Morgunblaðið - 23.04.1988, Side 16

Morgunblaðið - 23.04.1988, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 AF INNLENDUM VETTVANGI EFTIR ÞÓRHALL JÓSEPSSON Ákvæði í öðrum kjara- samningum setja samninga- mönnum skorður EFTIR að hafa fellt tvær samn ing-atillögnr, er verslunar- og skrif- stofufólk nú í verkfalli. Krafa þeirra er, að lægstu laun verði við skattleysismörk, um 42.000 krónur á mánuði. Þessu hafna vinnuveit- endur og telja sig bundna af gerðum samningum við aðra. Morgun- blaðið ræddi við fólk úr röðum VR, bæði almenna félagsmenn og forystumenn, einnig var rætt við fulltrúa vinnuveitenda og VMSÍ. Hvers vegna hafnar verslunar- og skrifstofufólk samningum og fer í verkfall þegar aðrir eru búnir að semja? Þegar grafist er fyrir um orsakimar í röðum verslun- arfólks, kemur ávallt sama svarið, hvort heldur spurt er í Reykjavík eða úti á landi: Launin. Það er e.t.v eðlilegt svar, en hvers vegna höfn- uðu þeir þá meiri launahækkunum en aðrir fengu? Verslunarmenn höfnuðu grunnkaupshækkun upp á um 2.500 krónur á mánuði, á með- an aðrir samþykktu minna, um 2.000 krónur. Milljarða fjárfestingar - lág dagvinnlulaun Magnús L. Sveinsson formaður VR bendir á nokkrar skýringar. Að hans mati er það veigamest að í röðum verslunarfólks er flölmennur hópur, sem hefur ekki önnur laun en þau, sem taxtar segja til um. Á hinn bóginn hafi annað verkafólk margskonar viðbótargreiðslur svo sem bónus og námskeiðsáiag. Þær greiðslur valdi því, að mánaðarlaun verkafólks hækka mun meira, en taxtahækkunin segi til um. Þá seg- ir Magnús, að fólk sætti sig ekki lengur við að vera á lágum dag- vinnulaunum, á sama tíma og fjár- festingar í atvinnugreininni nema milljörðum og vinnuveitendur bjóða hver um sig margfalt hærra kaup til ákveðinna hópa. Og hann segir verslunarfólk ekki trúa því, að dag- vinnulaun þess þurfi að vera lág, á meðan 80% yfírvinnuálag sé al- gengt. Til viðbótar þessu kemur mikið vinnuálag. Þar hefur laugardags- opnun verslana verið efst á baugi. Þetta atriði er verslunarfólki í Reykjavík ofarlega í huga og það vill tryggja að það neyðist ekki til að vinna eins langan vinnutíma og verið hefur. Síðan nefnir Magnús utanaðkomandi þætti, sem hafa mikil áhrif og auka mjög á óánægju verslunarfólks. Þar eru skatta- hækkanir stærsti liðurinn, einkum matarskatturinn. Þegar allir þessir þættir koma saman, segir Magnús, er mælirinn einfaldlega fullur. Fólk- ið segir hingað og ekki lengra og krefst launahækkana. Krafan er: Hærri dagvinnulaun og, einkum hjá afgreiðslufólki í Reykjavík, styttri vinnutími. Brást forystan? Hvers vegna nú, eftir að samn- ingamir hafa verið felldir í tvígang? Hvers vegna setti VR ekki strax fram kröfu um 42.000 króna lág- markslaun? Magnús L. Sveinsson: „Hefði ekki verið sagt, að við vær- um bijálaðir menn, ef strax hefði komið krafa um tíu þúsund króna hækkun?" Forysta VR hefur verið gagnrýnd fyrir að vera ekki í sam- bandi við hina almennu félagsmenn, komi það sambandsleysi best í ljós nú, þegar tvisvar hafa verið felldir samningar, undirritaðir af forsvars- mönnum félagsins. Forystumenn VR benda hins vegar á það, að í reynd hafi mun fleiri félög tvífellt samningana. VR fór fyrst af stað með atkvæðagreiðslu og þegar samningum var hafnað þar, þá kipptu hin félögin að sér höndunum og biðu átekta. Síðan, þegar seinni samningurinn var felldur, hafi fé- lögin í reynd verið að fella báða samningana. En hvers vegna bar forystan seinni samningana á borð fyrir fé- lagsmenn sína, án þess að hafa náð fram launahækkunum sem orð er á