Morgunblaðið - 23.04.1988, Síða 47

Morgunblaðið - 23.04.1988, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 47 Stjórnarfrumvarp um Kennaraháskóla íslands: Veigamiklar breytingar á starfssviði Kennaraháskólans — segir Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, hefur mœlt fyrir stjómarfrumvarpi um Kenn- araháskóla íslands, sem felur i sér „nokkrar veigamiklar breytingar á starfssviði Kennaraháskólans og stjóra hans“. Hér fer á eftir sá hluti úr framsögu ráðherrans þar sem gerð er grein fyrir þeim meginbreytingnm, sem framvarp- ið felur í sér: „í frumvarpi því sem hér liggur fyrir eru gerðar tillögur um nokkrar veigamiklar breytingar á starfssviði Kennaraháskólans og stjóm hans. Meginbreytingar frá gildandi lögum eru þessar: 1. Skýrar er tilgreint hlutverk Kenn- araháskóla Islands sem miðstöðv- ar kennaramenntunar í landinu. í frv. er kveðið á um að setja skuli í reglugerð ákvæði um sam- starf Kennaraháskólans við Há- skóla íslands og aðrar stofnanir á sviði kennara- og uppeldis- menntunar. 2. Kennaraháskólinn öðlast heimild til að annast framhaldsmenntun, einkum á sviði uppeldis- og kennslufræði til æðri prófgráðu, en B.Ed.- eða BA-gráðu. 3. Aukin áhersla er lögð á endur- menntun kennara. 4. Almennt kennaranám er lengt úr þremur árum í fjögur ár. Tekið er upp námseiningakerfi og kveð- ið á um meginþætti kennaranáms á grundvelli þess. 5. Kennaraháskólanum er formlega heimilað að annast uppeldis- og kennslufræðimenntun fýrir fram- haldsskólakennara. 6. Stjómkerfi stofnunarinnar er endurskoðað með tilliti til nýrra starfssviða. Skýrari ákvæði eru um framkvæmdastjóm einstakra starfsþátta. 7. Hlutverk Kennaraháskólans sem vísindalegrar rannsóknastofnun- ar er skýrt. Ákvæði um Rann- sóknastofnun uppeldismála í 14. og 15. gr. gildandi laga em felld niður. Iþeirra stað er lagt til að sett verði sérstök lög um Rann- sóknastofnun uppeldis- og menntamála sem verði þá sjálf- stæð vísindastofnun og sam- starfsvettvangur þeirra er rann- sóknum sinna á sviði uppeldis- og skólamála. Það frv. er sérstakt frv. sem líta má á sem fylgi frv. með þessu frv. Ég mun nú aðeins gera nokkru nánari grein fyrir helstu nýmælum sem felast í þessu frv. Með frv. þessu er Kennaraháskól- anum fengið aukið hlutverk á sviði kennaramenntunar og rannsókna. Gert er ráð fyrir að skólinn annist menntun kennara í öllum greinum á grunnskólastigi og honum er veitt heimild til að annast uppeldis- og kennslufræðilega menntun fram- haldsskólakennara sem hlotið hafa menntun í kennslugrein annars stað- ar. Frv. gerir ráð fyrir því að menntun kennara og önnur uppeldismenntun Sljómarfrumvarp um Ferðaskrifstofu ríkisins: Breytt í hlutafélag' og 2/3 hlutafjár seldur MATTHÍAS Á. Mathiesen, sam- göngumálaráðherra, mælti í gær í efri deild fyrir stjóraarfram- varpi þess efnis að ríkisstjórninni verði heimilt að stofna hlutafélag um rekstur Ferðaskrifstofu ríkis- ins og seija allt að 2/s hlutum ríkis- ins i hinu nýja félagi, sem fengi nafnið Ferðaskrifstofa íslands hf. í framsöguræðu með frumvarp- inu sagði Matthías að það væri í starfsáætlun núverandi ríkisstjórn- ar að bjóða almenningi til kaups ríkisfyrirtæki og hlutabréf ríkisins í fyrirtækjum er stunduðu atvinnu- rekstur. Væri þetta frumvarp í sam- ræmi við það og væri gert ráð fyr- ir að þetta hefði litla röskun í för með sér á þessum þætti ferðamála, þar sem fyrirtækið yrði áfram áhrifamikill aðili í ferðamálum. Sérstök nefnd var skipuð 1977 til að leita leiða til minnkandi ríkisumsvifa og komst hún að þeirri niðurstöðu í maí árið eftir að stefna bæri að því að koma rekstri fyrir- tækisins úr umsjá ríkisins. Benti ráðherra á að í lögum um