Morgunblaðið - 23.04.1988, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988
Eþíópía:
Matvælaflutning-
ar hefjast að nýju
Flylja þurfti þá sem sœrðust í átökunum á Ouvea með flugvél til höfuðborgar Nýju Kaledóníu, Noumea.
Nýja Kaledónía:
Aðskilnaðarsinnar ráð-
ast á franska herstöð
Nairobi, Khartoum, Addis Ababa. Reuter.
Vörubílar á vegum Sameinuðu
þjóðanna hófu að nýju matvæla-
flutninga í Norður-Eþíópíu á
fimmtudag eftir að Eþíópíustjórn
hafði ákveðið að leyfa erlendum
starfsmönnum hjálparstofnana að
halda áfram störfum i Eritreu og
Tigray-héraði. Áður höfðu 40
vörubílar hætt flutningum vegna
þess að eþíópíska stjórnin hafði
skipað starfsmönnunum að yfir-
gefa þessi stríðshrjáðu svæði.
Eritreumenn hafa sakað
eþíópíska hermenn um að hafa
brennt matarbirgðir þegar þeir
voru á flótta undan framrás erí-
treskra uppreisnarmanna.
Talsmenn Sameinuðu þjóðanna í
Addis Ababa sögðu á fimmtudag að
vörubílamir hefðu að nýju hafið
matvælaflutninga frá hafnarborg-
inni Masawa við Rauðahaf til
Asmara, höfuðborgar Eritreu.
Eþíópíustjóm hafði fyrirskipað er-
lendum starfsmönnum hjálparstofn-
ana að yfirgefa Eritreu og Tigray
og lýst yfir að hún myndi sjálf ann-
ast hjálparstarfið þar. Stjómin tók
þessa ákvörðun eftir að uppreisnar-
menn höfðu náð nokkmm borgum á
sitt vald og hrakið stjómarhermenn
á flótta. Seinna var tilkynnt að þessi
fyrirskipun næði ekki til starfs-
manna Sameinuðu þjóðanna. Loft-
brúarflutningar Sameinuðu þjóð-
anna á matvælum til Mekele, höfuð-
boðið Sameinuðu þjóðunum
menn, sem fara myndu á vegum
SÞ til Afganistans og fylgjast
með framkvæmd Afganistan-
samkomulagsins. Hershöfðing-
inn Rauli Helminen, sem yrði
yfirmaður slíkrar sveitar Finna
ef af verður, segir hins vegar
að hann geti ekki sinnt skyldu-
störfum sínum nema öryggi
manna hans verði tryggt.
borgar Tigray-héraðs sem stjómar-
hermenn sitja um, stöðvuðust ekki.
Verst komu aðgerðir stjómarinnar
niður á Alþjóðaráði Rauða krossins,
ICRC, sem dreifði matvælum til
rúmlega þriggja milljóna fómar-
lamba þurrkanna í Eritreu og Tigray
áður en starfsmönnum þess var fyr-
irskipað að fara.
Patrick Johns, talsmaður Kaþ-
ólsku hjálparstofnunarinnar í Addis
Ababa, sagði á fímmtudag að stofn-
unin dreifði matvælum í Mekele og
Maychew-borg í suðurhluta Tigray-
-héraðs, þar sem vegasamgöngur
hafa haldist. Hann sagði að stofnun-
in væri að reyna að hlaupa í skarðið
fyrir starfsmenn Rauða krossins.
Framrás uppreisnarmanna hefði
orðið þess valdandi að starfsmenn
hjálparstofnanna, sem starfa á yfirr-
áðasvæði stjómarinnar, næðu ekki
ekki til milljón fómarlamba þurr-
kanna.
Tekie Beyene, ritari hjálparstofn-
unnar Erítreumanna, sagði í vikunni
að eþíópískir hermenn hefðu tekið
eins mikið af matvælum með sér og
þeir hefðu getað, þegar þeir flúðu
undan uppreisnarmönnunum, og
brennt afganginn. Talsmenn
Eþíópíustjómar, sem hefur sakað
uppreisnarmenn um að torvelda
hjálparstarfsemi á yfirráðasvæði
stjómarinnar, hafa ekki svarað þess-
um ásökunum.
andi, Kanada, Póllandi og Svíþjóð
í eftirlitssveitunum.
Noumea í Nýju Kaledóníu. Reuter.