gerandi? Samninganefndarmaður segir: „Síðan gerðist það, sem þrengdi stöðu okkar mjög mikið, að rétt eftir að við felldum samning- inn í Glæsibæ, var skrifað undir heldur lægri samning á Akureyri af félögunum sem gengu út á sínum tíma hér í Reykjavík og þar með var staðan orðin þannig, að við töld- um ekki fært annað en að ganga að miðlunartillögunni frá sátta- semjara og vita hvemig félagamir tælqu henni." Þegar félagsmenn VR eru spurð- ir, hvort forystan hafi brugðist, fást ekki einhlít svör. Afgreiðslumaður í sérverslun segir: „Nei, það held ég ekki. Verkalýðshreyfingunni allri hefur mistekist að ná upp al- mennilegum töxtum og það gefur atvinnurekendum léttan leik, að yfirborga menn, þó þeir borgi varla lífvænleg laun. I okkar félagi þar sem em svona miklar yfírborganir, kannski of almennar, þá eru færri félagar virkir, það gefur auga leið. En með því að beija í borðið núna og ná upp lægstu laununum, þá tel ég að forystan standi gagnrýni af sér.“ Afgreiðslustúlka í stórmarkaði sagði, að á hennar vinnustað hefði verið óánægja með forystuna, eink- um Magnús L. Sveinsson. Hún sagði að fólki hefði ekki þótt hann hafa unnið nægilega vel fyrir versl- unarmenn. „Við erum orðin lang- lægst í kauptaxta, eins og hann sjálfur viðurkennir. í þessari búð sem ég vinn í, finnst þeim að hann eigi að fara frá. Það getur svo ver- ið að það snúist svo á eftir, ef hann fær eitthvað út úr þessu." Skrifstofumaður hjá stórfyrir- tæki segir: „Það fer eftir niður- stöðu, hver árangurinn verður eftir þessi átök og hver staðan verður eftir átökin, það er ekki gott að spá í það núna. Ef árangurinn verður lélegur hlýtur forystuliðið að verða fyrir félagslegum skakkaföllum." Starfsstúlka í stórmarkaði: „Mér finnst hann standa sig mjög vel hann Magnús," segir hún og telur sína félaga ánægða með forystuna. „Það var nú ekki ánægt þegar það felldi samningana, en ég held að það hafí breyst heilmikið." Enginn viðmælenda blaðsins ut- an stjómar VR taldi sig hafa orðið varan við flokkspólitískar hræring- ar í tengslum við samningagerð nú. Hins vegar taldi stjómarmaður sig hafa vissu fyrir því, að viss pólitísk öfl væm að reyna að sæta lagi nú, til þess að koma höggi á stjóm VR. Ólíkir hagsmunir - Er VR í kreppu? Þátttakendur í þessu allsheijar- verkfalli em ekki aðeins afgreiðslu- menn í matvömbúðum, á lægstu töxtum. VR er einnig félag skrif- stofufólks og svo er einnig um önn- ur félög í verkfalli. Um skrifstofu- fólk gildir ekki það sama og um verslunarfólk, þegar rætt er um laun og vinnutíma. Spurt hefur ver- ið, hvaða samleið þetta fólk eigi í kjarabaráttu. Er tímabært að skipta VR upp í deildir, sem starfí sjálf- stætt að kjarasamningum og öðmm sérstökum hagsmunamálum? Magnús L. Sveinsson segir að e.t.v. sé nauðsynlegt að deildaskipta félaginu. Það hefur verið rætt í stjóm og verður haldið áfram að ræða það á þeim vettvangi. Al- mennt töldu skrifstofumenn tíma- bært að skipta félaginu. Verslunar- fólk hafði minna hugsað út í það mál, tóku þó jákvætt undir. Við- mælendur Morgunblaðsins vom á einu máli um það, að ekki er verið að ræða um sömu hagsmuni, þegar annars vegar em verslunarmenn, hins vegar skrifstofumenn. Þó var í röðum skrifstofufólks lýst fullum stuðningi við þessar verkfallsað- gerðir. í samtölum við skrifstofufólk kom fram, að við allsheijarat- kvæðagreiðsluna, þar sem samn- ingamir vom felldir í annað sinn, hafi margt fólk úr þeirra röðum setið heima, vegna þess að það taldi sig ekki hafa rétt til afskipta af deilum um lágmarkslaun, enda sjálft á hærri launum. Skrifstofumaður hafði þetta að segja: „Eins og allir vita er stór hluti skrifstofufólks yfirborgaður. Það fólk var og er að velta því fyr- ir sér, hvaða siðferðilegan rétt það hefði til atkvæðagreiðslunnar, aðal- lega vegna þess að fólki fannst að deilan snerti eingöngu afgreiðslu- fólkið sem er á þessum lágu töxt- um. Þá hugsaði margt fólk: „Ég hef hvorki siðferðilegan rétt til þess að greiða atkvæði með eða móti, þetta höfðar ekki til mín.