregla
fullvíst að hann hafí svipt sig lífí.
Það var um fjórum stundum síðar
sem maður nokkur átti erindi við
bóndann að Hámundarstöðum I í
Vopnafírði, Gunnar Ingólfsson.
Hann kom á Gunnari látnum og
hafði hann verið skotinn í bijóstið
með haglabyssu. Ekki er vitað ná-
kvæmlega hvenær það gerðist, en
talið er að hann hafí látist aðfara-
nótt þriðjudagsins, milli kl. 2 og 8.
Skothylki, sem fannst á staðnum,
reyndist vera úr byssunni, sem
fannst við hlið Tryggva Viðars.
Tryggvi Viðar hefur látist nokkrum
stundum eftir að Gunnar lést.
Tryggvi Viðar Gunnarsson var
45 ára gamall trésmiður, með lög-
heimili á Grenivík, en hafði starfað
um hríð á Vopnafirði. Hann var ein-
hleypur. Gunnar Ingólfsson var 33
ára bóndi, til heimilis að Hámundar-
stöðum I í Vopnafjarðarhreppi.
Hann lætur eftir sig þijú böm og
sambýliskonu.
Léstaf
slysförum
MAÐUR, sem ekið var á á Hverf-
isgötu síðdegis á miðvikudag,
lést að kvöldi þess dags.
Maðurinn varð fyrir bifreið á
móts við Hverfisgötu 96. Hann var
fluttur á gjörgæsludeild, þar sem
hann lést um kvöldið. Hann hét
Friðrik Guðmundsson, til heimilis á
Nesvegi 64 f Reylgavík. Friðrik var
á 82. aldursári, fæddur 15. sept-
ember 1906.
Friðrik Guðmundsson