Morgunblaðið - 23.04.1988, Page 10

Morgunblaðið - 23.04.1988, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 Til lands og sjávar Bókmenntir ErlendurJónsson Guðmundur Bjðrgvin Jónsson: MANNLÍF OG MANNVIRKI í V ATN SLE YSU STRAND AR- HREPPI. 436 bls. 1987. Þetta er mikið rit, bæði að efni og umfangi, texti drjúgur og mjmd- ir geysimargar. Nákvæmlega er líka unnið úr efni. Þama er sumsé fjallað um eina sveit aðeins, einn hrepp með þéttbýliskjama, Voga, þannig að höfundur hefur getað látið eftir sér að gera hverju og einu ýtarleg skil, ættum jafnt sem einstaklingum. Hvert býli er tekið fýrir sér í lagi, ábúendur taldir og fjölskyldur þeirra, svo og getið um atvinnu og búskaparhætti. Kafli er um fræðslu- og menningarmál í hreppnum, sagt frá prestum á Kálfatjöm. Og fyrirtækjum hrepps- búa em gerð ýtarleg skil. Mest er þetta samtímasaga. Samt er alla jafna farið nokkuð aftur í tímann; óvíða þó lengra en seinustu hálfa aðra öldina eða svo; ýtarlegast sagt frá síðustu tveim til þrem kynslóð- um. Persónusögu má kalla þetta. Fátt er þó um »einkamál«. Beinar mannlýsingar setja ekki heldur svip á ritið. Það er saga búsetunnar og lífsbaráttunnar sem höfundur hefur sýnilega gert sér far um að halda til haga öðm fremur. Og það hefur honum að mínu viti tekist með ágætum. Ljóslega er bmgðið fýrir sjónir hvemig búið var fýrmrn og hvemig búið er nú, hvemig atvinnu- hættir hafa smám saman breyst og efnahagur vænkast. Og framar öðr- um, sem sett hafa saman rit af þessu tagi, lýsir höfundur því hvem- ig hreppurinn hefur byggst upp í bókstaflegum skilningi, hvemig húsagerð hefur þróast og hýbýli stækkað með áranna rás. Þó víða væri vel búið fyrrum fer tæpast á milli mála að lífskjör hafa jafnast. Guðmundur Björgvin Jónsson Mörg rit af þessu tagi hafa kom- ið út á undanfömum ámm. En þau hafa yfírhöfuð tekið til heilla sýslna og höfundar þá verið fleiri. Guð- mundur Björgvin hefur kosið að taka fyrir smærri einingu. Fátt mun því hafa farið framhjá auga hans, og því síður sem hann er heimamað- ur, öllum hnútum kunnugur. íbúar í Vatnsleysustrandarhreppi hafa löngum lifað af hvom tveggja: landi og sjó, allt eins hinu síðar talda. A blómaskeiði togaraaldar vom sumir aflahæstu skipstjórar landsins þaðan ættaðir. Vogarnir em útgerðarstaður. Og í í hreppn- um er nú eitt stærsta bú landsins. Ekki er þó stundaður þar hefð- bundinn búskapur sem svo er kall- að. En nálægðin við þéttbýli og flugvöll markar líka svipmót at- vinnulífsins. Höfundur greinir eins og fyrr segir frá atvinnu hvers og eins. Skyggnist maður sérstaklega eftir þeim þættinum kemur í ljós að hreppsbúar leggja gjörva hönd á margt, gagnstætt því sem fyrrum var meðan sjálfsþurftarbúskapur- omRon SIMAR 21150-21370 SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS LOGM JOH ÞORÐARSON HOL Bjóöum til sýnis og sölu meöal annarra eigna: Skammt frá Bústaðakirkju Glæsilegt raðhús í Fossvogi. 191,4 fm nettó á pöllum. 4 góð svefn- herb. i svefnálmu. Sólverönd. Sólsvalir. Góður bílskúr. Eignin er öli elns og ný. í gamla góða Austurbænum Endurbyggð þakhæð 3ja herb. um 80 fm i reisulegu steinhúsi. Stórir og góðir kvistir. Nýir gluggar. Sólsvalir. í kjallara fylgir ágæt sér- geymsla. Sanngjarnt verö. Langtímalán geta fylgt. 