Morgunblaðið - 23.04.1988, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.04.1988, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 Hallgrímskirkja: • • 011 orgelverk Bruhns leikin Hðrður Áskelsson organisti Hall- grímskirkju í Reykjavík heldur tón- leika í kirkjunni síðdegis næstkom- andi sunnudag 24.apríl og kynnir þar Nikolaus Bruhns í tali og tónum. Eru þetta þriðju tónleikarnir þar sem kynntir eru svokallaðir „norður- þýskir barokkmeistarar". Að tónleik- unum loknum verður haldinn aðal- fundur Listvinafélags Hallgríms- kirkju en félagið hefur staðið fyrir þessari tónleikaröð. Morgunblaðið/Einar Falur Hörður Askelsson organisti Haligrímrkirkju. Nikolaus Bruhns var uppi 1665 til 1697 og starfaði sem organisti og fiðluleikari og til eru nokkur tónverk eftir hann, orgelverk, kantötur og tónverk fyrir fíðlu. Hörður Áskelsson er beðinn að segja nokkur orð um verkin: Öll orgelverkin -Á þessum tónleikum leik ég öll orgelverk Bruhns en aðeins fimm verka hans hafa varðveist, Qórar prelúdíur og einn sálmforleikur eða kóralfantasía. Þar sem Bruhns dó ungur hafði hann trúlega ekki náð að skrifa svo mörg verk en jafnvel þó svo hafí verið hafa aðeins varð- veist þau sem mest voru leikin. Organistar gerðu mikið af því á þessum tíma að leika af fíngrum fram og hirtu ekki um að skrifa eða láta skrifa upp verk sín. En þótt aðeins séu til þessi fimm verk eftir Bruhns vitna þau vel um hugmyndaflug hans og litríka notk- un orgelsins. Minna þau bæði á stíl Buxtehudes sem er kallaður höfuð hins norður-þýska orgelstfls og ítalska tónlist frá þessum tíma.' ítalskir hljóðfæraleikarar sem störfuðu í Þýskalandi báru með sér áhrif frá heimalandi sínu, með þeim kom einhvers konar léttleiki og ferskur blær sem skilaði sér í verk- um þýskra tónskálda. Þama gætti líka nokkurra hollenskra áhrifa. Prelúdíur norður-þýsku barokk- meistaranna eru oftast samsett form þar sem skiptast á ftjálsar tokkötur sem oft eru leiknar eins og af fíngrum fram og mynda ramma um stuttar fúgur. Þekktasta orgelverk Bruhns er prelúdía í e- moll og er hún mjög oft á efnis- skrám konsertorganista. Hörður segir að Bruhns hafí eft- ir nám í Liibeck starfað um tíma í Kaupmannahöfn sem fíðluleikari og var hann ekki síður snjall við fíðlu- leik en oigelleik. Er sagt að hann hafí stundum leikið á fíðluna við eigin undirleik fótspils orgelsins. Árið 1689 er Bruhns sóttur til Kaupmannahafnar og beðinn að taka við starfí organista í Husum í Þýskalandi sem var í nágrenni fæðingarbæjar hans. Bruhns er tal- inn hafa haft mikil áhrif á Bach: -Bruhns er einn af fyrirrennurum Bachs sem hafði mikil áhrif á org- elstfl hans eins og má sjá við saman- burð á verkum þéirra. Bruhns er því hiklaust mjög merkilegur hlekk- ur í þessari keðju. Þetta tímabil sem kennt er við norður-þýsku barokkmeistarana er mjög sérstakt, að þarna skuli hafa verið svo mikil gróska í tónlist- arlífí, ekki síst orgeltónlist, að í um það bil einn mannsaldur hafí þróast þama sérstakur stfll. Er þetta næsta einstakt í sögu kirkjutónlist- arinnar og má telja vist að þetta hafí ekki síst gerst fyrir þessi er- lendu áhrif sem ég nefndi áður. Orgelvika í Þýskalandi Eins og á fyrri tónleikum í þess- ari röð orgeltónleika mun Hörður kynna hvert verk sérstaklega og drepa á nokkur atriði úr ævi Bruhns. Tónleikamir heijast klukk- an 17. Miðar eru seldir við inngang- inn en félagar Listvinafélags Hallgrímskirkju þurfa ekki að greiða aðgangseyri. Að tónleikun- um loknum hefst síðan aðalfundur Listvinafélagsins. En hvað er svo framundan hjá