Morgunblaðið - 23.04.1988, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988
Signrður Sigurjónsson og Arnar Jónsson sem lygalaupurinn og faðir hans
Goldoní á tákmnáli?
Jóhann Signrðarson og Halldór Björnsson í hlutverkum addáend-
anna
Leiklist
Jóhanna Kristjónsdóttir
Carlo Goldoni: Lygarinn
Þýðing: Óskar Ingimarsson
Leikmynd, búningar og
grímur: Santi Migneco
Tónlist: Stanislaw Radwan
Leikgerð og leikstjórn: Gio-
vanni Pampiglione
Margt og mikið hefur verið
skrifað um commedia dell’ arte,
en blómaskeið hennar stóð frá
miðri sextándu öld og f um það
bil 200 ár. Þessi gerð leikja var
í stuttu máli stílfærð gamanleikja-
sýning og byggði að miklu leyti
á leikspuna, notaðar voru iengst
af grímur og leikarar sérhæfðu
sig gjaman í túlkun ákveðinna
persóna. Með leikspuna er átt við
að leikarar treystu á hugmynda-
flug og leikni, en ekki fastan texta
og aðeins á færi atvinnuleikara
að leika þannig af fíngrum fram.
Þegar Carlo Goldoni kemur
fram á sjónvarsviðið var comme-
dia dell’arte að renna sitt skeið á
enda, grímuklæddar persónumar
orðnar yfírborðslegar og stirð-
busalegar og grínið klúrt og yfír-
keyrt. Goldoni hleypti nýju blóði
í þessa listgrein og varð afkasta-
mikill leikjahöfundur, eftir að hon-
um var veitt fjárhagslegt öryggi
til að stunda list sína. Sagt er að
hann hafí ekki verið nema nokkra
daga að skrifa hvert verk og
þætti ekki alls staðar fínt að upp-
lýsa það. Sum þeirra fóm raunar
fyrir lítið, en mörg hafa lifað eins
og blóm í eggi og þar á meðal
er Lygarinn.
Það sem upphaflega varð leikj-
um Goldoni til framdráttar var
að hann tók persónur úr ítölsku
hversdagslífí, og fór með þær,
ýktar og stílfærðar að vísu upp á
svið. En þó aldrei meira en svo,
að menn þekktu þar hina ýmsu
karaktera, eða réttara sagt
kannski ákveðna eðlisþætti. Og
það á við um Lygara Goldonis,
að hér er ekki aðeins á ferðinni
gamanleikur, heldur birtast í öll-
um persónunum aðskiljanlegir
eiginleikar, sem við megum öll
kannast við.
Ég hafði lesið leikritið fyrir
frumsýninguna og þótti textinn
mjög fyndinn, hnyttinn og hæfí-
legur broddur I honum til að ekki
var hægt að leiða þetta fram sem
algert grín. Þýðingin virtist hin
prýðilegasta. En það var auðvelt
að átta sig á, að það gæti orðið
meira en bara að segja það að
koma sýningunni til íslenzkra
áhorfenda, svo að þeir nytu text-
ans og „fíflalæti" yrðu sannfær-
andi og fyndin, en ekki afkáraleg.
Að mínum dómi tókst sýningin
ekki. Tengsl af sviðinu og til
áhorfenda náðust naumast nema
á stöku stað. Hraði sá og léttleiki
sem verður að vera allsráðandi
var víðs fjarri. Sýningin komst
varla úr sporunum í fyrsta atriði
og þrátt fyrir stöku spretti,
kannski sérstaklega í öðrum þætti
var hún þunglamaleg og vand-
ræðaleg. Leikstfllinn - að tala með
líkama og umfram allt höndum,
hlaut að verða flókinn viðfangs,
þar sem það er ekki i upplagi
okkar að gera það. Enda lánaðist
það ekki hér. Það var líkast því
að leikarar væru að flytja tákn-
málsfréttir í sjónvarpinu. Ótrú-
lega vandræðalegt sprikl og pat.
Þetta hefði leikstjóri mátt sjá
strax og reyna að fínna einhvem
milliveg, svo að úr þessu gæti
orðið að minnsta kosti boðleg sýn-
ing á gamanleik með eðlilegu
tempói. Æfður leikstjóri hefði
einnig átt að hafa meira vald á
staðsetningum, sem voru oft
furðu þvingaðar og ekki sæmandi
á sviði atvinnuleikhúss. Leik-
myndin var að mínum dómi
þunglamaleg og óspennandi og
hjálpaði hvorki leikurum né áhorf-
endum.
Sigurður Siguijónsson fór með
hlutverk lygalaupsins Lelios, sem
getur varla sagt satt orð og flæk-
ir sig og aðra í slíkum lygavef,
að það tók ærinn tíma að komast
til botns. Þó er hann ekki ill-
menni, hann fær að eigin dómi
bara svo íðilsnjallar hugdettur, að
hann stenst ekki mátið að gera
tilraun á umhverfí sínu. Sigurður
virtist reyna að finna einhveija
millileið I túlkun sinni, en stuðn-
ingur frá leikstjóra hefur ekki
verið fyrir hendi. Það er eitthvað
töluvert að, ef Sigurður vekur
nánast aldrei hlátur - í gamanleik.
Guðný Ragnarsdóttir og Vil-
borg Halldórsdóttir voru læknis-
dætumar Rosaura og Beatrice og
náðu veikburða tökum á hlutverk-
unum. Guðný hafði sýnu stærra
hlutverk og þótt hún sé hin föngu-
legasta í útliti varð ekki erfítt að
skilja þegar á leið, hvemig á því
stóð að hún hafði ekki „gengið
út.“
Edda Heiðrún Backman var hin
nafntogaða þjónustustúlka slíkra
leikja. Hún ærslaðist mikið og
sprellaði, en það kom fyrir lítið.