FJÓRIR lögreglumenn voru myrt-
ir og yfir 20 voru teknir í gíslingu
í gær þegar til átaka kom milli
innfæddra aðskilnaðarsinna og
herlögreglu í Nýju Kaledóníu, sem
er frönsk nýlenda f sunnanverðu
Kyrrahafi.
Til átaka kom víða í Nýju Kale-
dónfu í gær milli innfæddra, kanaka,
og herlögreglu. í bænum Paita sem
er 25 km norður af höfuðborginni,
Noumea, var ráðist inn í bæjarskrif-
stofur og kveikt í snemma í gær-
morgun. Nokkrum klukkustundum
síðar réðust 30 kanakar á eyjunni
Ouvea á franska herstöð. Þrír herlög-
reglumenn féllu í átökunum og einn
lést af sárum sínum á sjúkrahúsi
skömmu síðar. Sjö særðust illa í átök-
unum. Tóku árásarmennimir yfir
tuttugu gísla og fluttu þá með sér í
hella á austanverðri eyjunni. Um 200
franskir hermenn voru fluttir til
Ouvea frá nærliggjandi eyjum og
umkringdu þeir hellana.
í bænum Temala á stærstu eyj-
unni í Nýju Kaledóníu réðust grímu-
klæddir menn inn á heimili fransks
manns og tóku fjölskyldu hans í
gíslingu. Kveikt var í húsi annars
staðar í bænum.
Aðskilnaðarsinnaðir kanakar,
hafa hótað því að sniðganga fyrri
umferð frönsku forsetakosninganna,
sem fram fer á sunnudaginn. Stærsti
stjómmálaflokkur aðskilnaðarsinn-
aðra kanaka (FLNKS) segir kosning-
amar aðeins miða að því að halda
innfæddum, sem em um 43% af
145.000 íbúum eyjanna, í.skefjum.
Hótuðu forsvarsmenn flokksins að
grípa til aðgerða vegna kosninganna
til að beina athygli heimsins að kjör-
um innfæddra í Nýju Kaledóníu.
Jacques Chirac, forsætisráðherra
Frakklands, hélt í gær ríkisstjómar-
fund að beiðni Francois Mitterrands
forseta, til að ræða ástandið í Nýju
Kaledóníu. Mitterrand og Chirac eru
helstu keppinautar um forsetaemb-
ættið sem kosið verður um 24. apríl
og 8. mai næstkomandi.
Deilur magnast innan sovéska kommúnistaflokksins:
Harðlínumen koma höggi
Afganistan:
Finnar bjóða lið
til eftirlits SÞ
Helsinki, Reuter.
FINNSKA ríkisstjórnin hefur
Utanríkisráðuneyti Finnlands
tilkynnti í gær, að Finnar væru
reiðubúnir þess að leggja SÞ til
níu yfirmenn úr hemum. Fyrir-
hugað er að SÞ geri um 100
manns út af örkinni — 50 herfor-
ingja frá ýmsum ríkjum og um
50 embættismenn samtakanna —
til þess að fylgjast með brottflutn-
ingi innrásarhers Sovétríkjanna
úr Afganistans.
Helminen sagði finnskum
fréttamönnum í New York að yfír-
lýsing afganskra skæruliða um
eftirlitssveitina lofaði ekki góðu,
en í dagblaðinu Uusi Suomi hafði
það eftir fulltrúum skæruliða í
Genf, að litið yrði á hvem þann,
sem aðstoðaði leppstjómina í Kab-
úl við að halda völdum, sem óvin.
„Þetta er ekki stórfenglega uppör-
vandi yfirlýsing," sagði Helminen.
„Við getum ekki sinnt skyldu-
störfum okkar nema öryggi okkar
sé tryggt."
Helminen segir að hann muni
reyna að koma samskiptum á
milli Kabúl-stjómarinnar og
skæmliða og aðstoða við skipu-
lagningu heimfarar þeirra millj-
óna útlægra Afgana, sem em í
Pakistan og íran.
Talið er að auk Finna verði
herforingjar frá Austurríki, Dan-
mörku, Fiji-eyjum, Ghana, írl-
á Míkhaíl S. Gorbatsiov
ÞRÁLÁTUR orðrómur hefur
verið á kreiki í Moskvu undan-
farna daga þess efnis að völd
Jegors Ligatsjovs, annars valda-
mesta manns Sovétríkjanna, hafi
verið skert verulega. Sovétsér-
fræðingar segja engan vafa leika
á því að deilt sé af hörku um
stefnu Míkhaíls S. Gorbatsjovs
og þykja ummæli opinberra mál-
gagna taka af öll tvímæli um
það. Þangað til í gær hafði
Lígatsjov ekki sést á opinberum
vettvangi í rúma viku. En í gær
tók þátt í hátíðahöldum í minn-
ingu Vladimírs Leníns á Rauða
torginu í Moskvu. Talsmaður
Sovétstjórnarinnar sagði i gær
að engar breytingar hefðu verið
gerðar á flokksforystunni og að
Ligatsjov hefði verið í leyfi.
