Morgunblaðið - 23.04.1988, Page 21

Morgunblaðið - 23.04.1988, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 21 nema einu sinni eftir hlé og u.þ.b. 1.000 manns sitja strax í sætum sínum og ekki heyrist eitt einasta hvísl, eða þrusk, eða skijáf í poka í alla þessa tíu klukkutíma, fer ekki hjá því, að inni á milli falla perlur af vörum þeirra, sem ná eyrum okkar. Nokkur sýnishom ættu að gefa örlitla hugmynd um speki þessa 3000 ára kvæðis: 1) Pandu- ekkjan: (forvitri) „En spjót þitt mun aðeins drepa einu sinni í orustu". 2) Móðirin, sem batt fyrir augu sín svo hún sá aldrei 100 syni sína: „Hættið að tala um karlmennsku ykkar og vopn“ 3) Konungur kon- unganna: „Eg stjóma veröldinni með tungu minni". 4) Skáldið: „Eft- ir gjöreyðingarstyrjöldina var að- eins einn öldungur á lífi. Hann ráf- aði um í eyðimörkinni og fann lítið tré. Það stóð lítið bam við þetta tré. Öldungurinn fór ofan í maga bamsins og þar sá hann heila ver- öld með bláum himni, grænu grasi, tærum lindum — allt var þetta í maga bamsins". 5) Kóngurinn verður að standast próf guðanna: Spuming: Hvað fer hraðar en vind- urinn: Svar: Hugurinn. Sp.: Hvað umlykur jörðina? Sv.: Myrkur. í þessu svari felst heimspeki, sem kemur betur fram í samtali á öðram stað í verkinu. Lífið á jörðinni er hið eina, sem við eigum og getum haft áhrif á. Allt í kring er svo myrkur.) Spumingamar era miklu fleiri og dynja á konungsefninu — sem svarar hiklaust og ærlega. Það er enginn vafi — guðimir geta trú- að honum fyrir framtíð hópsins. Kama (hinn holdlegi?) er svo skúrkurinn. Hann er hálfbróir Pandusonanna. Samfélagið meinaði honum eðlilega umgengni við fjöl- skyldu sína af því að hann var óskil- getinn. Þess vegna fylltist hann af hatri til alls og allra. Hann naut aldrei ástar, kynntist aldrei kærleik- anum, sem er tilgangur lífsins og þess vegna hafði kærleikurinn enga þýðingu fyrir hann. Búningar og leikmyndimar era fyrir augað það sem tónlistin er fyrir ejrrað — löng veisla í litum og hugmyndaauðgi þeirra, sem þekkja hvað býr að baki þeirrar myndar, sem augað fær að sjá. Þegar upp er staðið líða þessar myndir fyrir sjónum manns eins og perlur á bandi. Hvítur litur hrein- leikans, rauður litur ástríðnanna og svartur litur dauðans. Einhvers staðar segir í textanum, að við get- ur dáið hvenær sem er, en lifum eins og við væram ódauðleg. Dauð- inn er alls staðar nálægur. Fulltrúar tveggja stórvelda takast á og örlög mannkynsins breytast. Maðurinn leitar að vopninu, sem eyðir öllu. Sigurinn breytist í ósigur því hann hefur kostað of mikið. Þó era marg- ir hlutlausir, þegar stríð vofir yfir. Við vissum þetta svosem áður en við settumst niður á þessa hörðu trébekki í gömlu Gasstöðinni, en það er ekki sama hvemig sannleik- urinn er sagður. frádráttarheimild vegna nsnu og gistingar er sett m.a. vegna þess hve erfitt er að koma í veg fyrir misnotkun. En með misnotkun er átt við hvemig viðskiptavinur gisti- og veitingahúsa skiptir út- gjöldum í persónulega neyslu og rekstrarkostnað. Það er því verið að refsa gisti- og veitingahúsaeig- endum fyrir eitthvað sem við- skiptavinurinn gerir eftir að við- skiptunum er lokið. Það er eins og seljandinn sé sá seki en ekki kaupandinn. Þetta er álíka vitlaust og að taka ökuskírteinið af eig- anda bílaumboðs vegna þess að ökumaður bíls keyptum hjá um- boðinu ók ölvaður undir stýri. Það er hlutverk skattajrfirvalda að koma í veg fyrir skattsvik en ekki seljenda vöra og þjónustu. • Eins og sagði í upphafi þá er undirritaður í megindráttum fylgj- andi virðisaukaskatti en eins og bent hefur verið á era ýmis atriði frumvarpsins sem skoða þarf nán- ar. Höfundur er rekstrarhagfræðing- ur og starfar l Brauðbæ/Óðinsvé- um. Einvígi Jóhanns o g Karpovs sennilega eftir áramót LJÓST þykir að skákeinvígi Jó- hanns Hjartarsonar og Anatolíjs Karpovs verði ekki fyrr en í bjrcj- un næsta árs, geti Karpov ekki teflt í ágúst vegna sovéska meist- aramótsins, þar sem hvorugur þeirra hefur lausan tíma fram að áramótum. Svo gæti farið að ein- vigi Arturs Júsupovs og Kevins Spraggetts verði frestað fram yfir áramót, þar sem Júsupov mun keppa í sovéska meistaramótinu { skák í ágúst, eins og Karpov. Tilboð í einvígið frá borginni Se- attle {Bandaríkjunum er ekki fullfrá- gengið enn, að sögn Friðriks Ólafs- sonar skrifstofustjóra Alþingis, og ekki er enn ljóst hvort tilboð kemur í einvígið frá borginni Metz í Frakkl- andi. Friðrik sagði að Florencio Campomanes hefði lýst því yfir að ákvörðun jrrði tekin um einvígisstað og tíma fyrir mánaðamótin. ITIVOLI! MOBIRA TALKMAN í TÍVOLÍ! í dag og á morgun verður glæsilega útbúinn sýningarbíll frá Mobira staðsettur í skemmtanamiðstöð Suðumesja-Tívolflnu í Hveragerði. Þar kynnum við Mobira Taikman farsímann, fylgihluti á borð við textaprentara og brenglar^, auk Mobira Cityman handsímans sem kemst nánast ofan í brjóstvasa eigandans! ira, l. jL. 1 ^ 1 f ■■ r- V Þetta er aldeilis tækifærið: Að taka syrpu með krökkunum í leiktækjunum og reyna síðan farsímatækni eins og hún gerist þróuðust með því að hringja í ömmu! MOBIRATALKMAN: Eini farsíminn á íslandi með ábyrgð og ókeypis kaskó- tryggingu í þrjú ár! 15% staðgreiðslu- afslátturámeðan sýningarbíilinn erálandinu Hátæknlhf Ármúla 26, símar: 91 -31500 - 36700

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.