Þó fannst mér á stundum, að hún
væri kannski næst því að ná rétt-
um leikstíl, og með styrkri leik-
stjóm hefði Columbina Eddu átt
möguleika. Sama máli gegndi um
Amar Jónsson- táknmálsleikur
hans var þó yfirdrifinn- og um
Bessa Bjamason sem læknirinn
Balanzoni. Bæði Amar og Bessi
sýndu verulegan skilning á leikst-
flnum, þótt þeir næðu aldrei að
„festa sig“ í honum. Aðdáendur
læknisdætranna, léku þeir Jóhann
Sigurðarson og Halldór Bjömsson
og Þórhallur Sigurðsson og Öm
Amason voru þjónar og trúnaðar-
menn þeirra.Andstæður í„ leikstí-
lnum“ sem þeir vom greinilega
að glíma við urðu eins og margt
fleira í þessari sýningu afar
ósannfærandi.
Það er frumskilyrði leiklistar,
hvers eðlis sem hún er,- og hver
sem leikstfllinn er-, að hún tali til
áhorfenda, svo að tengsl myndist.
Hversu jákvæður sem maður vildi
vera, verður að segjast, að þau
vom fá augnablikin, að minnsta
kosti á frumsýningu, sem neistaði
á milli sviðs og áhorfenda.
Með svona góðan efnivið f
höndum, sem mér fannst Lygar-
inn vera við lestur, er það hreint
og beint hryggilegt. En það leiðir
einnig hugann að því, hvaða staða
er eiginlega að koma upp í þjóð-
leikhúsi íslendinga. Það er varla
tilviljun lengur eða illvilji gagn-
rýnenda, sem ræður því að hvert
stykkið af öðm, að frátöldum
Veslingunum, fellur þar hvert um
annað þvert.
Sölnaður andi
Pars Pro Toto flutti í Hlaðvarp- þegar Pars Pro Toto sýndi „Hendur
anum: sundurleitar" - það var einnig kallað
...en anHinn er veikur. Leikrænt leikrænt dansverk.
dansverk í smekklegri leikskrá segir að
Höfundar: Guðjón Pedersen, meðlimir hópsins séu sammála um
Katrin Hall, Lára Stefánsdóttir að flétta saman listformin leik og
og hópurinn dans og með þetta í huga hófst
Fnunsamin tónlist: Kjartan Ól- undirbúningur að sýningu þessari.
afsson Við emm í upphafí leiksips stödd,
Lýsing: Agúst Pétursson ja, eiginlega hvar sem er. Á spítala,
Leikmynd og búningar: Ragn- elliheimili eða geðdeild, kannski í
hildur Stefánsdóttir hugarheiminum eða úti á grænu
Þátttakendur: Arni Pétur Guð- gmndunum. Það er út af fynr sig
jónsson, Birgitta Heide, Ellert ekki neitt höfuðatriði. Manneskjan
Ingimundarson, Katrín Hall, er líklega fangi eigin ógnar, kannski
Lára Stefánsdóttir og Sigrún nýtur hún gleðinnar, á sér vonir
Guðmundsdóttir burt séð frá því hvar hún er hverju
Leikstjóri: Guðjón Pedersen sinni. En þjáist mikið og gleðin sit-
Pars Pro Toto hefur starfað sam- ur aldrei lengi á sama stað. Þó svo
an, annað veifíð frá því 1985, þeg- að umhverfíð sé áhrifavaldur er
ar íslenzka dansflokknum barst boð innra ástandið forsenda þess að
um þáttöku í menningarhátíð ungra tengsl náist við náungann, að mað-
listamanna í Stokkhólmi. Síðan kom urinn „fúngeri" með sér og öðmm.
til NART-listahátíðin í júní 1986, Kannski það sé þetta sem ...en
Sviðsmynd úr „..en andinn er veikur.“
andinn er veikur, er að segja. Það vald sett, hvemig hann túlkar sýn-
getur líka verið eitthvað annað, því inguna. Það getur verið skemmti-
að áhorfanda er eiginlega í sjálfs- legt, svo fremi túlkendum takist að
vekja áhuga, forvitni eða einhveijar
hugsanir.
Mér fannst sýningin of þung og
þmngin. Sýnin varð alsvört. í stað
þess að örva vakti hún hjá mér
leiða. Maður á ekki að andvarpa
af feginleik, þegar sýningu lýkur.
Þátttakendur sem em bæði leik-
arar og dansarar sýna vönduð og
nákvæm vinnubrögð og leikstjóri
hefur augsýnilega lagt hina mestu
alúð við hvert smáatriði. Texti sem
skotið er inn á stöku stað, kemur
málinu ósköp lítið við, nema hann
eigi að undirstrika nöturleikann -
sem er þó ærinn fyrir, í búningum
og umgjörð. Að ekki sé nú talað
um harm flytjenda.
Ég efast ekki um að það sé hollt
fyrir leikara og dansara að samein-
ast í leikrænu dansverki eða dans-
rænu leikverki. Vandvirknin var
sem sagt ótvíræð. Innlifunin mátti
naumast vera meiri. Allt góðra
gjalda vert. Hvort þetta á erindi til
annarra en þeirra sem koma
beinlínis við sögu, hvort tekst að
skila áhrifunum þannig að það
skipti máli, það er svo spumingin.