3ja herbergja ódýrar íbúðir m.a. við: Leifsgötu, Vesturbraut Hf. og viö Nesveg á Seltjarnarnesi. Vinsamlegast leitiö nánari upplýsinga. Gott einbýlishús um 200 fm óskast til kaups í borginni eöa nágr. Skipti möguleg. á 300 fm úrvals- eign á útsýnisstaö í Garðabæ. Nánari uppl. á skrifstofunni. í Selási - hagkvæm skipti Til kaups óskast 4ra-5 herb. góð íbúö Skipti möguleg á nýju glæsil. einbhúsi um 150 fm á einni hæö meö mikiö af góðum langtímalánum. Allar nánari uppl. á skrifstofunni. Einbýlishús eða raðhús óskast til kaups. Æskilegir staöir: Sæviðarsund eða nágr., Fossvogur, Nýi-miðbærinn eöa nágr. Mikil og góð útborgun. Ennfremur eigna- skipti möguleg á einbhúsi í Smáíbúðahverfi. Gott skrifstofuhúsnæði óskast i borginni 200-300 fm á einni hæð. Stærri eign kemur til greina. Traustur, fjársterkur kaupandi. Ungur landsþekktur athafnamaður óskar eftir 4ra-5 herb. ibúö eö íbúöarhæö. Helst í Aust- urbænum. Grafarvogur kemur til greina. Opið í dag, laugardag, kl. 11.00-16.00. AIMENNA FASIEIGHASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 inn var við lýði og atvinnulífíð var fábreytt. Sýnt er að margfalt fleiri og fjölbreyttari störf bjóðast núlif- andi kynslóð en feðrum og mæðr- um. En að sjálfsögðu hefur Vatns- leysuströndin, eins og aðrar byggð- ir þessa lands, séð á bak mörgum sem freistað hafa gæfunnar annars staðar. Þótt enn sé búið við land og sjó býður sérhæfni atvinnulífsins tæpast lengur upp á að maður sé í senn sjósóknari og bóndi með sama hætti og fyrrum. Tími stórheimil- anna er liðinn. Myndir bókarinnar eru flestar af fólki en margar líka af húsum; einn- ig af skipum. Þama eru hrörleg hús, sum að falli kominn að því er virðist. Og þama eru ný hús og glæsileg sem vitna um endumýjun lífsins, rýmri efnahag og betri smekk. Hvort tveggja segir sína sögu. Engin landsins byggð liggur í þjóðbraut með þvílíkum hætti sem Vatnsleysuströndin — með höfuð- borgina annars vegar, en til hins endans fjölmenna þéttbýlisstaði og íslands eina millilandaflugvöll. Pazzi-kapellan. Málarinn frá Arezzo Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Giorgio Vasari: Lives of Artists I-II. A Selection translated by George Bull. Penguin Books 1988. Giorgio Vasari fæddist í Arezzo 1511 og lést 1574. Hann hélt til Flórens 1524 og hóf listnám hjá Andrea del Sarto og Bandinelli. Hann mun hafa kynnst Michelang- elo um þetta leyti. Hann starfaði síðan sem listmálari bæði í Flórens og Róm og víðar. Hann var eins og fleiri listamenn þessa tímaskeiðs einnig arkitekt og var fenginn til að gera uppdrætti að Palazzo Vecchio í Flórens, Uffízi og gröf Michelangelo em hans verk. Sem listmálari var hann dáður á þessum tímum, en kunnastur er hann fýrir rit sitt um Ævir bestu listmálara, myndhöggvara og arkitekta, sem kom út 1550 og í aukinni útgáfu 1568. Rit þetta telja sumir list- fræðingar vera einstakt í listasög- unni (Petur og Linda Murray), sem telja ritið „það merkasta, sem skrif- að hefur verið um málaralist". Vas- ari telur að listum hafí farið aftur á miðöldum, en landið hafi tekið að rísa með Riotto. Megin efni kenningar Vasaris um listir er, að sönn list hafí síðan risið hæst í Toskana með Giotto og Cimabue og siðan þróast með Ghiberti, Bmn- elleschi og Donatello og náð hátindi með Michelangelo, Leonardo og Rafael, en með þeim hafí málaralist náð þeim hæðum sem gjörlegt er að ná. Vasari hóf snemma að safna teikningum eftir kunna listamenn og einnig að skrifa niður sögur af þeim. Safn mynda hans var ein- stakt á sínum tíma, þetta safn hef- ur að mestu leyti glatast, en þó hafa stöku myndir verið varðveitt- ar. Vasari fékk hugmyndina að Ævum listamanna í Rom. Hann