ferðamál nr. 79/1985 væri gert ráð fyrir stofnun hlutafélags um Ferðaskrif- stofu ríkisins og að starfsmönnum yrði gefinn kostur á að kaupa allt að 30% hlutafl'ár. Til þessa hafi þó ekki enn komið og þá hafí komið í ljós fremur lítill áhugi starfsmanna á því að kaupa, þar eð um minni- hlutaeign væri að ræða. Matthías gat þess að þegar hefði hugur starfsfólksins verið kannaður um hugsanleg kaup þess á 2/3, en sam- kvæmt 1. grein frumvarpsins hefði það forkaupsrétt. Samgönguráðherra lagði áherslu á það í lok ræðu sinnar að frum- varp þetta yrði afgreitt fyrir þing- lok, enda hefði óvissa undanfarinna ára bakað fyrirtækinu nægan vanda. Skúli Alexandersson (Abl/Vl) lét svo um mælt að hér væri á ferð- inni enn eitt fiumvarp ríkisstjómar- innar í þá átt að selja ríkisfyrir- tæki; hann hefði hins vegar ekki séð hvað væri svo óhagstætt fyrir ríkið að eiga vel rekna ferðaskrif- stofu. Væri það raunar mjög æski- legt, því þannig gæti ríkið beitt sér betur í ferðamálum. Svo hefði verið gert í brautryðjendastarfi þessa fyrirtækis undanfama áratugi. Skúli sagði það ef til vill í lagi að breyta eitthvað rekstrarformi en lýsti sig andvígan því að ríkið seldi hlut sinn. Hann kvaðst ekki mundu standa í vegi fyrir afgreiðslu þess máls því rétt væri hjá ráðherra að óvissuástandið væri óþolandi. Danfríður Skarphéðinsdóttir (Kvl/Vl) benti á nauðsyn þess að styrkja vel Ferðamálaráð í stað þess að veita því aldrei lögbundin ffamlög eins og undanfarin ár. Danfríður lagði á það áherslu að Kvennalistinn teldi nauðsynlegt að endurskoða sífellt og stöðugt hlut- verk ríkisstofnana og ríkisfyrir- tækja. „Mér sýnist Ferðaskrifstofa ríkisins vera í góðum höndum og vara ég við handahófskenndri einkavæðingu." Guðmundur Agústsson (B/Rvk) sagði það sína skoðun og Borgaraflokksins að almennt ætti að stefna að því að selja ríkisfyrir- tæki. Hins vegar væm margar spumingar sem vöknuðu, t.d. um verð, hveijum ætti að selja, áhrif sölu og um hvers konar stofnun væri að ræða. Guðmundur kvaðst ekki sjá nein rök fyrir því að selja ekki allan hlut ríkisins heldur bara 2/3. Einnig taldi hann forkaupsrétt starfsmanna hæpinn, betra væri að gefa öllum jafnan kost á kaupum. verði áfram við fleiri stofnanir. Því ber að styrkja samstarf Kennarahá- skólans við aðrar menntastofnanir á sviði kennslu og uppeldis, koma á skipulegum tengslum stofnana og samræma starfsmenntun þeirra. í reglugerð fyrir Kennaraháskól- ann verði kveðið á um samstarf þess- ara stofnana, sbr. 1. gr. 8. tölul. frv. Með skipulegu samstarfi væri unnt að koma á skynsamlegri verkaskipt- ingu og samnýtingu á aðstöðu og mannafla. Gert er ráð fyrir að mennt- un grunnskólakennara I einstökum greinum geti eftir sem áður farið fram í sérskólum og þangað geti nemendur Kennaraháskólans sótt nám á tilteknum kjörsviðum. Einnig geti grunnskólakennarar sótt þangað viðbótarmenntun í einstökum grein- um. Framhaldsmenntun í uppeldis- og kennslufræðum til æðri prófgráðu ásamt rannsóknastörfum sem slíku námi tilheyra og endurmenntun starfandi kennara eru meginforsend- ur eðlilegrar þróunar Kennarahá- skólans sem fullgildrar háskólastofn- unar og miðstöðvar kennaramennt- unar í landinu. í frv. er rennt stoðum undir slíka uppbyggingu. í öðru lagi er eitt af mikilvægustu nýmælum frv. ákvæði um framhalds- menntun og viðbótarmenntun. í frv. er lagt til að Kennaraháskólanum verði veitt heimild til að annast fram- haldsmenntun einkum á sviði uppeld- is- og kennslufræða er leiði til æðri prófgráðu en B.Ed.