Morgunblaðið - 23.04.1988, Síða 31

Morgunblaðið - 23.04.1988, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 31 Þjóðþingskosningar í Grænlandi: Motzfeldt 1 fram- boð þrátt fyrir brot á áfengislögunum Nuuk. Frá N. J. Bruun, fréttaritara Morffunblaðsiia. ÞAÐ verða ekki aðeins kosn- ingar i Danmörku 10. maí held- ur einnig í Grænlandi og munu þá verða kosnir þeir tveir full- trúar, sem Grænlendingar eiga á danska þjóðþinginu. Vekur það nokkra athygli, að fram- bjóðandi annars stjórnarflokks- ins og frambjóðandi síjórnar- andstöðuflokksins hafa báðir komist upp á kant við áfengis- málalöggjöfina. Frambjóðend- ur er annars átta talsins. Vinstriflokkurinn Inuit Ataqat- igiit, sem fer með landsstjómina ásamt Siumut-flokknum, hefur Panama: Neyðarlög- um aflétt Panama-borg, Reuter. PANAMAÞING ákvað á miðviku- dag að aflétta neyðarlögum, sem sett voru í síðasta mánuði eftir mikil mótmæli gegn Manuel An- tonio Noriega hershöfðingja, ein- ræðisherra landsins. Mikil ólga hefur verið í Panama síðan Eric Arturo Devalle, þáverandi forseti landsins, reyndi að koma Noriega frá völdum hinn 25. febrúar síðastliðinn. Sú tilraun mistókst og þurfti Devalle að flýja land. Bandaríkjastjóm lítur enn á De- valle sem lögmætan forseta landsins, enda bindur hún vonir við að De- valle kunni fyrr eða síðar að takast að koma Noriega frá völdum. Nori- ega er Bandaríkjastjóm síst að skapi, enda hefur hann í seinni tíð hallað sér æ meir að kommúnistastjómum Kúbu og Nicaragua og er aukin held- ur grunaður um aðild að eiturlyfja- sölu til Bandaríkjanna. ákveðið, að Josef Motzfeldt verði frambjóðandi sinn í þjóðþings- kosningunum en fyrir aðeins fáum dögum var það samþykkt í lands- þinginu, að hann væri ekki verður þess að sitja á þingi. Var ástæðan sú, að Motzfeldt, sem var „ráð- herra" í landsstjórninni og fór með viðskipta- og samgöngumál, var dæmdur í febrúar sl. fyrir að hafa ekið ölvaður. Stjómarandstöðuflokkurinn Atassut býður enn fram Otto Ste- enholdt, sem hefur setið á danska þinginu frá 1977, en þetta fram- boð sætir líka nokkurri furðu. Það er nefnilega eitt helsta baráttumál Atassuts að minnka áfengisneysl- una í Grænlandi en svo vill til, flokknum til mikils álitshnekkis, að Steenholdt var staðinn að því í vetur í flughöfninni í Nuuk að reyna að smygla einni viskíflösku inn í landið. í Siumut stendur slagurinn á milli núverandi þjóðþingsfulltrúa flokksins, Hans-Pavia Rosings, og Prebens Lange en hann hefur áður setið á danska þinginu. Þá má nefna, að Pólarflokkurinn, sem á einn fulltrúa á landsþinginu, býður fram Arne Ib Nielsen. Hann og aðrir óháðir frambjóðendur þykja þó ekki líklegir til stórræð- anna. í kosningunum verður trúlega einkum tekist á um samninginn, sem Jonathan Motzfeldt, formað- ur landsstjórnarinnar, gerði ný- lega um grænlenska landgrunnið við stjómina í Kaupmannahöfn. Jonathan, sem er í Siumut, þóttist hafa til þess samþykki Inuits en nú þvertekur flokkurinn fýrir það og Josef, sem er bróðir Jonat- hans, rekur nú harðan áróður gegn honum. Reuter Jegor Ligatsjov hafði ekki sést i heila viku á opinberum vettvangi fyrr en í gær er þess var minnst að 118 ár voru liðin frá fæðingu Vladimírs Leníns byltingarleiðtoga. Myndin var tekin í Moskvu i gær og sýnir hún Ligatsjov við hlið Gorbatsjovs Sovétleiðtoga. á Vesturlöndum og segja vestrænir stjórnarerindrekar í Moskvu að það sé yfir allan vafa hafíð að deilur hafi magnast mjög innan forystu- sveitar sovéska kommúnistaflokks- ins. Sögusagnir og getgátur hafa raunar ævinlega sett mark sitt á sovésk stjómmál því