dvaldi þar um tíma í þjónustu Far- nese kardínála og það var oft að hann snæddi kvöldverð með kardín- álanum ásamt ýmsum listamönnum og skáldum. Eitt kvöldið var rætt um söfn listaverka og sagna af kunnum listamönnum og i þeim umræðum beindi kardínálinn máli sínu til Vasaris og taldi hann á að safna saman þeim sögum sem hann hafði skrásettar um listir og lista- menn. Svo fór að Vasari hófst handa að safna frekari heimildum og úr því varð þetta fræga rit. Þetta átti sér stað 1546. Bókin kom út §órum árum síðar og þegar önnur útgáfa kom út, var fyrsta prentun uppgengin, svo að ritið hefur orðið mjög vinsælt strax. Heimildir Vasaris voru úr ýmsum áttum, munnlegar, skriflegar og einnig prentaðar, en hann var óþreytandi safnari og honum tókst að setja saman fróðlegt rit, þar sem kennir e.t.v. full margra grasa, sem ekki snerta beint viðfangsefnið, ævir listamannanna og þá verður lesefnið á stundum þreytandi, eink- um þegar hann fer að fílósófera eða móralísera, en hann dettur ekki oft í þá gryfju. Hann er skemmtilegast- ur þegar hann lýsir verkum, sem hann hefur hrifist verulega af, þar nær hann sér á strik og þakklæti hans til listamanna slíkra verka er einlæg. í þeim köflum skrifar hann stíl, sem jafnast á við ritsnilld bestu höfunda Toskana. Vasari var frumlegur í mati lista- verka, hann hélt t.d. fram áhrifum bysanskra og gotískar listar á list sinna tíma og einnig mat hann að verðleikum listamenn Feneyja, sem voru margir hveijir taldir bijóta listkröfur Toskana. Vasari segir venjulega einhveijar sögur, sem snerta tilurð listaverksins, sem hann ijallar um. Skoðanir hans stangast oft á við skoðanir list- fræðinga síðar á öldum ekki síst skoðanir hans á eigin málverkum, en sú fordæming á mannerismanum sem var lengi viðtekin, er nú að fjara út meðal margra ágætra list- fræðinga nú á dögum. Morgunblaðið/Sverrir Björg Þorsteinsdóttir myndlistarkona framan við „Vogrek", eitt 49 verka á sýningu hennar í Norræna húsinu. Þar eru stórar og smáar myndir unnar í akríl, pastel og kol. Síðasti sýningardagur er á morgun. Sýningfu Bjargar lýkur á sunnudag Akranes - veitingastaður Til sölu veitinga- og grillstaður í fullum rekstri. Góð velta. Verð 1800 þús. Hallgrímur Hallgrímsson, lögg. fasteignasali, Akranesi, twg sími 93-11940. UfS VERK eftir Björgu Þorsteins- dóttur myndlistarkonu eru nú til sýnis í kjallara Norræna hússins. A sýningunni eru 49 akrilverk, pastelmyndir og kolateikningar. Myndimar eru flestar unnar á síðasta ári og að sögn Bjargar hefur sala þeirra gengið vel. Sýningin er opin frá klukkan 14 til 22 en henni lýkur á morgun, sunnudaginn 24. aprU. Þetta er tólfta einkasýning Bjarg- ar, en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér og erlendis. Um þessar mundir á hún teikningar á samsýningu í Júgóslavíu og grafík- myndir á Ítalíu. Síðustu einkasýn- ingar listakonunnar voru í Slunka- ríki á ísafirði í fyrra og í Norræna húsinu og Gallerí Borg 1985. Sama ár hélt hún sýningu á verkum sínum í París. Björg lagði stund á myndlist- amám í Reykjavík, Stuttgart og París. Hún vinnur jöfnum höndum við grafík og málverk, en segir ástæðu þess að engar grafíkmyndir séu á sýningunni í Norræna húsinu vera þá að erfitt sé að vinna grafík- myndir á sama tíma og önnur myndverk. Verk Bjargar eru í eigu listasafna hérlendis, safna og stofn- ana á Norðurlöndum, í Frakklandi, Hollandi, Póllandi, Júgóslavíu og á Spáni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.