“ Margir tóku þessa afstöðu. Þó að lágu laun- in snerti þetta fólk ekki beint, vill það ekki verða til þess, að þeir sem em á lágmarkslaunum komist ekki upp úr feninu.“ Spuming er, hvort þetta fólk sé reiðubúið til, að taka þessa afstöðu aftur. Ef ekki, mun það væntanlega taka meiri þátt í næstu atkvæða- greiðslu, sem verður væntanlega um sáttatillögu þegar hún kemur fram. Erfið samnings- staða beggja aðila Báðir samningsaðilar, verslunar- menn og vinnuveitendur em í erf- iðri stöðu við samningaborðið. For- ystumenn verslunarmanna em und- ir miklum þrýstingi frá félagsmönn- um sínum um að ná fram kröfunni um skattleysismörkin, 42.000 króna lágmarkslaun. Þótt vinnu- veitendur vildu verða við þessum kröfum, er það ekki svo einfalt mál. í fyrsta lagi er ekki gefíð mál, að þeir sem yfirborgaðir em og á góðum launum sætti sig við minni hækkanir en hinir lægstu fá. Einn viðmælandi blaðsins, skrif- stofumaður, taldi að fólk sætti sig við eitthvað minna, a.m.k. hlutfalls- lega. Annar, kona á skrifstofu, var þess fullviss að þeir hærra launuðu sættu sig ekki við, að fá minna eða að launabilið raskaðist. Það sem verslunarmenn hafa þó einna mestar áhyggjur af, er ekki beinlínis vilji vinnuveitenda til að hækka laun hinna lægst launuðu verslunarmanna. Það em samning- ar Verkamannasambandsins sem setja stærsta strikið í þessar samn- ingaviðræður. í þeim em ákvæði, sem segja, að hækki laun hjá stór- um félögum eða félagasamböndum utan VMSÍ sem einhveriu nemur umfram samninga VMSI, þá geti VMSÍ krafist endurskoðunar á launaliðum samninganna. Þetta þýðir einfaldlega það, að ef verslun- armenn fá kröfiim sínum ffarn- gengt, þá mun VMSÍ krefjast hækkana sinna launa til samræmis við það. Það hefði áhrif á laun um 40 þúsunda manna. Ekki verður séð, að vinnuveitendur gangi að því. Krókaleiðir Þannig standa mál nú, að versl- unarmenn krefjast að lægstu laun verði við skattleysismörk, 42.000 krónur á mánuði. Vinnuveitendur segja þvert nei og vísa m.a. til ákvæða í samningum VMSÍ, auk þess sem þeir segja að slík hækkun væri svik við þá sem búið er að semja við nú þegar og myndi koll- varpa þeirri launa- og efnahags- stefnu sem mótuð hefur verið. For- ysta verslunarmanna getur ekki komið til sinna umbjóðenda enn á ný með samning, sem gefur lægst launaða fólkinu ekki meiri laun en fyrri tillögur. Slíkt gæti kostað „hallarbyltingar" hjá félögunum. Þrýstingur er mikill á báða aðila að ná samningum. Því er líklegt, að reynt verði að ná saman eftir krókaleiðum. Það þýðir, að sett verða inn í samningana ákvæði, sem geta hækkað lægstu launin hlut- fallslega, án þess að teljast grunn- kaupshækkanir. Einnig koma til greina skilyrtar launahækkanir, t.d. að námskeið gefi ákveðnar hækk- Fimmta verkfall VR Verkfallið nú er hið fímmta í sögu VR. Félagið hefur ýmist far- ið í verkfall eitt sér eða í sam- floti með öðrum félögum. Fyrri verkföll hafa verið sem hér segin 10. des. - 13. des 1963 3. mars - 9. mars 1966 17. feb. - 28. feb. 1976 10. júní - 11 júní 1982 22. aprfl - .... 1988

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.