Fréttaritari The New York Times
í Moskvu segir að fjallað hafi verið
um deilu þeirra Lígatsjovs og Gorb-
atsjovs vegna umbótastefnu þess
siðamefnda á sérstökum fúndi
stjómmálaráðs flokksins, sem hald-
inn var um miðjan mars. Á fundin-
um lýsti stjómmálaráðið á ný yfir
stuðningi við stefnu Gorbatsjovs og
veitti Lígatsjov væga áminningu. Á
síðustu tveimur árum hefur
Jegor Lígatsjov.
Lígatsjov oftlega gefíð til kynna að
hann telji heppilegt að fara að öllu
með gát og að Gorbatsjov fari of
geyst í umbótaviðleitni sinni. Hins
vegar herma fréttir að deilur þess-
ara tveggja manna hafi aldrei verið
alvarlegri en nú.
Gorbatsjov gagnrýndur
Deilan mun hafa blossað upp í
marsmánuði er dagblaðið Sovj-
etskaja Rossija birti grein þar sem
haldið var uppi vömum fyrir stjóm-
arhætti Jósefs Stalíns, sem Gorb-
atsjov hefur þráfaldlega fordæmt í
ræðu og riti. í greinni var og vikið
að stjómarháttum Gorbatsjovs og
var hann gagnrýndur fyrir of mikið
fijálslyndi. Fjölmörg smærri dag-
blöð víðs vegar um Sovétríkin birtu
einnig greinina. í byijun apríl birti
Pravda, málgagn sovéska komm-
únistaflokksins, grein á forsíðu þar
sem skrif Sovjetskaja Rossija voru
harðlega fordæmd. Heimildarmenn
fréttaritara The New York Times í
Moskvu segja að Lígatsjov hafi
hvatt til þess að Sovjetskaja Rossija
birti greinina umdeildu og fullyrt
er að hann hafi fylgt henni eftir
þar til hún birtist. í blaðinu sagði
að ónefndur efnafræðikennari frá
Leníngrad hefði ritað hana.
14. mars, daginn eftir að greinin
birtist, boðaði Lígatsjov ritsjóra
nokkurra dagblaða á sinn fund til
að ræða stefnu flokksins. Gor-
batsjov var ekki viðstaddur þvi hann
var þá í heimsókn í Júgóslavíu og
dyggasti stuðningsmaður hans í
stjómmálaráðinu, Alexander Jak-
olev, var í Mongólíu. Að sögn þeirra
sem sátu fundinn fór Lígatsjov lof-
samlegum orðum um greinina í
Sovjetskaja Rossija og hvatti hann
blaðamenn til að sýna hófsemi í
skrifum sínum.
Gorbatsjov snýst til varnar
Er Gorbatsjov sneri aftur til Sov-
étríkjanna frá Júgóslavíu boðaði
hann meðlimi stjómmálaráðsins til
aukafundar en þá hafði Lígatsjov
brugðið sér af bæ og var á ferða-
lagi í Vologda, skammt norður af
Moskvu. Gorbatsjov bað stjóm-
málaráðið um stuðningsyfírlýsingu
og sagði birtingu greinarinnar um
Stalín óþolandi með öllu. Allir þeir
11 sem viðstaddir voru greiddu at-
kvæði með stuðningsyfirlýsingu við
Sovétleiðtogann. Þá herma fréttir
að samþykktar hafi verið vítur á
Valentin V. Chikin, ritstjóra Sov-
jetskaja Rossija og að Lígatsjov
hafi verið veitt „formleg aðvörun"
vegna fundarins með ritstjórunum.
Heimildarmenn Eeuíers-fréttastof-
unnar segja að Lígatsjov hafi ekki
setið vikulega fundi fulltrúa mið-
stjómarinnar með ritstjórum
Moskvu-blaða frá því þetta gerðist.
Sögusagnir og
leyndarhyggja
Málið vakti þegar mikla athygli