- eða BA-gráðu. Framhaldsnám leiðir af sér aukinn faglegan styrk kennarastéttar og nauðsynlega sérhæfingu á ýmsum sviðum uppeldis- og skólastarfs. Framhaldsnám eflir verulega rann- sóknastarf og er í raun ein meginfor- senda þess að menntastofnun geti starfað sem vísindaleg rannsókna- stofnun í uppeldis- og kennslufræð- um, eins og kveðið er á um í 1. mgr. 1. gr. frv. um hlutverk Kenn- araháskólans. í frv. þessu er gerður greinarmun- ur á hugtökunum „framhaldsmennt- un“ og „viðbótarmenntun". Fram- haldsmenntun á við nám er leiðir til æðri prófgráðu, viðbótarmenntun á við nám sem bætt er við almennt kennaranám eða sambærilega menntun án þess það leiði til æðri prófgráðu. Þriðja meginatriðið sem felur í sér nýmæli er endurmenntun kennara. í frv. er lögð aukin áhersla á hlut Kennaraháskólans í endurmenntun kennara og því er sérstakur kafli, V. kafli frv., um endurmenntun. Með hraðfara þjóðfélagsbreyting- um, nýjungum á sviði upplýsinga- tækni og fjölmiðlunar og nýrri þekk- ingu á vettvangi uppeldisfræða vex mikilvægi endurmenntunar meðal kennra og annarra stétta er annast uppeldi og kennslu. Ný tækni og aukin þekking, sem m.a. birtist í gagnanetum, upplýsingabönkum og ijarkennslu, veitir marga kosti í þessu efni. Hæfni kennarastéttarinn- ar og fagleg ábyrgð er mjög háð því að vel sé að henni búið, ekki síst á sviði endurmenntunar. Hún þarf jafnan að eiga þess kost að auka við þekkingu sína og fæmi með greiðum aðgangi að nýjungum á sviði menntamála og skólastarfs. Fjórða meginnýmæli frv. er leng- ing kennaranáms. Gert er ráð fyrir því í þessu frv. að almennt kennara- nám verði lengt og taki fjögur ár. Jafnframt verði tekið upp námsein- ingakerfi þar sem ein eining jafngild- ir námsvinnu einnar viku. Náms- einingar í almennu kennaranámi verði því 120. Mörg rök hníga að því að æskilegt sé að lengja grunnnámið. Undir- stöðuþekking verðandi gmnnskóla- kennara er treyst til muna og þar með lagður vandaðri grunnur að starfi þeirra, endurmenntun og fram- haldsnámi. Svigrúm gefst fyrir ný áhersluatriði, svo sem á sviði upplýs- ingatækni. Unnt er að koma við nok- kurri sérhæfingu kennaraefna, bæði með tilliti til aldurs nemenda og til- tekinna námsgreina eða greinasviða. Æfíngakennsla og önnur störf á vett- vangi grunnskólans verða aukin verulega, m.a. með væntanlegri kandidatsönn, og með því móti treyst tengslin milli fræðilegs náms og starfs á vettvangi. Námstími kennaraefna á grunn- skólastigi og á framhaldsskólastigi verður hinn sami. Þar með er kenn- aranámið jafngilt að umfangi fyrir bæði skólastig. Fyrir því eru þær forsendur að kennsla ungra nemenda er ekki síður vandasamt starf en kennsla þeirra sem eldri eru. Uppeld- isleg ábyrgð vegur þar þungt ekki síður en þekking í kennslugreinum. Einnig er þessi skipan líkleg til að stuðla að heildstæðni kennarastéttar hvað varðar ábyrgð í starfí, þjóð- félagsstöðu, lqör og kosti á frama í námi og starfí. Gert er ráð fyrir því í bráða- birgðaákvæði við þetta frv. að leng- ing námsins komi til innan sex ára, gæti orðið fyrr, og er það gert til þess að Kennaraháskólanum gefíst nægilegt ráðrúm til að aðlaga sig þessari lengingu námsins. Fimmta nýmælið er um menntun framhaldsskólakennara. f frv. er lagt til að Kennaraháskólanum verði veitt heimild til að annast uppeldis- og kennslufræðimenntun fyrir kennara ffamhaldsskólastigs. Með bréfí dags. 15. jan. 1981 fól menntmm. Kenn- araháskólanum að annast uppeldis- og kennslufræðilega menntun fyrir kennara á framhaldsskólastigi í list- og verkgreinum. Áður hafði Kenn- araháskólinn veitt ffamhaldsskóla- kennuram slíka menntun á nám- skeiðum. Uppeldis- og kennsluffæðimennt- un fyrir framhaldsskólakennara fer nú fram við fimm stofnanir, Kenn- araháskóla íslands, Háskóla íslands, íþróttakennaraskólann á Laugar- vatni, Myndlista- og handíðaskóla íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík. Auk þess hefur Hús- stjómarkennaraskólinn heimild til að mennta hússtjómarkennara fyrir framhaldsskóla. Auka þarf tengsl Kennaraháskól- ans við aðrar menntastofnanir til að bæta samskipan kennslugreina og uppeldisgreina í kennaramenntun, sérstaklega fyrir framhaldsskóla- kennara. Huga þarf að verkaskipt- ingu milli skólastofnana, þannig að nemendur geti sótt kennslu í ýmsum kennslugreinum í aðrar mennta- stofnanir en uppeldis- og kennslu- fræði til Kennaraháskólans. Sjötta nýmælið er um stjómkerfi Kennaraháskólans. Sú stofnun sem reist var með lögum nr. 38, 1971, um Kennaraháskóla, var tiltölulega einföld. Stofnunin var starfsmennta- stofnun og sinnti einkum grann- menntun kennara. Form stjómkerfís er í samræmi við þetta. Kennarar skiptast í skorir eftir kennslugreinum og skorimar era kjami stjórnkerfis- ins. Skólaráð er skipað skorastjóram, rektor, fulltrúum nemenda og stundakennara. Skólaráð fer með framkvæmdavald en ákvörðunarvald er falið skólastjóm sem í sitja allir fastráðnir kennarar skólans auk full- trúa nemenda og skólastjóra Æf- inga- og tilraunaskólans. Ný starfssvið Kennaraháskólans á seinni áram og aukin verkefni tengd þeim hafa leitt til þess að brýnt er að endurskoða formgerð og stjóm stofnunarinnar. Sérstaklega þarf að huga að deildaskiptingu Kennarahá- skólans. Tryggja þarf aðild starfs- manna og nemenda að ákvörðunar- töku og stjómun og greiðan aðgang allra starfseininga að stjómkerfí stofnunarinnar. Skýra þarf verksvið og verkefni skólaráðs í sífellt flókn- ari stofnun og skilgreina faglega og fjármálalega ábyrgð. í frv. er lagt til að skólaráð fari með ákvörðunarvald í málefnum skólans og faglega ábyrgð. Rektor verður eftir sem áður yfirmaður stjómsýslu skólans en framkvæmda- stjórar annast í umboði hans eftirlit með daglegri starfsemi á hinum ýmsu sviðum. Gert er ráð fyrir að starfsmanna- fundir fjalli um mikilvægar breyting- ar á starfsháttum og komi að því leyti í stað skólastjómar samkvæmt gildandi lögum sem gert er ráð fyrir að verði lögð niður. Tillaga er gerð um breytingar á framkvæmd rektorskjörs, kosningar- réttur er rýmkaður og svigrúm veitt til að velja rektor, hvort sem er inn- an stofnunar eða utan hennar. Sjöunda nýmælið í frv. er um íslen- skar uppeldisrannsóknir. Öflug og markviss rannsóknastarfsemi, ekki síst á íslenskum uppeldisskilyrðum, íslenskum uppeldishefðum og þróun og gerð menntakerfísins er tvímæla- laust nauðsynleg á tímum hraðra þjóðfélagsbreytinga. Vönduð fræði- störf á þessu sviði era forsenda flestra umbóta í almennu skólastarfí og jafnframt ein af meginforsendum fyrir hnitmiðaðri starfsmenntun kennara. í frv. er leitast við að styrkja stöðu Kennaraháskólans sem vísindalegrar rannsóknastofnunar með því að veita heimild til þess að stofnuð verði innan hans rannsókna- stofnun þar sem kennarar skólans gætu ftillnægt rannsóknaskyldu sinni. Rannsóknastofnun uppeldismála á formlega tilvist sína í lögum um Kennaraháskóla íslands frá 1971 þótt um sé að ræða stofnun sem er samstarfsvettvangur þriggja aðila með sjálfstæðan fjárhag og eigin stjóm. Hér að framan hefur verið vikið að mikilvægi íslenskra rannsókna á sviði mennta- og skólamála. Sam- starf stofnana er að rannsóknum vinna er mikilvægt og nauðsynlegt. Lagt er til að sett verði sérstök lög- gjöf um Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála þar sem stofnunin verði efld sem sjálfstæð vísindastofn- un og samstarfsvettvangur þeirra er rannsóknum sinna á sviði uppeldis- og menntamála." BALTIMORE WASHINGTON 3 x í viku FLUGLEIDIR -fyrír þig-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.