Herði Áskelssyni: -Auk starfanna hér í Hallgríms- kirkju er framundan tónleikaferð til ífyskalands næsta haust. Sérstök norræn orgelvika verður haldin í St. Aposteln kirkjunni í Köln þar sem organistum frá Norðurlöndum er boðið að leika og verð ég fulltrúi Islands. Á tónleikum þar leik ég meðal annars verk eftir Jón Nordal og Þorkel Sigurbjömsson og frum- flyt verk eftir Áskel Másson. Skoðanakönnun Skáíss og HP: Kvennalist- inn fékk mest fylgi KVENNALISTINN fékk mest fylgi í skoðanakönnun Skáiss og Helgarpóstsins um siðustu helgi. Meirihluti þeirra sem tóku af- stöðu í könnuninni styður ekki ríkisstjórnina. Alls voru 748 spurðir um afstöðu þeirra til stjómmálaflokka, þar af tóku 458 afstöðu eða 61,2%. Kvennalistinn fékk fylgi 30,3% þeirra sem tóku afstöðu, Sjálfstæð- isflokkurinn fékk 28,4% fylgi, Framsóknarflokkurinn fékk 17,9%, Alþýðuflokkur 10,9%, Alþýðu- bandalag 9%, Borgaraflokkur 2,4%, Þjóðarflokkur 0,9% og Flokkur mannsins 0,2%. Aðrir flokkar og stjómmálasamtök komust ekki á blað. Þegar spurt var um stuðning við ríkisstjómina tóku 624 afstöðu eða 83,4% úrtaksins. Þar sögðust 56,1% ekki styðja ríkisstjómina en 43,9% sögðust styðja stjómina. Afhent trúnaðar- bréf í Egyptalandi SVERRIR Haukur Gunnlaugsson sendiherra hefur afhent Hosni Mubarak forseta Egyptalands trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Egyptalandi. Hann hefur aðsetur í Genf. Trún- aðarbréfið var afhent 14. aprfl síðastliðinn. Karpov nægir jafn- tefli í síðustu umferð Margeir Pétursson ANATOLY KARPOV, fyrrum heimsmeistari I skák, stendur langbezt að vigi fyrir siðustu umferð heimsbikarmótsins i Brussel. Karpov er heilum vinn- ingí & nnflan næstu mönnum, sem eru landi hans Valery Salov og Engiendingurinn John Nunn. I siðustu umferð hefur hann hvítt gegn Svíanum Ulf Andersson, sem til þessa hefur verið friðsamastur allra kepp- enda og gert 14 jafntefli í 16 skákum. Það eru þvi allar líkur & þvi að þeirri skák ljúki með stórmeistarajafntefli. f ððrum skákum má hins vegar búast við þvi að hart verði barist, þvi auk þess sem há verðlaun eru veitt fyrir efstu sætin er keppt um heildarverðlaun fyrir bezta frammistöðu i öllum mótunum sex. Mótið er búið að vera töluvert spennandi. Eftir slaka byijun tók Karpov mikinn sprett, fékk sex vinninga úr sjö skákum og náði forystunnL Hann hefur síðan haldið henni, þar sem enginn af keppinautum hans hefur verið í virkilegu banastuði. Portisch og Beljavsky stóðu t.d. báðir mjög vel að vígi um miðbikið en döluðu síðan. Árangur þeirra Salovs og Nunn kemur töluvert mikið á óvart. Hvorugur þeirra hefur áður teflt af jafn miklu öryggi og nú. Staðan fyrír síðustu umferð: 1. Karpov IOV2 v. 2. -3. Nunn og Salov 9V2 v. 4. Beljavsky 9 v. 5. -7. Andersson, Portisch og Ljubojevic 8V2 v. 8. Speelman 8 v. 9. Tal 7V2 v. 10. -12. Nikolic, Timman og So- kolov 7 v. 13. Nogueiras 7 v. Hefur lokið sfnum skákum. 14. Seirawan 6V2 v. 15. Korchnoi 6 v. 16. Sax 5V2 v. 17. Winants 2V2 v. Það vekur athygli að af þeim skákmönnum sem töpuðu sfnum einvígjum f Saint John, er það einungis Salov sem hefur náð að hrista af sér slenið. Hinir, þeir Sokolov, Seirawan, Korchnoi og Sax eru allir f námunda við botn- inn. Korchnoi er alveg úti að aka í þessu móti, honum hafa orðið á hrikalegar yfírsjónir. Við skulum lfta á tvær bráð- skemmtilegar skákir sem báðar skiptu sköpum f baráttunni um efsta sætíð. í hinni fyrri beijast Sovétmennimir Beljavsky og Salov af gífurlegri hörku: Hvítt: Alexander Beljavsky Svart: Valery Salov Bogo-indversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - Bb4+ Bogoindverska vömin er uppá- haldsbyijun Salovs og sú vöm nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Helsti kostur hennar er að hún er miklu minna rannsökuð en drottningarindverska vömin, sem kemur upp eftir 3. — b6. Á millisvæðamótinu í Szirak vann Salov Beljavsky með tízkuafbrigð- inu 4. Bd2 — c5!?, en nú velur hann eldri leið. Hvítt: John Nunn Svart: Mikhail Tal Caro-Kann vörn I. e4 - c6 2. d4 - d5 3. Rd2 - dxe4 4. Rxe4 — Rd7 5. Rg5 — Rdf6 Þetta furðulega afbrigði er skárra en 5. — h6? 6. Re6! — Da5+ 7. Bd2 - Db6 8. Bd3 - fxe6?? 9. Dh5+ - Kd8 10. Ba5 eins og Nunn fékk að leika með hvftu gegn Georgiev í Linares um daginn, en 5. — Rgf6 er auðvitað miklu eðlilegra. 6. Rlf3 - e6 7. Re5 - Rh6 8. Bd3 - Bd6 9. c3 - Dc7 10. De2 - c5?! Það þarf ekki sérfræðing til að sjá að byijun svarts er misheppn- uð og hann á erfíða vöm fyrir höndum. Það virðist þó skárra að hróka stutt en hafa kónginn á miðborðinu. II. Bb5+ - Ke7 12. 0-0 - cxd4 13. cxd4 - Rf5 14. Be3 - Rxe3 Hér eða í næsta leik hefði svart- ur getað lengt þjáningar sínar með Hh8-f8, en Tal hefur yfírsézt glæsileg flétta andstæðingsins. 15. fxe3 — Bxe5 16. dxe5 — Dxe5 17. Dd3!! - Dxg5 18. Da3+ - Kd8 19. Hadl+ - Bd7 20. Bxd7 og hér varð Tal að gefast upp, því eftir 20. - Rxd7 21. Hxf7 er orðið stutt í mátið. 4. Bd2 — De7 5. g3 — Rc6 6. Bg2 - Bxd2+ 7. Rbxd2 - d6 8. e4 — e5 9. d5 — Rb8 10. b4 - a5 11. a3 - Ra6 12. 0-0 - 0-0 13. Db3 - Bg4 14. Hfbl í skákinni Psakhis-Petrosjan, Sovétríkjunum 1982, lék hvftur 14. Hfcl, en svartur náði að jafna taflið eftir 14. - c6 15. Rel - axb4 16. axb4 - c5! 17. b5 - Rb4. 14. - c6 15. Rel - axb4 16. axb4 — c5! 17. Rd3 — cxb4 18. Rxb4 - Rc5 19. De3 - Dc7 20. f4! Þar sem svartur hefur komist vel frá átökunum á drottningar- væng með sterkan riddara á c5, verður hvítur að leita hófanna á kóngsvæng. 20. - exf4 21. gxf4 - Hae8 22. Dd4 - Rfd7 23. Rc2 - Bh5 24. Ha3 — f5 Með þessu veikir svartur stöðu sfna, en leikurinn þjónar bæði þeim tilgangi að sundra hvíta peðamiðborðinu og opna Bh5 út- gönguleið. 25. Hg3 - Bg6 26. exf5 - Hxf5 27. Hfl - Hf7 28. f5 - Bh5 29. Dh4 - Rf6 30. Rd4 Beljavsky er nú reiðubúinn til að leika 31. Re6 sem myndi tryggja honum yfírburðastöðu. Það liggur því lífíð á fyrir svart að fínna mótspil og það tekst Salov: 30. - Db6 31. Khl - Db2 32. Df4 32. - Rce4 33. Rxe4?! Beljavsky leggur svo mikið kapp á að koma riddara til e6 að hann er tilbúinn til að gefa skipta- mun til að ná þvf markmiði. Betra virðist hins vegar 33. Hd3! og staðan er tvísýn, því 33. — Rc5 má svara með 34. Hh3. Það er mjög líklegt að svartur hafí átt að leika hinum riddaranum til e4 í 32. leik, því þá er 33. Hd3 auð- vitað ekki mögulegt 33. — Rxe4 34. Re6 — Rxg3+ 35. hxg3 - Be2 36. Hf2 - Dc2 37. Bfl? Hvítur fellur f laglega gildru. Hann varð að leika 37. Dxd6, þvi 37. — Hxf5? 38. Dd7 gengur ekki. 37. - Dbl! 38. Kg2 - Bxfl+ 39. Hxfl - Dd3. Það er enn ekki hlaupið að því að vinna skákina fyrir svart, en Salov teflir næsta hluta skákar- innar mjög vel. 40. Hf3 - De2+ 41. Hf2 - Dd3 42. Hf3 — Dbl 43. Hfl - Db4 44. Dh4 - h6 45. f6 b5! 46. Hf4 - bxc4 47. Dh5 - Db2+ 48. Hf2 — De5 49. Dxe5 - dxe5 50. Hc2 - gxf6 51. Hxc4 - Hd7 52. Kf3 - Hxd5 53. Rc7 - Hd3+ 54. Ke4 — Hed8 55. Re6 - H8d6 56. Hc7 - Hd7 og hvítur gafst upp. Mikhail Tal hefur unnið marga glæsta sóknarsigra með hvítu gegn Caro-Kann vöm. Það þótti því ýmsum Bleik bragðið er hann tefldi hana með svörtu gegn enska sóknarskákmanninum John Nunn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.