mikil leynd hvílir yfir fundum stjómmálaráðs- ins. Þrátt fyrir fijálslyndisstefnu þá sem Gorbatsjov hefur boðað undir heitinu „glasnost" er pukrið og leyndarhyggjan allsráðandi í stjómkerfinu. Heimildarmenn The New York Times segja deilu þessa nokkuð áfall fyrir Gorbatsjov. Er þá einkum nefnt að helsti andstæðingur hans hafi séð sér leik á borði er Gor- batsjov var fjarverandi og komið á hann höggi. Þá þykir það ekki sér- lega traustvekjandi að Gorbatsjov hafi farið fram á stuðningsyfirlýs- ingu stjórnmálaráðsins að Lígatsjov fjarstöddum. Heimild:77ie New York Times og Reuter. Torséða sprengjuþotan, eins og teiknarar ímynda sér að hún muni líta út. Þotunni verður reynsluflogið í haust. Torséða sprengjuþotan í tilraunaflug í haust Washington. Reuter. HIN torséða sprengjuflugvél Bandaríkjamanna, sem á ekki að sjást i ratsjám, fer í sitt fyrsta reynsluflug í haust, að sögn Ed- wards Aldridge, flughersráð- herra Bandaríkjanna. Mikil leynd hefur hvílt yfir smíði flugvélarinnar, sem kölluð „stealth" -vélin á ensku. Hún verður smíðuð úr alveg nýju efni og nýjum bylting- arkenndum aðferðum var beitt við hönnun hennar. Northrop-verk- smiðjumar í Kalifomíu smíða þot- una og er áætlað að hver flugvél kosti 275 milljónir dollara, eða jafn- virði 10 milljarða íslenzkra króna. Aldridge sagði að tilkoma vélar- innar væri til marks um stórt tækni- stökk og að með henni hefði náðst nýr áfangi í vömum Bandaríkjanna. Sérfræðingar segja að hún muni gjörbreyta varnarmætti flughers- ms. Torséða sprengjuþotan, sem einnig hefur verið nefnd B-2 sprengjuvélin, hefur verið hönnuð með það í huga að geta flogið langt inn yfir óvinasvæði án þess að koma fram á ratsjám. Hermt er að hún verði smíðuð úr kol- og plastefnum og málmsamböndum sem drekka í sig ratsjárgeisla en endurvarpa þeim ekki. Vinna í verkföllum Hverjum er heimilt aö vinna í verkfalli og þá hvaöa störf? Eina lagaheimildin sem f jallar um hverjum er heimilt aö vinna í verkfalli og hverjum ekki er 18.gr. laga, nr. 80/1938, um stóttarfélög og vinnudeilur og hljóðar þannig: "Þegar vlnnustöövun hefur verlö löglega hafln, er þelm, sem hún aö elnhverjuleytlbelnlstgegn, óhelmlltaö stuölaaöþvlaöafstýra hennl meö aöstoö elnstakra meöllma þelrra fólaga eöa sambanda sem aö vlnnustöövunlnnl standa." Vinnustöðvun nær eingöngu til félagsmanna þess félags sem stendur að verkfallsboðuninni og starf a á vinnustöðum og við störf sem verkfallsboðunin nær til. Þeim starf smönnum sem ekki eru (verkfalli, er heimilt að vinna sín venjulegu störf, en starfsskyldur þeirra hvorki aukast né minnka vegnaverkfallsaðgerðanna. Sem dæmi má taka brfvélavirkja eða kjötiðnaðarmenn, sem starfa við afgreiðslu í krafti sórþekkingar sinnar. Verkfall raskar ekki stöðu slíkra manna á neinn hátt. Eigendum fyrirtækja er heimilt að vinna við fyrirtæki sín, hvort sém þeir hafa unnið þar að staðaldri eða ekki. Á þaö einnig viö um maka, börn og nánustu ættingja. Hluthöfum er óheimilt að vinna í verkfalli nema að hlutafjáreignin sé grundvöllur lífsafkomu þeirra og starfið jafnframt grundvallað á hlutafjáreigninni. Verkfall nær ekki til stjórnenda fyrirtækja, svo sem framkvæmdastjóra, fjármálastjóra, starfsmannastjóra, skrifstofustjóra, verslunarstjóra og annarra sambærilegrayfirmanna með stjórnunarábyrgð. Slíkum yfirmönnum ber að sinna stjórnunarstörufm sínum og er tvímælalaust heimilt að ganga inn ( störf aðstoöarmanna sinna, svo sem fulltrúa, ritara, símavarða og umsjónarmanna húsakynna. Vinnuveitendasamband íslands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.